Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 29 60 ára: Jón Kristinn Jónsson bifreiðastjóri, Siglufírði í Vesturbænum í Reykjavík hafa margir góðir drengir séð fyrst dagsins ljós. Einn þeirra er Jón Kr. í Siglufirði. Hann fæddist í Hákoti vestan Lækjar, en ólst upp á Grímsstaðarholtinu til 18 ára aldurs. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Stefánsdóttir ætt- uð af Álftanesinu og Jón Mey- vantsson, norðlendingur að ætt og uppruna. Um þetta leyti er gamla góða KR í örum vexti, stofnað 1899, og allir sannir vesturbæingar í röðum þess í leik og tómstunda- iðju. En leikur var ekki unglingum allt. Starfsgleðin var mikil, og 18 ára leggur Jón land undir fót norður til Siglufjarðar í atvinnu- leit, þar sem ærin verkefni biðu hans. í Siglufirði hefur Jón starfað við verzlun, sjávarútveg, sauðfjár- rækt, bifreiðastjórn svo eitthvað sé nefnt, og nú síðustu ár við Síldarverksmiðjur ríkisins, og ávallt getið sér hið bezta orð fyrir atorku og verklagni. Um nokkurt skeið átti hann langferðabíl, og ók þá hópum fólks vítt og breitt um landið, og ætla ég að á þeim vettvangi hafi honum farnast ágætlega, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Eldri félagar úr Knattspyrnufé- lagi Sigiufjarðar munu minnast margra góðra ferða og svaðilfara yfir Siglufjarðarskarð með Nonna Long, eins og hann er oft nefndur, og man ég nú aðeins eina ferð yfir „Skarðið" er endaði með uppgjöf eftir stanslausan fjögurra tíma mokstur í hríðarbyl. Eftir þau Nígeria; Herlög afnumin eftir 12 ár London, 22. september. Reuter. NEYÐARÁSTAND er nú á enda í Nígeríu og hefur stjórnlagaþing- ið verið íeyst upp, að því er Olusegun Obasanjo hershöfðingi og þjóðarleiðtogi skýrði frá í útvarpi Nígeríu í gær. Það var fyrir 12 árum að herlög gengu í gildi í Nígeríu. Starfsemi stjórnmálaflokka var þá bönnuð en var leyfð á ný í gær. Þegar herinn tók völd í landinu fyrir þremur árum hétu yfirmenn hans því að lýðræðislega kjörin ríkis- stjórn mundi fara með völd í landinu 1. október 1979. Stjórnlagaþingið var kallað saman í október í fyrra til að semja nýja stjórnarskrá fyrir Nígeríu og lauk það störfum sínum fyrir skömmu. átök var 100 metrum styttra til Akureyrar. Jón hefur tekið þátt í félagslíf- inu í Siglufirði, verið starfandi í verkalýðsfélaginu „Þrótti“ í nokk- ur ár, og síðan í „Vöku“ eftir stofnun þess, setið þing Alþýðu- samband norðurlands, og þing ASÍ. Hann hefur ætíð verið virkur þátttakandi í leikstarfi Leikfélags Siglufjarðar meðan það var og hét, og verið boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd þegar lyfta hefur átt því starfi úr öldudalnum, og að sjálfsögðu allt án endur- gjalds. Árið 1942 gengur Jón Kr. að eiga Ólínu Hjálmarsdóttur, Hjálmars Kristjánssonar og Kristrúnar Snorradóttur, er flutt höfðu til Siglufjarðar 1925 úr Suður-Þing- eyjarsýslu. í lágum ranni tengda- foreldranna hefur Jón búskap, oft við þrengsli og kröpp kjör, en það hefur engin áhrif á létta lund, glaðværð og ærsl. I „Skúrinn" við götu Þormóðs ramma, landnámsmanns Siglu- fjarðar, var ætíð unaðslegt að koma. Þar mættust straumar gamalgróinnar bændamenningar úr Suður-Þingeyjasýslu og ungæð- isleg kaupstaðatízka síldaráranna. Jón og Ólína veittu gömlu hjónun- um þá beztu umhyggju sem kostur var á, en við fráfall þeirra fluttu þau að Hvanneyrarbraut 54, þar sem þau eiga nú ágætt heimili. Börn þeirra eru fimm, ein stúlka og 4 drengir, sem öll feta í fótspor foreldranna hvað dugnað snertir. Jón Kr. Jónsson hefir bundist slíkum tryggðarböndum við Siglu- fjörð að ólíklegt er að hann gæti hugsað sér að hverfa þaðan. Tryggð og hjálpsemi við Siglfirð- inga hefir verið honum eðlileg frá fyrstu tíð. Nú á þessum merka degi verður Jón í heimsókn hjá þrem systrum sínum er búa í Reykjavík og nágrenni, en þær hefir hann ávallt mikla ánægju af að hitta. Það mun ríkja gleði að Álfheimum 48 í kvöld, en leik mun hætt er hæst stendur. Dvölin í Reykjavík verður eins og endra- nær fremur skömm, því Jón er orðinn Norðlendingur í húð og hár, og því eirðarlaus hér sunnan heiða. Kæri vinur, sextíu ár er enginn aldur, en samt áfangi á lífsleið- inni. Ég sendi þér og öllum þínum beztu framtíðaróskir, í von um að fjörðurinn sem þú tókst svo miklu ástfóstri við megi veita" þér margar unaðsstundir um ókomin ár. F.Kr.S. Fyrirlestur um utanríkisstefnu Bandaríkjanna PAUL Zinncr, próícssor í stjórn- málafræðum við Kaliforníu- háskóla hcldur n.k. miðvikudag kl. 20i30 fyrirlestur í Mcnningar- stofnun Bandarikjanna við Ncs- haga um utanríkisstefnu Banda- ríkjanna og mannrcttindi. Fyrirlestur þessi er haldinn í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin frá undirritun mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna og verður í fyrirlestri þessum leitast við að varpa ljósi á mannréttindi og utanríkismál m.a. út frá Helsinki-sáttmálanum, afvopn- unarviðræðum o.fl. Munið UTSOLUMARKAÐINN í IÐNADARHUSINU, -------—— Flauelsbuxur Gallabuxur kr. Vinnujakkar og Sam festingar V St. 26 — 27 — 28 St. 26 — 27 — 28 — sportjakkar sl 29 — 30. 29 — 30. kr. k Kr 1500.- Kr 1500.- k' 7900.- 4900.- Missið ekki af þessum ódýru og góðu vörum. VINNUFATABUÐIN IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.