Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Umsjón: Sérn Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyvrbjórnsson Sigurdnr Pálsson AUDROTTINSDEGI Leiðin til Guðs ríkis 1H. sunnudayur eftir trinitatis. Krossinn, badadur Ijósi uppris- unnar vísar veyinn til Guds ríkis. Pistilk 1. Kor. 1:4—9. GuÖ mun yjöra yöur staöfasta allt til enda, óásakanleya á deyi Drottins vors Jesú Krists. Trúr er Guö, sem yöur hefur kallaö til samfélags sonar síns, Jesú Krists, Drottins vors. Guöspjalk Mtt. 22: 34—36. Hvaö viröist yöur um Krist? Hvers son er hann? Hjónabandið í brennidepli I. HINN kunni norski geðlæknir Gordon Johnsen skrifaði nokkr- ar blaðagreinar um fjölskyldulíf í dagblaðinu Várt Land í Noregi sumarið 1970, sem gefnar hafa verið út í bókarformi. Þessar greinar vöktu mikla athygli þegar þær komu út og geyma mikinn fróðleik um eðli hjóna- bandsins og fjölskyldulífsins almennt. Þar eð fjölskyldulíf er eitt mikilvægasta málefni mannlegs lífs töldu aðstandendur þessarar síðu æskilegt að birta úrdrátt úr þessum greinum. Höfundur þessara greina var yfirlæknir á mjög viðurkenndri stofnun, sem heitir Modum Bads Nervesanatorium. Á þessari stofnun er sérstök fjölskyldu- deiid sem notið hefur mikils álits heima og heiman. Höfund- ur talar því af mikilli reynslu. Greinar þessar eru birtar með leyfi útgefanda. Viljinn aö vera trúr Hinn kristni skilningur á hjónabandinu er sá að það sé Guði þóknanlegt og af Guði gefið. Maðurinn er kóróna sköpunarverks Guðs. En strax í sköpunarsögunni kemur það fram að manneskjan í guðs- mynd sinni er maður og kona í einingu. Það er í þessari einingu sem þau uppfylla þá guðsmynd sem þau eru sköpuð til þ.e. að vera „eitt hold“. Þessi afstaða til mannsins stendur því á bak við afstöðu kristindómsins til hjónabandsins. Fyrsta reglan, sem við eigum frá morgni tímans, varðandi hjónabandið, er sú að þessi eining næst ekki nema þeir tveir einstaklingar sem ganga í hjónaband standi sjálfstæðir og að þeir yfirgefi æskuheimili sín, yfirgefi föður og móður og haldi sér að hvort öðru. Þá fyrst geta þau orðið eitt hold samkvæmt skilningi heilagrar ritningar. Stór hluti af þeim hjónabönd- um sem maður fær til með- ferðar hefur ekki fylgt þessari meginreglu. Viðkomandi hafa aldrei náð þeim þroska að verða sjálfstæðir einstaklingar. Það er eins og aldrei hafi fullkomlega verið klippt á naflastrenginn, þau eru sálarlega bundin for- eldrum sínum á þann veg að það hindrar þau í að vera sjálfstæð í sambúðinni hvort við annað. Ef til vill er það algengast að karlmaðurinn er svo bundinn móður sinni að hann getur ekki umgengist konu sína frjálslega. Hann hefur ekki getað mætt konu sem er jafnaldri hans á réttan tilfinningarlegan hátt. Hann leitar aftur á móti eftir staðgengli móður sinnar. Hann verður barnslega háður konu sinni þó hann geti komið karl- mannlega fram á öðrum sviðum. Maðurinn getur líka verið bund- inn af öðrum ástæðum. Hann getur verið í svo mikilli and- stöðu við föður sinn, sem hann Ertu kristinn? Sumir segja: Nei, ég er ekki nógu góður, ekki nógu trúaður... Þú ert kristinn ef — þú ert skírður ... afþví að 'l 'ílólRWiNMl GE.Rfi\ Otl EW k.ig\<3UNKli, &UO Þifo AÐ RAR.K1Í5ÍNU fJÖLÞKVUJA GUðS ÞÚ J'ATARJÉSÚM SfoM FRELSARA ÞíkW Fylgt úr lilaði Á Drottins degi. Þetta kann að þykja sérkennilegt eða jafnvel tilgerðarlegt heiti á síðu í dagblaði. Þannig höfum við þó kosið að einkenna það sem hér verður birt. Ætlunin er að síða með þessu heiti birtist hér í blaðinu hvern sunnudag. — Drottins dag — næstu mánuði. Efni síðunnar verður væntanlega með ýmsu móti, svo sem fræðandi pistlar og fréttamolar, hugleiðingar um fjölskyldu- og uppeldismál, ábendingar um Biblíulestur, spurningar og svör um trú og breytni o.s.frv. Sameiginlegt því sem hér birtist verður þó, að ritað verður og málefni rædd í ljósi kristinnar trúar. Þær tvær ástæður eru fyrir heiti síðunnar, að hún birtist á sunnudegi, sem snemma í sögu kristninnar var nefndur Drottins dagur vegna upprisu Jesú Krists, og efnið verður helgað trú á þann Drottin. Eins og að framan greinir verður leitast við að birta svör við spurningum um efni, sem varðar trú og breytni, ef einhverjir teldu sér hag að því að senda okkur slíkar spurningar. Nægir að senda þær til Morgunblaðsins og einkenna með heiti síðunnar: „Á Drottins degi“. Erindi þarf að bera upp undir fullu nafni, en því verður haldið leyndu sé þess óskað. Við sem að þessu stöndum tökum feginsamlega við ábendingum um efni til birtingar ef lesendur hafa einhverjar fram að færa. Umsjónarmenn annaðhvort hefur ekki getað skilið sig frá eða haft eðlilegt samband við. í afstöðunni til hins kynsins er hann alltaf drottnandi og tilfinningarlífið er aldrei í því jafnvægi, sem kærleikssamfélag í hjónabandi þarf að vera. Slíkt hjónaband er í stöðugri hættu. Karlmaðurinn rýkur jafnvel á dyr og leitar eftir ástum helst yngri konu, án þess að hann almennilega skilji hvers vegna, hvað þá fjölskylda hans og vinir. Skekkjan við þetta „hús“ er að grunnurinn var ekki almenni- lega byggður. Það varð ekki sá aðskilnaður við gamla heimilið sem nauðsynlegur var. Það var ýmislegt úr æskuheimilinu sem var tekið með, þó hann hefði átt að vera búinn að losa sig úr þeim böndum fyrir löngu, og sérstaklega áður en hann stofn- aði til hjúskapar. Mistökin eru að sjálfsögðu líka oft hjá konunni. Hún hefur lifað í barnalega háðri afstöðu til móður eða föður, ef til vill oftar til föður, horft til hans með aðdáun og gert sig háða honum á ótal vegu. Þessu hefur hún svo leitað eftir í eiginmann- inum áður en hún í rauninni hefur náð þroska hinnar sjálf- stæðu konu. Að þessu verður aftur vikið í síðari greinum, en nauðsynlegt er að undirstrika strax í upphafi hvernig þessi mikilvæga regla um að yfirgefa föður og móður í réttum skiln- ingi þess orðs, hefur oft á tíðum verið forsmáð og valdið erfið- leikum í mörgum hjónaböndum. Hjónabandið verður aldrei heil- brigt nema þessari reglu sé fylgt. Það er á þessum grund- velli sem kristin trú leggur áherslu á kröfuna um að hjóna- bandið sé varanleg stofnun og að grundvöllurinn og burðarás- inn í hjónabandinu sé: Viljinn að vera trúr. Það er ekki út í hött að kristin kirkja skuli leggja áherslu á trúmennsku við Guð og hvort við annað, þegar gengið er í hjónaband, því það undirstrikar heilagleika þess sáttmála sem gerður er og hve stórkostlegur hann er. Þessi krafa á ekki að vera byrði heldur þvert á móti til hjálpar. Hún á að leiða til þeirrar sameiningar og einingar sem finnur dýpsta tilgang lífs- ins. I þessu sambandi er rétt að undirstrika að sú stefna sem boðuð er í lögmáli Guðs, að slíta ekki hjúskap er nátengfl reglu fyrirgefningarinnar. Það er líka ástæða til að undirstrika að það að vera trúr í hjónabandinu á ekki bara við um kynferðislegu hliðina. Maður getur mætt fólki sem hefur misstigið sig á kynferðis- lega sviðinu en hefur að öllu öðru leyti sýnt sannan vilja til tryggðar. Á sama hátt mætir maður hjónum sem hefur alger- lega hreinan skjöld á kynferðis- lega sviðinu en hefur gjörsam- lega brotið marga aðra þætti samlífsins, sýnt ótryggð á mörg- um sviðum og þannig mætti lengi telja. Ekki er rétt að einskorða siðferðilegar spurningar bara við kynferðislega sviðið. Að vera trúr og tryggur og trúfastur í hjónabandinu þýðir fyrst og fremst að viðkomandi finni eininguna, að þau tvö eru eitt og eiga að uppfylla hvort annað í öllu tilliti. Hið skapandi starf í hjóna- bandinu er ekki bara það að geta barn og lifa kynferðislífi, heldur á hver dagur að vera áframhald á sköpunarverki Guðs, að lífið dafni og vaxi. Þetta á að koma fram í fjölskyldulífinu, á vinnu- stað og í mannlegum samskipt- um almennt. Mörg hjónabönd geta verið fullkomin kynferðislega séð, en þegar grannt er skoðað þá kveljast einstaklingarnir vegna þess að persónuleiki þeirra fær ekki möguleika á því að vaxa og vera skapandi í lífi og starfi. Frh. Biblíulestur Sunnudagur 24. sept.: Mánudagur 25. sept.: Þriðjudagur 26. sept: Miðvikud. 27. sept.: Fimmtudagur 28. sept.: Föstudagur 29. sept: Laugardagur 30. sept: Matt. 22:34-46 Post. 18:1—17 Post. 18:18—28 Post. 19:1—20 Post. 19:21—40 Post. 20:1—21 Post. 20:22—38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.