Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 MeKÍnstcfnan að allt nám í framhaldsskólastigi verði samræmt og námsefni skipað í skilgreinda áfanga með opnum lciðum til framhaldsnáms. Nemendum er ætlaður mislangur tími til að ljúka sama námsefni. Elin Pálmadóttir: Sá rædur er heldur um budduna Nýskipaður menntamálaráöherra segir í blaöaviötali um leið og hann sest í ráðherrastól, að allra brýnasta verkefnið í menntamálum sé að sett verði löggjöf um samræmdan fram- haldsskóla. Er þar vísað í frumvarp til laga um framhaldsskóla, sem tvívegis hefur verið lagt fyrir alþingi, í seinna skiptiö rétt fyrir síöustu þingslit. Frumvarp þetta hef2ur verið lengi í undirbúningi og ekki vonum fyrr að þaö komist á leiðarenda og geti orðið vinnuplagg í uppbyggingu menntakerfisins, í framhaldi af grunnskólanum. Framhaldsnám hef- ur að undanförnu verið rekið með bráðabirgðaákvörðunum frá ári til árs, sem þegar hefur komið niður á alltof mörgum árgöngum ungmenna. Annað er, að á meðan unnið er að og beðið eftir þessum mjög svo vandasömu stjórnarfarslegu ákvörð- unum um heildarskipun á öllu framhaldsnámi í landinu, er nú lögð fram og lögfest margvísleg löggjöf um sérnám og sérskóla, sem í rauninni hlýtur eða aetti a.m.k. að byggjast á heildarföggjðflnni og heildarsýn yfir þetta menntastig og tengsl þess við sérmenntun. Skiljan- legt er að sérskólar reyni að tryggja sig á meðan með sín áhugamál, en við það ber öll umfjöllun um þeirra hag öfugt að fyrir þá sem um fjalla. Samskeytin geta orðið klúður og sér í saumana. Meö tilliti til mikilvægs menntunar í landinu fyrir framvindu íslenzks þjóðfélags og velferð næstu kynslóð- ar, þykir mér umræða um þetta efni býsna lítil á opinberum vettvangi, og þykir rétt að gera tilraun til að vekja umræður nú, þegar þetta afdrifaríka frumvarp er að komast á lokasprett- inn. Það gefur kannski vísbendingu um aö ekki séu þar allir á einu máli um ýmsa þætti, þrátt fyrir langan undirbúning, að í álitsgerð þeirri, sem nefnd um skiptingu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveitarfé- laga, lagði að hluta fyrir landsping Sambandssveitarfélaga í sl. viku, eru nefndarmenn sammála um allar tillögur utan tvo þætti og er annar framhaldsskólastigiö. En þar skilaöi Kristján J. Gunnarsson fræöslustjóri í Reykjavík séráliti. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því aö skólahald sé lögum samkvæmt kostaö af ríki og sveitarfélögunum í sameiningu eins og grunnskólinn. En sveitarstjórnir, einkum á minni stöð- unum, sem af eölilegum ástæöum eru hræddar við hinn mikla kostnaö við framhaldsmenntunina, vilja aö ríkissjóður greiöi þar allan kostnaö, stofnkostnað, launa- og reksturs- kostnað, og framhaldsskólinn fari þannig alfariö yfir á ríkiö. í áliti verkefnaskiptinga nefndar segir m.:: „Aöild ríkis og sveitarfélaga að framhaldsskólum og hugsanleg kostnaðarskipti, ef um samrekstur verður að ræða, þarfnast víðtækrar athugunar fulltrúa ríkisins og sveitar- félagaanna, áður en málinu verður ráðið endanega til lykta. Hafa ber hugfast, að skipan menntamála — og þá engu síöur framhaldsmenntun- ar en grunnmenntunar — er mikið hagsmunamál hvers byggðarlags, og því ber nauðsyn til, að sveitarfélögin séu í þeirri stöðu að nokkurt jafnræði ríki milli þeirra og ríkisins um framkvæmdir og ákvarðanir er þau mál varða. Og leggur til að ríkissjóð- ur greiði allan kostnað." Þetta sjónarmið er ákaflega skiljanlegt, því að þarna mun vera um hvorki meira né minna en 25 milljarða króna pakka að ræða. • Ábyrgd og stjórnun heima Við sem unnum Fræðsluráði Reykja- víkur að umsögn um framhaldsskóla- frumvarpiö meðan þaö var í endur- skoðun, vorum þessu samt alfariö ósammála eins og fræöslustjóri. Ég held aö löng reynsla sýni þaö, aö sá sem heldur á buddunni, ráöi ferðinni alfariö, og aö fjármálaleg og stjórn- unarleg ábyrgð hljóti aö fara saman. Að frumkvæði og öll hagrasöing í rekstri sé betur komin hjá heimafólki, sem er á vettvanginum og í beinu daglegu sambandi viö skóla — foreldra, nemendur og atvinnuvegi á hverjum stað — heldur en í einni stórri miöstöö í höfuðborgínni, sem aö vísu þarf aö sjálfsögðu aö fara með þá þætti er miða að samræm- ingu. Nær allar nýjungar í skólastarfi, sem orðið hafa á undanförnum árum eða áratugum hafa fariö af stað fyrir frumkvæði heimamanna hér í Reykjavík (þar sem ég þekki að sjálfsögöu best til) og oftast, verið í upphafi komið í gang af sveitarfélag- inu. Þar er stærsta sveitarfélagiö í landinu og ekki óeölilegt aö það hafi mest bolmagn til að hefja tilraunir, sem hægt er að reyna og færa út ef vel tekst. Má þarna til dæmis nefna opna skólann, fjölbrautaskólann, skóla fyrir treggreinda, sálfræðiþjón- ustu o.s.frv. Þrýstingur þess fólks, sem á þjónustunni þarf að halda, brennur að sjálfsögöu mest á sveitarstjórnarmönnum á staðnum. Og þörfin fyrir hvað áherslu ber að leggja á er mismunandi eftir atvínnu- háttum á hverjum stað og aðstæðum almennt. Til dæmis er þörf á fræöslu í þjónustugreinum eins og verzlunar- brautum meiri á höfuðborgarsvæö- inu, en kannski fiskvinnslugreinum í sjávarplássum. Ég held , að þegar verið er að taka ákvörðun um svo gífurlega mikilvægt mál, sem framhaldsskólamenntunin er í landinu, þá verði fyrst að horfa til þess sem best muni reynast ungmennum og framtíðarkynslóðum. Og fjármögnun hljóti svo að verða færö til milli ríkis og sveitarfélaga í samræmi við það. Þarna sé fyrst og fremst um tæknilegt vandamál að ræða, sem þurfi svo bara að leysa. Að vísu eru sveitarstjórnir nokkuö hvekktar orðnar á því er ríkið gengur í kostnaöarskiptingu af þessu tagi, en ég held aö við verðum frekar að vanda til vinnubragöa en gefast upp fyrir verkefninu. í heild er ekki vafi á að gætt er meiri hagræöingar og aöhaldssemi ef kostnaöur er borinn að hluta a.m.k. af heimamönnum, sem þekkja aðstæöur. Um meginstefnuna í frumvarpinu held ég aö ekki sé mikill ágreiningur. Fyrsta útgáfa þess, sem lögð var fyrir alþingi 1976—77 til kynningar, var jafnframt send fjölmörgum aöilum til athugunar og kynningar og eru umsagnir, sem bárust prentaöar með frumvarpinu í nýrri gerð, er lagt var fram á alþingi á sl. vori. Eru þær þar mjög aðgengilegar þeim sem vilja kynna sér viðhorfin. í þessari grein, sem ég vona að verði kveikjan að meiri umræðu nú þegar frumvarpið veröur aftur á dagskrá alþingis, vil ég einkum draga fram skoðanir okkar fræðsluráðs- manna í Reykjavík (á síðasta kjör- tímabili) um frumvarp þetta, svo og umsögn fræðslustjórans, hins mæta skólamanns, Kristjáns J. Gunnars- sonar, sem fara að mestu saman. En ekkert er eölilegra en að blæbrigöa- munur kunni að vera á afstöðu smæstu eininganna og þeirra stærstu, enda óeölilegt aö löggjöf geri ekki ráö fyrir sveigjanleika til Fram- halds- skólalög á loka- spretti Við verknám í f jölbrautaskóla. túlkunar viö svo ólíkar aöstæöur. Til dæmis hlýtur 1200 nemenda fjöl- brautaskóli aö lúta svolítiö öörum lögmálum um framkvæmdaatriði en lítill fámennur skóli. í upphafi fjallar fræðslustjóri í umsögn sinni um meginstefnuna í væntanlegum framhaldsskólalögum og segir: „Þá meginstefnu frum- varpsins að allt nám á framhalds- skólastigi skuli vera samræmt tel ég mjög til bóta frá því ósamræmda og að sumu leyti lítt skipulagöa fram- haldsskófanámi, sem víð nú búum við (skortir víöa skilgreiningu markmiöa, námsskrár, gerð námsbóka og kennsluefnis o.s.frv.) þá tel ég einnig í meginatriðum rétta stefnu að skipta stjórnunarlegri og fjárhagslegri aöild milli ríkisins og sveitarfélaganna. Tel ég að vel gæti komiö til greina aö sú aðild verði samræmd í framkvæmd með sama hætti eftir því sem við verður komið í grunnskóla og framhaldsskóla. Ekki er í raun hægt að benda á nein afgerandi skil er draga megi milli grunnskólans og framhaldsnámsins, enda hefur reynslan sýnt, aö þótt skipulagslega sé gert ráð fyrir slíkum skilum þurrkast þau að meira eða minna leyti út í framkvæmd. Sum hinna stjórnunarlegu verkefna hljóta óhjákvæmilega aö hvíla á herðum ríkisvaldsins, svo sem gerð samræmdra námsskráa, skilgreining námsbrauta, skipting námsefnis í námsáfanga, val og samning náms- bóka og kennsluefnis, kennara- menntun, ákvarðanir um kennslu- magn og þar af leiðandi kennaraþörf, svo og heildarskipulagning á notkun og uppbyggingu skóla og verkefna- skipting þeirra á milli. Af þeim verkefnum, sem fela í sér hina kennslufræðilegu stefnumörkun skól- anna samkvæmt ákvöröunum stjórn- valda ríkisins, ræöst kennaraþörfin og þar meö kostnaöur við aö launa kennara. Er því eölilegt og að mínu áliti óhjákvæmilegt aö kennarar séu launaöir úr ríkisstjóöi. • Kjarni virkrar byggðastefnu Sveitarfélögin hafa að hinu leytinu margra hagsmuna að gæta og sum framkvæmdaatriði eru betur komin í þeirra höndum en ríkisins vegna nálægöar þeirra við skólana, eins og t.d. almennan rekstur, byggingar og viöhald skólahúsa og samvinnu skóla og atvinnufyrirtækja um starfsmennt- un. Almennir hagsmunir sveitarfélag- anna varöandi aðild þeirra að skólahaldi og skipulagningu þess varða einnig staðsetningu skóla og ekki hvaö síst námsframboð skól- anna á framhaldsskólastiginu, sem sveitarfélögum er nauðsyn að sé í samræmi og tengslum við atvinnulíf skólahéraðsins, svo að menntunar- framboö framhaldsskólans verði fremur til að beina ungu fólki inn á staðbundna atvinnuvegi héraðsins heldur en í þær tegundir langskóla- náms og sérmenntunar sem lítil eða engin þörf er fyrir á heimaslóöum. Hagsmunir sveitarfélaganna á þessu sviði eru því í ríkara mæli kjarni virkrar byggöastefnu þegar til lengd- ar lætur en margt það sem í svip sýnist nærtækara." Fræðsluráð Reykjavíkur er einnig sammála meginstefnunni sem felst í eftirfarandi orðum: „Fræðsluráð er samþykkt þeirri meginstefnu frum- varpsins að allt nám á framhalds- skólastigi veröi samræmt og náms- efní skipaö í skilgreinda áfanga meö opnum leiöum til framhaldsnáms. Mikilvægt er að stefnt er að því að nemendur stöövist ekki í námi né

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.