Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 32
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Oðbgima&ur ÓSessiO^amasón sUÍnorhf S./28155-19490. Opnaðu bömum þínum töfraheim tonanna Gefðu þeim hljómplötuna: Pétur og úlfurinn. Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofieff er frægasta lýsandi (Program) hljómsveitarverk sem skrifað hefur verið í heiminum til þessa. í upphafi plötunnar eru hljóðfærin kynnt sem fulltrúar hinna ýmsu persóna sögunnar. Klari- nettan túlkar köttinn, flautan fuglinn, óbóið öndina. Fagottið leikur afann, þrjú horn úlfinn, trommurnar skot veiðimannanna. Öll strok- hljóðfæri hljómsveitarinnar fylgjast með Pétri. Flytjendur eru Philadelphia Orchestra undir stjórn Eugene Ormandy. Bessi Bjarnason er sögumaður. Börnin læra að þekkja hin ýmsu hljóðfæri og fyigja þeim í sögunni sem magnast að spennu eftir því sem á líður. Allt fer að sjálfsögðu vel að lokum, svo sem vera ber. Plötukápan er 8 síðna myndabók, prýdd 14 litmyndum eftir Pétur Halldórsson teiknara. Þrátt fyrir að svo mjög er til útgáfunnar vandað kostar þessi hljómplata aðeins kr. 4.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.