Morgunblaðið - 26.09.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 26.09.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson „Þak” á skattheimtu í þjóðfélaginu Iályktun nýkjörinnar stjórnar Sambands ungra framsókn- armanna um skattamál er rétti- lega veitzt að meintum skatt- svikum í þjóðfélaginu. Það kemur hins vegar spánskt fyrir sjónir hjá hinum ungu fram- sóknarmönnum, að hin meintu skattsvik eru nýtt sem rök- semdafærsla til réttlætingar afturvirks tekjuskattsauka. í ályktuninni er þeim, sem „hneykslast á afturvirkni" skattaukans talið nær að „huga að því meini, sem grafið hefur um sig í íslenzku þjóðfélagi, skattsvikunum", eins og það er orðað. Ekki verður séð, að hinir ungu framsóknarmenn hafi minnstu ástæðu til að vega að þeim stóra hópi samvizkusamra framtelj- enda, sem nú lenda í tekjuskatts- auka. Nær virðist að beina geiri sínum að þeim, sem tekjuskatts- aukinn nær ekki til vegna meintra skattsvika. Þá hefði mátt eyða nokkrum orðum að þeirri ríkisstjórn, sem setti bráðabirgðalög um afturvirkan tekjuskattsauka, án þess að gera hina minnstu tilraun til að ná til meintra skattsvikara. Afturvirk tvísköttun á samvizkusamlega framtaldar tekjur fyrra árs, sem telja verður siðferðilega ranga og lagalega vafasama, er á engan hátt tengd úrbótum varðandi skattsvik í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Þeir stjórn- málaflokkar, sem hæst hafa talað um skattsvik, hafa í lögum þessum fyrst og fremst náð til þeirra, er telja rétt fram. Það er í fullu samræmi við það, að Alþýðuflokkur, sem þóttist berj- ast gegn tekjuskatti á almennar launatekjur, stendur nú að afturvirkum tekjuskattsauka; og að Alþýðubandalag, sem harðast barðist gegn „tímabundnu vöru- gjaldi", stendur nú að helmings hækkun þess á tilteknar vöru- tegundir. Það er fyllilega tímabært að samtök ungra áhugamanna um þjóðfélagsmál geri því skóna, hvern veg verði bezt staðið að tekjuöflun ríkissjóðs í framtíð- inni; þann veg að skattheimtan komi sem réttlátast niður á þjóðfélagsþegnana. Það væri til að mynda hyggilegt að setja hóflegt „þak“ á skattheimtu ríkis og sveitarfélaga í hlutfalli af þjóðartekjum. Þá yrði ríkis- búskapurinn, ríkisrekstur og ríkisframkvæmdir, meir í sam- ræmi við raunverulega getu þjóðarinnar hverju sinni. Þá yrði líka fyrir það girt, að opinber skattheimta gengi svo nærri aflafé heimila og einstakl- inga, að raunverulegt ráðstöfun- arfé þegnanna yrði skert um of. Það er ekki lítið réttlætis- og hagsmunaatriði fyrir hvern ein- stakling þjóðfélagsins, hvaða ráðstöfunarfé hann heldur eftir af tekjuoflun sinni, þegar skatt- heimta ríkis- og sveitarfélaga hefur tekið sitt. Það atriði snertir „kjarabaráttu" hins al- menna borgara ekki síður en ýmislegt annað, sem hærra er haft um. Það er því tímabært að sam- tök, er láta sig þjóðmál varða, álykti úm skattamál. En það er út í hött að réttlæta vafasaman, afturvirkan tekjuskattsauka, sem fyrst og fremst bitnar á heiðarlegum framteljendum, með meintum skattsvikum í þjóðfélaginu, sem hin nýju bráðabirgðalög vinstri stjórnar- innar hrófla í engu við. Það er hrein rökleysa. Verkefni og tekju- öflun sveitarfélaga Nefnd sem fráfarandi fé- lagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, skipaði á árinu 1976 til að fjalla um skiptingu verk- efna og tekjustofna milli ríkis- og sveitarfélaga, svo og um önnur samskipti þeirra, hefur nú skilað áfangaskýrslu varðandi verkefnaskiptingu. Nefndin áformar að skila skýrslu um tekjustofna og stjórnsýslumál síðar á þessu ári. Skýrsla þessi verður vonandi upphafið að réttlátari og hagkvæmari verk- efna- og tekjuskiptingu þessara stjórnsýsluaðila en nú er við lýði. Landsþing sveitarfélaga, sem háð var í þessum mánuði, féllst í aðalatriðum á þær tillögur til verkaskiptingar, er nefndin lét frá sér fara, en taldi rétt að bíða með heildarafstöðu unz tillögur nefndarinnar um tekjuskiptingu væru fram komnar. Ljóst er þó að fyrirhuguðum auknum verk- efnum sveitarfélaganna verður að mæta með auknum tekju- stofnum eða tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfélaga. Þá þarf jafnframt að huga að þróun stjórnsýslukerfisins í það horf, að undirstaðan verði starfhæfar einingar, sem geti tekið við nýjum verkefnum og leyst þau fullnægjandi af hendi. Sveitarfélö'gin eru elztu stjórnsýslustofnanir þjóðfélags- ins og tryggja að sínu leyti enn í dag eðlilega valddreifingu í landinu. Staðbundin þekking sveitarstjórnarmanna á óskum og þörfum samborgara og að- stæðum á heimaslóðum, tryggir og betri og ódýrari framkvæmd- ir og þjónustu en ella. En sveitarfélögin þurfa að sjálf- sögðu að fá sinn eðlilega hluta sköttunar í þjóðfélaginu. Rætt hefur verið um þá leið að þau sitji að allri tekjusköttun, en ríkissjóðurinn haldi sig við eyðsluskatta. Nauðsynlegt er að almenn umræða eigi’sér stað í þjóðfélaginu um hlutverk sveit- arfélaga, verkefni og tekjuöflun, einmitt nú þegar skýrsla verk- efnanefndarinnar verður til um- fjöllunar. Ymislegt bendir og til þess að sveitarfélögin í landinu þurfi að vera vel á verði um tekjuöflunarleiðir sínar. Eyðlu- gleði stjórnvalda í ríkisbúskapn- um kann að stangast á við þarfir sveitarfélaganna í þessu efni. Á FUNDI í Félagi kaþólskra leikmanna. sem haldinn var í gærkvöldi. sagði Torfi Ólafsson hankamaður. ritstjóri hlaðs kaþólskra hér „Merki Kross- ins" frá för sinni til V-Þýzka- lands á landsmót kaþólskra Þjóðverja. — Á þessu móti hitti Torfi og ræddi við Móður Theresu. frá borginni Kalk- útta. Konuna sem fyrir mörg- um árum hlaut heimsfrægð íyrir starf sltt meðal sjúkra manna og deyjenda í þessari indversku milljónaborg. Er Torfi Ólafsson sennilega fyrsti íslendingurinn sem hitt- ir Móður Teresu að máli. — Honum sagðist svo frá þessari för sinni og er fundum hans og Teresu bar saman. Fyrir rúmri viku var ég staddur í borginni Freiburg í Myndin sem „Móðir Teresa" afhenti Torfa. Neðan undir myndina hefur hún skrifað kveðjunai God hlcss you. Móðir Teresa í Kalkútta sendir íslendingum þakkir Breisgau í Vestur-Þýskalandi, boðinn þangað af Bonifat- us-Werk í Paderborn, til þess að segja frá starfi kaþólsku kirkj- unnar hér, á kynningarfundi Norðurlanda, sem haldinn var í sambandi við 85. landsmót kaþólskra Þjóðverja. Á móti þessu var margt frægra og góðra gesta og meðal þeirra sú kona, sem frægust hefur orðið á síðari tímum fyrir kærleiksríkt fórnarstarf í þágu sjúkra manna og deyjandi í Kalkútta á Ind- landi, Móðir Teresa, stofnandi reglu Kærleikstrúboðanna. Móðir Teresa talaði á tveim stöðum laugardagskvöldið 16. september og komust færri en vildu að til að hlusta á hana. Fyrir atbeina ungs prestaskóla- nema frá Frakklandi, Jacques Rolland, sem býr sig undir prestþjónustu hér á landi, gafst mér tækifæri til að hitta Móður Teresu kvöldið eftir, ásamt Jacques og öðrum prestaskóla- nema, og ræða við hana stutta stund. Við komum til móts við hana í húsi St. Vincentsystra, þar sem hún bjó. Okkur var vísað inn í lítið herbergi og þangað kom hún að vörmu spori, lítil kona, rétt innan við sjötugt, með hrukkótt andlit og dökka húð af útiveru í sólarbruna Indlands, augnatóttirnar djúpar og augun samankipruð, þessi augu sem lýstu af gleði og lífsfjöri þegar hún sagði okkur frá atvikum úr starfi sínu og hló þá gjarnan við, því það er grunnt á hlátrinum hjá henni. Ég sagði henni að kaþólska kirkjan hér á landi hefði gefið út bækling uin hana og starf hennar, útdrátt úr bók Malcolm Muggeridges, og hefði. honum verið svo vel tekið að nú væru innan við 100 eintök af honum óseld. Hún ætti marga vini og aðdáendur á Islandi og henni bærust stöðugt gjafir og áheit. Oftast væri þeim komið til Karmelsystra í Hafnarfirði en einnig bærust gjafir beint til þeirra sem taka á móti gjöfum til hennar hér. Og nú spurði ég hana hvort ekki væri ráð að ég sendi henni þessi eintök sem eftir væru óseld og hún skrifaði nafnið sitt á þau og svo gætum við selt þau fyrir hærra verð til ágóða fyrir starfsemi hennar og systra hennar. Hún hló við og sagði: „Nei, það vil ég ekki. Ég vil ekki nein fjáraflaplön fyrir okkur. Ég tek þakksamlega á móti því sem mér er gefið af- góðu hjarta, en gleymið ekki einu: það er auðveldara að hjálpa þeim sem er langt í burtu en þeim sem er við tærnar á manni. Það er líklega ekki önnur eins neyð heima hjá ykkur og í Indlandi, en þótt ekki sé um efnislega neyð að ræða, er neyð til allsstaðar. Það er til einmana fólk, gamalt fólk, sjúkt fólk, örvæntingarfullt fólk, og allt þetta fólk þarf á hjálp að halda. Hlýlegt orð, vilji til að tala við þetta fólk og hlusta á þáð, getur breytt lífi þess og veitt því hamingjuna sem það þráir. Það eru til börn sem líða af vanhirðu og misskilningi foreldra sinna, börn sem þurfa á ást og umhyggju að halda. Það eru meira að segja til dæmi um það að foreldrar megi ekki vera að því að sinna börnunum sínum af því að þeir eru svo önnum kafnir við kærleiksverk í þágu ann- arra.“ Prestaskólanemarnir höfðu meðferðis peningagjöf til Móður Teresu. Kór prestaskólans hafði sungið við helgihald á mótinu og fengið greiðslu fyrir og söngvar- arnir urðu ásáttir um að gefa Móður Teresu þá upphæð óskerta. Skömmu áður en ég fór utan, höfðu mér borist peninga- gjafir til Móður Teresu, kr. 6.000.- frá gefanda á Akureyri og Karmelsystur í Hafnarfirði höfðu afhent mér rúmar 22.000 kr. sem hinir og þessir höfðu gefið til starfs Móður Teresu, án þess að láta nafns síns getið. Þessa peninga afhenti ég henni og bað hún mig að skila kæru þakklæti til gefendanna. Hún sagðit myndu biðja fyrir þeim og öllum íslendingum og hún bað okkur öll að biðja fyrir sér og starfi þeirra systranna. Svo reis hún á fætur, bros- andi, því að hún þurfti að leggja snemma af stað morguninn eftir, kvaddi okkur með handa- bandi og gekk inn til sín, en við horfðum á eftir henni og var það ríkast í huga að þarna hefði okkur gefist tækifæri til að hitta sannheilaga manneskju, sem lifað hafði í einu og öllu eftir orðum Páls postula, að „sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér.“ Hún hefur framar flestum öðrum skilið það og lifað samkvæmt því að hinn æðsta mikilleika öðlist maðurinn með því einu að deyja sjálfum sér. Og við héldum heimleiðis, þögulir í fyrstu, því að okkur fannst eiginlega ekkert að tala um. Við höfðum staðið frammi fyrir mikilleikanum í öllum hans einfaldleika og látleysi, og fundum betur en nokkru sinni áður fyrir smæð okkar. Það var best að vera ekki með neinar heitstrengingar, en við vissum að mynd þessarar gömlu, hrukk- óttu en brosmildu konu var greypt í huga okkar til frambúð- ar. Dagleg bæn Kær- leikstrúboðanna, reglunnar sem Móðir Teresa stofnaði 1950. Veit þú okkur verðleika. Drottinn. til þess að þjúna þeim meðbræðrum okkar um allan heim, sem liía og deyja í fátækt og hungri, Veit þú að hendur okkar færi þeim í dag þeirra daglega brauð og gef þeim frið og fögnuð fyrir kærlciksríkan skiining okkar. Drottinn. ger þú mig að boðbera friðar þíns, svo að ég fa>ri kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem misgerð er. einingu þangað sem sundrung er, sannleika þangað sem villa er, trú þangað sem efi er, von þangað sem örvænting er. ljós þangað sem skuggi er, gleði þangað sem harmur er. Veit þú, Drottinn, að ég sækist íremur eftir að hugga en iáta huggast. skilja en njóta skilnings, elska en vcra elskaður, því að okkur gefst ef við gleymum sjálfum okkur, fyrirgefst ef við fyrirgefum öðrum og fyrir dauðann vöknum við upp til eilífs lífs. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.