Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 1
40 Sfi)UR tttgmiljribifrife 218. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Sá þotuna hring- snúast til iarðar" 140 farast í árekstri tveggja flugvéla í Kaliforníu San Diego, Kaliíorníu, 25. sept. AP. Reuter. A.M.K. 140 manns fórust í dag þegar íarþegaþota af gerðinni Boeing 727 og lítil einkaflugvél rákust á og skullu logandi til jarðar í íbúðahverfi við San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 80 manns slösuðust á jörðu niðri, þegar brennandi brakið úr flugvélunum þeyttist eftir jörðinni og kveikti í sextán íbúðarhúsum. Litlu munaði að Boeing-vélin lenti á tveimur skólum, þar sem saman voru komin mörg hundruð börn. Mannskæðasta flugslys í Bandaríkjunum Hér getur að líta einn hreyfil Boeing þotunnar og eyðilegging- una sem hann olli í íbúðarhverfi við San Diego í gær. Alls kvikn- aði í 16 húsum þegar flugvélarn- ar skulln til jarðar. (Simamynd AP) AHir sem í flugvélunum tveim- ur voru fórust, 129 farþegar í þotunni og 7 manna áhöfn og tveir menn sem voru í smávélinni. Þetta er mannskæðasta flugslys sem orðið hefur í Bandaríkjunum og einhver dýrkeyptasti árekstur sem orðið hefur í flugsögunni. Árekstur flugvélanna varð í um 3000 feta hæð, þegar þotan sem var í áætlunarf lugi, var á leið til lendingar á Lindbergh-flug- velli við San Diego. Litla vélin, sem var af gerðinni Cessna 150, var í eigu f lugskóla í borginni og í henni voru flugkennari og nemandi hans og er talið að nemandinn hafi flogið vélinni, þegar slysið varð. Boeing-þotan var í eigu Pacific Southwest Dollar lækkar — gull hækkar London, Ziirich, 25. sept. Ueuter. AP. BANDARÍKJADÖLLAR hrapaði í verði á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum í dag og hefur dollar- inn aldrei verið verðminni gagn- yart svissneska frankanum en í dag. Var dollarinn í dag jafnvirði 1,4885 franka, en hefur aldrei fyrr verið virði minna en 1,5 franka. Hefur dollarinn fallið um 25% í verði gagnvart svissneska frankanum frá því um áramót. Gullverð hækkaði í dag sam- hliða lækkun dollarans og hefur aldrei verið hærra miðað við dollar. Únsan af gulli seldist í dag á 220,25 dollara. Airlines, en það fyrirtæki flýgur eingöngu innan Kaliforníu. Á vegum þess eru um 200 flug á degi hverjum um allt fylkið. Allmargir sjónarvottar urðu að slysinu og sagðist einn þeirra hafa séð flugvélarnar rekast á og hefði þotan síðan hringsnúizt, nánast skrúfast, til jarðar. Sjá nánar bls. 39 Carter setti ferðabann á Sadat New York, 25. sept. Reuter. BANDARÍSKA tímarit- ið Newsweek skýrir frá því í dag að Jimmy Carter forseti hafi fyrir- skipað mönnum sínum að hleypa Anwar Sadat forseta Egyptalands ekki án skriflegrar heimildar upp í þyrlu í Camp David, meðan á f undunum þar stóð. Newsweek segir að Carter hafi óttast að Sadat héldi heimleiðis að loknum tíu dög- um í Camp David, því á ellefta degi fundanna lét Sadat svo um mælt við Ezer Weizman varn- armálaráðherra ísraels, að fundirnir væru að fara út um þúfur. Daginn áður lét Sadat einnig þau orð falla, að bezt væri að koma sér heim, að sögn Newsweek. Carter heitir ðflugu viðnámi gegn verðbólgu Camp David samkomulagið: Mikill stuðningur í ísraelsþingi Jerúsalem, Washington, Kaíró. 25. sept. AP. Reuter. ÍSRAELSKI verkamannaflokkur- inn tilkynnti í dag í umræðum í þinginu í Jerúsalem, að f lokkurinn myndi styðja Camp David sam- komulagið, og er nú víst talið að 90-100 þingmenn af 120 muni styðja tillögurnar. Umræður í ísraelsþingi um samkomulagið hófust í dag með ræðu Begins forsætisráðherra, en hann sagði m.a. í ræðu sinni að ísraclsmenn ættu ekki annars úrkosta en láta af hendi byggðir sínar í Sínaí-eyðimörkinni, ef friður ætti að nást. Begin hélt því einnig ákveðið fram að hann hefði aðeins Jofað því að ekki yrði um írekara landnám Gyðinga að ræða á Vesturbakkanum næstu þrjá mánuði. en ekki fimm ár, eins og Egyptar og Bandaríkjamenn halda fram. Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna kom til Washington í morgun eftir för sína til Jórdaníu, Saudi-Arabíu og Sýrlands og viður- Washington, 25. sept. AP. Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti hét því í dag á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að stemma stigu við verðbólgu í landi sínu, draga úr olíuinnflutningi, auka útflutning og viðhalda styrk dollarans. Gagnrýni á þessa þætti í efnahagsstefnu Bandaríkjanna hefur sett svip sinn á ræður fulltrúa á fyrsta degi ársfundarins, en þar eru saman komnir fulltrúar 135 ríkja. Einkum hefur lækkandi gengi dollarans valdið áhyggjunt. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í ræðu sinni í dag að misvægið í viðskiptum og hagvexti í iðnríkjum stafaði m.a. af lækkandi gengi dollarans. Kom fram í máli hans, að ekki sé að vænta árangurs í baráttunni við þessa kvilla og fylgifiska þeirra í formi atvinnuleysis og verðbólgu fyrr en stærstu iðnríkin hefðu samhæft efnahagsstefnu sína. mikið af mörkum í barátt- unni við fátæktina. Jacques de Larosiere, ný- skipaður framkvæmdastjóri kenndi hann við komuna að hann hefði tæpast haft erindi sem erfiði í ferðinni. í Kaíró tilkynnti Sadat forseti að varaforseti landsins, Hosni Mubark, myndi á næstunni. taka upp beint samband við rétta aðila í Israel til undirbúnings endanlegri samninga- gerð landanna. Sadat sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði uppfyllt loforð sín við hundruð milljóna manna, eftir að hann fór í ferð sína til ísraels fyrir tæpu ári síðan, og náð samkomulagi um frið. Robert McNamara, fram- kvæmdastjóri Alþjóðabank- ans, fjallaði í máli sínu um málefni þróunarlandanna. í máli hans kom m.a. fram að 600 milljónir manna búa við hörmulega fátækt, van- næringu, ólæsi og sjúkdóma, vegna pess að samfélag þjóðanna legði ekki nógu Samið um veiðar Spánverja Briissel, 25. sept. Reuter. AP. BRETAR létu í dag undan miklum þrýstingi hinna að- ildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu og féllust á samkomu- lag, sem framkvæmdanefnd bandalagsins hafði áður gert við Spánverja um veiðar þeirra í lögsögu aðildarríkja bandalagsins. Bretar höfðu áður harðneit- að að fallast á að Spánverjum yrði úthlutað 240 leyfum til veiða næstu þrjá mánuði. en það er talið svara til um 4500 lesta af la af kolmunna og 9000 lesta afla af öðrum fiski. Samþykki Breta í dag leysir í bili úr ágreiningsefni milli EBE og Spánar, sem hefði getað orðið alvarleg hindrun í vegi fyrirætlunar Spánverja um fulla aðild að EBE. Spánskir fiskibátar hafa að undanförnu veitt í heimildarleysi innan lögsögu EBE-ríkjanna og hafa mörg þessara skipa hlotið þungar sektir, sem spánska stjórnin hefur ákveðið að greiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.