Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Flugfélagið ERNIR á ísafirði „Aðstœður erfiðar, en bjartsgnir á framtíð flugsins á Vestfjörðum ” Flunfélatíið Ernir hefur um nokkurra ára skeið starfað á Isafirði 0(i þjónar það Vestfirðing- um með áætlunar- og leiguflugi og sjúkraflugi ef svo ber undir. Nýlega fékk félagið nýja vél af Pipe Aztec-gerð og tekur hún 5 farþega. Hörður Guðmundsson er aðaieig- andi félagsins og flugmaður og hjá félaginu starfar einnig Hálfdán Ingólfsson flugmaður, sem einnig er þekktur fyrir annars konar flug, svifdrekaflug. Mbl. ræddi við þá félaga á dögunum, en það bar þannig til er •blm. var á leið til Isafjarðar, að vél Flugleiða varð að lenda á Þingeyri i stað ísafjarðar vegna of mikils hliðarvinds þar. Farþegum var gefinn kostur á að halda ferðinni áfram með bifreiðum og einnig hafði verið haft samband við Hörð og hann beðinn að koma yfir til Þingeyrar og sækja nokkra far- þega. Spjallað var við Hörð á leiðinni til ísafjarðar og hann var fyrst spurður hvað ylli því að hann gæti verið á ferðinni með sína Islander-vél meðan Fokker-vél gæti ekki lent á Isafjarðarflugvelli. „Ástæðan er ekki önnur en sú að Fokker-vélarnar mega ekki lenda á ísafjarðarflugvelli í meiri hliðar- vindi en sem nemur 10 hnútum. Islander-vélin er léttari og því getum við lent í hliöarvindi allt að 30 hnútum, en það er samt sem áður ekki þar með sagt að það sé gert. í dag var vindurinn ekki svo ýkja mikið yfir 10 hnútum, en samt nóg til þess að Fokkernum var ekki ráðiagt að lenda hér.“ Kemur oft fyrir að þið grípið þannig inn í ef Flugleiðir geta ekki af einhverjum ástæðum lent hér? „Það kemur stundum fyrir og þá er það oft þannig, að verði ekkert af flugi hingað t.d. að morgni dags og hópur manna er e.t.v. kominn inn á flugvöll, þá erum við stundum beðnir að fara eina eða tvær ferðir suður, ef einhverjir erg hér sem þurfa nauðsynlega að komast strax. Munurinn er líka sá, að stundum er auðveldara að komast héðan en lenda hér, þannig að í þeim tilvikum kemur f.vrir að við þurfum að gista í Reykjavík.“ Mikið um sjúkraflug En hver eru helztu verkefni flugfélagsins ? „Við sinnum leiguflugi alls kon- ar, áætlunarflugi og sjúkraflugi. Leiguflugið er margs konar, stund- um er flogið eftir varahlutum, til Reykjavíkur og með tilkomú nýju vélarinnar er sá möguleiki fyrir hendi að fljúga til nálægra landa eftir varahjutum ef mikið liggur við, en það er einkum útgerðin sem þarf á þess konar flugi að halda. Nú þegar komið er fram á þennan árstíma förum við að búa okkur í eftirleitir, en við höfum á undan- förnum árum farið með fjallkóng- ana í eftirleitir. Sjúkraflugið er alltaf töluvert og má nefna að í fyrra var farið 81 sjúkraflug og útlit er fyrir að þau verði ekki færri í ár. Sjúkraflugið er eiginlega af öllum Vestfjarða- kjálkanum og er mikið öryggi í því að hafa vélar hér vestra til að geta sinnt þessum þætti flugsins og stundum kemur fyrir að ófært er í Reykjavík og er þá flogið til Akureyrar með sjúklingana." í þessu sambandi má skjóta því hér inn, að Fjórðungssamband Vestfjarða sá ástæðu til þess á þingi sínu fyrir skömmu að þakka flugfélaginu Örnum fyrir fórnfúst og giftudrjúgt starf á undanförn- um árum. En næst er Hörður spurður um áætlunarflugið: „Farnar eru ferðir alla virka daga til Súgandafjarðar og þrjá daga í viku til Flateyrar, Þingeyr- ar, Bíldudals og Patreksfjarðar og er það í sambandi við annað flug á þessa staði. Þetta flug er mjög þýðingarmikið að því leyti, að það tengir saman þessar byggðir og auk samgangnanna sem það býður upp á fylgja því einnig aukin viðskipti í ýmsum myndum. Segja má að þessar ferðir skiptist nokkuð jafnt milli póstflugs, vöruflutn- inga- og farþegaflugs, en það er fyrst og fremst póstflugið, sem ýtir undir þessar áætlunarferðir. Póst- flugið stendur þó engan veginn undir öllum kostnaði við þetta, og því bæta farþega- og vöruflutning- ar það upp. Á sumrin er fremur lítið um farþéga, en því meira á vetrum þegar vegir lokast og þá fer fólkið fremur í flugvél milli þessara staða þótt stutt sé, enda erfitt að ferðast á landi.“ Hörður nefndi sem dæmi að daginn áður en við spjölluðum saman var farin ein ferð til Reykjavíkur auk póstflugs til Súgandafjarðar og farin var leigu- ferð til Stykkishólms. Auk flugsins til Þingeyrar þennan dag sem áður er minnst á sagði Hörður að búið væri að panta flug frá Siglufirði til Reykjavíkur og meðan á spjalli okkar stóð hringdi síminn hjá honum og beðið var um sjúkraflug frá Þingeyri til Reykjavíkur. Því var ekki til setunnar boðið og gert var hlé á spjallinu til næsta dags. Ný flugvél Sem fyrr segir fékk félagið nýja vél á dögunum og hefur hún sæti fyrir 5 farþega og er af gerðinni Piper Aztec, og er tveggja hreyfla. Fyrri vélin var keypt fyrir einu og hálfu ári og er af Islander-gerð og tekur hún 9 farþega. Flughraði Aztec-vélarinnar er um 310 km/klst. en Islander flýgur heldur hægar eða um 210 km/klst. Sagði Hörður að báðar væru ágætar til sjúkraflugs, en auðveldara væri þó bæði fyrir flugmann og farþega í sjúkraflugi að athafna sig í Island- er-vélinni. Áður en sú vél var keypt átti félagið fyrir einshreyfils vel af Helio-gerð og er nýlega búið að ferja hana til Bandaríkjanna, þar sem sami aðili og Aztec-vélin var keypt hjá tók hana upp í kaupverð- ið. Síðari lota viðtalsins fór fram á sunnudagsmorgni á skrifstofu flug- fétagsins sem er í flugstöðvarbygg- ingunni á Isafjarðarflugvelli og þá var Hálfdán einnig með, en hann hafði daginn áður verið að svífa á dreka sínum suður á Barðaströnd- inni. Talið barst m.a. að örygg- ismálum og ástandi flugvalla þarna vestra: Enginn völlur upplýstur vestra „Aðstæðurnar sem við þurfum að vinna við eru gífurlega erfiðar, Hér eru þeir félagar að koma nýju vélinni fyrir á stæðinu á ísafjarðarflugvelli. sögðu þeir félagar, því sums staðar eru e.t.v. símalínur rétt við vellina, þeir eru ógirtir sem hefur það í för með sér að búfénaður getur valdið töfum og jafnvel hættu og enginn vallanna er upplýstur. Við erum hér með tugmilljóna króna tæki og svo er ætlast til þess að við lendum á næstum hvers konar flugvöllum sem hafa verið gerðir fyrir aðeins nokkur hundruð þúsund krónur, jafnvel er látið nægja að slétta út einhverja mela. Þetta hefur stund- um valdið skemmdúm á vélunum þegar grjótið kastast í þær og hefur oft mikinn kostnað í för með sér.“ En þeir Hörður og Hálfdán vildu einnig minnast hins sem vel hefði verið gert: „Við teljum að mjög vel hafi verið haldið á málum hér sl. tvö ár og má t.d. nefna að malbikaður hefur verið annar endi flugbraut- h arinnar á Isafjarðarflugvelli, 400 m kafli, sett hefur verið upp sandsíló, sem án efa verður til að fjölga : flugdögum hér og b.vrjað er á að : reisa geymslu er húsa 4 ójl ; öryggistæki svo sem slökkvibíl, J sópara og fleiri tæki. Guðbjörn Charleson, sem starfað hefur sem fulltrúi flugmálastjórnar hér, hefur fengið nokkuð frjálsar hend- ur með á hvern hátt fénu, sem ráðstafað er hingað, hefur verið varið og teljum við hann hafa staðiö sig frábærlega vel í því starfi, og af hagsýni, enda heima- maður og öllum hnútum kunnugur. En það sem við teljum að gera þurfi næst er t.d. að malbika stæðið hér framan við flugstöðvar- bygginguna og lýsa upp völlinn, en að því yrði mikið öryggi, ekki sízt fyrir smærri vélar og með tilliti til sjúkraflugs, sem oft fer fram að næturlagi. Ljósin myndu að vísu hafa þann ókost að snjóruðningur verður erfiðari, þar sem ryðja þyrfti frá hverju einstöku ljósi." Þá nefndu þeir flugmennirnir að til mikilla bóta væri ef settur yrði upp fjölstefnuviti með fjarlægðar- mæli einhvers staðar á Vestfjarða- hálendinu, en slíkur viti myndi gera þeim kleift að staðsetja sig með mikilli nákvæmni og mun nákvæmar en hægt er með hjálp radíóvita, en þeir geta verið ótraustir nema í lítilli fjarlægð. Um völlinn á Patreksfirði sögðu þeir að hann væri nokkuð góður, en bæta þyrfti úr húsakosti og á Bíldudal væri sá galli að völlurinn væri nokkuð langt frá þorpinu og þar sem símalína væri rétt við völlinn væri gott að fá tengdan síma í húsin, sem þar þyrfti að vera. „Það hefur heldur lítið verið gert fyrir vellina í Djúpinu og ekki handtak í sumar, en oft hafa þeir þó verið valtaðir a.m.k. einu sinni á ári, héldu þeir áfram. Nauðsynlegt er að setja á þá betra bindiefni til að forða vélunum frá frekari skemmdum. Annars eru þessi vandamál okkar hér ekkert ein- stök, þau eru svipuð hvar sem er á landinu og við erum bjartsýnir á að flugið hér fyrir vestan eigi mikla framtíð fyrir sér.“ Eftirlitsflug? Hörður nefndi að Flugfélagið Ernir gæti tekið að sér enn eitt verkefni, sem sparað gæti ríkinu verulegt fé: „Við höfum mikinn áhuga á að taka að okkur hluta af ískönnunar- og eftirlitsflugi fyrir Landhelgis- gæzluna. Slíkt flug er mun auð- veldara og ódýrara að stunda frá ísafirði en Reykjavík og má nefna sem dæmi að við erum vart meira en 20—30 mínútur að skreppa t.d. út að ýmsum þeim svæðum sem oft eru lokuð og myndi það bæði spara fé í siglingu varðskipanna og Fokker-véla gæzlunnar, því hver flugtími hjá þeim er mun dýrari en á litlum vélum." Hvernig er háttað viðgerðar- þjónustu á vélum ykkar? „Öll viðgerðarþjónusta fer fram hjá FlUgfélagi NorðUrlands, en það hefur byggt upp eitt bezta, verk- stæði á landinu og hefur það 2—3 flugvirkja í fullri vinnu. Við höfum yíssulega áhuga á að fá aðstöðu hér, en það verður að bjða um tíma því verkefni eru enn ekki næg fyrir mann í fullu starfi.“ Að lokum nefndu þeir Hörður Guðmundsson og Hálfdán Ingólfs- son eitt mál, sem þeir töldu flugfélagið Erni standa nokkuð höllum fæti gagnvart, en það eru tryggingamál. „Þau flugfélög hér á landi sem á einhvern hátt hafa tengst Flugleið- um hafa getað fengið mun betri kjör á öllum tryggingum og greiða félög sem tengjast flugleiðum 60—70% hærri iðgjöld, þó þau starfi öll á sama grundvelli, og séu með sams konar flugvélar.“ Hörður Guðmundsson t.v. og Hálfdán Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.