Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 19
ffiorflimlilntnft MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 llprdtllrl Ætlar bæði að leika og dæmaí 1. deild SÁ LEIKMAÐUR sem verið hefur lengst í eldlínunni í handknattleikn- um og leikur enn með af fullum krafti er Karl Jóhannsson. í vetur kemur Karl til með að leika í 1. deild aftur eftir langt hlé. Síöast er Karl lék í 1. deild lék hann með KR, en nú leikur hann með HK. Karl Jóhannsson er ekki aðeins Þekktur sem góður handknattleiksmaður heldur einnig sem einn af okkar bestu handknattleiksdómurum. Nú hlýtur Karl að lenda í vandræöum, hvernig ætlar hann að samræma dómarastörfin jafnframt Því sem hann leikur í 1. deildinni. Fer Ólafur út aftur? MARKVÖRÐURINN KÓ(V kunni Ólafur Boncdiktsson. sem lék í fyrra í Svíþjóð með Olympia. fór utan til Svíþjóðar í gær. Ólafur var ákveðinn í að leika hér hcima í vetur með sínu gamla félagi. Val. en fékk síðan svo freistandi tilboð frá Olympia. að hann ákvað að fara út í boði félagsins og kynna sér málin niður í kjölinn. Reynist tilboðið vera mjög gott hyggst Ólafur slá til og leika í vetur í Svíþjóð. Ólafur kemur heim í lok vikunnar og þá munu málin skýrast. þr. Til að fá svör við þessari spurningu og fleirum spjölluðum við lítillega við Karl. Við spurðum Karl fyrst hvort hann hefði í hyggju að dæma í vetur jafnframt því sem hann léki í 1. deild. — Þetta er vandamál sem ég hef verið að hugsa um. Hér áður fyrr lék ég í 1. deild með KR og dæmdi líka. Á stundum var það ekki vel séð, en gekk nú samt alveg prýðilega fyrir sig. Allavega dæmi ég í 2. deild og Reykjavíkurmótinu svo og bikar- keppninni. Það er álit mitt að 1. deildin eigi eftir að skiptast í tvo hluta í vetur. Annars vegar fjögur lið í toppbaráttunni og hins vegar fjögur lið í fallbaráttunni. Lið mitt HK verður líklega í botnbaráttunni, svo að hugsanlega gæti ég dæmt leiki hjá efstu fjórum liöunum. Hefur þú trú á að breytingin á niðurröðuninni á leikjum 1. deildar verði til góðs? — Nei, síður en svo. Mér líst ekkert á þetta nýja fyrir- komulag, sem á aö taka upp. Aðsóknin að leikjum á eftir að minnka enn frekar en verið hefur. Það er mikið sama fólkið sem sækir leiki, og það fer ekki tvisvar sama daginn, hvað þá þrisvar. Álítur þú, Karl, aö handknattleikur- inn verði góður i vetur? — Já, ég hef trú á því, það eru margir ungir og efnilegir drengir að koma fram og þeir eiga eftir að gera góða hluti, sagði Karl að lokum. Þr. Skúli óheppinn SKÚLI Óskarsson setti nýtt Norðurlandamet í hnébeygju í kraftlyftingum í Borgas í Finn- landi um helgina. lyfti 282.5 kg. Skúli keppti í 75 kg flokknum. en met hans nægði ekki til þess að komast á verðlaunapall. því að honum mistókst í bekkpressunni. Helgi Jónsson krækti sér í brons í 100 kg flokki. lyfti samtals 670 kg. Öskar Sigurpálsson setti íslandsmet í hnébeygju. lyfti 315 kg og varð nr. 4. Sverrir Hjalta- son varð sjötti í sínum flokki. • Bandaríkjamennirnir. sem voru í sviðsljósinu í körfunni um helgina. en með tilkomu þeirra. hefur körfuknattleikurinn farið batnandi hérlendis. Þessir kappar heita. f.v. Stewart Johnson Armanni. Paul Stewart ÍR, John Hudson KR og John Johnson Fram. (Ljósm. GI) Hart barist í körfunni REVKJAVÍKURMÓTIÐ í körfuknattleik hófst í Haga- skóla um helgina. Að loknum se.\ leikjum verður ekki annað sagt en að þeir lofi góðu um framhaldið. Allir voru leikirnir spennandi og skemmtilegir á að horfa fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína f Hagaskólann um helgina. Va>ri óskandi að framhald yrði á slíku. Nú hafa fjórir bandarískir körfuknattleiksmenn bæst í hóp þeirra sem fyrir voru og er nú svo komið, að þær raddir eru þagnaðar, sem á sínum tíma mæltu gegn þessum innflutningi á leikmönnum. Eitt er víst, tilkoma Bandaríkjamanna á stóran þátt í því að jafna keppnina, á því er enginn vafi, eins og leikirnir um helgina báru glögglega með sér. Vegna þrengsla í blaðinu verður frásögn af leikjum að bíða, en úrslit leikja um helgina urðu þessi: Fram — Armann 91—83 KR — ÍR 71—65 ÍS — Yalur 57—59 KR — Árrnann 90—82 ÍS - ÍR 100-88 Fram — Yalur 81 — 71 Teitur sænskur meistari? LIÐ Teits Þórðarsonar heldur áfram sigurgöngu sinni í 1. deildinni samsku. Um helgina sigruðu þeir Landskrona 2—0. Getur nú fátt komið í veg fvrir að titillinn verði þeirra. þurfa þeir aðeins að fá 3 stig úr næstu fimm leikjum. Teitur Þórðarson sagði í viðtal- inu við Mbl. í gær, að leikurinn á móti Landskrona um helgina hefði verið þeirra slakasti í allt sumar. Leikið var við slæmar aðstæður, rok og rigningu, og hentar það okkur ekki vel sagði Teitur. — Við eigum heimaleik í næstu umferð og leikum þá við AIK, okkur ætti ekki að verða skota- skuld úr því að sigra í þeim leik og krækja okkur i tvö stig. Keppnis- tímabilið endar hér í okt., og þá hefur liðinu verið boðið í skemmti- ferð ásamt eiginkonum til Banda- rikjanna og Jamaica og leikum við einn leik í New York og tvo leiki á Jamaica. Er þetta hugsað sem verðlaun fyrir góða frammistöðu í sumar. Frammistaða liðsins hefur komið mjög á óvart. Og ríkir mikil ánægja með hana hér. Aðspurður, hvort hann léki með í Austur-Þýskalandi, sagði Teitur, að enginn hefði enn sett sig í samband við sig úr iandsliðsnefnd, en hann væri tilbúinn, svo frekast sem óskað væri eftir því, að hann léki með. þr. Sigfús 35. af 8.000 SIGFÚS Jónsson ÍR tók Þátt í maraÞonhlaupi í Chicago á- sunnu- dag og varð í 35. sæti, en rúmlega 8.000 manns luku hlaupinu. Alls voru 10 Þúsund manns skráðir til leiks en hundruð manna hættu á leiðinni vegna mikils hita pegar hlaupið tór fram. Ekki er enn vitað hvaða tíma Sigfús náði, en nánar verður sagt frá hlaupi Sigfúsar í Mbl. síðar. „LEIKUM TIL VINNINGS", SEGIR KIRBY 180 stuðningsmenn Kölnar mæta á leikinn ÞEKKTASTA knatt- spyrnufélaK Vest- ur-Þýzkalands, FC Köln, leikur á móti Akurnes- injgum í Evrópukeppni meistaraliða á Laugar- dalsvellinum annað kvöld. Hefst leikurinn kl. 17. FC Köln státar af tvöíöldum sigri á síðast- liðnu ári, sigruðu bæði í deildarkeppninni og bik- arnum, það er því það besta í þýskri knatt- spyrnu sem við fáum að sjá á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Lið Kölnar kemur til landsins í dag í sérstakri leiguvél, ásamt 52 félagsmönnum FC Kölnar, það er að segja stjórnarmönnum og öðrum virtum stuðnings- mönnum. Þá konta um 180 áhangendur liðsins, og er ekki vafi á að þeir munu láta vel í sér heyra á miðvikudaginn. Það er því ekki úr vegi að íslenskir áhorfendur mæti vel og styðji við bakið á ÍA með hvatningar- hrópum um leið og þeir sjá það besta í þýskri knattspyrnu. Kirby þjálfari Skagamanna sagði á blaðamannafundi í gær að Skagamenn myndu leika til vinnings í leiknum og ættu góðir möguleikar á því að vera fyrir hendi. Akranesliðið er með mikla reynslu og í leik sínum ytra konui þeir Þjóðverjunum mjög í opna skjöldu með góðum leik sínum. Leikmenn Akraness niunu halda til Þingvalla í dag og dvelja þar við æfingar fram að leiknum. Ekki vildi Kirby spá um úrslit leiksins, en formaður knattspyrnuráðs Akraness Gunnar Sigurðsson var hins vegar sannfærður að IA sigraði -með einu marki. þr. Sjá nánar á miðopnu. • Littbarski skorar fyrsta mark Kölnar í fyrri leik liðanna í Köln, án þess að Jóhannes fái vörnum við komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.