Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 39 sig upp á skaftiö og bauð honum þjónustu bestu stúlku sinnar, ef Beckett viki að honum smáláni. Þrefið endaði með handalögmálum og snaraði Forsjáll fram hníf og stakk í brjóst Becketts. Beckett hneig niður og blæddi mjög. Þykkur yfirfrakki hafði forðað því að stungan næði hjarta- stað. Vinir hans tóku samstundis að æpa á hjálp örvilnaðir á auðri götunni. Ung kona kom á vettvang og gaf þeim nauðsynlegar upplýs- ingar róleg í fasi. Suzanne Desche- vaux-Dumesnil, píanónemi, hafði verið að flýta sér heim eftir næturtónleika er hana bar að. Hún aðstoðaði rösk við að vefja Beckett í yfirfrakka Alans Duncan og útbjó höfuðpúða til bráðabirgða áður en hún hringdi á sjúkrabíl. Fórnarlambinu var ekið á Broussais-sjúkrahúsið. Hann hafði verið í bráðum lífsháska. Kom þetta í ljós er tekin var röntgen- mynd af Beckett viku síðar. Guggenheim sá sig um hönd og vildi biðja Beckett afsökunar. Hún hringdi í alla sameiginlega vini þeirra en allt kom fyrir ekki. Loks fór hún á stúfana sjálf að reyna að hafa upp á honum en án árangurs. Hún sló á þráðinn til frú Joyce daginn eftir og fékk þá vitneskju um hvað hafði gerzt. Felmtri sló á alla vini Becketts við tilræðið, einkum Joyce-hjónin, og var íbúð þeirra „líkt og á verðbréfamarkaði. Siminn þagnaði aldre;.“ Beckett sjálfum var frekar skemmt í uppnámi þessu. Jafn- skjótt og áhyggjur og vatilíðan hjöðnuðu reit hann jafnvel ljóð — hið eina, sem hann hafði skrifað mánuðum saman. Peggy Guggenheim tók herbergi á leigu í hótel Líbería í því skyni að vera Beckett innan handar meðan hann væri að braggast. Sjúkrahúsverunni var þó ekki fyrr lokið en nærveru hennar var ofaukið. Beckett hafði nefnilega fengið augastað á bjargvætti sínum, Suzanne Desche- vaux-Dumesnil, og kaus að láta eina konu fornspurða um fundi hans með annarri. Suzanne bar að í lífi Becketts eins og kröftugt og sefandi skipu- iagsafl. Peggy Guggenheim orðaði skapgerðarmun þeirra hnyttilega: „Hún gerði gardínur meðan ég gerði háreysti." Það fyrsta, sem gerðist, eftir að leiðir þeirra lágu saman — um- hyggja Suzanne á slysstaðnum — er táknrænt fyrir sambúð þeirra í fjörutíu ár. Sjálf var hún 38 ára þá, sjö árum eldri en Beckett. Þrátt fyrir að hún væri hávaxin, skarpholda og léti lítið yfir sér var hún engu að síður lagleg. Hún var sjálfsörugg og hafði á sér blæ reisnar og kyrrlætis, sem heillaði og vakti áhuga, en var jafnframt hugsvalandi. Frá því á öndverðum samveru- dögum hennar og Becketts kaus hún að fara með veggjum og tókst fyrirhafnarlaust að reisa um sig vegg einkafriðhelgi, jafnvel enn rammgerðari en leyndardómsmúr Becketts. Hún virtist skynja að Beckett, sem þóttist hafa fengið sig saddan af móðurofríki ólíkra kvenna, gat í raun og veru ekki verið umkomulaus. Hún hefur lagt allt í sölurnar fyrir hann, fætt hann og þvegið af honum, verið bókmenntalegur umboðsmaður og á tímabili fyrirvinna hans. Skáldsaga Becketts, „Murph'y", kom út í mars 1938, en vakti ekki þá hrifningu, er Beckett hafði gert sér vonir um. Gagnrýnendur voru flestir á báðum áttum og Dylan Thomas komst m.a. svo að orði að hún væri „erfið, alvörugefin og röng“. Suzanne hjálpaði Beckett að finna litla íbúð við Favorites-götu, nærri Mortparnasse og hafði hann ekki fyrr komið sér fyrir en hann brá sér til London til að vera við opnun sýningar í listahúsi Peggy Guggenheims. Hann notaði tæki- færið til að segja henni það, sem hana hafði grunað lengi — að hann hefði bundið enda á samband þeirra vegna annarrar konu: „Hann sagði mér að hann ætti unnustu og spurði hvort mér stæði ekki á sama. Auðvitað svaraði ég því játandi. Hún (Suzanne) var í mínum augum miklu líkari móður, sem hafði fundið handa honum íbúð og sá um hann. Ég hafði séð hana einu sinni í herbergi hans, áður en þau tóku saman og ég var í hennar stað, og gat ekki fundið til afbrýðisemi. Hún var alls ekki nógu aðlaðandi. Hún var á mínum aldri og báðar vorum við eldri en Beckett.“ Andspyrna í samúöar- skyni Beckett hafðist áfram við í Frakklandi eftir að stríðið braust út 1939 en fluttist suður á bóginn frá París eftir að Frakkland féll í hendur Þjóðverjum í júní 1940. Þrátt fyrir að hann væri borgari hlutlauss ríkis tók hann áhættu af því að verða hnepptur í fangelsi og neyddist til að lifa eins og flækingur í Toulouse og Cahors í nokkrar vikur til að forðast embættismenn á höttum eftir útlendingum. Hann snéri aftur til Parísar í október í von um að geta farið huldu höfði fyrir yfirvöldum. Hann vildi vera frönskum vinum sínum áþreifanlegt samúðartákn enda þótt hann yrði að fara með gát vegna síns írska vegabréfs. Allt í kring um sig varð Beckett vitni að tilgangslausum handtök- um og blóðsúthellingum. Enn meir fékk þó á hann vitneskjan um að fjöldi vina hans vann annað hvort ljóst og leynt með Þjóðverjum eða valkókaði í kringum þá. Hann sá sér ekki fært að sitja auðum höndum áfram. Þegar loks var höggvið nær vinum hans dugðu heimspekilegar vangaveltur ekki lengur. „Mér ofbauð framferði nasista svo að ég gat ekki á mér setið lengur. Einkum hafði ég andstyggð á meðferð þeirra á Gyðingum," sagði hann eitt sinn. í októberlok 1940 var Beckett orðinn félagi í frönsku andspyrnu- hreyfingunni. Hann var þekktur undir nafninu „Sam“ eða „lOlrlandais". I fyrstu var starf hans fólgið í að taka við öllum upplýsingum, er njósnarar snéru með heim úr sendiferðum. Atti hann að þýða upplýsingarnar á kjarnyrta ensku og þurfti oft að skera sjálfur úr um mikilvægi þeirra. Aður en langt um leið óx ábyrgð Becketts. Hann tókst á hendur nokkrar ferðir til Bretagneskaga og Norðmandý til að afla upplýs- inga hjá fólki, er vattn í höfnum í Brest og kafbátabyrgjum í Dieppe. Suzanne Deschevaux-Dumesnil, er bjó með Beckett, gerðist einnig starfsamur aðili í andspyrnuhóp með nafninu „Gloria". Hópur þessi hélt uppi njósnum fyrir Englend- inga og var starf Suzanne að flytja upplýsingar, skilaboð og tæki ýmiss konar rr.illi Favorites-götu og foringja hópsins, Jeannine Picabia. Suzanne tókst eitt sinn á óbeinan hátt að af afstýra því að' upp kæmist um starfsemina. Jeannine hafði tekið upp af götu sinni fótbrotinn kettling og hjúkr- að honum heima hjá sér. Skömmu síðar fékk hún boð um að koma til London að gefa skýrslu með litlum fyrirvara. Fór hún þess á leit við Beckett að hann liti eftir kettinum meðan hún væri í burtu og tók hann því vel. Um sama leyti var Suzanne falið að færa tveimur rosknum systrum skilaboð í nærliggjandi íbúð. Er þangað kom fann hún systurnar fyrir óttaslegnar en herbergið fullt af þýzkum hermönnum, er hugðust koma njósnurum í opna skjöldu. Foringi þeirra spurði Suzanne eftir erindinu. Svaraði hún því yfirvegað til að þún hefði komið til að segja konunum að eiginmaður sinn hefði grætt löppina á kettin- um og væri hann nú óðum að ná sér. Yfirheyrandinn trúði ekki sögu hennar og mæltist til þess að hún fylgdi þeim til að skoða dýrið. Suzanne féllst á það hikandi, þar eð Beckett skildi ljósmyndavél sína af og til eftir á stóra, kringlótta stofuborðinu, þar sem hver og einn gestur gat rekið augun í hana. En hún átti einskis annars úrkosta og hélt með tveimur hermönnum í átt til Favorites-götu. Til allrar hamingju hafði Beckett brugðið sér út og á borðinu var ekkert að sjá, er vakið gæti grunsemdir. Það, sem meira var, Beckett hafði verið að kynna sér „Mein Kampf“ og tekið ýtar- legar glósur til að aðstoða and- spyrnufélaga við áróðurstarfsemi. Er Þjóðverjarnir komu auga á bókina með vandlega undirstrik- uðum köflum ásamt blöðum Becketts, tóku þeir að treysta Suzanne. Þar sem hún óttaðist þó að Beckett myndi snúa aftur með upplýsingar undir höndum áður en Þjóðverjarnir væru á brott, sagði hún við þá að sér þætti það leitt, en nú yrði hún frá að hverfa til að taka á móti móður sinni, sem væri á leið með lest frá Troyes. Er frú Deschevaux-Dumesnil steig út úr lestinni sá hún Suzanne bíða eftir sér með tvo rammeflda Þjóðverja sér við hlið. Þegar hér var komið sögu hafði allt, sem Suzanne hafði sagt þeim komið heim og saman, svo þeir létu gott heita og héldu á brott. Hér hafði sannarlega hurð skollið nærri hælum. Frá seinni hluta árs 1941 og fyrstu sex mánuði ársins 1942 fór Beckett skynsamlega að ráði sínu og létti af sér störfum. Var hann nú aðeins í beinni snertingu við nokkra af dyggustu félögum Gloríahópsins. Beckett hafði for- boða af því að illt væri í vændum og varð sú raunin á. Kaþólskur prestur frá Luxembourg smaug inn í raðir andspyrnuhópsins og tók bæði að sér að vera sáluhirðir félaganna og bera á milli upplýs- ingar. Síðar kom þó í ljós að hann var gagnnjósnari á vegum Þjóð- verja og urðu uppljóstranir hans til þess að Gloria var upprætt og margir af foringjum hópsins teknir af lífi. Þegar Suzanne og Beckett fengu síðan skilaboð þess efnis að forsprakkinn hefði verið tekinn höndum vissu þau að röðin hlyti að koma að þeim bráðlega. Þeim barst skeytið kl. ellefu að morgni. Klukkan þrjú síðdegis létu þau líta svo út sem þau ætluðu út að ganga en snéru aldrei til íbúðarinnar aftur. Næstu tvo mánuði ferðuðust þau ýmist saman eða sitt í hvoru lagi fram og aftur um París. í október 1942 tókst þeim að verða sér út um fölsuð skilríki og héldu suður á bóginn. Eftir langar göngur að næturlagi komu þau að lokum til lítils fjallaþorps, Roussillon, um þrjátíu og sjö kílómetra austur af Avignon, þar sem þau ílentust með leynd næstu tvö og hálft ár. Beckett starfaði hér af og til með andspyrnuhreyfingunni en hafði tapað þeim áhuga og atorku, er knúið hafði hann áfram í París. Fyrir störf sín fyrir Gloria var Samuel Beckett heiðraður með stríðskrossinum, „Croix de Guerre“, með gullstjörnu áriö 1945. Hann veitti orðunni viðtöku háttprúður og lotningarfullur — með sama hugarfari og æ síðan er hann varð heiðurs og viðurkenn- ingar aðnjótandi. Hann tók hgnni aufúslega og gladdist innra með sér, en sagði engum frá. Styrjöldin kom róti á líf Becketts og var sennilega sterk- asta mótunaraflið í þróun hans '■ sem rithöfundar, er hreif þjóðfé- lagslegt ímyndunarafl eftirstríðs- áranna. Hann flíkaði þó aldrei þessari reynslu sinni. Stríðið var partur af fortíð hans og hugræn umgjörð. Svipdrættir aðalpersón- unnar skerpast óneitanlega gagn- vart bakgrunni stríðsins og þetta starandi augnaráð, íhyglið og innhverft, sem jafnframt ber með sér vísbendingu um hulið og friðheilagt einkaathvarf og tíma. Þýtt og endursagt úr „The Observer“ Frá árurn áður... Ef einhver kona hefur verið svo forsjál, að geyma gamla sunnudagakjólinn sinn, eða skólakjólinn, getur sú hin sama nú dregið hann fram í dagsljósið og látið dótturina máta. Það verða áreiðanlega margar ungar stúlkur, sem eiga eftir að klæðast kjól, líkum þessum á myndinni, nú í vetur. Kjóllinn er úr köflóttu ullarefni, með löng- um ermum, „baby“ kraga og rykktur undir berustykki. Við erum áreiðanlega margar, sem þekkjum sniðið frá fyrri tíð. Agúrkusalöt Agúrkusalat meö eplum 2 agúrkur, lítil tsk. salt, 4 matsk. sykur, V2 bolli vatn, V2 bolli edik. Agúrkurnar skornar í sneið- ar, látnar í skál, salti og sykri stráð yfir. Ediki og vatni blandað saman og hellt yfir agúrkurnar og þetta kælt vel áður en það er borið fram. Agúrkusalat með eplum 1 agúrka, salt, '/2 salathöfuð, 2 epli. Kryddlögur. 2 dl. edik eða sítrónusafi, 1 dl. vatn, % dl. sykur, pipar. Agúrkurnar skornar í mjög þunnar sneiðar t.d. með osta- skera. Lagðar í skál, salti stráð yfir og látið liggja um stund. Salatið rifið eða skorið smátt, eplin skorin í þunnar sneiðar og blandað saman við agúrkurnar. Kryddleginum hellt yfir. Agúrkusalat meö sinnepi 2 agúrkur, 2 dl. matarolía, 1 tsk. sinnep, 1 tsk. salt, 3—4 matsk. edik, 1 matsk. sykur. Agúrkurnar skornar í sneið- ar, salti stráð á og látið standa smástund. Olía, edik, sinnep og sykur hrært eða hrist saman og hellt yfir agúrkurnar. Borið fram vel kælt. Agúrkur í sýrðum rjóma 1 agúrka, salt, sýrður rjómi, nýmalaður pipar, örlítill sítrónusafi, ein harðsoðin eggjarauða. Agúrkan skorin í sneiðar eða smá ferhyrninga, saltinu stráð yfir og látið standa í '/2 klst. Salt, pipar, stöppuð eggja- ^ rauðan og sítrónusafi sett útí sýrðan rjómann. Ef einhver vökvi er á ágúrkunum er honum hellt af áður en þær eru settar í sýrða rjómann. Rússneskt agúrkusalat Agúrka skorin í smá bita og þeir lagðir í mjög kalt vatn með salti í, í 15 mín. Vatninu helt af, agúrkurnar þerraðar vel og þeim blandað í sýrðan rjóma, sem í hefur verið hrært þeyttum rjóma, og bragðbætt með salti og pipar. Gott með steiktum fiski og ýmsum kjötréttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.