Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 13 Radarstöðin er ekki eina brotið gegn norskum lögum barðasamningnum. En Sovétmenn telja sig eiga rétt til þess aö eiga hlutdeild aö setningu þeirra reglna, og virða því ekki reglur samkvæmt Svalbarðasamningn- um. En Sovétmenn telja sig eiga rétt til þess að eiga hlutdeild að setningu þeirra reglna, og virða því ekki reglur og fyrirmæli sem Norðmenn hafa sett upp á sitt eindæmi. Eftirfarandi yfirlit sýnir dæmi þessu til staðfestingar: 1) Russar eru hættir að leita eftir leyfum til þess að hafa sínar fimm þyrluvélar staðsettar á Kap Heer-vellinum. 2) Fyrir framkvæmdum eins og byggingum flugskýla og lengingu flugbrauta leita þeir heldur ekki eftir leyfum fyrirfram. 3) Hið svokallaða „konumál" sem hófst á aðfangadag 1975 leiddi til fjölda yfirtroðslna. Sovétmenn fengu leyfi til þess að hafa takmarkaðan fjölda manna við flugvöllinn í bænum Longyear, sem þá hafði nýlega verið tekinn í »notkun. Allt í einu fluttu þeir helmingi fleiri menn á svæðið en leyfilegt var — hver Rússi hafði eiginkonu síha með sér. Ágrein- ingurinn var leystur á þann hátt að ákveðinn var sá fjöldi manna sem þarna mátti vera, og síðan máttu þeir sjálfir velja hve margir makar væru þar af fjöldanum á flugvellinum. 4) Þyrluhrapið á suðurhluta Svaibarða fyrir einu ári þegar Sovétmenn fjarlægðu brakið áður en norsk yfirvöld höfðu tækifæri til þess að meta tjónið eins og lögin um loftferðir gera ráð fyrir. 5) Ólögleg lending í þjóðgarðin- um um síðustu páska, án þess að sækja um undanþágu til þess frá þeim reglum sem Noregur hefur sett til verndar náttúru og dvra- lífi. Óbein þvingun Norskir ferðalangar sem vildu hagnýta sér reglurnar um frjálsan aðgang og umferð á Svalbarða reyndu snemma í septembermán- uði að heimsækja Kap Heer-völl- inn. Þeim var á harkalegan hátt vísað á brott af tíu til tólf Sovétmönnum. Blaðamaður og ljósmyndari frá blaðinu Verdens Gang gerðu tilraun til þess sama. Þeir fóru í land af báti og þrír Rússar tóku á mótí þeim um Ieið og þeir stigu fæti sínum á þurrt land. Blaöamennirnir gengu áfram eftir strandlengjunni og í stað þess aö hindra ferð þeirra, ætluðu Rússarnir að ýta bátnum frá landi þannig að þeir gætu ekki snúið sömu Ieið tii baka til fískibáts sem beið þeirra í nokkurri fjarlægð úti á sjónum. Blaðamennirnir gáfust þá upp í tilraun sinni til þess að "leggja Kap Heer undir sig" og létu sér nægja að mynda radar- stöðina og rússnesku verðina úr fjarlægð. Háö samÞykki „landeigandans" Fyrrum sýslumaður á Sval- barða, núverandi landkönnunar- stjóri í heimskautadeild dóms- málaráðuneytisins, Leif Eldring, hefur látið hafa það eftir sér að Sovétmenn verði að hafa heimild til þess að vísa þeim frá sem ekki hafa tilkynnt komu sína fyrir- fram. — „Þetta er einkasvæði og Norðmenn geta ekki gert kröfu til þess að þeir hafi frjálsan og óheftan aðgang að sjálfum Kap Heer-vellinum. Sh'k umferð er háð samþykki af hálfu eigandans." Það var sjálfsagt þess vegna sem sýslumannsfulltrúinn sem tafði uppljóstrunina um radar- stöðina leitaði fyrst eftir leyfi Rússa áður en hann kom ásamt tveimur fjarskiptasérfræðingum á Kap Heer-völlinn þar sem hin ólöglega radarstöð er hinn 4. september. Fulltrúinn fékk að líta á stöðina og einnig skoða þá lengingu sem Rússar eru að gera á flugbraut um 60—100 metra. Um Ieyfi til þeirrar lengingar hafa þeir ekki sótt, eins og norsku lögin um loftferðir gera ráð fyrir. Að þessu sinni var skýrsla hans í skyndi send dómsmálaráðuneyt- inu og hluti hennar var birtur þegar daginn eftir. Þar segir að norskum yfirvöldum sé þar með tilkynnt um framkvæmdirnar við flugbrautina og að þeim fram- kvæmdum verði lokið vorið 1979. Radarstöðin eigi að þjóna þyrlu- fluginu og hún verði tekin í notkun á næsta ári. Dómsmálaráöherrann á „gúmmísólum" Valle dómsmálaráðherra var undarlega magnlítil í ummælum sínum um skýrsluna og gagnrýndi ekki aðferðir Rússa, þrátt fyrir það að því hefði þá þegar verið slegið föstu að þessar aðfarir væru ólöglegar. — „Það er ekki ólíklegt að Sovétmenn hefðu fengið leyfi til að byggja stööina ef þeir hefðu sótt um það," sagði hún. Hún lét heldur ekki í Ijós neina gagnrýni á þetta mál í ferð sinni um Sval- barða 12. til 15. september s.l. Hún flaug yfir Kap Heer-völlinn og undirstrikaði þar með yfirráð Norðmanna á eyjunni á ákveðinn hátt. Dagblöð í Noregi lýstu fram- komu dómsmálaráðherrans á þennan hátt: „Valle gengur á gúmmísólum." Aðeins einu sinni kom hún beint inn á viðskipti Norðmanna og Sovétmanna í tali sínu. Það var þegar hún heimsótti rússneska Puramiden og sagði í ræðu til sovéska vararæðismanns- ins að allir þeir sem staddir væru á Svalbarða yrðu að hlíta norskum Iögum á þessu yfirráðasvæði Norðmanna. Hinn almenni Norðmaður spyr sjálfan sig þessarar spurningar sem þá er grundvölluð á öllum þeim lögbrotum sem Sovétmenn hafa gert sig seka um á Svalbarða: Hafa Sovétmenn Iagt út í þessar ögranir til þess að láta reyna á hversu haldbær norsk yfirráð eru á Svalbarða? Knut Frydenlund utanríkisráðherra hefur svarað þessari spurningu neitandi. Hann skýrir síðustu ágreiningsefnin sem komið hafa upp á Svalbarða með því að það sé Noregur sem hafi byggt upp eftirlit og stjórn á því sem gerist á Svalbarða og að við þess vegna höfum uppgötvað atburði og aðstæður sem við áður höfðum enga möguleika á að fá vitneskju um. Sýslumaðurinn hafi fengið fleiri menn til þess að aðstoða sig við sín störf og hann hefur jafnframt fengið þyrlu til umráða við eftirlitsstörf sín. Og Knut Frydenlund lagði áherzlu á: „Það er stefna Norð- manna að varðveita frið og draga úr spennu á landsvæðunum í norðri. Við megum reikna með því að atburðir eins og gerst hafa í samskiptum okkar við Sovétmenn á Svalbarða, eigi eftir að endur- taka sig." Þetta eí trúlega einnig skýring- in á því að Noregur hefur ekki opinberlega mótmælt því við Sovétmenn að radarstöðin var sett upp á Kap Heer og þess hefur ekki verið krafist að hún verði fjar- lægð. Á SUNNUDAGINN var kvaddi séra Þorsteinn Björnsson frí- kirkjuprestur söfnuð sinn við sérstaka kveðjuguðsþjónustu í kirkjunni. Hann lætur af störf- um í lok þessa mánaðar. Söfnuðurinn fjölmennti til athafnarinnar svo að nær hvert einasta sæti í kirkjunni var setið. Þótti söfnuðurinn sýna séra Þorsteini með því virðingu og þakklæti fyrir mikið og gott starf í þágu kirkju og kristni í svo mörg ár. Við athöfnina söng kór kirkjunnar undir stjórn Sigurðar ísólfssonar organista, en hann hefur nú verið organisti Séra Þorsteinn Björnsson. okkar tíma og einhvern veginn er það svo, að í nútímanum vilja kirkja og kristni verða útundan í kapphlaupinu um lífsgæðin. Við vonum að okkur verði fyrirgefin þessi yfirsjón og i'æntum þess, að þú tapist ekki <irkju okkar alfarið, heldur ?igir eftir að standa hér fyrir iltari og í stól á ókomnum írum. Þín fagra rödd hefur yljað mörgum á starfstíma þínum hér }g innileikinn og virðingin fyrir <ölluninni hefur ekki farið-fram hjá neinum, er þú hefur til akkar mælt frá altari eða úr prédikunarstól. Kveðjuguðsþjónusta í Fríkirk junni við kirkjuna í samfellt 40 ár. Við kvejuguðsþjónustuna fermdi séra Þorsteinn fjögur börn og skírði auk þess eitt barn. Liðin eru 28 ár frá því séra Þorsteinn varð fríkirkjuprestur. I lok kveðjuguðsþjónustunnar gekk formaður sóknarnefndar, Isak Sigurgeirsson, í kórdyr og flutti þar þakkarorð til séra Þorsteins og komst m.a. svo að orði: „Nú þegar þú að eigin ósk hefur ákveðið að láta af störfum við þennan söfnuð, vill Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- vík færa þér innilegar þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu kirkju og safnaðar um tæplega þrjátíu ára skeið. Enda þótt við hefðum viljað, að þú gegndir starfi hér áfram að minnsta kosti þar til þú fylltir sjöunda tuginn, höfum við orðiö að sætta okkur við þá ákvörðun þína að hætta nú störfum, þar eð það hlýtur að vera þitt mat, hversu lengi þú treystir þér til að gegna svo erfiðu og krefjandi embætti sem starf prests við Fríkirkjuna hlýtur að teljast. Hér hefur þú gegnt starfi af þinni alkunnu hógværð — sam- viskusemi og kristilegu trúar- þeli, sem þér er svo eðlislægt, og þannig gefið sóknarbörnum þín- um gott fordæmi til eftirbreytni í hvívetna. Við hljótum að harma það nú, er leiðir skiljast að við höfum ekki verið þér sú stoð og stytta í starfi, sem okkur bar skylda til, en við erum börn „Enginn getur annan grund- völl lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur." Þetta grundvallaratriði í kristilegri boðun hefur þú ætíð haft að leiðarljósi og boðað af fullvissu þess, sem öðlast hefur sanna trú á Krist, frelsara vorn og skapara allra hluta. Hafðu þökk fyrir hreina og ómengaða kenningu í boðskap þínum — ljúflyndi þitt og mildi í skiptum við söfnuðinn. Þín mun verða saknað og sá söknuður er einlægur og kemur frá hjartanu. Megir þú hljóta umbun verka þinna svo sem þú hefur til unnið. Megi guð véra með þér, eiginkonu þinni og afkomendum um alla framtíð." Tónleikar í Dómkirkjunni Mér er það ánægjuefni að hvetja tónlistaráhugafólk til þess að sækja tónieika dönsku listamann- anna í Dómkirkjunni í kvöld. Hedwig Rummer þekki ég að vísv ekki nema af afspurn en tel víst ao þar sé á ferðinni góður listamaður. Flemming Dreisig organleikara þekki ég aftur á móti og hef fylgst með honum frá því hann vann keppni norrænna organleikara sem haldin var í Stokkhólmi 1973. Keppni þessi var ætluð organ- leikurum 35 ára og yngri, en Martin Hunger tók þátt í keppn- inni fyrir íslands hönd. Frá íslandi voru í dómnefndinni Árni Kristjánsson og undirritaður. Flemming Dreisig, þá 22 ára, vann þessa keppni organleikara með óvenju glæsilegri frammi- stöðu. Síðan þetta gerðist hefur Dreisig haldið fjölda orgeltónleika og leikið inn á hljómplötur. Og veit ég að fylgst er með þroska hans sem organleikara því mikils er af honum vænst. Prof. Grethe Krogh kennari Dreisigs sagði mér að hann væri álitinn einn efnilegasti nemandi sem fram hefði komið í Danmörku og er þar mikið sagt því Danir hafa átt og eiga framúr- skarandi organleikara vaxna upp úr langri hefð danskrar tónlistar- sögu. Vil ég eindregið hvetja Reykvík- inga til þess að sækja þessa tónleika í Dómkirkjunni í kvöld. Ragnar Bjö'rnsson fyrrv. dómorganisti. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU SIMINN KK: 22480 Hlf l Allar íþróttavörur á einum stað ÆFINGASKÓR í öllum stæröum fyrir allar ínniíþróttir. Verö frá kr. 3255—14.900 og allt þar á milli. Aldrei fyrr jafnmikiö úrval af tegundum, stæröum og veröum. Opiö föstudag til kl. 7 ogtilkl. 12 laugardag wttruwor: I nqiéliíf/ Ö/kaMwonar KLAPPAHSTIG44 SÍIN/II 11783,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.