Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 í ARGENTÍNU 1978 Stórb«r)íin Buenos Aires. Guð er mikill og gerir furðuverk Peron læknaðist Fyrir um það bil 20 árum kom maður nokkur, Tom Hicks, til Argentínu og hóf að prédika Guðs Orð og segja íbúum landsins frá trú sinni á Jesúm Krist. Jafnframt því að prédika fagnaðarerindið um Krist í orði, þá bað hann fyrir þeim sem sjúkir voru og hlutu þeir lækningu. Þetta spurðist víða og meðal annars til forsetahallarinn- ar, þar sem Peron, þáverandi forseti, sat við vt>ld. Peron hafði þá um nokkurt skeið þjáðst af þrálát- um húðsjúkdómi og var lítið til bóta. Eftir að orðrómurinn um Tom Hicks náði til eyrna Perons, eygði hann smávon um lækningu. Hann bauð því Tom heim til sín og eftir samtal þeirra, bað Tom fyrir honum og varð hann heill af sjúkdómnum. Það leið ekki langur tími þar til öll þjóðin hafði heyrt hvað gjörst hafði og nú opnuðust allar dyr fyrir Tom Hicks. Hvert kvöld hélt hann samkomur á íþróttaleikvangi í Buenos Aires, þar sem hann boðaði Jesú Krist í orði og krafti. Hvert kvöld var leikvangurinn fuilur af fólki og settir voru upp hátalarar, í mörg hundruð metra radíus út frá vellinum, fyrir þá sem ekki komust lnn' Hvert kvöld læknaðist ein- hver, og það sem mest er um vert, fólk sneri sér til Guðs og helgaði honum líf sitt. Tom Hicks hafði eitthvað að gefa Argentínubúum, hann miðlaði af sínu lífi og reynslu með hinum upprisna Jesú Kristi. Fólk stóö í röðum, á götum úti í júní síðastliðnum beindi kristniboðshreyfingin, Youth With A Mission, hluta af starfskröftum sínum til Argentínu. Alls voru það fulltrúar 42 þjóða, sem fylltu þann hóp, eða um 900 manns. Tilgangur minnar ferðar var einmitt að starfa með þessum hóp, þennan stutta tíma. Þó ég og flestir aðrir af þessum 900, séu nú komnir til síns heima, þá eru enn nokkrir að starfi í Argentínu og fleiri munu bætast við, fram eftir næsta ári. Þess má til gamans geta, að einn í hópnum var frá Tonga eyjum í Kyrrahafi og er það í fyrsta skipti sem Tongabúi kemur til Argen- tínu, og hann kom til að segja frá Kristi. Heimsleikarnir í knattspyrnu fóru fram í 5 borgum, Buenos Aires, Mar del Plata, Rozario, Cordoba og Mendoza, og voru þessar borgir einnig starfsvett- vangur okkar. Hópnum var skipt upp í 5 hópa, 150—250 manns, sem fóru síðan hver til sinnar borgar, og var þar skipt í epn smærri hópa 8—10 manns. Þessir litlu hópar fengu síðan hin mismunandi verk- efni, svo sem skóla, fjölmiðla, kirkjur o.s.frv. Margt skemmtilegt gerðist og mörg atvik eru eftir- minnileg, frá þessu boðunarstarfi og árangur var góður. Fljótlega náðist gott samband við svo til flest allar kirkjur og presta, þó í upphafi hafi gætt svolítillar tortryggni. Samkomur og biblíulestrar fóru fram í mörgum kirkjum og nú eftir á er starfinu framhaldið af viðkomandi prestum og kirkjuleiðtogum. Einn prestanna lét svo um mælt: „Við erum svo ánægðir að hafa ykkur hér, því ef Páll postuli væri hér, þá hefðist hann nákvæmlega hið sama að og þið.“ Mikið var tekið með af bækling- um og bókum, og bar þar mest á smábæklingum og svo Markúsar- guðspjallij auðvitað allt á spænsku. I öllum 5 borgunum til samans dreifðum við milljónum af slíkum bókum og hef ég hvergi séð eins mikinn þorsta eftir Guðs orði. Fólk stóð í röðum á götum úti og Fólk tekið tali niðri við ströndina beið eftir að fá guðspjall í hendur. Það kom fyrir á götunni einn daginn, að kona brast í grát, vegna þess að bæklingarnir voru búnir þegar að henni kom í röðinni. „Eg verð að fá, ég verð“ grét hún og var fljótlega bætt úr því. Og það var ekki svo, að við þyrftum að tína allt upp af götunni aftur. Nei, alls staðar las fólk, í strætó, í lest, á götum úti og svo heima. Síðan þegar í vinnuna kom var rabbað saman og skiptst á skoðunum. Ómælandi á spænsku... en talaði spænsku Nokkrir af hinum smærri hóp- um höfðu það verkefni aö fara í skóla og starfa þar. Var góður árangur af því starfi og fengu hóparnir inni í kennslustundum, hvort sem var í barna- og ungl- ingadeildum eða efri skólastigum. Sum okkar töluðu spænsku, en algengara var þó, að túlkur væri með í ferðinni. Það kom þó fyrir, að reynt var að halda uppi samræðum á enska tungu og gekk það nú upp og ofan. Kunningi minn Marcos var til dæmis stadd- ur í háskóla í Buenos Aires og bjóst þar y'ð að finna enskumæl- andi menn. Eftir heiðarlega til- raun til að segja stúdentunum frá Jesú Kristi á ensku, gafst hann upp. Hann bað Drottinn um hjálp og hóf síðan að nota sín fáu spænsku orð. Til að gera langa sögu stutta, þá talaði hann reip- rennandi spænsku í 20 mín., þar sem Heilagur Andi tók tungu hans og gaf orð. Nú þekki ég Marcos og veit því, að hann talar ekki nema nokkur orð í spænsku, og veit ég líka, að frásögn hans er sönn. I 2. kafla í postulasögunni segir frá því, að Heilagur Andi kom yfir hina fyrstu lærisveina og töluðu þeir framandi tungum, sem nær- staddir útlendingar skildu. Guð er sá hinn sami í dag og hann var í þá daga og hjálpaði þarna Marcosi, ómælandi á spænsku, að koma sínum bóðskap að á spænska tungu. Einn hópanna í Mar del Plata starfaði á hinum ýmsu herstöðv- um og náði góðu sambandi við óbreytta jafnt sem háttsetta hermenn. Mikill mannfjöldi safn- aðist saman á leikvöngunum meðan á knattsp.vrnukeppninni stóö og var það því kjörið til athafna fyrir okkur. Eftir leikina var safnast saman fyrir utan vellina, dreift bæklingum og fólk tekið tali. Sjónvarpsmenn komu að nokkrum okkar í Mar del Plata og sýndu fréttamynd um starfið, varð það seinna meir til að opna aðgang að fjölmiðlum, sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Sjónvarpið tók upp 2 þætti og sendi út, útvarpið var með beina útsendingu frá útisam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.