Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Rússarnir höfðu yfirburði Fyrir nokkrum döKum lauk í Graz í Austurríki heimsmeist- aramóti unglinxa. því 17. í röðinni. Úrslit urðu þau að hinn 19 ára gamli Moskvubúi Sergei Dolmatov bar sigur úr hýtum. hann hlaut lO'/z vinning af 13 möKulegum. Fast á hæla hans fylgdi síðan landi hans Jusupov með 10 v. Sovétmenn áttu tvo þátttakendur í mótinu vegna þess að Jusupov varð heimsmeistari í fyrra og átti því rétt á að verja titil sinn. Þeir Dolmatov og Jusupov báru höfuð og herðar yfir alla andstæðinga sína og má næst- um segja að það haíi verið þeirra einkamál hvor þeirra hreppti titilinn. beir voru þó ekki einu Sovétmennirnir á staðnum því þeim til aðstoðar voru stórmeistarinn Tukmakov og alþjóðlegi meistarinn Dvorecki. Flestum bar þó sam- an um að sigur Dolmatovs væri verðskuldaður. Hann hefur hvassari stíl en Jusupov og endataflstækni hans er frábær. Dolmatov lenti aldrei í tap- hættu á mótinu. Töluvert kom á óvart að Daninn Fries-Nielsen hreppti níu vinninga og þriðja sætið. Hann er ekki vel að sér í byrjunum, en gerir meira en að bæta það upp með frábærum endatöflum. Næstir með 8/2 vinning komu síðan þeir Björk, Svíþjóð og Barbero. Argentínu. Van der Wiel, Hollandi og Sisniega. Mexíkó hlutu báðir 8 v. og skiptu með sér sjötta sætinu. í 8.—13. sæti komu síðan þeir Ristic, Júgóslavíu, Foisor. Rúmeníu, Morrison, Skotlandi, Karolyi, Ungverjalandi, Toschkov, Búlgaríu og Santo-Roman, Frakklandi allir með 7‘/2 v. Þá komu tólf skákmenn með sjö vinninga, en eftir útreikning Bucholz stiga var Seirawan, Bandaríkjunum úrskurðaður fjórtándi og ég undirritaður fimmtándi. Ekki er því að leyna að við höfðum ætlað okkur hærra sæti í mótinu enda báðir með tvo áfanga að titli alþjóð- legs meifetara. Við urðum þó báðir að lúta í lægra haldi fyrir þeim Frie,s-Nielsen og Júsupov auk þess sem Seirawan tapaði fyrir þeim Barbero og Van der Wiel og ég tapaði fyrir Tiller frá Noregi. Ekki þurfti meira til og Skák eftir MARGEÍR PÉTURSSON að lokum höfnuðum við aðeins hálfum vinningi fyrir ofan 50% mörkin’ að vísu í góðum félags- skap þeirra Plasketts Englandi og Mokrys, Tékkóslóvakíu sem báðir eru allsterkir skákmenn. Andstæðingar mínir eftir um- ferðum voru þessir: 1. Franzoni, Sviss jafntefli, 2. Tiller, Noregi tap, 3. Dur, Austurríki jafntefli, 4. Vann Toschkov, Búlgaríu, 5. Vann Botto, Wales, 6. Vann Ortega, Kúbu, 7. Fries-Nielsen tap, 8. Vann Van der Wiel, 9. Jusupov tap. í fjórum síðustu umferðunum gerði ég síðan jafntefli við þá Mateu, Spáni, Mokry, Tékkóslóvakíu, Pasman, ísrael og Plaskett, Englandi. Að lokum skulum við líta á tvær skákir frá mótinu: Hvítt. Dolmatov, Sovétríkjunum Svart. Franzoni, Sviss Sikileyjarviirn I. e4 - c5, 2. Rf3 - efi. 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — RfG, 5. Rc3 — RcG. 6. Be2! ? (Algengasti leikmátinn í þessari stöðu er að fara yfir í Lasker-af- brigðið með því að leika hér 6. Rdb5 - d6, 7. Bf4 - e5, 8. Bg5 og komin er upp sama staða og eftir 1. e5 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - e5, 6. Rdb5 — d6, 7. Bg5. Kosturinn við fyrri leikjaröðina er þó sá að hún útilokar afbrigði eins og 3. Bb5, 7. a4 og síðast en ekki síst 7. Rd5! ? sem mjög hefur verið í tízku að undan- förnu) - Bb4. 7. (H) - Bxc3, 8. bxc3 - Rxe4, 9. Bd3 - Rxd4? (Mun betra er 9. — d5, 10. Ba3 - Da5 og staðan er tvísýn. Ekki hins vegar 9. — Rxc3,10. Dg4!) 10. cxd4 — Rf6. (Enn var 10. — d5 skárra) II. Bg5 - Da5.12. Í4 - b6,13. BxfG - gxfG. 14. Df3 - Hb8. 15. f5 - Bb7. 16. Be4 - Bxe4, 17. Dxe4 (Vegna slæmrar kóngsstöðu svarts er aðstaða hans nú þegar orðin hartnær vonlaus) - Dd5,18. Dh4 - Hg8.19. Hf2 - Hg5 20. c4! (c-línan á eftir að koma í góðar þarfir) - dxc4. 21. fxe6 — dxeG, 22. Df4 - Hb7. 23. Hcl - Dd5, 24. DxfG - He7, 25. Dh8+ og svartur gafst upp. Eftir 25. — Kd7, 26. Dc8+ - Kd6, 27. Db8+ verður fátt um varnir. Þessa skák taldi Dolmatov sína beztu á mótinu. Ilvítti Ortega. Kúbu Svart: Margeir Pétursson Scmi-Tarrasch vörn 1. c4 — c5, 2. Rf3 - RfG, 3. Rc3 - eG. 4. g3 - Rc6, 5. Bg2 - d5. G. cxd5 - Rxd5. 7. (H) - Be7. 8. d4 - 0-0. 9. Rxd5 - exd5. 10. dxc5 — Bxc5,11. Bg5 - DbG! ?. 12. IIcl (Svartur fær of mikið spil fyrir peðið eftir 12. Dxd5 — Be6, 13. Ddl — h6, en 12. Rel kemur sterklega til greina) - d4, 13. Rel - BeG. 14. Rd3 - BdG. 15. Da4 - Hac8, 1G. Bf4?! (Öruggara var 16. Hc2 — Rb4! ? og staðan er hnífjöfn) - Bxf4. 17. Rxf4 - Dxb2!, 18. RxeG — fxeG. 19. Ilabl — Dxe2, 20. IIxb7 - Rd8. 21. Hxa7? (Hvítur hefur ekki tíma til þess að taka peðið. Eftir 21. He7 eða 21. Hd7 er staðan enn tvísýn) - d3, 22. DaG - Rf7. 23. Ild7 - Re5! (Upphafið á lokafléttunni) 24. Dxe6+ - Kh8. 25. He7 (Svartur hótaði bæði 25. — Rf3+ og 25. — Rxd7 og 25. Hd6 kom engu til leiðar eftir 25. — d2! - Hcl!, 2G. HÍ7 (Bezta úrræðið. Eftir 26. hxcl — Dxf2+, 27. Khl — d2 er hvítur varnarlaus) - Rf3+. 27. Hxf3 - Hxfl+, 28. Bxíl - Dxf3. 29. Del - IId8. 30. Dd2 - DcG. 31. h4 - Dc2. 32. Dg5 - IIÍ8, 33. De3 - d2 og hvítur gafst upp. Gengismun ad hluta varid til hagræðingar í fiskiðnaði Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um ráðstöfun gengismunar til að greiða fyrir hagræðingu í fiskiðnaði í samræmi við ákvæði bráðabirgðalaga frá 5. september sl. Þar kemur fram að fjórðungi þess fjár sem komi í gengismunasjóð af andvirði þeirra afurða, sem tíundaðar eru sérstak- lega í bráðabirgðalögunum, og síðan helmingi gengis- munar af andvirði annarra sjávarafurða skuli verja til að greiða fyrir hagræðingu í fiskiðnaði samkvæmt þessari reglugerð. Fé þetta skal renna til þess lána- flokks Fiskiveiðasjóðs íslands, sem stofnaður var með reglugerð í júní á þessu ári til hagræðingar í fisk- iðnaði. í reglugerðinni segir ennfremur: Af fé þessu skal veita lán til hraðfrystihúsa og annarra fisk- vinnslustöðva til hagræðingar og fjárhagslegrar endurskipu- iagningar, m.a. til vélakaupa, endurnýjunar á vélum og vinnslu- rásum og annarra ráðstafana, sem horfa til hagræðingar að mati sjóðsstjórnar. Þau frystihús, sem stöðvað hafa rekstur eða þar sem rekstrarstöðv- un er yfirvofandi og mikilvæg eru fyrir atvinnuörvggi á viðkomandi stað, skulu hafa forgang við lánveitingar samkvæmt reglugerð þessari, enda horfi stuðningur við þau til bætts skipulags í veiðum og vinnslu. Við úthiutun lánanna skal þess gætt, aö lánsfé fari til þess að ná fram bættri nýtingu hagkvæmni i rekstri og stjórnunarlegum endur- bótum, auk betri heildarnýtingu fjármagns m.a. með samruna fyrirtækja. Lánin skulu vera til allt að 7 ára og heimilt að ákveða að allt að fyrstu tvö árin séu án afborgana. Sjóðsstjórnin ákveður lánstíma eftir eðli hvers láns. Vextir af lánum þessum skulu ekki vera hærri en almennir fasteignalánavextir á hverjum tíma og ákvarðast af sjóðsstjórn, þó ekki lægri en 14% á árunum 1978 og 1979. Gjalddagar afborgana og vaxta skulu vera 1. maí óg 1. nóvember ár hvert og greiðast vextir eftir á. Lán þessi skulu tryggð með veði í atvinnuhúsnæði lántakanda ásamt vélum og búnaði innan 70% af matsverði eða 50%. af bruna- bótamati hins veðsetta. Nægi ekki umrædd veð, er stjórn sjóðsins heimilt að taka þau önnur veð eða ábyrgðir, sem hún telur full- nægjandi. Að öðru leyti skulu um þessi lán gilda ákvæði laga um Fiskveiða- sjóð Islands nr. 44/1976 og reglu- gerða, sem settar eru samkvæmt þeim, eftir því sem við getur átt. Starfsmenn sitja stjórnarfundi SVR: Málsmeðferðin fráleit —segir Sveinn Björnsson verkfr. „Það var málmeðferðin fyrst og fremst en ekki þessi tillaga fyrst og fremst sem réð afstöðu okkar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn Strætisvagna Iteykjavík- ur.“ sagði Sveinn Björnsson, verkfræðingur. þegar Mbl. leitaði umsagnar hans um þá ákvörðun stjórnar SVR að veita fulltrúum starfsmanna SVR aðgang að fundum stjórnarinnar með til- lögurétti og málfrelsi. Sveinn greiddi atkvæði gegn tillögu þessa efnis en Sigríður Asgcirs- dóttir sat hjá. Þau höfðu áður Reglugerð um gengismunarsjóð til að létta undir með útgerðinni SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ heíur gefið út reglugerð um ráðstöfun íjár gengismunarsjóðs 1978 til þess að létta stofnfjár- kostnaðarbyrði eigenda fiski- skipa. sem orðið hafa fyrir gengistapi. svo og til að auðvelda útvegsmönnum að hætta rekstri úreltra fiskiskipa í samra^mi við ákvæði bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. Um reglugerð þessa segir svo í fréttatilkynn- ingui Reglugerð þessi tekur til fjórðungs hluta þess fjár sem kemur í gengismunarsjóð af andvirði frystra sjávarafurða, saltfisks, verkaðs, óverkaðs og flaka, skreið- ar, fiskmjöls, loðnumjöls, loðnu- lýsis og saltsíldar og helmings þess fjár, sem kemur í gengismun- arsjóð af andvirði annarra sjávarr afurða. Af öllu því fé, sem reglugerð þessi tekur til, skal 4/5 hlutum varið til þess að létta með gengisstyrkjum stofnfjárkostnað- arbyrði eigenda fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir gengistapi vegna erlendra og gengistryggðra skulda, og 1/5 hluta skal varið til þess að auðvelda útvegsmönnum með úr- eldingarstyrkjum að hætta rekstri úreltra fiskiskipa. Um gengisstyrki gilda þær reglur, að styrkfjárhæðir ákveðast þannig, að öllu styrkfénu skal skipt í réttu hlutfalli við ógreiddar og ógjaldfallnar höfuðstólseftir- stöðvar erlendra skulda reiknað á sölugengi 6. september 1978. Heildarhöfuðstólseftirstöðvar gengistryggðra Fiskveiðasjóðslána skulu metnar að 3/5 hlutum miðað við erlend lán. Sú fjárhæð sem kemur í hlut hvers skips verður notuð til aðstoðar útgerðum við greiðslu vaxta og afborgana þeirra lána, er styrkirnir tilheyra, svo og til greiðslu á þeim hluta eigin fram- lags vegna skipakaupa erlendis, sem var umsaminn en ógreiddur hinn 6. september 1978. Fer útborgun styrks fram á fyrsta gjalddaga hinna erlendu gengis- tryggðu lána, eftir að unnt er að tekjufæra viðkomandi reikninga. Um úreldingarstyrki eru sérstök ákvæði. Heimilt er að veita eigendum stál- og eikarskipa úreldingar- styrk, til þess að auðvelda þeim að hætta rekstri skipanna. Sjávarút- vegsráðherra skipar nefnd til þess að gefa umsögn um styrkþega, fjárhæð styrkja og úthluta styrkj- unum. Sjávarútvegsráðherra tek- ur, í samráði við Fiskveiðasjóð íslands, endanlega ákvörðun um greiðsiutilhögun og greiðslutíma úreldingarstyrkja og getur hverju sinni sett þau skilyrði fyrir styrkveitingu, sem ha'nn ákveður. í gæzluvarðhald vegna þjófnaðar HÁLFFERTUGUR maður hefur verið úrskurðaður í allt að 12 daga gæzluvarðhald að kröfu Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Maðurinn er grunaður um aðild að 200 þúsund króna þjófnaði í veitinga- húsinu Glæsibæ um f.vrri helgi. borið fram tillögu um að málinu yrði vísað til borgarráðs. Sveinn sagði, að hvað sem mönnum að öðru leyti fyndist um þá hugmynd að gefa starfsmönn- um kost á því að sitja stjórnar- fundi, þá teldi hann það fráleita málsmeðferð að breytingar af þessu tagi væru ákveðnar innan hvers borgarfyrirtækis eða stofn- unar fyrir sig^heldur væri þarna um að ræða fyrirkomulag sem varðaði starfs- og stjórnskipulag borgarinnar í heild. Því ætti skipulagsbreyting sem þessi að ákveðast á borgarráðs- eða borg- arstjórnarfundi, og þannig mörk- uö stefna fyrir borgina í heild. Sveinn kvaðst sjálfur hafa ákveðna skoðun á því hvernig staðið skyldi að því að innleiða atvinnulýðræði hér á landi, enda hefði hann sjálfur haft meiri afskipti af þessum málum en margur annar. Hefði átt á sínum tíma sæti í sendinefnd héðan, sem aðallega var skipuð fulltrúum samtaka launþega og vinnuveit- enda, er kynnti sér hvernig þessum málum væri háttað í nágrannalöndunum, en á Norður- löndunum hefur atvinnulýðræði verið að þróast undanfarin ár með mismunandi hætti í hverju landi. Eftir þessi kynni sín kvað Sveinn það vera bjargfasta skoðun sína, að þessi mál ættu að vera samn- ingsatriði milli heildarsamtaka aðila vinnumarkaðarins og mjög varhugavert væri að hið opinbera gengi þarna á undan að lítt yfirveguðu máli meðan hvorki verkalýöshreyfingin né vinnuveit- endur hefðu komið sér saman um það hvernig að þessu skyldi staðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.