Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBÉR 1978 Falldór Blöndal: í>að er ekki beinlínis bannað Hugleiðing um stjórnarskrá og bókstafstrú Bretland hefur verið tekið sem dæmi um, að ekkí þurfi stjórnar- skrá í réttarríki. Vissar grund- vallarreglur um mannhelgi séu þar virtar, þótt fyrir þeim sé hvergi stafkrókur. Hvorki ríkis- stjórn né parlamenti detti í hug að koma aftan að fólki með þeirri afsökun, að það vanti lagastaf sem banni það. St jórnarskrá fyrir túrista Sovétríkin og önnur sósíalísk ríki leggja hins vegar mikið upp úr stjórnarskrá til að sýna túristum, svo að þeir sjái það svart á hvítu, að fólkið sé frjálst undir sovét. Hins vegar getur vafizt fyrir innfæddum að koma höndum yfir slíka bók. Hún er ekki skrifuð fyrir þá. — Ég þekki kommúnista (Alþýðubandalagsmenn) sem eru mjög hrifnir af því, að stjórnar- skráin er fullkomin þar eystra. Ný ríkisstjórn er setzt að völdum og menn eins og Svavar Gestsson hvetja til löghlýðni löghlýðninnar vegna. Svo breytast menn með nýjum störfum. Og nú er búið að setja bráða- birgðalög, sem ýmsir telja að brjóti í bága við grundvallarhug- myndir myndirum mannhelgi í réttarríki, — þar sem ekki skuli vera nema ein álagning skatta á ári. En því er svarað til, að það sé ekki stafur fyrir því í stjórnar- skránni, að ekki megi leggja á skatt margsinnis á sama árinu. Fólk sett upp í þríliðu Það getur verið gott að kunna þríliðu. Tveir prófessorar, annar var Ólafur Jóhannesson, settust niður við borð í Reykjavík haustið 1955 til þess að reikna það út, hvernig Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokur gætu náð meirihluta á Alþingi með mikinn minnihluta kjósenda á bak við sig. Kjördæmaskipanin var þá öðru vísi en nú. í grófum dráttum má ségja, að sýslurnar og sumir kaupstaðir hafi verið sérstök kjördæmi. Þau voru mjög misstór. Seyðisfjörður var minnstur og þar var maður öruggur á þing með 200 atkvæði. Fyrir kom að þrír þing- menn voru frá Seyðisfirði. Víða úti um land voru fram- sóknarmenn kjörnir til þings, en ekki í fjölmennustu kjördæmun- um, Reykjavík og Reykjanesi. Þeir höfðu því enga von um uppbótar- sæti. Hjá Alþýðuflokknum horfði dæmið öfugt við. Þetta hugðust prófessorarnir nota sér. Þeir settu þríliðuna þannig upp: Framsóknarflokkurinn býður bara fram, þar sem sjálfstæðis- menn eru ekki öruggir eða því sem næst um þingsæti og ekki í stærstu kjördæmunum. Með þess- um hætti falla fá framsóknarat- kvæði dauð, og Alþýðuflokkurinn hefur ekkert fylgi úti á landi. Alþýðuflokkurinn býður fram í fjölmennustu kjördæmunum og þar sem sjálfstæðismenn eru öruggir, eins og Pétur Ottesen, Jón á Akri og Sigurður frá Vigur. Þannig var frá þessu gengið, að 7. þús. framsóknarmenn af 17. þús. áttu að kjósa Alþýðuflokkinn. Og 2. þús. alþýðuflokksmenn af 12 þúsund áttu að kjósa Framsóknar- flokkinn. Þannig út reiknað hefðu þessir tveir flokkar fengið hreinan meirihluta á Alþingi með mikinn minnihluta kjósenda á bak við sig. Dæmið gekk sem sagt upp á pappírnum. En þríliða getur verið varasöm, ekki sízt með lifandi fólk, og í raun varð útkoman önnur en prófessorarnir vonuðu. Lafði á bókstaf num Sjálfstæðisflokkurinn kærði þessa kosningaklæki fyrir lands- kjörstjórn og taldi brjóta gegn meginreglum laga og anda stjórnarskrár og kosningalaga. Tveir í landskjörstjórn voru fram- sóknarmenn. Hinir þrír tóku undir rök Sjálfstæðisflokksins og töldu óeðlilegt annað en líta á Fram- sóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn sem einn aðila við úthlutun uppbótarþingsæta, þar sem milli þeirra væri hreint kosningabanda- Iag og þeir byðu ekki fram báðir í neinu kjördæmi. Það varð þó þyngra á metunum hjá einum þremenninganna, Jóni Ásbjörns- syni hrl., að þetta væri hvergi beinlínis bannað. Og á því flaut. Fulltrúi Alþýðuflokksins í landskjörstjórn var Vilmundur Jónsson landlæknir, hreinskiptinn maður, samkvæmur sjálfum sér og laus við klæki. Þeir Einar Baldvin Guðmundsson hrl. skiluðu minni- hluta áliti og töldu, að fara ætti með Alþýðuflokk og Framsóknar- flokk sem eitt kosningabandalag við úthlutun uppbótasæta. Og það stóð ekki á kveðjunum til Vilmundar í því rómaða blaði Tímanum, þar sem hann var talinn „löngu landsfrægur fyrir önuglyndi og sérvizku og mun nú byrjaður að kalka í þokkabót"!!! Ýmsu hnekkt í Hæstarétti Vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar 1956—'58 lét samþykkja löggjöf um stóreignaskatt á sínu fyrsta þingi. Við umræðurnar var bent á, að höggvið væri nærri stjórnarskránni, löggjöfin væri á móti anda hennar og ekki í samræmi við meginreglur laga. Fyrir Hæstarétti var löggjöfinni um stóreignaskatt hnekkt í ýms- um atriðum, enda fólst í henni margvísleg mismunun. Þannig var hlutafélögum íþyngt verulega um- fram samvinnufélög og víða gætti misræmis og ójafnaðar. Það er m.a. augljóst af því, að viðmiðunin var önnur í verulegum atriðum í löggjöfinni um stóreignaskattinn en í lögum um eignaskatt. Málaferli út af stóreignaskatts- lögunum stóðu í mörg ár og þau reyndust rýr tekjustofn fyrir ríkissjóð, þegar dæmið var gert upp. En aðalatriðið er það, að laga- setningin sjálf, aðferðin, var á móti anda stjórnarskrárinnar. En eins og Ólafur Jóhannesson prófessor skrifar í kennslubók sinni um stjórnskipan: „Þau tak- Halldór Blöndal. mörk verður þó að setja skatt- lagningarvaldi löggjafans. að skattar séu lagðir á eftir almenn- um efnislegum mælikvarða og vissri jafnræðisreglu." Hér var ekki horft á það af löggjafanum, hverjar væru almennar réttarhugmyndir í land- inu. Á hitt var einblínt, að það var gat í stjórnarskránni, — þetta var ekki beinlínis bannað. Og á því flaut, þótt löggjöfinni hlekktist á í ýmsum atriðum. Enn er níðst á bókstaf num Á forsíðu Tímans hinn 13. sept. sl. er Ólafur Jóhannesson forsæt- isráðherra spurður, hvort viðbótar skattlagningin standist lagalega. Hann svarar m.a.: „Því er haldið fram að í þessum efnum séu grundvallarreglur fyrir hendi, sem hér sé verið að ganga á, en ég tel að svo sé ekki. Og þótt slíkar grundvallarreglur væru fyrir hendi í íslenzkum rétti, þá eru þær ekki verndaðar af stjórnarskránni og geta því ekki bundið hendur löggjafans eða lagt á hann einhver höft. Til slíks þyrfti sérstök stjórnarskrárákvæði, líkt og eru um þessa hluti í Noregi." Hann segir enn fremur: „Ég vil ekki neita því, að hér kunni að vera nokkuð óvenjulega að farið og menn geta deilt um hvort einmitt þessi aðferð hafi verið sú heppileg- asta, en um nauðsyn þessarar ráðstöfunar verður ekki deilt. Dómstólar hljóta að skera úr, ef til málaferla kemur, og einkum tel ég hugsanlegt að véfengja megi skattlagninguna á fyrirtækin, en sanngirnisþátt þeírrar skatt- lagningar held ég óumdeildan." Svör forsætisráðherra eru eftir- tektarverð. Landsmenn eiga ekki annan rétt en þann, sem beinlínis stendur . í stjórnarskránni. Bók- stafurinn blífur, var einu sinni sagt. Eða svo skil ég þessi orð: „Og þótt slíkar grundvallarreglur væru fyrir hendi í íslenzkum rétti, þá eru þær ekki verndaðar af stjórn- arskránni og geta því ekki bundið hendur löggjafans eða lagt á hann einhver höft." Höft á löggjafann er réttur borgarans Forsætisráðherra telur „óvenju- lega" að farið og „einkum tel ég hugsanlegt að véfengja megi skattlagninguna á fyrirtækin", segir hann. Þetta er í raun viðurkenning hans sjálfs á því, að ekki hafi rétt verið farið að, hann finnur að dómstólarnir kunni að hafa sitthvað að athuga við þessa nýjustu lagasetningu. Enda er það í samræmi við álit margra hinna lærðustu lögfræðinga, eins og fram hefur komið. Eg veit ekki, hvort það er tilviljun, að Framsóknarflokkur- inn hefur einkum verið bendlaður við stjórnarathafnir og klæki, sem ganga á snið við stjórnarskrána. I alkunnri ferskeytlu stendur: Aldrei gekk hann glæpaveg en götuna meðfram honum. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Olafur Jóhannesson hafa „gengið glæpaveg" né „götuna meðfram honum" svo langt ég veit. Hollar vættir forði mér frá að gefa slíkt í skyn. En hitt þykir mér einsýnt, að þeim hætti til að ganga götuna meðfram stjórnarskránni. Ég hef heyrt sögu af kennara í íslenzkum fræðum, miklum merkismahni. Hann var einu sinni að hlýða nemanda sínum yfir og spurði: „Hvernig komstu að þessari niðurstöðu?" „Ég las það á milli línanna," svaraði nemandinn. „Það stendur ekkert á milli línanna," svaraði kennarinn. „Þú átt að lesa það, sem í línunum stendur." Fólkið í landinu er ekki kennari í stjórnskipan hins íslenzka lýðveldis og er ekki alltof vel að sér í þeim fræðum. En það hagar sér eins og þessi nemandi: les á milli línanna í stjórnarskránni. I þess huga er fleira lög en stendur á bók. Þau lög eru siðferðileg höft á löggjafann, um leið og þau eru réttur hins almenna borgara. Og með vissum hætti má segja, að það sé nokkur mælikvarði á réttarríki, hvernig ríkisvaldið heldur þessi Iög. Undir því er hin raunverulega mannhelgi komin. Richard Björgvinsson — Bæjarstjórn Kópavogs: Gangbrautarljós og námsferðir ráðamanna Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs s.l. föstudag 22. þ.m. urðu töluverð- ar umræður um gangbrautarljós í Kópavogi og utanstefnur ráða- manna bæjarfélagsins. Upphaf máls er, að á s.l. ári var samþykkt að tillögu minni í bæjar- ráði, að kaupa tvenn gangbrautar- ljós. Önnur þeirra voru ætluð við gangbraut á Nýbýlavegi, þar sem skólabörn í Snælandsskóla eiga leið og hin ljósin skyldi setja upp við gangbraut á Borgarholtsbraut vegna barna í Kársnesskóla. Á báðum þessum götum er mikil umferð, eins og Kópavogsbúum er vel kunnugt. Á báðum stöðum hefur verið og er enn gangbrautarvarsla vegna skólabarnanna á mesta umferðartímanum, en hún er aðeins takmarkaðan tíma, en ljósin yrðu stöðugt. Á s.l. ári voru sett upp fyrstu gangbrautarljósin í Kópavogi á Nýbýlavegi við gatnamót Áífa- brekku og hafa þau gefið góða raun. Á fundi bæjarráðs í s.l. viku gerði ég fyrirspurn um, hvað liði kaupum og uppsetningu þessara ljósa. Bæj- arritari upplýsti, að ekki hefði tekist að leysa umræddar vörur úr tolli. Á bæjarstjórnarfundinum á föstudaginn flutti eg síðan undir þessum lið fundargerðar bæjarráðs, tillögu um, að bæjarstjórn sam- þykkti að fela bæja'rstjóra að láta kaup og uppsetningu þessara gang- brautarljósa ganga fyrir öðru, þó fjárhagsstaða bæjarsjóðs væri þröng, og ljósin yrðu sett upp svo fljótt sem verða mætti. Rök mín voru að sjálfsögðu þau, að ekki mætti láta þess ófreistað að setja upp slík öryggistæki, sem ljósin eru, ef það mætti verða til þess að forða örkumlum eða dauða eins barns, eins og dæmin sanna að hætta er á. Fulltrúar minnihlutans á fundin- um, þeir Bragi Michaelsson (Sjálf- stæðisfl.) og Jón Ármann Héðins- son (K-listinn) gagnrýndu ásamt mér meirihlutann harðlega fyrir seinagang í málinu, að uppsetningu slíkra öryggistækja skyldi vera slegið á frest. Fulltrúar meirihlut- ans, þeir Björn Ólafsson (Al- þýðu.bl.) formaður bæjarráðs, og Jóhann H. Jónsson, (Framsókn) reyndu að verja seinaganginn og sögðu fjárhagsstöðu bæjarsjóðs ekki leyfa kaupin að sinni. Björn lýsti andstöðu sinni við tillögu mína um að setja ljósin upp strax, og hvað mig flytja tillögu um að eyða peningum út og suður. Ég vek athygli á því, að aðeins er eftir að leysa Ijósin úr tolli og setja þau upp, samkvæmt upplýsingum bæjarrit- ara,' og þessi kaup voru samþykkt á s.l. ári og eru á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs á þessu ári. Við fulltrúar minnihlutans bent- um á þá þversögn í meðferð meirihlutans á peningum, að til annarra hluta virtist þá ekki skorta, en einmitt á þessum fundi lá fyrir tillaga um ferð fyrir Bjöm ólafs- son og Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóra til Danmerkur til að kynna sér rekstur sveitarfélaga, þá skorti ekki fé. Meirihlutinn samþykkti að tryggja bæjarstjóra og formanni bæjarráðs strax farareyri í „náms- ferð" þeirra til Danmerkur. Það mátti ekki bíða. Bragi Michaelsson flutti tillögu um að fresta ferðinni, ekki vildi meirihlutinn hlusta á það og felldi þá tillögu, en samþykkti í viðbót enn eina ferð til kynningar á vinabænum Odense, það mátti heldur ekki bíða. Til fróðleiks mætti einnig geta þess hér, að á fyrri fundi bæjar- stjórnar í þessum mánuði, sam- Richard Björgvinsson þykkti meirihluti bæjarstjórnar einnig 50% kauphækkun fyrir formann bæjarráðs, Björn óíafs- son. Þegar hér Var komið sögu á föstudaginn sáu fulltrúar Alþýðu- flokksins sitt óvænna og annar fulltrúi þeirra Rannveig Guð- mundsdóttir flutti tillögu um að vísa tillögu minni um gangbrautar- ljósin til bæjarráðs í trausti þess, að það finndi ráð tii að leysa málið sem fyrst, því annars var ljóst, að hún yrði felld og ekkert gert í málinu. Tillaga Ránnveigar var samþýkkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.