Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 217. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Prcntsmiöja Morgunblaðsins. Bardagar blossuðu uppíBeirut lirirút 23. scpt. Koutcr BARDAGAR milli sýrlonzkra hormanna og kristinna. líb- anskra hætíri manna blossuðu upp í Boirút á laujíardagsmorfíun stundu oftir að Elias Sarkis. forsoti landsins. hafði flutt sjón- varpsávarp og hvatt möríium orðum til friðar. Korchnoi med vinningslíkur Baiíuio. 23. soptombfr. Routor. KORCIINOI or talinn oiga tals- vorða vinninRsmöKuloika í 25. skákinni í hoimsmoistaraoinvÍK- inu. on skákin fór í hið oftir 12 loiki í dag. ÞoRar á loið virtist staða Korchnois mjiití erfið og hann lonti í miklu tímahraki. Undir lokin virtist staða hans tiipuð. on hann náði þó að rótta taflið við ok or talið að hann hafi innsitdað biðloik som færir hon- um poð svarts ok yfirburða stöðu. Biðstaðani Ilvítt Kortsnoji Kk2. Dhl. IIo2. Bd3. Ro7. h2. g3. f3. d5 og a5. Svart Karpovi Kg7. DÍ6. IIcl. IIc l. Bal. h6. f7. d6. b5 og b7. Ilvítur lók biðleik. Harðlínuríki Araba: Ljósm. ðl. K.M. Moi for- seti Kenýa Nairuhi. 23. sept. Rputcr. LJÓST er að Daniel Arap Moi, sem tók við völduni forseta í Kenýa við fráfall Jomo Kenyatta forseta, verður næsti forseti Kenýa. Hann er sá eini sem gefur kost á sér, en formleg útnefning fer þó ekki fram fyrr en á sérstöku þingi kenýska Þjóðarbandalagsins 6. október n.k. Samræmdar aðgerðir gegn Egyptum og ísraelsmönnum Damascus, Amman, 23. september. — Reuter. BÚIST var við að tilkynnt yrði síðdegis í dag hvernig leiðtogar rfkjanna fjögurra. sem ráða nú ráðum sínum í Damaskus ásamt Frelsissamtökum Palesti'numanna (PLO). hygðust berjast gegn samkomulagi ísraelsmanna og Egypta í Camp David. Leiðtogarnir komu sér saman um í gærkvöldi að stofna sameiginlegt stjórnmála- og herráð til að sameina aðgerðir sínar gegn ísrael og Egyptalandi, en það er m.a. ásetningur þeirra að knésetja Anwar Sadat, forseta Egypta. ráðherra Bandaríkjanna til borgarinnar, en hann reynir á morgun að afla fylgis Hafe Al- Assads forseta við samkomulagið í Camp David. Tveir leiðtoganna á fundinum í Damaskus, Yasser Arafat og Muammar Al-Gaddafi Lýbíu- leiðtogi, héldu í gær óvænt til Amman til viðræðna við Hussein Jórdaníukonung. Kunnugir telja að þeir hafi lagt hart að Hussein að snúast til harðrar andstöðu við samkomulagið í Camp David, en á blaðamannafundi eftir fundinn Kunnugir sögðu, að smiðshöggið á samkomulag Líbýu, Alsírs, Yemens, Sýrlands og PLO yrði að líkindum rekið í dag. Auk sam- komulagsins um sameiginlegt her- ráð er talið nær öruggt að samkomulagið hvetji til nánari tengsla við Sovétríkin. Ennfremur mun það kveða á um aukna efnahags- og hernaðaraðstoð við Sýrland og PLO, sem eru kjarni fylkingarinnar, að því að hermt er. Nær öruggt er talið að sam- komulagið í Damaskus muni gera lítið úr för Cyrus Vance utanríkis- sagði Hussein, að afstaða Jórdaníu til samkomulagsins væri óbreytt. Hussein mun í dag útskýra afstöðu stjórnarinnar í einstökum atriðum en konungurinn hefur gagnrýnt einstök atriði samkomulagsins. Afstaða Jórdaníumanna er talin geta ráðið úrslitum um frið á vesturbakka Jórdanár og í Gaza. Kunnugir sögðu að Arafat hefði reynt að blása lífi í hernaðar- bandalag Jórdaníu, Sýrlands og íraks, sem hrundi eftir stríð ísraelsmanna og Araba 1967. Hét Arafat stuðningi PLO við banda- lagið, en talið er ólíklegt að Jórdaníumenn fallist á liðsinni samtakanna sem rekin voru frá Jórdaníu fyrir nokkrum árum. Milljónir fögnuðu Sadat við heimkomu Tol Aviv. Kairó. 23. sopt. — Routor. SADAT Egyptalandsforseti fókk konunglegar móttökur er hann kom til Kairó í dag úr Bandarikja- förinni. Milljónir eru sagðar hafa verið á götum höfuðborgarinnar og er hcimkomu hans nú líkt við er Spánverjar með í að granda Frince of Wales Madrid. 22. september. — Reuter. JAPANIR gátu sökkt brezka herskipinu Prince of Wales 1911 vegna starfsemi spænsks njósnahrings í Bandaríkjunum að sögn fyrrverandi yfirmanns hans. Angel Alcazar de Velesco. Hann sagði Reuters-frétta- stofunni að njósnahringurinn hefði fengið upplýsingar um ferðir herskipsins í Austurlönd- um fjær í Bandaríkjunum og komið þeim áleiðis til Tokyo. Japanskar flugvélar sökktu Prince of Wales, sem var flagg- skip brezka flotans, undan strönd Malaya og rúmlega 300 týndu lífi. Alcazar de Velesco hélt því fram að njósnarar hans hefðu einnig vitað um smíði kjarn- orkusprengjunnar í Bandaríkj- unum en sagði að Japanir hefðu neitað að trúa upplýsingum þeirra. Hann sagði að upplýsingar frá njósnahringnum hefðu átt þátt í því að Japönum tókst að sökkva 60% skipalesta þeirra sem sigldu frá vesturströnd Banda- ríkjanna í heimsstyrjöldinni. Starfsemi njósnahringsins kom í ljós fyrr í þessum mánuði þegar birt voru bandarísk stjórnskjöl. Alcazar de Valesco segir að Franco hershöfðingi hafi vitað um njósnahringinn og látið starf hans óátalið þótt hann berðist gegn tilraunum Hitles til að fá Spánverja í stríðið. hann sneri aftur úr Jerúsalemför sinni í nóvember í fyrra. Dúfum var sleppt í hundraðatali er vél forseta Jiafði lent en þær eru friðartákn og kálfum var fórnað. Síðan fundinum í Camp David lauk hefur fólk utan af landi flykkzt til Kairó þeirra erinda einna að fagna Sadat og á þeirri 25 km leið sem er frá flugvellinum og að heimili forsetans í úthverfi borgarinnar var mannþröng hvert sem litið var. Sadat sagði í Rabat í Marokkó í gærkvöldi, að hann hefði tjáð Begin þá skoðun sína, að fulltrúar PLO myndu taka höndum saman við egypsku fulltrúana í viðræðum um vesturbakkann, en hann bætti því við, að Begin hefði látið í ljós efasemdir varðandi þetta- Sadat mun strax eftir heimkom- una undirbúa bréf til Arabaleiðtoga um Camp David-fundinn en áskor- anir hans á þá leiðtoga Araba, sem honum eru hvað andsnúnastir, hafa enn engan hljómgrunn fengið eins og sjá má i annarri frétt á forsíðu. 1 Israel mun Begin hefja mjög viðkvæmar og vandasamar viðræður í dag við nánustu ráðgjafa sína til að leggja línurnar áður en ríkisstjórn- arfundur verður á morgun, sunnu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.