Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Arfur liöinnar kynslóðar Alþýðubandalagið er næst- stærsti stjórnmálaflokkurinn, fékk 22,9'/ atkvæða í þingkosning- unum 25. júní sl. Þessar stað- reyndir eru merkilejíar: Flokkur, sem hefur „sósíalíska umsköpun" á stefnuskrá sinni oft er flekkaður af sambandi við verstu morðingja mannkynssöKunnar, fíegnir einu aðalhlutverkinu á sviði íslenzkra stjórnmála. Ég hef rætt um stefnu o(; sö(íu þessa flokks í nokkrum lireinum, en ætla í tilefni kosn- infiasifiurs hans að rifja það upp og bæta við það. Þau fleyfíu orð Karls Marx eiga við Alþýðubanda- lajíið, að „arfur liðinna kynslóða hvíli sem far(; á heila lifenda“. Hin liðna kynslóð Alþýðubandalagsins, sem hætt er afskiptum af stjórn- málum meðörfáum undantekning- um, stofnaði Kommúnistaflokkinn 1930, Sósíalistaflokkinn upp úr honum 1938 of; Alþýðubandalafíið upp úr honum 1956. I henni eru Einar Olfjeirsson og Brynjólfur Bjarnason, sem voru báðir á framboðslista Alþýðubandalaf;sins í Reykjavík í sl. þinf;kosninf;um (í heiðurssætum). Og hvað hvílir sem farf; á heila lifenda í Alþýðu- bandalafíinu? Dýrkun hinnar liðnu kynslóðar á austræna fjuðinum, Jósep Stalín, on prestum hans. Einar saf;ði í Þjóðviljanum 7. marz 1953, að Stalín hefði verið „til síðustu stundar sami f;óði félag- inn, sem mat manngildið ofar öllu öðru“, og Brynjólfur sagði í leyniskýrslum 1946, sem birtar voru í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 1977, að „menn skipt- ust hér í flokka, Ásgeir (Ásgeirs- son, H.H.G.) og aðrir vildu fylgja vesturblokkinni, hann sagðist vilja f.vlgja Rússum" (Sbr. einnig Morg- unblaðið 9. júlí 1977). Og varla þarf að geta þess, að báðir fóru Einar og Brynjólfur reglulega til Moskvu „til skrafs og ráðagerða". Þessa menn kusu þeir, sem kusu Alþýðubandalagið í Reykjavík í þingkosningunum. Og sá maður, sem ræður því í Alþýðubandalag- inu, sem hann kýs að ráða, Lúðvík Jósepsson, er af þessari liðnu kynslóð, þótt hann sé síður en svo hættur afskiptum af stjórnmálum. Hann var formaður Norðfjarðar- deildar Kommúnistaflokksins á kreppuárunum, en Kommúnista- „VEIT EKKERT VM ÞETTA" - «««ir LúSvilc Júiafsson r>' 1 k oska ekki ef ,,r Því eftir áliti á réttarhöldum aö seg)d eitt emasta orð soveskra yfirvalda yfir um þetta". sagði Luðvik andofsmonnunum ,ormad‘jr Al Shcharansky og Ginsburq þyðuhanda^gsins sem nú standa yfir i Visir hafði innt hann Moskvu. ..Eg hef ekkert fylgst með þvi og veit ekkert um þaó' sagði Luðvik OM/'HL ffi menn til umhugsvnar um sitt eigið freisi" - segir Ceir Hallgrimsten uiannm-lgi r.iok. .,r: i l« i j.iiiurlarih I ruun •wlrlkjiinuni ImA ............... . ,..„,„k,„ unritrr,, .k,„„ ,„ .. „u ....,--k;•■-’-■••■-■-'"■ **"< •■■■ ' liíSf. .............. *... ■«.ði:: «.g • Jf eigiA )r« 1 ! iiMihugsui 'Mkum fr« lcga lií f«. •'kerðing- - lallih ' -II I. Hannes H. Gissurarson: Blasir ekki við í þessu Vísisblaði 15. júlí sl., hver munurinn er á lýöræðissinn- uðum og alræðissinnuðum stjórnmálamanni, á GEIR HALLGRÍMSSYNI og LUOVÍK JÓSEPSSYNI? BERLINGUER og MARCHAIS. formenn ítölsku og frönsku sameign- arflokkanna, hafa báðir snúizt gegn Kremlverjum í mannréttindamálum, en Lúðvík Jósepsson ekki. Menn geta lesið um reynsluna af ríki Títós í Hinni nýju stétt eftir Milovan Djilas, (og fræðilega gagnrýni miðstjórnarkerfis „samvirljra stjórna" og „heildar- áætlana“ í Leiðinni til ánauðar eftir Friedrick von Hayek og Frjálshyggju og alræðishyggju eftir Ólaf Björnsson.) Ég hygg, að Alþýðubandalagsmenn komist Hvers konar flokkur er Alþýðubandalagið? hafa flestir reynt að losna við fargið, þeir hafa reynt að má af flokknum þrælsmark hamarsins og sigðarinnar. En nokkrir þeirra hafa þó ávaxtað arf þeirra Bryn- jólfs og Einars, ekki kastað öllu farginu af sér. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra stundaði um tíma nám (í undirróðri?) í Aust- ur-Þýzkalandi — landinu, sem verður að loka með gaddavírsgirð- ingum. Guðmundur Þ. Jónsson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, sagði í viðtali við Þjóðviljann 20. maí sl.r „Þegar ég var orðinn fullorðinn gafst mér svo kostur á að stunda tveggja ára nám í verkalýðsmálaskóla í Sovétríkjun- um. Það var ákaflega gagnlegur og þroskandi tími.“ Allir vita, hvert frelsi verkalýðsfélaga er í Ráð- stjórnarríkjunum, en fáir vita, hvað Guðmundur lærði í Moskvu. Fróðlegustu fortíðina á þó senni- SVAVAR GESTSSON viöskiptaráðherra stundaöi um tíma nám (í undirróöri?) í Austur-Þýzkalandi. GUÐMUNDUR Þ. JÓNSSON, borgarfulltrúi Alþýöubandalagsins, sagði í Þjóðviljanum 20. maí sl.: „Þegar ég var orðinn fullorðinn gafst mér svo kostur á að stunda tveggja ára nám í verkalýðsmálaskóla í Sovétríkjunum. Það var ákaflega gagnlegur og þroskandi tími.“ — HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON iðnaöarráöherra sagði í leyniskýrslu 1958: „Við álítum, aö rétt sé og sjálfsagt aö leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans." flokkur íslands var deild úr Komintern, Alþjóðasambandi sameignarsinna, sem stjórnað var af Kremlverjum og framdi glæpi um allan heim. Sá stjórnmálamað- ur er flekkaður, sem komið hefur nálægt þessu sambandi. (Sbr. Kommúnisma «)g vinstri hreyf- ingu á Islandi eftir Arnór Hanni- balsson, Kremls klockor eftir Arvo Tuominen og The Commun- ist International eftir Franz Borkenau). En er skýringuna á þögn Lúðvíks um austrænu and- ófsmennina Scharansky og Gins- burg að finna í fortíð hans? Hann sagði í viðtali við Vísi um þá 15. júlí sl.: „Ég óska ekki eftir því að segja eitt einasta orð um þetta“. — Nokkru seinna fól Kristján Eld- járn Lúðvík stjórnarmyndun; sem tókst að vísu ekki. Arfurinn ávaxtaður Lifendur í Alþýðubandalaginu lega Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra af áhrifamönnum í Alþýðubandalaginu. Hann er einn af SIA-mönnum — íslenzkum námsmönnum í sameignarríkjun- um, sem höfðu með sér félag og kölluðu það „Sósíalistafélag íslendinga Austantjalds". Ungir lýðræðissinnar komust yfir leyni- skýrslur, sem þeir sömdu, og birtu þær 1963 í Rauðu bókinni. leyni- skýrslum SÍA (en námsmennirnir, Hjörleifur og samherjar hans, staðfestu það, að skýrslurnar væru ófalsaðar, með því að heimta höfundarlaun!). I einni skýrslunni sagði iðnaðarráðherra: „Við álít- um, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grund- velli sósíalismans, og þá sízt Þjóðverjum. Okkur er það jafn- framt ljóst að „frjálsar kosningar" eins og það tíðkast á Vesturlönd- um gefa alranga mynd af vilja fólksins." Hvað segir iðnaðarráð- herra um kosningarnar, sem komu ráðherrastólnum undir hann? Gefa þær „alranga mynd af vilja fólksins“? Og ég ætla engu að bæta við það, sem ég reit fyrir nokkru um það, sem Hjalti Kristgeirsson — sem hefur ritstýrt Þjóðviljan- um og kennt í „Félagsvísindadeild“ Háskóla Islands (um kenningar Karls Marx) — sagði í leyniskýrsl- Sambandið við Kremlverja Samband þessara manna og margra fleiri áhrifamanna í Al- þýðubandalaginu við Kremlverja blasir við. Ég held re.vndar, að sambandið sé ekki eins sterkt og á dögum Einars og Brynjólfs, að núverandi foringjar Alþýðubanda- lagsins kjósi að veikja það (þeir muna eins og Berlinguer hinn ítalski, hver örlög Dubceks urðu), en slíta því þó ekki. Hvert er þetta samband? Kremlverjar (eða hinir 36 starfsmenn þeirra í sendiráði Ráðstjórnarríkjanna á íslandi að „skylduliði" ótöldu) eru líklega ekki mjög hrifnir af Alþýðubanda- laginu og foringjar Alþýðubanda- lagsins ekki mjög hrifnir (lengur) af ríki Kremlverja, en hagsmunir þeirra fara saman í sumum efnum. Hagsmunir beggja eru, að Islend- ingar segi sig úr varnarbandalagi og markaðsbandalagi við aðrar vestrænar þjóðir: Alþýðubanda- lagsmanna vegna þess að „sósíal- ísk umsköpun" eins ríkis innan þessara bandalaga er allt að því óhugsandi, en Kremlverja vegna þess að þeir styrkjast, ef bandalög vestrænna þjóða veikjast. Því er það, að fulltrúar Ráðstjórnarríkj- anna á íslandi styðja Alþýðubandalagið sem bezta kost- inn af mörgum vondum, en stjórna því ekki. Þeir eiga einhverja trúnaðarmenn í Alþýðubandalag- inu, og eru sumir líklegri til þess að vera það en aðrir. (En enginn heilvita maður heldur, að vinnu- brögð Kremlverja séu önnur á Islendi en í öðrum vestrænum löndum.) Þiggur Alþýðubandalag- ið fé af Kremlverjum? Það er undir því sjálfu komið á hverjum tíma, það á liklega kost á stuðn- ingi, en þiggur hann ekki nema þegar brýna nauðsyn ber til. Foringjar Alþýðubandalagsins hafa líkt flokki sínum við sam- eignarflokka Italíu og Frakklands. Þessir flokkar hafa þegið mikið fé af Kremlverjum, sem þeir fá sem umboðslaun fyrir vörur, sem keyptar eru af Ráðstjórnarríkjun- um eða seldar til þeirra. (Franski rithöfundurinn Jean-Francois Re-' vel hefur ritað um þetta mál). Alþýðubandalagið fær það með þessum hætti, ef og þegar það þiggur það. Byltingarsinnar og alræðissinnar Einhverjir segja sem svo, að ekki sé sanngjarnt að miða við það, sem menn segja og gera ungir, foringjar Alþýðubandalags- ins eins og Hjörleifur iðnaðarráð- herra og Hjalti Þjóðviljaritstjóri hafi komizt til þroska síðasta áratuginn. En Stefnu.skrá Alþýðu- bandalagsins. sem var samþykkt og gefin út 1975 og Hjörleifur og Hjalti sömdu með nokkrum öðrum marxsinnum, gefur ekki tilefni til mikilla vona. Stefnuskrar- höfundarnir eru byltingarsinnar. segja, að umbætur geti „aldrei komið í stað hinnar eiginlegu þjóðfélagsbyltingar, en með því hugtaki er eingöngu átt við breytingar á sjálfri undirstöðu þjóðfélagsins (þe. eigna- og valda- kerfinu)“. Þeir eru alræðissinnar. segja, að „borgaralegri þjóðfélags- skipan“ verði „ekki umbreytt í grundvallaratriðum nema verka- lýðsstéttin nái með frumkvæði sínu föstum tökum á öllum (leturbreyting mín, H.H.G.) þráð- um hins þjóðfélagslega valdakerf- is“. Og þeir segja, að ofbeldi komi til greina, að hin „sósíalíska hreyfing" verði „að vera þess albúin að stíga skrefið til fulls og ná úr höndum borgarastéttarinnar helstu valdamiðstöðvum þjóð-, félagsins. Með hverjum hætti þessu markmiði verður náð er auðvitað ekki undir hreyfingunni einni komið, en hún getur unnið að því að það gerist friðsamlega“. Lýsing þeirra á framtíðarríkinu er mjög óljós, þar sem „efnahagslífið lýtur samvirkri stjórn og mótast af heildaráætlunum" og öll stór- fyrirtæki eru rekin af „almanna- valdinu“ og smáfyrirtæki af ein- staklingum, en þetta framtíðarríki líkist þó ríki Títós í Júgóslavíu. næst því að vera títósinnar. ef miðað er við nútímastjórnmál. En lýsing þeirra á nútíðarríkinu er ljós, þeir hafna lýðræðisríkjum, kjósa byltingu, kjósa alræði. Spurningunni svaraö Hvers konar flokkur er Alþýðu- bandalágið? Ég hef bent á nokkrar staðreyndir, sem sýna, að á hann má líta sem alræðisflokk fremur en lýðræðisflokk. Þessar stað- reyndir eru ógnvænlega. En til eru aðrar staðreyndir, sem sýna, að á hann megi líta sem lýðræðisflokk fremur en alræðisflokk. Ragnar Arnalds, Ólafur Grímsson og margir aðrir áhrifamenn í Alþýðu- bancialalaginu eru þrátt fyrir allt lýðskrumið lýðræðissinnar, og núverandi stjórnaraðild flokksins er hin fjórða í sögu íslenzka lýðveldisins án þess að lýðræðis- ríkið hafi fallið. (Og enn er landið varið og fararsnið lítið á varnar- liðinu). Við megum ekki loka augunum fyrir þessum staðreynd- um, ekki gefa okkur á vald frumstæðum „and-kommúnisma“. En kjarni málsins er sá, að við vitum það ekki með vissu, hvort Alþýðubandalagið er lýðræðis- flokkur eða alræðisflokkur. Mót- sagnir orða og verka, mótsagnir lýðræðissinnans Ragnars Arnalds og alræðissinnans Hjörleifs Gutt- ormssonar, einkenna Alþýðu- bandalagið, tvískinnungurinn, tvö- feldnin og tvíræðnin einkenna það. Sú stjórnmálabarátta, sem háð er á Islandi, er að mínu mati umfram allt hugmyndabarátta. Það er illt til þess að vita, að flokkur, sem styður ekki lýðræðis- ríkið af heilum hug, heldur hálf- um, hafi fengið 22,9% atkvæða í þingkosningunum. Ég skora á það unga fólk, sem olli mestu um það Þessi gögn eru fróöleg um sögu Alþýðubanda- lagsins og miöstjórnar- kerfiö, sem þaö stefnir aö. sem Alþýðubandalagið fékk, að loka ekki augunum fyrir þeim staðreyndum, sem ég hef bent á í þessari grein, að lesa rækilega þau gögn á íslenzku sem verða að vopnum í hugmyndabaráttunni: Leiðina til ánauðar eftir Friedrich von Hayek 1946 og 1978, Hina nýju stétt eftir Milovan Djilas 1959, Rauðu bókina. SÍA-skýrslurnar 1963, Kommúnisma og vinstri hreyfingu á íslandi eftir Arnór Hannibalsson 1964, Stefnuskrá Alþýðubandalagsins 1975 og Frjálshyggju og alræðishyggju eftir Ólaf Björnsson 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.