Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 31 Fyrírlestur um líkamsuppeldi og íþróttir Á VEGUM íþrótta- og æsku- lýðsmáladeildar Menntamála- ráðuneytisins og íþróttakenn- arafélags íslands mun banda- ríski prófessorinn Muska Mosst- on flytja erindi um kennsluað- ferðir á sviði líkamsuppeldis og íþróttakennslu í skólum í ráð- stefnusal Hótel Loftleiða, þriðjudaginn 27. september n.k. og jafnframt sýna kvikmynd um sama efni. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 en að honum loknum mun Mosston svara fyrirspurnum. Prof. Mosston er kunnur fyrir rannsóknir sínar á sviði kennslufræði og íþrótta og hefur víða haldið fyrirlestra um þau efni. Hingað til lands kemur hann frá Finnlandi þar sem hann hefur dvalist um tíma og flutt fyririestra, m.a. í í- þróttaháskólanum í Jyváskyla. Öllum er heimíll aðgangur að fyrirlestrinum. Fréttatilkynning. i Fmnlandi FJÓRIR keppendur frá íslandi taka þátt í kraftlyftingamóti Norðurlanda sem fram fer í bænum Uorgaa í Finnlandi dagana 23.—24. sept. n.k. I>að eru þeir Skúli óskarsson UÍA sem keppir í 75 kg flokki. Sverrir Hjaltason KR í 82.5 kg flokki. Helgi Jónsson KR í 100 kg flokki og Óskar Sigurpáls- son ÍBV í 110 kg flokki. Fararstjóri verður Ólafur Sig- urgeirsson. Keppendur fara utan í dag. Skúli keppir á morgun. en hinir íslendingarnir kcppa síðan á sunnudaginn. Merkilegar sölur ÝMSAR merkilegar sölur á leik- mönnum hafa gengið í gegn að undanfiirnu. hæði i Englandi og annars staðar í Evrópu. Birmingham City ætlar sér greinilega ekki að verma bntnsæti f.vrstu deildar. til langframa. þcir tryggðu sér nýverið argentfnska landsliðsbakvörðinn Tarantini. Mun ekki voita af að styrkja vörn Rirmingham. llollensku nýliðarnir í fyrstu deildinni þar í landi. PEC Zwollc eru nú sagðir á höttunum eftir Mel llolden. framlínumanni hjá Black- IHHil. Holden lék áður með Sunder land og Charlton. Colin Todd fór til Everton frá Derby fyrir all mikla fjárfúlgu og kom þar ýmislegt til. m.a. að Todd og Tommy Docherty framkva;mda- stjóri Derby. hafa verið litlir vinir að undanförnu. l>á ber loks að geta þess. að hinn kunni vestur-þýski landsliðsmaður UIi Ilöness var nýlega seldur frá Bayern til Hamburger. I.jósm. Mbl. F.Þ.Ó. Körfuknattleiksmönnum úr ÍR hefur nú bætzt góður liðsauki, sem er Bandarfkjamaðurinn Paul Stewart. Stewart kom til landsins í gær og á þessari mynd tekur Þórir Lárusson, formaður ÍR, á móti honum. Það fyrsta, sem Þórir gerði, var að næla ÍR-merkið í barm Stewarts. Paul Stewart mun þjálfa' lið ÍR í vetur auk þess sem hann verður leikmaður þess. Hann er 22 ára gamall og um tveir metrar á hæð. Sigfús hleypur maraþon í Chicago SIGFÚS Jónsson, hlaup- arinn ágæti úr ÍR og íslandsmethafi í 5 km, 10 km og maraþonhlaupum, heldur í dag til Chicago, en þar keppir hann í maraþonhlaupi á sunnu- dag. Sigfús hefur aðeins hlaupið maraþonvega- lengdina einu sinni í keppni, en það var í hinu fræga Windsor-hlaupi í Englandi. Hljóp Sigfús það hlaup á 2>38,29 klst. Sigfús hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir hlaupið í Chicago, en það eru Flugleiðir sem hafa veg og vanda af þátttöku hans í hlaupinu þar. Nýstárleg fírmakeppni í knattspyrnu KNATTSPYRNUDEILD KR bryddar nú upp á nýjung, firma- og stofnanakeppni KR í knattspyrnu. Þetta er engin venjuleg firmakeppni, í fyrsta lagi er hér um utanhússkeppni að ræða og fleiri nýjungar má týna til. svo sem þá, að bæði karlar og konur eru gjaldgcng í keppni þessari, en að öðru leyti verða reglurnar hinar sömu og áður í knattspyrnu. Leikið verður á tveimur völlum samtímis, þvert á aðalvöll KR og verða notuð minni mörk en í venjulegum leik. Reiknað er með að keppt verði í riðlum, en að öðru leyti verður form kcppninnar ákveðið nánar, þegar fyrir liggur fjöldi þátt- tökuliða. Keppnin hefst laugar- daginn 30. ágúst og ber að tilkynna þátttöku sem fyrst til Hauks Hjaltasonar, síma 12388. og Kristins Jónssonar, síma 25960. Frestur til að boða þátttöku rennur út miðviku- daginn 27. scptember. Að sögn Sigfúsar vonast hann til að hlaupa innan við 2:30 klst í Chicago, og miðað við undirbún- ing hans að undanförnu ætti Sigfúsi ekki að verða skotaskuld úr því. Sigfús hljóp á æfingu fyrir mánuði síðan frá heimili sínu á Njálsgötunni svo til að Kambabrún á um 2:50 klst., og er það talandi dæmi þess að hann er í góðu formi og líklegur til að bæta árangur sinn í Chicago. _ ágás. Sigfús Jónsson Reykjavíkurmótið í handbolta REYKJAVÍKURMÓTIÐ í handknattleik hefst núna á laugardaginn og eru þar 9 lið skráð til keppni. Leikið verður í 2 riðlum og eru í þeim fyrri Valur Víkingur, ÍR, Þróttur og Fylkir og í þeim síðari Fram, Ármann, KR og Leiknir. Leikdagar riðla- keppninnar eru eftirfarandi> Laugardagur 23.09. Sunnudagur 24.09. Þriðjudagur 26.09. Fimmtudagur 5.10. Sunnudagur 7.10. kl. 15.30. ÍR—Fylkir kl. 16.45. yalur—Víkingur kl. 18.00. Ármann—Fram kl. 14.00. ÍR—Þróttur kl. 15.15. Fylkir—Valur kl. 16.30. Leiknir—KR kl. 19.00. Fylkir—Víkingur kl. 20.15. Valur—Þróttur kl. 21.30. KR—Ármann kl. 19.00. Víkingur—Þróttur kl. 20.15. ÍR-Valur kl. 21.30. Leiknir—Fram kl. 16.00. Fylkir—Þróttur kl. 16.15. ÍR—Víkingur kl. 17.30. KR-Fram kl. 18.45. Leiknir—Ármann Tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika síðan saman í úrslitakeppni, þannig að allir leika við alla. Leikirnir í úrslitakeppninni fara fram miðvikudaginn 11. október, mánudaginn 16. okt. og fimmtudaginn 19. okt., en leikirnir um 5.-8. sætið fara fram sunnudaginn 8. okt. Öll kvöldin hefjast leikirnir klukkan 20.15. (Úr fréttatilkynningu HKRR) Aðalfundur handknattleiks- deildar Hauka AÐALFUNDUR handknatt leiksdeildar Ilauka verður í Iiaukahúsinu við Flatahraun 23. sept. og hefst kl. 3 eftir hádcgi. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Sólveig vann KVENNAKEPPNI á Hvaleyr- inni í Hafnarfirði um helgina lauk með sigri Sólveigar Þor- steinsdóttur GK í keppninni án forgjafar. Sló Sólveig 82 högg. Jóhanna Ingólfsdóttir GR varð önnur á 90 höggum og Ágústa Guðmundsdóttir GR varð þriðja með 92 högg. í keppninni með forgjöf sigraði ÓÍafía Sigur- björnsdóttir, GK, Kristínu Eide NK á hlutkesti. arangur hjá HSH Héraðsmót HSH var haldið í Stykkishólmi hinn 9. júlí síðast- liðinn. Á eftirfarandi lista má sjá hverjir sigruðu í keppnis- greinunum. Innan sviganna eru skráð héraðsmetin. KARLARi 100 m hlxup (11,1) Jónas KriHtófcrss. V 200 m hlaup (23,4) Krlinsrur Jóhannsson R 100 m hlaup (54.1) Bjartmar Bjarnaaon Sn 1500 m hlaup (1.20,6) Pálml Frfmannas. Sn 5000 m (171)8,2) Pilmi Frúnannss. Sn 4x100 m hlaup (47.8) A. Sveit Sncfells Stantcarstökk (425) (luðm. Jóhanness lm Spjótkast (54.99) Hannes Vilhjálmss. G Kúluvarp (15.98) Slsrurþór Hjörleilss. Sn Krinidukast (46.50) Erling Jóhanness. IM Hástökk (1.90) Bjtírn Rafnsson Sn Lanesttíkk (6,84) Sig Hjörlcifss. Sn ÞKstökk (14.33) Sík. Hjtírleifss. Sn KONllRt Spjótkast (38,74) Marfa Guðnad. Sn 100 m hlaup (13.3) Lilja Stefinsd. V 200 m hlaup (27.9) Krístjana Hrafnkelsd. Sn 100 m hlaup (64,7) Krístjana llrafnkelsd. Sn 800 m hlaup (2,32.6) Krístjana HrafnkeLsd. Sn Hásttíkk (1.70) Marfa Guðnad. Sn Langsttíkk (5,01) Marfa Guðnad. Sn Krímrlukast (36,80) María Guðn: Kúluvarp (10 . Guðrún Krístjánsd. ÍM 4x100 m hlaup kvenna (54,4) Svelt Snæfells sek 12,1 sek 25.3 aek 55,1 mfn 4,42.8 mfn 18,29,2 sek 48.3 m 3,75 m 46,81 m 13.56 m 42.10 m 1,74 m 6,31 m 13.01 m 36.95 sek 14.2 sek 29.4 sek 65.4 mfn 2.56,1 m 1,69 m 4,53 m 27,93 m 9,03 aek 56.5 IIEILDARSTIGATALANi U.M.F. SnæfelI=Sn 121 íþróttafélag Miklah.=ÍM 48 UM.M.F. Reynir=R 17 U.M.F. Víkingur=V 15 U.M.F. Staðarsveitar=St 6 U.M.F. Grundarfjarðar 4 Leiðrétting í grein sem birtist í síðastliðnu sunnudagsblaði, gleymdist að geta þess aö hókin Olympíu- leikarnir eftir Pétur Haraldsson var notuð sem heimildarit yfir feril Zatopeks. Er höfundur þessarar ágætu bókar Pétur Haraldsson hér með beðinn velvirðingar á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.