Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 7 „Meðvitaöur um þjóö- félagslegt hlut- verk sitt“ Eitt einkenni kommún- ista, marxista, dalakofa-sósíalista er Það, aö Þeir horfa á allt og alla gegnum rauð gleraugu. Beri einhverja stofnun á góma, fara Þeir óðar aö velta Því fyrir sér hvernig megi misnota hana pólitískt. Og sá sem Þaö gjörir er „meövitaður um Þjóöfélagslögmálin** eða „meövitaöur um Þjóöfélagslegt hlutverk sitt“. Þetta er aö vísu vond íslenzka. Sýnu verri er Þó sá hugsunarháttur, sem í Þessu felst. Jón Viðar Jónsson er ungur maöur og skrifar um leikrit í Þjóðviljann. Hann kemst svo að oröi í ritdómi um „Son skóarans og dóttur bakarans": „Möguleikar Þess (leikritsins) eru ótvíræöar, og ég er sann- færður um að í leikhúsi, meövituðu um Þjóö- félagslegt hlutverk sitt, mætti bera Þaö fram til mikils sigurs.“ Sveinn Einarsson Þjóö- leikhússtjóri hefur skrifaö ritstjóra Þjóö- viljans bréf, Þar sem hann segir fróölegt aö vita, hvaö greinarhöfund- ur eigi viö. Leikhús fyrir suma Jón Vióar Jónsson svarar í iangri grein í laugardagsblaöi Þjóö- viljans. Segja má, aö kjarni hennar felist í Þessum oróum: „Leikhús sem er meövitað um Þjóöfélagslegt hlutverk sitt veit HVAÐ Það vill segja og vió HVERJA". Annars vegar er hér sett fram sú krafa, aó pólitísk markmiö séu aö baki leikritavals. En Það er gagnrýnandanum ekki nóg. Þeir, sem taka Þátt í flutningi Þess, veróa lika að hafa ákveðnar póli- tískar skoöanir, vera kommúnistar, marxistar, dalakofa-sósíalistar: „í leikritinu er ráðist á kapítalískt Þjóöfélag af mikilli heiftrækni og Þaö hlýtur aó vera lágmarks- krafa aö um Það séu látnir fara höndum menn sem eru sama sinnis og skáldið, menn sem eru fullir metnaöar aó draga fram boðskap verksins, neyóa honum upp á áhorfendur gerist slíks Þörf.“ Hér kemur sama hugsunin fram og áöur, að Þjóðleikhúsið á ekki að vera fyrir alla, enda talar gagnrýnandinn í öóru samhengi um „sinnulausa áhorfendur". Þjóóleikhúsið megi ekki falla í Þá gryfju aö gjöra slíku fólki til geös. Ekki efast sá, sem Þannig skrifar, um sitt eigiö ágæti. Og engu líkara en hann sját sjálfan sig sem skömmtunar- stjóra á andlegt fóöur handa íslendingum. Ekki bara hér í Morgunblaðinu bírtist sl. laugardag viðtal viö Toril Gording, norska leikkonu, sem hér var fyrir skömmu. Þar kom fram, að 23 leikarar hefðu nýlega sagt sig úr sam- tökum leikara í Noregi og stofnaö sjálfstæöan hóp. Toril Gordin var ein Þeirra og gaf Þessa skýr- ingu á Því: „Ástæöan fyrir Þessari úrsögn var óánægja meö Það, hvað samtökin voru farin að ræða mikió hvers kyns pólitísk mál, en minna mál, sem beint snertu leikarastéttina og hagsmunamál hennar. í lögum félagsins var Það tekió fram, að Þaó skyldi vera ópólítískt og fyrst og fremst koma fram sem hagsmunasamtök leik- ara. Þessum lögum hefur nú verið breytt og félagið tekur pólitíska afstööu til atburöa í Þjóðfélaginu, kjaramála, verkfalla o.s.frv. Þessi 23 manna hópur vill einbeita sér aö hagsmunamálum leik- ara.“ Þetta talar sínu máli og lýsir vel Þeirri pólitísku mengun, sem hvarvetna kemur frá kommúnistum, marxistum, dala- kofa-sósíalistum. Gáfnakomplex Ein skýringin á ofstæki hinnar pólitísku prenn- ingar, sem áður var getiö, er sú, aö fólk, sem sé Þessarar skoöunar, hafi gáfnakomplex; menn purfi ekki annaö en ger- ast kommúnistar til að vera óskaplega gáfaóir. Þannig segir Guðrún Helgadóttir í Þjóöviljan- um fyrir skömmu: „Og allir Þekkja baráttuaö- feróir Morgunblaósins, sem eru Þær aó halda fólki frá Því aó hugsa. Þar hefur aldrei fariö fram umræöa af neinu tagi, og ef til vill nægir að geta Þess, aö enn Þá birtast reglulega hugarórar Billy Grahams í Þessu blaði, sem er aö minni hyggju botninn í mannlegri hugsun.“ Á sunnudag segir Guð- rún Helgadóttir svo frá Því, aó hún hafi lært að lesa tveggja ára og í framhaldi af Því: „Viölíka snillingar fundust annars staöar. Þetta var skratti mikill skellur. Og áfalliö var tvöfalt: Um leið og ég missti trúna á sjálfa mig, missti ég líka trúna á Guó.“ Sölvi Helgason var mikill heimspekingur og orti: Ég er gull og gersemi, gimsteinn eöalríkur. Eg er djásn og dýr- mæti, Drottni sjálfum líkur. nMRVSn 128, framhjóladrifinn með framúrskarandi akatura- ■■IflUIV eiginleika 6 slsemum vegum. nfnffiVn 128, hlýr og notalegur bíll. Glæailega innréttaður iHniMV með mjúkum atólum frammí og rúmgóðu afturaæti. ASMnpnKCJV 128, kjörinn bíll fyrir pá sem vilja fá mikið InbHuXUÍ tyrir peninginn. I3IVIIF1V7 128, með atóra glugga sem gera bílinn bjartari að fHHBXIff innan með mikið og gott útaýni sem tryggir öryggi. L FÍAT EINKAUMBOÐ Á ISLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf SfÐUMÚLA 35. SÍMI 85855. BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING Skúlagötu 34. Kennsla hefst í byrjun október. Innritun og uppl. í síma 76350 kl. 2—5 e.h. Ath. Kennt veróur í Félagsheimili Seltjarnamess i yngri aldursflokkum. ^^danskennarasambanMswwos Innritun , kl. 14—17 J daglega í % síma 4 72154 ’ L BflLLETSKÓU 5IGRÍÐAR ÁRmnnn SKÚLAGÖTU 32-34 <►<><► Utanhússmálningin Perma-Dri Þetta er olíulímmálning sem flagnar ekki, 12 ára ending og reynsla á íslandi. Nokkrir litir eru til á gömlum veröum. Verömismunur er allt aö Geriö góö kaup strax í dag. Greiösluskilmálar Sendi í póstkröfu Sigurdur Pálsson bygg.m. Kambsvegi 32, R. símar 38414 og 34472.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.