Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 fltofgntiMftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. aö er samdóma álit þeirra, sem kynnzt hafa umferðarmenningu í öðrum löndum, sérstaklega í Evrópu, að þar sé ólíku saman að jafna, umferðinni hér og þar. Agi í umferðinni erlendis er mun meiri en hér og þar er mun meiri trygging fyrir því, að gangandi eða akandi vegfarendur þurfi ekki að vera í lífshættu af völdum náungans. Staða um- ferðarmála hér hlýtur að vera mönnum mikið áhyggju- efni á þessum haustdögum, þegar óhugnanleg umferðar- slys hafa orðið með stuttu millibili og tvær litlar stúlk- ur beðið bana. Slíkir atburðir hljóta að leggjast mjög þungt á almenning og vekja okkur enn einu sinni til umhugsun- ar um það, hvað til bragðs skuli taka til þess að koma í veg fyrir umferðarslys. Það er enginn vafi á því að umgengni fólks í umferðinni hér er mjög slæm. Þar getur hver og einn litið í eigin barm. En jafnvel þótt menn fylgi umferðarreglum í einu og öllu geta þeir ekki verið öruggir um að komast hjá óhöppum eða slysum, einfald- lega vegna þess, að reynslan sýnir, að svo margir fylgja ekki settum reglum, að eng- inn getur í raun verið óhultur um sig og sína eða aðra í umferðinni. Sá, sem stöðvar við gangbraut svo sem vera ber, getur ekki verið öruggur um að bifreiðin, sem kemur akandi á næstu akrein geri slíkt hið sama. Vafalaust er það svo um marga, að þeir velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að stofna gangandi veg- faranda í lífshættu með því að stöðva við gangbraut vegna óvissu um hvort bif- reiðin, sem kemur á hinni akreininni muni stöðva eða halda áfram. Umferðarslysin og tjónin í umferðinni eru auðvitað fyrst og fremst spurning um líf fólks, því að reynslan sýnir, að fólk er í verulegri lífshættu í umferðinni. En hér er líka um að ræða mikiÓ fjárhagsatriði fyrir þjóð- félagið í heild. Umferðartjón- in eru gífurlega kostnaðar- söm. Þau eru einn af þeim þáttum, sem draga úr lífs- kjörum okkar. Ómenning í umferðinni, sem kallar á tjón og óhöpp, veldur þjóðarbúinu í heild miklum kostnaði. Því meiri, sem tjónin verða, þeim mun hærri verða iðgjöldin og þeim mun lakari lífskjörin. Þess vegna er bætt umferð- armenning fyrst og fremst forsenda fyrir því að skapa aukið öryggi þannig að fólk sé ekki í lífshættu og óhugn- anleg og sorgleg slys verði ekki af því tagi, sem við höfum orðið vitni að síðustu daga og eru í raun svo óbærileg, að nánast er ekki hægt um að fjalla. En jafn- framt er bætt umferðar- menning þjóðhagslegt hags- munamál, sem við erum knúin til að taka fastari tökum og hugsa meira og betur um en við bersýnilega höfum gert hingað til. Stund- um er talað um áhrifamátt fjölmiðla. Enginn vafi er á því, að með samstilltu átaki geta fjölmiðlar haft mjög mikil áhrif í þá átt að bæta umferðarmenningu hér og draga úr umferðarslysum. Fjölmiðlar þurfa að fá fólkið í landinu með sér í- þá baráttu. í bókstaflegri merk- ingu er þetta barátta upp á líf eða dauða. Ef við sitjum aðgerðarlaus hjá vitum við með vissu, að einhvern tíma á næstu vikum, mánuðum eða misserum ber sorgin að dyr- um hjá einhverjum vegna umferðarslysa. Við kunnum að segja við sjálf okkur, að það verði ekki knúið á dyr hjá okkur heldur einhverjum öðrum. En enginn getur vitað það með vissu og við getum heldur ekki lokað augunum fyrir þeirri sorg, sem steðjar að nánunganum. Við getum ekki hagað okkur á þann veg, að þetta vandamál komi okkur ekki við, einungis ef það snertir einhverja aðra en okkur sjálf. Þjóðin sjálf þarf að skera upp herör gegn umferðar- slysunum og ómenningunni í umferðinni. Þjóðin sjálf þarf að taka sig taki og aga sjálfa sig í umferðinni. Arangur vinnst ekki í þessum efnum nema hver og einn líti í eigin barm og hugsi um það hvað fyrir getur komið, ekki bara fyrir aðra heldur og fyrir hann sjálfan því að ekki er minni sorg og þjáning þess, sem verður fyrir þeirri ógæfu að verða öðrum að bana í umferðinni heldur en að- standenda þeirra, sem hlut eiga að máli. Það er líka tímabært, að við gerum okkur grein fyrir því, að við vöknum upp, þegar slysaaldan byrjar en sofnum svo aftur á verðinum. Það á ekki síður við um þessa forystugrein en annað. Hún er skrifuð eftir að tvö sorgleg slys verða en ekki áður. Það undirstrikar m.a. nauðsyn fyrirbyggjandi starfs í um- ferðarmálum. Það er ekki nóg að við rísum upp, þegar slysin hafa orðið. Við þurfum að vera á verði þannig að slysin verði ekki. Við verðum að aga okkur sjálf í umferðinni j Reykjavlkurbréf ^►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 23. sept.» •♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦«* ísland frjálst og fullvalda ríki í ár eru nákvæmlega 60 ár síðan að nýr sáttmáli var gerður milii Islands og Danmerkur 0(í iang- þráðu marki var náð: Island varð frjálst og fullvalda ríki. í maí 1918 féllst Th. Zale, forsætisráðherra Dana, á ósk Jóns Mannússonar, forsætisráðherra, um viðræður um samband íslands oj; Danmerkur, með það fvrir auguni, að gera sérstakan samninf; um allsherjarskipan á réttarsam- bandi iandanna. Danska ríkisþing- ið og Alþinfó kusu viðræðunefndir oj; hin sameiginleKa sambands- nefnd settist á rökstóla í kennara- stofu iláskólans í byrjun júlí- mánaðar. Islenzku nefndar- mennirnir lö(;ðu j)et;ar í upphafi áherzlu á, að samningar mundu því aðeins geta tekizt, að ísland yrði viðurkennt fullvalda ríki, þótt konungssamhandi yrði haldið við Danmörku. Allt annað en konungs- sambandið bæri að líta á sem sérmál hvors ríkis um sij;, enda þótt Danmörk kynni að fara með einstök mál í umboði Islands tímabundið. Sambandslaganefndin náði samkomulaj;i um frumvarp til sambandslaga, eftir 18 daga þrot- laust starf. Þar var viðurkennt fullveldi íslenzka ríkisins. Af sambandi laj;anna var ekki annað eftir en sameitfinleKur konunj;ur, þó að nokkur ákvæði va>ru í frumvarpinu um (;agnkvæm hlunnindi ok meðferð Dana á nokkrum málum í umboði íslands. Gert var ráð fyrir gagnkvæmum ríkisborgararétti Íslendinga og • Dana. Danmörk fór með utanríkis- mál Islands í umboði þess og hafði fi á hendi gæzlu íslenzkrar land- helgi, þar til íslendingar ákvæðu aðra skipan þeirra mála. Hæsti- réttur Dana fór og með æðsta dómsvald í íslenzkum málum, unz íslendingar ákvæðu að koma á fót slíkum dómstól í landinu sjálfu. Þá vóru í samningnum ákvæði um jöfnun á fjárhagsviðskiptum land- anna og um sjóðstofnanir til stuðnings vísindum og menningar- tengslum þjóðanna. í frumvarpinu vóru og ákvæði um að Ríkisþing og Alþingi gætu hvort um sig krafizt endurskoðun- ar sambandslaganna eftir 1940. Ef nýr samningur yrði ekki gerður innan þriggja ára þar frá, gat hvort landið um sig samþykkt einhliða að samningurinn væri úr gildi fallinn. A aukaþingi í september þetta sania ár samþykkti Alþingi frum- varp santbandsnefndarinnar með 37 atkvæðum gegn 2. Þjóðar- atkvæði fór síðan fram 19. október. Vóru hin nýju lög sam- jiykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43.8 % kjósenda greiddu at- kvæði. I þjóðþingi Dana vóru sambandslögin samþykkt í nóvem- ber með 100 atkvæðum gegn 20 og í landsþinginu með 42 atkv. gegn 15. Sambandslögin gengu síðan formlega í gildi 1. desember þetta ár. Sjálfstæðisbarátta lítillar þjóð- ar er ævarandi. Fullveldið 1918 var stórkostlegur áfangi að settu marki. Lýðveldisstofnunin 1944 var m.a. byggð á ákvæðum sam- bandslaganna. Yfirráð islendinga yfir landgrunni og iandhelgi, sem unnuzt loks á liðnu kjörtímabili, vóru svo kórónan á árangur sjálfstæðisbaráttunnar. í dag er ísland fullvalda ríki í þjóðafjöl- skyldu heims, með öll þau réttindi og allar þær skyldur, bæði inn á við og út á við, sem sjálfstæði fylgir. Megi borgaralegt lýðræði og þingræði tryggja almenn mannréttindi og vaxandi vel- megun i landi okkar um alla framtíð. Leikur með vísitölu Niðurgreiðsla á vöruverði, sem sótt er í sameiginlegan sjóð landsmanna, ríkissjóðinn, hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera sótt aftur til landsmanna sjálfra gegnum svokallaða skattheimtu. Að þessu sinni var hún sótt með tekjuskattsauka, þ.e. afturvirkri viðbótarsköttun á aflatekjur fyrra árs, og hækkun „tímabundins vörugjafds“, eins og það heitir í nafngift löggjafans, á tilteknar innfluttar vörur. Þessi vörugjalds- auki, ásamt hækkun innfluttrar vöru af völdum gengisl'ækkunar, vegur síðan á móti skammvinnum verðlækkunum búvöru, sem nánar verður fjallað um hér á eftir. Söluskattslækkun og auknar niðurgreiðslur koma fyrst og frernst fram á þeim hluta af neyzluvörum, sem þyngst vega í vísitölu. Tilgangurinn er sá að hamla gegn þeim kauphækkunum, sem almenningur á tilkall til samkvæmt samningum og vísitölu. Þetta er gamalkunnur leikur með vísitölu, sem . gjarnan kemst í hámark á timum vinstri stjórnar. Verra er þegar sú vara, sem greiða á niður, er af svo skornum skammti, a.m.k. i framboði til almennings, að niðurgreiðslurnar koma hinum almenna neytanda að takmörkuðu gagni, þótt þær hafi sín áhrif til lækkunar vísitölu og kaupgjalds. Kindakjötið, sem greitt var niður úr sameiginlegum sjóði landsnianna, reyndist verulega minna en eftirspurn almennings. Þeir, sem brugðu skjótt við og höfðu handbæran kaupeyri, náðu sínum skammti. Aðrir ekki. Eða eins og Oskar Jóhannsson segir í grein í Mbl. sl. föstudag: „En guðföðurlegir verkalýðsforingjar og fulltrúar fólksins í landinu í ríkisstjórn finna það út úr vísitöl- unni, að 6 manna fjölskylda hefur hagnazt um 9.000.00 kr. vegna kjarabótakjötsins (sem það aldrei fékk) og þess vegna lækkar vísitalan og þar með kaupið og lækkuð laun eru kjarabót." En hverjir fá þá „niðurgreiðsl- urnar“? Var einfaldlega ekki um að ræða nema smáskammt af „kjarabótakjötinu“? Verður hagn- aðurinn ríkissjóðs í takmörkuðum niðurgreiðslum? Eða hvarf niður- greiðslukjötið til kjötvinnslu- stöðva SIS og annarra vinnslu- fyrirtækja? Lendir drjúgur „niðurgreiðsluskammtur" hjá Sambandsfyrirtækjum í „ódýru“ vinnslukjöti? Þannig spyr almenn- ingur. Erfitt er að fullyrða eitt eða neitt um það efni, þótt áleitnar spurningar leiti á hinn almenna neytanda. Niðurfærsla vöruverðs sýnd en ekki gefin Verðhækkunaralda vegna gengisbreytingarinnar, hækkunar vörugjalds, hækkunar á hinu nýja kjöti (sem næstu daga kemur á markaðinn) og hækkunar á út- seldri vinnu, sem er í nánd, mun að sögn tölfróðra manna valda meiri hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar, en sem nam niður- færsluaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðuðust við 7.5% niðurgreiðslu verðbótavísitölu, sem jafngildir um 7% lækkun framfærsluvísi- tölu. Þegar hefur orðið benzín- hækkun, sem veldur 0.4% hækkun f-vísitölu og verð kjöts af nýslátr- uðu, sem er 38.6% hærra en verð á gamla kjötinu, veldur 1.4% hækk- un f-vísitölu. Þá standa aðeins eftir rúm 5% niðurfærslunnar. í kjölfar gengislækkunar og hækk- unar á útseldri vinnu er óhjá- kvæmilegt, að daglegur fram- færslukostnaður almennings hækki enn á ný. Það þykir því sýnt, því miður, að 7% niðurfærsla f-vísitölunnar verði brátt uppurin. Ríkisstjórnin túlkaði aðgerðir bráðabirgðalaganna sem „við- nám“, sem skapa ætti tóm til að koma fram með „alvöruúrræði". Sýnt er að tíminn til að undirbúa hin „varanlegu“ úrræði verður skammur. Vonandi verður það, sem á eftir kemur í „verðbólguvið- námi“ stjórnvalda, burðugra en fyrstu viðbrögð hennar gefa tilefni til að álíta. Skattur hér, skattur þar og sjúkratrygg- ingargjaldið a) tekjuskattsaukii Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa í stjórnarandstöðu haldið uppi harðri gagnrýni á misrétti tekjusköttunar í íslenzku þjóð- félagi. Hinn fyrri flokkurinn hefur lagt megináherzlu á virkari tekju- sköttun fyrirtækja og atvinnu- rekstrar, þótt greiðslustaða höfuð- atvinnuvega þjóðarinnar sé ekki burðug. Hinn siðari á þá stað- reynd, að tekjuskattur sé ekki sízt launþegaskattur, sem afnema beri (nema á allra hæstu tekjur). Allir flokkar hafa hinsvegar gagnrýnt það skattalega misrétti, er kemur fram í meintum skattsvikum, sem aftur áréttar efasemdir um rétt- mæti tekjuskattsins. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki leiðrétt ska.ttalög, ekki afnumið tekjuskatt á vinnutekjur, heldur gripið til afturvirkrar tvísköttunar á afla- tekjur liðins árs, sem er siðferði- lega röng og lagalega vafasöm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.