Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 KVARTMÍLUBRAUT — Örvar Sigurðsson, formaður Kvartmíluklúbbsins, er hér á hinni nýmalbikuðu kvartmílubraut, en fyrsta keppni á brautinni er ráðgerð um miðjan október ef tilskilin leyfi fást. Kvartmílumenn hafa aflað fjár til brautargerðarinnar með ýmsum hætti og lagt fram vinnu.Ljósm. Kristinn. Byssumaður hand- tekinn á Akureyri DRUKKINN maður vopnaður stórum riffli var handtekinn í miðbæ Akureyrar um kl. 23 í fyrrakvöld. Rifflinum hafði mað- urinn stolið úr verzlun skömmu áður en ekki athugað að hann var óhlaðinn. Vegfarendur í miðbæ Akureyrar urðu skelfingu lostnir í gærkvöldi þegar þeir sáu drukkinn mann brjóta rúðu í Sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar hf. við Skipagötu með fótasparki, snarast inn um gluggann og koma út aftur með stóran riffil. Riffillinn var Vöruskiptajöfnuður lands- manna varð óhagstæður f ágúst- mánuði um rúmlega einn millj- arð, en á sama mánuði í fyrra var hann hagstæður um 847 m.kr. Mánuðina janúar til ágúst er vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 12 milljarða og 648 milljónir, en var á sama tíma I fyrra óhagstæður um 6 milljarða og 290 milljónir. Innflutningur í ágúst nam sam- tals 15.385 m.kr. þar af til íslenzka járnblendifélagsins 377 m.kr. og með sjónauka 243 kaliber. Maður- inn mun hafa ætlað að grípa með sér pakka af skotfærum í leiðinni en greip óvart kassa með byssu- bláma í staðinn, sem muh vera ætlaður til að bera á skotvopn. Fjöldi fólks var á götunum þegar þetta vildi til enda margir að koma úr kvikmyndahúsunum um þetta leyti. Mikil hræðsla greip um sig meðal fólksins og margir urðu samtímis til að kalla í lögregluna. Byssumaðurinn hljóp nú suður Skipagötu og síðan austur fyrir húsaröðina og niður að Bifreiða- íslenzka álfélagsins 1,16 m.kr. Utflutningurinn nam 14.343 m.kr., þar af ál og álmelmi 1.526 m.kr. Við samanburð utanríkis- verzlunartölur 1977 verður að hafa í huga að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar — ágúst er talið vera 37% hærra en það var í sömu mánuðum 1978. Sé vöru- skiptajöfnuður á tímabilinu janúar — ágúst 1977 því færður til sama gengis og 1978 má því segja að hann hafi verið óhagstæður um 8,6 milljarða. stöðinni Stefni þar sem hann skreið undir vörubíl og hreiðraði þar um sig í skotstöðu. Þar gekk lögreglan að honum og handtók hann fyrirhafnarlítið. — Sv.P. Árlegur merkjasöludagur ÁRLEGUR merkjasöludagur Menningar- og minningarsjóðs kvenna verður n.k. miðvikudag, en t.ilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna, m.a. með því að styðja kónur til framhaldsnáms, ritstarfa o.fl. Menningar- og minningarsjóð- ur kvenna er stofnaður af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og er stofn- dagur hans 27. september 1941. Hafa 512 konur hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun. Merkjasal- an er eina fjáröflunarleiðin og hefur verið mörg undanfarin ár, auk þess sem hann hefur nokkrar tekjur af sölu minningarspjalda. Vöruskiptajöfnuðurinn: Óhagstæður um rúman milljarð í ágústmánuði Hvar er kjötið mitt? Mánaðar birgðir hurfu á 10 dögum — IIVAR er kjötið mitt? hafði kjötkaupmaður einn í Reykja- vík eftir viðskiptavini sínum og kom spurningunni áleiðis f Morgunblaðinu. Blaðið hand- langaði spurninguna áfram til Agnars Guðnasonar, blaðafull- trúa hagsmunasamtaka land- búnaðarins og bað hann að leysa úr henni. „Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við það hversu ódýra kjötið hvarf snögglega af mark- aðinum," svaraði Agnar. „En það er alveg rétt — allt bendir til þess að rösklega eins mánað- ar birgðir hafi selzt upp á tíu dögum. í byrjun ágúst voru til um 1700 tonn af þessu gamla kjöti og samkvæmt gamalli reynslu sýnir það sig að neyzlan í ágústmánuði er um 600 tonn. Hinn 1. september voru þannig eftir um 1100 tonn, og við skulum reikna með því að fyrrihluta september hafi selzt um 300 tonn. Þá eru enn eftir um 800 tonn, en þar fór um helmingurinn til Reykjavíkur, og þetta kjöt er allt búið, en ég veit ekki hvað er enn til úti á landi.“ Agnar sagði, að af þessu magni hefðu einungis um 50 tonn verið seld til Færeyja, svo að skýringanna á bráðu hvarfi kjötsins væri ekki að leita þar, eins og sumir ætluðu. Hins vegar mætti geta sér þess til að vinnslustöðvarnar hefðu haldið einhverju eftir af þessu ódýra kjöti til vinnslu en annað hefði farið út á markaðinn og selzt jafnhratt og raun ber vitni. Veiðar Norðmanna eru alvarlegt mál — segir Kjartan Jóhannsson NORÐMENN hafa lagt stund á loðnuveiðar við Jan Mayen í auknum mæli og hefur það valdið nokkrum áhyggjum meðal ráða- manna hér á landi en flest bendir til að loðnan þar sé af sama stofni og loðnan sem veiðist hér við land. Mbl. spurði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra hvort og þá hvernig brugð- ist yrði við þeim af hálfu íslands. — Við teljum þessar loðnu- veiðar við Jan Mayen alvarlegt mál er hyggja þurfi að og þarf utanríkisráðuneytið að kanna réttarstöðu okkar í þessu máli. Fyrirhugað er að málið verði tekið upp á vettvangi norrænnar sam- starfsnefndar í Bergen 10. og 11. október n.k. Þá er og athugandi hvort ekki eigi að fjalla um þetta á vegum alþjóðlega hafrannsókna- ráðsins og má taka það fram að við ætlum okkur að bregðast við þessu af fullri ákveðni. Sjálfsagt að ræða málið en engar ákvarðanir strax — sagði menntamálaráðherra um Víðishúsið — ENN heíur ekki gefizt ráðrúm til þess að íhuga tilboð er barst frá Karna- bæ um kaup á Víðishúsinu, sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra í samtali við Mbl. er hann var spurður hvað liði svari við tiiboði Karnabæjar. — Við höfum ekki tekið upp neinar viðræður við Karnabæ og verður það varla strax, en það er sjálfsagt að athuga það mál, það þarf að finna það út hvort betra er að skipta á þessu húsnæði fyrir Fresta fundi SAMBAND grunnskólakennara hélt fund í gærkvöldi þar sem rædd var deilan um æfingakennsl- una, en á fundinum var ekkert ákveðið og honum frestað þar til í dag. annað hentugra eða leggja út í þær innréttingar sem þarf til þess að breyta iðnaðarhúsi sem Víðishúsið er í skrif- stofuhús. Alþýðubandalagið gagnrýndi þessi kaup á þeim forsendum að húsið væri of dýrt miðað við gæði og ekki hentugt þeirri starfsemi sem þar ætti að vera. Varð irndir dráttarvél BÓNDI að bænum Brekku á Hvalfjarðarströnd meiddist nokk- uð er hann varð undir dráttarvél sinni í gær, en hann var að gangsetja vélina er hún hrökk skyndilega í gang og fór af stað. Varð maðurinn undir vélinni og meiddist nokkuð og var hann fluttur á Sjúkrahús Akraness. Glófaxi er mikið skemmdur af eldi MÓTORBÁTURINN Gló- faxi VE 300 skemmdist nokkuð af eldi í gærmorg- un, en eldur varð laus í bátnum um kl. 5 er hann var staddur 7—8 mflur austur af Bjarnarey. Lóðs- inn kom honum til aðstoð- ar og var hann dreginn til hafnar í Vestmannaeyjum. Reynt var að hefja slökkvistarf strax, en því lauk ekki fyrr en eftir að báturinn var kominn til hafnar, eða um kl. 11 í 3 prósent hækk- un gefur níu milljarða króna í auknar tekjur VERÐI sjúkratryggingagjald hækkað úr 2% í 5% eins og Morgunblaðið skýrði frá á laugar- dag, að til athugunar væri hjá stjórnvöldum, gefur það á næsta ári um 9 milljarða króna í auknar tekjur fyrir ríkið. Láta mun nærri að hvert prósentustig þessa brúttóskatts gefi 3 milljarða króna. gærmorgun. Báturinn er mikið skemmdur, einkum í vélarrúmi og borðsal. Ekki er vitað nánar um eldsupp- tök. Ljóst er að báturinn verður frá veiðum í nokkrar vikur meðan viðgerð fer fram og kemur það sér illa á þessum tíma þegar síldveið- in stendur yfir. Skipstjórinn á Ingólfi fékk 2,4 millj. sekt SKIPSTJÓRINN á togaranum Ingólfi Arnarsyni, sem staðinn var að veiðum innan friðaða svæðisins norður af Kögri fyrir helgina hefur vcrið dæmdur í 2,4 milljóna króna sekt, afli var gerður upptækur og hluti veiðar- færa. Að sögn Þorvarðar K. Þorsteins- sonar bæjarfógeta á ísafirði er hér um að ræða lágmarkssekt og sagði hann að ekki hefði verið litið á brot skipstjórans sem algjört fiskveiðilagabrot, og tillit hefði verið tekið til þess í dóminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.