Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 1 7 EIIMS OG MÉR SÝNIST Eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Kannski ég sé á rangri hillu. Pullseint að uppgötva það að vísu, en hreinskilni er fögur dyggð. Það er hlutskipti blaðamannsins að þurfa annað slagið að gapa á menn og allt þeirra stúss til þess að útlista síðan fyrir sauðsvörtum almúganum hvað hvorttveggja hafi verið merkilegt, og með hverju árinu sem líður verð ég slakari gapari. Eg gapi næstum aldrei af tilhlýðilegri andakt nú síðustu árin. Það er nær alltaf á kreiki í kollinum á mér illkvittnis- legur púki sem þrástagast á því í eyrað á mér þar sem ég stend og gapi eins og ég hef orku til, að ef til vill sé þetta ekki alveg eins stórkostlegur atburður og mennirnir sem settu hann á svið vilja fá okkur til að trúa. Jafnvel í útlandinu gapi ég orðið með fyrirvara ef svo mætti að orði komast: jafnvel vestur í Washing- ton, í sjálfri höfuðborg Bandaríkj- anna, heldur púkaskömmin áfram að ásækja mig. Ég var aö sniglast þar í kringum leiðtogafundinn hjá Nato núna í vor, og með því að veifa skilríkjum sem ég var búinn að afla mér (og sem voru hengd um hálsinn á okkur fjölmiðlagörpunum eins og við værum gripir á landbúnaðar- sýningu) þá tókst mér meira að segja af meðfæddri skyldurækni að troða mér inní fjölmiðlavistina í sjálfu Hvíta húsinu, hvaðan við vorum lóðsuð útá grasflötina andspænis forstofudyrunum og sett þar upp á pall innan girðingar sem minnti enn á herjans land- búnaðarsýninguna. Kannski jafn- vel dýrlingur ætti bágt með að halda lotningarsvipnum undir þvilíkum kringumstæðum. Svo mikið er víst að innfæddu fréttamennirnir voru ekkert að rifna af andakt. Þeir voru þvert á móti barmafullir af meinlegum athugasemdum sem þeir létu ganga um hópinn þegar gestir forsetans byrjuðu að bruna í hlaðið og Carter setti upp spari- brosið og byrjaði að tölta upp og niður rauða dregilinn að skaka lúkur stórmennanna sem stigu útúr gljáfægðum límósínunum. „Who he?“ spurði einn kollega okkar flissandi ög hafði í frammi aðra tilburði sem áttu að minna á forvitið barn, í hvert skipti sem stórmenni birtist á dreglinum. Hugrenningar kringum rauð- an dregil Hann var oftast að látast, en sannleikurinn er samt sá að mér fannst innfæddu skriffinnarnir fremur svona illa að sér i þjóð- fánafræðum: Þegar litli kútur hann Anker Jörgensen rúllaði útúr sínum kátilják, þá komst „Who he“ náunginn að þeirri niðurstöðu að þar væri Svisslend- ingur á ferð, hann þóttist þó þekkja svissneska fánann framan á kerrunni, fjandinn hafi það. Fréttamenn verða næstum óhjákvæmiiega með tímanum dálítið kaldhæðnir kallar, og ekki síst þeir fréttamenn sem eyða hálfri starfsævinni á hælunum á heimsþekktum stjórnmálapersón- um þar sem þær hringsóla kring- um jarðkrílið okkar með afvopn- unarslagorð í öðru munnvikinu og broddinn á atómsprengju útúr hinu. Fréttamennirnir eru búnir að safna á sig býsna harðri skel sem jafnvel fínustu kátiljákar sökkhlaðnir af eldklárum dipló- mötum fá varla markað. Þarna runnu þeir eins og á færibandi upp heimreiðina hjá Carter leiðtogar Natoþjóðanna, og „Who he?“ og annað óvirðulegt en góðlátlegt tuldur heilsaði höfðingjunum þar sem þeir urðu snöggvast staðir á dreglinum til þess aö ljósmyndarar heims- pressunnar hefðu tíma til að fókusa á þá. Ég er hræddur um að ég hafi verið tuldraramegin. Ég gapti samviskusamlega á mennina, minnugur þess að ég var kominn um langan veg til þess að gapa, en bakvið atvinnugapið voru „Who he“ hugrenningar af versta tagi á fieygiferð, svosem til dæmis sú fjölskrúðuga þankamynd hverskonar fótur og fit yrði uppi ef litli kúturinn hann Anker J. dytti nú endilangur á magann á dreglinum og tæki gestgjafann jafnvel með sér í fallinu. Ef ég man rétt kom fyrirrennari Carters, hrakfallabákurinn hann Gerald Ford, óftast á fjórum fótum niður landganginn á flug- vélinni sinni þegar hann var að heimsækja aðra höfðingja. Það var nú meira hvað sá maður var dettinn! Maður var hættur að þekkja hann á myndum nema öfugi endinn sneri upp. Svo að ég haldi nú áfram að vera hreinskilinn, þá fannst mér allt umstangið í kringum þessa móttökuhátíð eiginlega skemmti- legra en athöfnin sjálf. Gildvaxin röskleg kona með stálgrátt hár hafði þann starfa með höndum að hafa hemil á okkur fjölmiðla- mönnunum innan gripagirðingar- innar, og greip einarðlega en góðlátlega í skottið á þeim áköf- ustu sem reyndu að strjúka úr girðingunni. Þeir komust ekki upp með múður. Ennfremur fannst mér forvitnilegt að fylgjast með atferli leyniþjónustumannanna sem voru þarna eins og mý á mykjuskán með labbrabbtæki og einbeittan svip og bólguhnúð undir vinstri handlegg þar sem þeir geymdu kanónuna sína. Mér. varð ekki síst starsýnt á þann sem virtist vera fyrir þeim: gleiðfætt- an, herðabreiðan og garpslegan náunga með jarpt yfirskegg, og mótaði greinilega fyrir ólinni á kanónuhulstrinu hans þar sem hún lá þvert yfir bakið og hvarf undir handlegginn. Þessi kappi var svo nauðalíkur yfirboðara Serpicos í sjónvarpsreyfaranum með sama nafni sem var sýndur hér að ég átti þá og þegar von á því að sjá þann skeggjaða koma í loftinu yfir grasflötina á mótor- hjólinu sinu, á bláhælunum á snaróðum hermdarverkamönnum sem ætluðu að skjóta allan leiðtogaskarann á einu bretti. Víðast hvar í útlandinu þykir það eins og öllum er kunnugt alveg sjálfsagður hlutur að skjóta stór- menni, svo að við íslendingar þurfum útfyrir pollinn til þess að kynnast þannig vinnubrögðum. Er það vítavert að gapa ekki af andakt úr girðingunni á hátíðar- stundum eins og hér hefur verið lýst, jaðrar það við vinnusvik jafnvel að komast í kallfæri við fjórtán nýbónaða þjóðarleiðtoga og geispa nánast fremur en gapa? Ég veit það ekki; en svo verður hver að fljúga sem hann er fiðraður. Ég reyni að hugga mig við það að í minni stétt sem öðrum finnst vitanlega líka slangur af fólki sem er ekki haldið þeirri áráttu að finnast öll veröldin vera leiksvið eins og hann Shakespeare sagði og að opinbera tilstandið og opinberu brosin séu bara hluti af leiksýningunni. Með guðs hjálp og fyrrgreindra starfssystkina minna kemst það alltaf til skila hver sprangaði upp rauða dregil- inn hverju sinni. b) „Tímabundið vörugjald" hefur verið eitt helzta ádeiluefni Alþýðubandalags við gerð fjárlaga undanfarin ár. Hafa talsmenn flokksins krafizt niðurfellingar þess, enda hafi því ekki verið ætlað að gilda nema takmarkaðan tíma. Bráðabirgðalög þau, sem við- skiptamálaráðherra Alþýðubanda- lagsins stendur að, kveða ekki á um lækkun eða niðurfellingu þessa vörugjalds, heldur allt að helm- ings hækkun þess á tiltekna vöruflokka, sem eiga að heita lúxusvörur, en eru það enganveg- inn velflestar, heldur hluti af daglegum notkunarvörum hins almenna borgara. c) Ferðamannagjaldeyrir var stóraukinn, sem rétt var, og hamlar ótvírætt gegn svartri gjaldeyrisverzlun. Hinsvegar er það mjög vafasamt að hafa sérstakt gengi á ferðagjaldeyri, jafnvel þótt þetta sérstaka gengi nái ekki til sjúkra eða námsfólks. Slíkar vel meintar undanþágur bjóða og upp á misnotkun, ef að, líkum lætur. Meginmálið er þó það að tvöfalt eða margfalt gengi er undir flestum kringumstæðum vafasamt, svo ekki sé kveðið sterkara að orði. Sýnt er og viðurkennt af for- ráðamönnum stjórnarflokkanna, að stefnt er í verulegan halla ríkissjóðs á þessu ári. Hallarekst- ur ríkissjóðs er verðbólguhvati en ekki hið gagnstæða. Hér er því stefnt í sama ráðleysisfarið og var í fyrri vinstri stjórnum. Ráðherr- arnir segja hins vegar að þennan halla eigi að jafna út á næsta ári, 1979, og ná jöfnuði í rekstri ríkissjóðs í lok þess árs. Vel er ef verður. Þegar hinsvegar er horft á „niðurgreiðslur" og „söluskatts- lækkun" í bráðabirgðalögum nú- verandi ríkisstjórnar, sem og mörg þau fyrirheit, hverra efndir þýða aukin útgjöld, sýnist flestum, að erfitt verði að standa við stóru orðin um jöfnuð í ríkisbúskapnum. Hverjar verða t.d. aðgerðir ríkis- stjórnar á næsta ári? Verður haldið áfram niðurgreiðslum? Verða þær auknar? Og hvern veg verður tekjuþörf mætt? Verður haldið áfram að þyngja skattbyrðar almennings? Er má- ske þegar ráðgert að færa verulega aukinn hluta af þjóðartekjum frá þegnum til ríkisútgjalda? Hver verður kaupgeta meðlima verka- lýðsfélaga, kaupgeta ráðstöfunar- tekna, þegar skattheimtan hefur fengið sitt, ef hlutur ríkisgeirans í þjóðartekjum og aflafé lands- manna verður enn aukinn? Það er ekki síðri kjarabarátta en hvað annað, að hamla gegn því að skattheimtan skerði svo aflafé almennings (með beinum og óbein- um sköttum) að eftirstöðvar, hið raunverulega ráðstöfunarfé heim- ilanna og þegnanna, skreppi sam- an að kaupmætti. Alþýðubandalagið barðist fyrir afnámi „tímabundins vörugjalds", á sama hátt og Alþýðuflokkurinn barðist fyrir niðurfellingu tekju- skatts (nema af allra hæstu launum). Efndir bráðabirgðalag- anna komu fram í afturvirkum tekjuskattsauka og tvöföldun hins tímabundna vörugjalds á tilteknar innfluttar neyzluvörur almennings. Alþýðubandalagið og Alþýðuílokkur börðust einnig gegn svokölluðu sjúkratrygging- argjaldi (brúttóskattur á laun). Nú er spurningin ekki sú. hvort sjúkratryggingargjaldið verði áfram tekið af aflafé borgaranna. heldur hvort það verður verulega hækkað (til samræmis við aðrar efndir stjórnarflokkanna) til að mæta útgjaldagleði þeirra við gerð næstu fjárlaga? Það er spurning, sem snertir þá kjarabar- áttu, þann kaupmátt ráðstöfunar- tekna, sem allir vilja varðveita í orði — en kann að verða skertur á borði. Við bíðum og sjáum hvað verður. Verðbólga og endurskoðun vísitölukerfis Verðbólga hérlendis var innan „hóflegra" marka, eða 10—147? að meðaltali á ári, öll viðreisnarárin, eða meir en heilan áratug. Þetta var svipaður verðbólguvöxtur og verið hefur liðin ár í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Verðbólg- an jókst hinsvegar verulega á árum síðustu vinstri stjórnar, 1971-1974, og komst yfir 50% ársverðbólgu í lok stjórnartíma hennar. Síðan hefur verðbólgan verið lítt viðráðanleg, þó að tækizt að ná henni niður í 26—27% um mitt ár 1977. Samkvæmt niðurstöðum spár um þróun f-vísitölu, launa og gengis dollara á komandi ári, 1979, sem VSÍ hefur unnið í s'amvinnu við Framleiðni sf, mun fram- færsluvísitala hækka um 42.9% frá 1. nóvember 1978 til jafnlengd- ar 1979, þótt engar grunnkaups- hækkanir verði á þessu tímabili, laun hækka um 57% og gengi dalsins gagnvart ísl. krónu hækk- ar um 58% fram til ársloka 1979. Þessi útreikningur miðast við óbreytt vísitölukerfi. óbreytt viö- skiptakjör og hugsaða 8% fisk- verðshækkun 1. október nk. Þetta þýðir að fiskvinnslan verður rekin með 2% halla éftir va.xtalækkun, að 8% fiskverðshækkunin 1/10 nk. verði greidd úr Verðjöfnunarsjóði fram til ársloka 1978 — en þá þurfi að fella gengið aftur um 127>%. í blaðafregn sl. þriðjudag kemur fram, að miðað við áframhaldandi 50% verðbólgu á ári, megi gera ráð fyrir því, að íbúð, sem kostar 10 milijónir króna í dag. kosti að 10 árúm liðnum (1988) 576 milljónir króna!! Framangreindar tvær verð- bólguspár eru vissulega ógnvekj- andi. Margföld verðbólga og fram- leiðslukostnaður hér á landi, miðað við það sem er eða verður í markaðslöndum okkar, leiðir fyr en síðar til ve'rulegs samdráttar, ef ekki stöðvunar í útflutningsgrein- um okkar. Samkeppnisstaða þeirra út á við verður smám saman óviðunandi, með tilheyr- andi áhrifum á viðskiptajöfnuð okkar út á við, greiðslu- og gjaldeyrisstöðu, að ógleymdum áhrifum á atvinnu- og afkomuör- yggi almennings. Flestir eru sam- mála um, að verðbólguhömlun, án breytingar á gildandi vísitölukerfi, sé lítt framkvæmanleg. Þess vegna ber að fagna því, að núv. ríkis- stjórn hefur skipað nefnd manna, m.a. frá aðilum vinnumarkaðar- ins. til að endurskoða vísitölukerf- ið, og að stefnt verður að því, að þeirri endurskoðun ljúki fyrir 1. desember nk. Vonandi ber þessi endurskoðun heillavænlegan árangur. Enginn græðir í raun — utan skuldakóng- ar einir — á óðaverðbólgu, er veikir rekstrarstöðu . útflutnings- greina og atvinnuöryggi almenn- ings, ýtir undir vafasama fjárfest- ingu og brenglað fjármálasiðferði. Slík óðaverðbólga eyðir öllum „kjarabótum" svo að segja sam- tímis og þær „vinnast". Raunhæf verðbólguhömlun er algjör for- senda stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi okkar og heilbrigðari og réttlátari þjóðfélagshátta. Það gegnir furðu, hve seint. gengur að skapa sámstöðu um aðgerðir, sem allir landsmenn eiga hagsmuna- samleið í. Vonandi tekst það að þessu sinni. VlKCDAGI)B20.SEPTEMHt~p, _»'TSTJð||Ns|ÐUM()LA 12 A.m. W... ,-- KJARABÓTAKJÖTIÐ erviðast ekki t - ADAI.SlMI 27022. — Sjá nánar um. Óskar Jóhannsson- Hvar er kjötið mn | Vnrvjnna 6 manna rjðlokyldu.' ÍÍZIll “S Utdel1* mrt“l EfnllW .... Spá VSÍ um veróbölguþróunina 1979: X*»9' „■VjJSE ,\u- 42,9% hækkun F-vísitölu einu ári og 57% hækkun laun^Swy01'- SAMKVÆMT niðurstöéum spár um þráun framlærslu I 1919 286.062 krónur o, j ari á tertam.nnwnwi,, 1m. ■ „„ A A_l„„ 1070 að dollarinn, n0 er akráður á W'í áliw,, yrSi þá aeldnr S og dollaragengis á árinu 1979, sem að dollarinn, seni nú er s krónur, verfti skráður á 487 krónur. Sjá fréttatilkynningu '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.