Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 31 Verðbólguvandinn ekki leystur með hærri skött- um og niðurgreiðslum -segir bandaríski hagfræðingur- inn John Kenneth Galbraith HINN þekkti bandaríski hagfræðingur, John Kenneth Galbraith, sem á sínum tíma var efnahagsmálaráðgjafi Kennedys Bandarikjaforseta, segir í viðtali við danska blaðið Politiken, að alvarlegustu efnahagsvandamál vestrænna ríkja, verðbólga og viðskiptahalli við útlönd, verði ekki leyst með þeim hætti að ríkisstjórnir leggi á hærri skatta og auki niðurgreiðslur. Aðalástæðurnar fyrir verðbólgunni séu kröfur verkalýðsfélaga um hærri laun og einhliða verðmyndun. Með einhliða verðmyndun á Galbraith við að lögmálið um framboð og eftirspurn hafi minnkandi áhrif á verðmynd- un, og það færist stöðugt í vöxt að framleiðendur ákveði hvað varan skuli kosta. Ekki sízt telur hann þetta eiga við um verð á framleiðslu stórfyr- irtækja, sem hafi skapað sér einokunaraðstöðu. Galbraith segir í viðtalinu að enn séu alltof margir áhrifamiklir efnahagsmála- sérfræðingar, sem þurfi að frelsast frá trúnni á kenningu Keynes um að efnahagsmálum megi stjórna með skattheimtu og fjárframlögum frá hinu opinbera. Slíkar aðgerðir gagni ekki í baráttunni við verðbólgu, því að hún stafi ekki af ofneyzlu. „Bandaríkin eiga í miklum erfiðleikum vegna hins mikla olíuinnflutnings. Hefði ég til þess vald mundi ég einfaldlega setja hámark á olíuinnflutn- inginn, og selja síðan olíuna á mismunandi verði, allt eftir því til hvers ætti að nota hana. Þetta getur maður sagt að sé árás á grundvallarhugsjón kapítalismans, en þá er þess John Kenneth Galbraith að gæta að kapítalisminn er ekki það sem hann eitt sinn var, því að allt er breytingum undirorpið, og þar að auki verðum við að viðurkenna að eins og heimurinn er nú verður ekki hjá því komizt að taka tillit til breyttra að- stæðna. Tökum mengun. Það vandamál verður ekki leyst nema með sameiginlégu átaki. Lítum á húsnæðismál. Kapítalistanum hefur aldrei verið lagið að byggja mann- sæmandi híbýli, þannig að hann ætti ekki að fá leyfi til að gera það. Á öðrum sviðum virkar kapítalisminn ágæt- lega, eins og til dæmis þegar um bifreiðaframleiðslu er að ræða, og fleiri. Galbraith telur vænlegustu leiðina til að leysa efnahags- vandamál í lýðræðisríkjunum að gerðir verði allsherjar- kjarasamningar, sem haldist í hendur við hliðstæðan samn- ing um verðlag. Galbraith hefur áhyggjur af auknu veldi stórfyrirtækja, sem víða hafi komizt í einokunaraðstöðu, og telur að ríkisstjórnir þurfi að setja þeim skorður þannig að almannaheill biði ekki tjón af umsvifum þeirra. Galbraith er eindregið fylgjandi atvinnulýðræði, og telur að hugmyndin sem liggi þar að baki sé bæði heilbrigð og æskileg. Hann óttast ekki að áhrif yfirmanna og mögu- leikar þeirra á að skipuleggja og stjórna minnki með at- vinnulýðræði. „Það var einstaklingur, sem fann upp gufuvélina," segir hann, „en nú á tímum er það ekki einn maður eða ein kona sem flytur menn til tunglsins. Vandamálin, sem við eigum við að stríða, eru svo flókin að ævinlega er nauðsynlegt að fleiri en einn séu um að komast að niðurstöðu og taka ákvarðanir. Skipting eignanna yrði án efa til þess að skapa meiri samheldni innan fyrir- tækja. í stórfyrirtækjum er hins vegar borin von að starfsmenn fái meiri áhrif með atvinnulýðræði eða öðrum nýjungum, — til þess að skriffinnska stórfyrirtækj- anna alltof rnikil". Þórarinn Eldjárn Disneyrímur - kvæðabók eftir Þórarin Eldjárn KOMIN er út ný kvæðabók hjá Bókaforlaginu Iðunni og nefnist hún Disneyrímur og fjallar hún um Walt Disney, líf hans og störf fyrir og eftir dauðann, segir á bókarkápu. „Disneyrímur eru tilraun ungs höfundar til að nota forna menning- arhefð, rímnaformið, í epísku Ijóði. Hann notar mansöngva sem inngang að hverri rímu eins og hefðin býður og yrkir undir hefðbundnum bragar- háttum," segir í frétt frá Iðunni. Þórarinn Eldjárn er fæddur í Reykjavík 1949 og hefur hann áður gefið út kvæðabókina Kvæði, árið 1974. í bókinni eru 12 teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarmann. Bókin er 89 bls. að stærð, prentuð í Grafík hf. og annaðist Bókfell hf. bókband. U UI.YSINU ASÍMINN EU: 22480 Blotöunblobib fRKii ' . : ív§læ®&ss!lj ÍÍ21Á1‘ÍÍ ■M'f'Míi ■ j . i V i : %. ■ . V ■ ■ I hvert tæki af hinum nýju geröum Luxor sjonvarpstækja eru *nú eingöngu notaöir transistorar, sem þýöir ekki aöeins minni orkunotkun, minni hita og skjóta upphitun, heldur miklu minni viögeröarþjónustu. þegar þú nýtur ánægju af sjónvarpi hlustaröu jafnt og horfir mm á og til þess aö vera viss um aö eyraö sé jafn ánægt og augað, hefur hvert Luxortæki bestu gæöa hátalara að styrkleika ekki minni en 5 vött og sum tæki senda jafnvel sömu gæöi og bestu hljómtæki meö tveggja hátalarakerfi. /%nnur atriði sem vert er aö minnast á af nýjungunum eru '■'innbyggö myndastilling sem tryggir bestu gæöi, Ijósi á baki sem gerir myndina skýrari og þreytir ekki augun, einfalt stjórnborö og innstunga fyrir segulband, auka hátalara og heyrnartæki. Komið og sjáið f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.