Morgunblaðið - 26.09.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.09.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 Rússar túlka Svalbarða- samninginn á„sinn hátt” Frá fréttaritara Mbl. í Ósló, Jan Erik Laure. Mióvikudatíinn 30. ájíúst birti Tromsii-hlaóió Nordlvs frétt ásamt myndefni. sem enn í dag er mjiiíí umrædd í Norejd. Daginn áóur en þessi frétt var birt í hlaóinu aðeins nokkrum klukku stundum eftir að blaðamaður hafði hrintct til norska dómsmála- ráóuneytisins til þess að fá ummæli ráóamanna þar meó þessari eftirtektarveróu frétt. harst ráóuneytinu hréf. Þaó var ekki opnaó fvrr en sama dau ug fréttin birtist í blaóinu Nordlys. en var sama efnis ok sú frétt sem vakti úhut; Norómanna almennti Sovétmenn hafa andstæ'tt norsk- um fyrirmajum og án þess að sa'kja um sérstakt leyfi sett upp hreyfanletca radarstöð í þyrlu- bækistiið sinni á Kap Heer á Svalharða. Þess vegna voru ummæli norskra yfirvalda um fréttina þennan fyrsta dag í hæsta máta undarletc. — Málið þekkjum við ekki. söjcðu þeir í utanríkisráðu- neytinu. — Við vissum ckkert fyrr en hlaóamaðurinn hrintcdi. sötcóu þeir í dómsmálaráóuneyt- inu. — Ilvað nú? spurði þá norska þjóóin. AlÞjóðasamningur um yfirráð Norömanna Svalbarði er norskt yfirráða- svæði. Það er staðfest í Svalbarða- samninjcnum sem fulltrúar 41 þjóðar undirrituðu, þ.á.m. Sovét- menn. Þess vegna gilda norsk lög og fyrirmæli á Svalbarða. Sýslu- maðurinn á Svalbarða á að gæta þess að norskum lögum sé fram- fylgt og hann er jafnframt norskt yfirvald á eynni. Þegar vart varð við radarstöðina var sýslumaðurinn einmitt á ferðalagi í Noregi, en undirmaður hans gegndi starfi hans á meðan. Sá maður hafði fyrr í ágústmánuði eða um hálfum mánuði áður en málið komst upp séð radarútbúnað í bækistöðinni, en það sem hann sá hafði hann ekki tekið alvarlega. Hann skrifaði skýrslu og sendi síðar í bréfapósti til Noregs. Og það tekur nokkurn tíma að senda bréf frá Svalbarða til yfirmanna embættisins í dómsmálaráðuneyt- inu. Sama dag og fréttin birtist fyrst fékk blaðið Aftenposten eftirfar- andi ummæli starfsmannsins: — Við reiknum með því að þetta sé þáttur í eðlilegri uppbyggingu bækistöðvarinnar. Ég hvorki vil né get sagt um það, hvort um ólöglegar aðgerðir sé þarna að ræða. í nokkurn tíma höfum við vitað af því og nú mun verða rannsakað hvort ástæða sé til þess að taka máiið upp. Eg tel það sanngjarnt að það Verðí gert í okkar næstu regluiegu éftirlitsferð hjá Rússum í Barentsburg. Inger Louise Valle dómsmála- ráðherra var greinilega ekki ánægð með þessa hægfara meðferð fulltrúans á málinu, sem gerði það aó verkum að norsk stjórnvöld voru í óþægilegri aðstöðu gagnvart almenningsálitinu í landinu og án efa jafnframt í augum Rússa. t viðtali nokkrum dögum síðardeilir hún á fulltrúann þegar hún segir að hann hafi átt að hefjast handa um rannsókn þessa máls strax og stöðin var ufijigötvuð. Mælir 100 km radíus Rússarnir hafa á engan hátt reynt að leyna radarstöðinni. Henni er fyrirkomið á vöruflutn- ingabíl og nokkru minna farartæki og stendur þar sem auðvelt er að greina hana rétt við þyrluvöllinn norður af skýlunum sem Rússarn- ir hafa byggt yfir sínar fimm stóru mil-8 þyrlur. Hernaðarsérfræðingar telja að radarstöðin sé samsett af hæðar- mæli, staðarákvörðunarratsjá og stórri ratsjá sem sé mjög lang- dræg. Það er áætlað að stærri ratsjáin nái til minnst 100 kíló- metra fjarlægðar. Það er erfitt að segja til um notagildi stöðvarinn- ar, en norskir hernaðarsérfræð- ingar telja að langdrægi hennar sé meira en það að hún þjóni aðeins sem hjálpartæki fyrir þyrluum- ferð Sovétmanna. Með þessum þremur þáttum í uppbyggingu stöðvarinnar geta Rússar án efa aflað sér upplýsinga um flugum- ferð á tiltölulega stóru svæði yfir Longyearbænum og yfir Isafirði og mælt flughæð, hraða, stefnu og séð hvaða flugvélategundir eru á ferðinni. Það er að segja Rússar geta „njósnað" um norska flugum- ferð og radarstöðina má því nota til náins eftirlits. Ekki aðeins brot á Svalbarða- samningnum Því var mjög skjótlega slegið föstu að tækjabúnaður Rússanna væri ólöglegur og andstæður Svalbarðasamningnum. — Eins og talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins orðaði það: „Við lítum á radarstöð Rússanna á Kap Heer sem gróft brot á fyrirmælum og reglum sem gilda á Svalbarða.“ Valle dómsmálaráðherra fór var- legar í sakirnar: „Ef það er rétt að Rússar hafi útbúið radarstöð í Barentsburg, er það brot á norsk- um lögum um loftferðir og fyrir- mælum þ^r sem þeir sóttu ekki fyrirfram um leyfi til þessara aðgerða." Ekki í fyrsta skipti sem peir hunza norsk fyrirmæli Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem Sovétmenn „gera það sem þeir vilja“ á Svalbarða. Rússar afsaka sig með því að þeir túlki Svalbarðasamninginn á allt annan veg en Norðmenn. Norð- menn líta svo á að þeir einir hafi heimild til þess að gefa fyrirmæli og setja reglur samkvæmt Sval- Uppbygging á svæði Sovétmanna í Barentsburg verður stöðugt meiri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.