Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 13 Á BRYGGJUNNI á Ólafsfirði hitti blm. fyrir þrjár stúlkur í vinnupásu og náði að rabba við þær á meðan. Halldóra Garðarsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir og Ingi- björg Þorsteinsdóttir vinna allar við saltfiskverkun hjá Garðari Guðmundssyni. Eg spurði þær um atvinnumögu- leika á staðnum. „Fyrir unglinga eru engir atvinnumöguleikar hér nema fiskurinn, hér byggist allt á fiskinum. Flestir kannski hætta í skóla og byrja í frystihúsunum, sumir leita þó að vinnu t.d. á Akureyri og þeir allra gáfuðustu fara þar í menntaskólann." Ég spurði hvort unga fólkið flytti þá mikið frá staðnum. „Nei, það er ekki mikið um það, að fólk flytjist burtu, það kemur þá allavega aftur eftir stuttan tíma.“ Þær voru allar sammála um að mjög gott væri að búa á Ólafsfirði fyrir hjónaleysi og hjónafólk, en lítið fyrir hina að gera þarna. „Alla vega yfir vetrarmánuð- ina kemst maður ekki neitt. Þá erum við frekar innilokuð, nema þegar hægt er að opna Múlaveginn.“ Hvað er gert fyrir ungling- ana? „Fyrir krakka yngri en 16 ára er aðallega um æskulýðs- starf skólanna að ræða á veturna, en það má segja að sé eitthvað gert þá eru krakkarnir kannski ekkert svo reiðubúnir til þess að koma til móts við þær til- raunir.“ Halldóra og Ingibjörg eru nýlega komnar heim eftir ársdvöl í Noregi og bjóst hvorug við því að setjast að á Ólafsfirði. „Stundum er hálf- dauft að vera hér.“ En Ólöf á litla fjölskyldu og íhugar ekki að flytjast á brott. Ég spurðist fyrir um hús- næðismál og fleira í bænum. „Fólk byrjar mjög ungt að byggja og koma sér fyrir. Það er mjög erfitt að fá hér íbúðarhús, og þau sem bjóð- ast eru gömul og varla íbúð- arhæf. Fólk vinnur því myrkranna á milli eiginlega frá því að það festir sig og þar til það á sér hús og bíl u.þ.b. tuttugu og fimm ára gamalt. Hér er mjög gott að vera með börn, en fólk eignast oft fljótt börn þ.e. of ungt,“ um það voru þær sammála. „Og þarf svo að fara út að vinna frá þessu. Flest hjón vinna bæði úti til þess að koma sér sæmilega fyrir." Hvað gerið þið í saltfisk- verkuninni? „Við gerum að, söltum, metum fiskinn, það má segja að við komum alls staðar við og erum í sömu verkunum og karlmennirnir. Þeir eru reyndar mun fleiri við þessi störf, Það er rétt, að það er erfiðara að vinna við saltfisk- verkun heldur en t.d. í sal í frystihúsi, en mun skemmti- legra. Maður er ekki alltaf að gera sama verkið í tíu tíma á dag.“ Okkur vantar íþróttahús Rétt hjá þar sem við sátum voru tveir strákar í vinnu- pásu. Gottlieb Konráðsson og Kolbeinn Ágústsson, sem báðir vinna við löndun, en meta skreið þess á milli hjá fyrirtæki Magnúsar Gamal- íelssonar. „Við værum annars atvinnulausir á milli togar- anna. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir og Halldóra Garðarsdóttir. Kolbeinn Ágústsson og Gottlieb Konráðsson. Jú, við erum báðir búsettir hér á Ólafsfirði." Gottlíeb býr í Burstabrekku og er íslands- meistari í göngu og hefur unnið í fiski frá því hann var 15 ára gamall. Kolbeinn býr í bænum og hefur unnið í fiski frá því hann var 10 ára gamall, utan byggingavinnu um tíma á Akureyri, og er áhugamaður um knattspyrnu. „Það er misjafnt hvað mikið er unnið á dag, en að minnsta kosti þó í tíu tíma. Það hefur komið fyrir að við höfum unnið heilu sólar- hringana, þar sem við vinnum ekki aðeins við togarana heldur líka við önnur skip sem koma hér að.“ Ég spurði Gottlieb um skíðamennskuna. „Hér eru mjög góðar aðstæður fyrir gönguna, varla hægt að fá það betra. Það er aðeins að leggja skíðin út fyrir bæjardyrnar og síðan halda af stað.“ Hann er í skíðalandsliðinu og stundar gönguna sem keppn- ismaður, en í norrænu grein- unum unnu Ólafsfirðingar síðast öll gullin nema eitt. „Jú, ég æfi 'stíft yfir veturinn göngu og stökk saman, en aðallega þó gönguna.“ Ég spurði Kolbein um íþróttaaðstöðu í bænum. „Ég æfi knattspyrnu og handbolta yfir sumarið, en hér er ekkert íþróttahús og lítið hægt að gera yfir veturinn. Hér er tiltölulega nýr íþróttavöllur sem bætti mikið sumarað- stöðuna. Svo er það skíða- mennskan, en þeir eru nú að vinna að því að setja upp T-skíðalyftu hér innar, og þá er sundlaugin ágæt þó hún sé lítil og ekki hægt að halda þar mót.“ Hafið þið farið á sjóinn? Kolbeinn kvaðst hafa farið i einn túr á loðnu og kunnað því ágætlega og hefur í hyggju að reyna það aftur. En Gottlieb hefur ekki unnið á sjónum. Þeir sögðust báðir kunna vel við sig á Ólafsfirði en voru sammála um að eitthvað mætti kannski gera með skemmtanir fyrir unglingana. Þeir hefðu lítið sér til dægra- styttingar. „Auðvitað er eitt- hvað gert, en örugglega ekki nóg.“ - ÁJR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.