Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 3 Frestun tollalœkkana um áramót? r Svavar ýtir á, Olafur og Kjartan draga úr Á FUNDI Félags íslenzkra iðnrekenda á Þingvöllum um síðustu helgi fjölluðu Olafur Jóhannesson forsætisráðherra og Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra m.a. um mögulega frestun á tollalækkunum sam- kvæmd EFTA-samningum um næstu áramót, en iðnrekendur hafa lagt mikla áherzlu á frestun tollalækkana. Þá segir í starfslýsingu ríkisstjórnar- innar að „Samkeppnisaðstaða íslenzks iðnaðar verði tekin til endurskoðunar og spornað með opinberum aðferðum gegn óeðlilegri samkeppni erlends iðnaðar, m.a. með frestun tollalækkana. „Á fundi iðnrekenda lýsti Svavar því yfir að hann ætlaði að vinna mjög ákveðið að því að láta þennan þátt stjórnar- sáttmálans ná fram að ganga, en Ólafur dró heldur úr og benti á að það væri ekki bara að segja það að breyta út af slíkum samningum. Haukur Björnsson framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda sagði í samtali við Mbl. í gær að þetta mál stæði þannig að viðskiptaráðherra hefði hafið kynningu á þessu atriði starfs- lýsingar- ríkisstjórnarinnar. Hins vegar kvað Haukur allt í óvissu um viðbrögð erlendis við slíku, menn töluðu m.a.a um bókun 6 sem beitt var í þorskastríðinu og Haukur sagði að allt gæti þetta orðið matsatriði hvort ef til vill ætti að knýja fram frestun á tollalækkunum og fá þá í staðinn útflutningsbann. Morgunblaðið ræddi í gær- kvöldi við Ólaf Jóhannesson forsaétisráðherra, Svavar Gestsson viðskiptaráðherra og Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra og innti eftir áliti þeirra á málinu. ÓLAFUR JÓHANNESSON kvað hugmyndir um tolla- lækkanir vera til skoðunar, en til þess að þær gætu orðið að veruleika þyrfti lagabreyt- ingu. Kvað Ólafur iðnrekendur hafa sótt mjög fast að fá fram frestun á tollalækkunum sam- kvæmt EFTA samningum þar sem þeir teldu það mikla nauðsyn fyrir íslenzkan iðnað. „Við verðum að skýra það mál fyrir EFTA og EBE,“ sagði Ólafur Jóhannesson Svavar Gestsson Kjartan Jóhannsson Ólafur, „en ég er ekki reiðubú- inn að segja hvernig því kann að lykta. Það má ef til vill skýra málið fyrir þeim, en frestun tollalækkana er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og hún mun að sjálfsögðu vinna að framgangi þess fýrir- heits.“ SVAVAR GESTSSON viðskiptaráðherra kvað ákvæðið í samstarfslýsingunni miða við frestun tollalækkana um næstu áramót og: „Að svo miklu leyti sem þetta heyrir undir mig,“ sagði Svavar, „þá er það mín skoðun að þessu eigi að fylgja eftir. Málið hefur ekki verið afgreitt í ríkisstjórninni, en það er mín skoðun að tollalækkununum eigi að fresta og það þarf að afgreiða málið á næstu vikum, eða fyrir ráðherrafund EFTA, sem verður síðast í nóvember." KJARTAN JÓHANNSSON sjávarútvegsráðherra kvaðst telja að aðalatriðið væri að skipuleggja samkeppnisað- stöðu iðnaðarins. „Að svo miklu leyti sem frestun tolla- lækkana kemur til álita í því sambandi," sagði Kjartan, „þá eiga þær aðeins við þegar um er að ræða óeðlilega sam- keppni erlendis frá. Jafnframt tel ég að skoða verði aðgerðir á þessu sviði í ljósi þeirra áhrifa sem þær kynnu áð hafa á utanríkisviðskipti okkar í heild." Tryggingargjöld háð mLsmunandi aðstseðum í SAMTALI við forráðamenn flugfélagsins Arna á ísafirði í Mbl. s.l. sunnudag kom fram að mismunandi væri hversu mikið smærri flugfélögin þyrftu að greiða í tryggingargjöld. Var nefnt sem dæmi að þau flugfélög sem tengdust Flugleiðum þyrftu ekki að greiða eins mikið í tryggingar og önnur hliðstæð flugfélög. Mbl. spurðist fyrir um það hjá Árna Þorvaldssyni forstj. Tyrgg- ingar h.f. hverju þessi mismunur sætti. Sagði Árni og hér kæmi margt til, bæði stærð flugfélag- anna og mismunandi öryggisregl- ur væru hjá Flugleiðum og mörg- um einkaaðilum. — Segja má að þessi mál séu öll í fastari skorðum hjá t.d. Flugleið- um en mörgum minni flugfélögun- um og mismunandi öryggisreglur bæði um þjálfun flugmanna og eftirlit með vélunum geta haft sitt að segja, einnig koma hér til atriði eins og geymsla vélanna, þær litlu eru stundum geymdar við misjöfn skilyrði og ekki er alltaf víst að með þær sé farið eins og öruggast sé. Þá koma og til misjöfn skilyrði út um land og má t.d. segja að á Vestfjörðum séu skilyrðin einna erfiðust. Enn má nefna að þótt rekstur félaganna virðist á yfir- borðinu vera hinn sami þá getur t.d. tjónatíðni haft sitt að segja. I sambandi við endurtryggingar erlendis nefndi Árni að þar gætu þau félög sem tengd væru stærri heildum oft náð betri samningum en ef þau stæðu ein á báti. Síldveiðin 1800 tunnur SÍLDVEIÐI var ekki mjög mikil í gær, en til Hornafjarðar bárust 1800 tunnur, sem fóru bæði til söltunar og frystingar. Voru bát- arnir yfirleitt með miili 60 og 70 tunnur en sá hæsti, Æskan, var með 140 tunnur. Gott veður var eystra og héldu bátarnir út um kvöldmatarleytið í gær. Seldu merki og blöð fyrir rúmar þrjár milljónir kr. ÁRLEGUR merkja- og blaðsölu- dagur Sjálfsbjargar var í fyrra- dag og seldist í Reykjavík fyrir um 3 milljónir króna. þegar búið er að draga frá hluta sölulauna. skv. upplýsingum Trausta Sigur laugssonar framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar. — Við erum ánægð með árang- urinn, hann er greinilega betri en í fyrra og teljum við að um tvöfalt meiri sölu sé að ræða í Reykjavík í ár en í fyrra og svipaða sögu er að segja víðast hvar utan af landi, enda þótt við höfum ekki tölur þaðan ennþá, sagði Trausti. Þessa auknu sölu þökkum við fyrst og fremst því tvennu að mikið hefur verið skrifað um málefni fatlaðra nýlega í sambandi við jafnréttis- gönguna og hinu að í ár var sölufyrirkomulag annað en verið hefur. Yfirleitt hefur verið leitað til skólabarna um sölu, og því hefur skipulag ekki verið nógu gott, en í ár önnuðust félagar og velunnarar Sjálfsbjargar sölu, um 120 manns ásamt aðstoðarfólki og teljum við okkur hafa nánast kembt borgina. INNLENT „A eftir bolta kemur barn!” „TÖLURNAR sem skráðar eru hjá Umferðarráði um umferðarslys eru sorglegar staðreyndir“. sögðu nokkrir félagar í J.C. Vík í Reykjavík á fundi með blaðamönnum f gær. Tilefni fundarins var það, að félagar í J.C. Vík hafa ákveðið að hefja herferð til að vekja athygli á börnum í umferðinni og þeim hættum sem að þeim steðja. Hefur meðal annars verið gefinn út límmiði, ætlaður til notkunar á bíla, með slagorð- inu „Á eftir bolta kemur barn“, og er þar sérstaklega minnt á þær hættur sem fylgja leik barna við eða á umferðargötum. J.C. félagar vilja minna á, að á árinu 1977 slösuðust hér á landi 92 börn innan 15 ára aldurs, og þegar í júlímánuði síðastliðnum höfðu 83 börn á þessum aldri slasast. Þá má ennfremur minna á tvö dauðaslys í umferðinni nú síðustu daga. Félagar í J.C. Vík munu á næstunni dreifa límmiðum til fólks, meðal annars við nokkrar stórverslanir í Reykjavík, og vilja þeir með því einkum höfða til öku- manna, sem verði að sýna aðgæslu í umferðinni ekki síður en börn og aðrir gang- andi vegfarendur. Junior Chamberfélagið Vik í Reykjavík er tiltölulega nýstofnað félag, og eru í því eingöngu konur. Forseti félagsins er Þórhildur Gunnarsdóttir. *A EFTIR B0LTA KEMUR BARN JUNIOR CHAMBEH n EFLUM ÖRYGGI ÆSKUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.