Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 Köln við öllu búið anní —vegna þess hvað Skagamenn komu á óvart ytrí SEINNI leikur Akranes og 1 FC Kbln í Evrópukeppni meistaraliða fer fram á Laugardalsvellinum á morgun og hefst klukkan 17. Fyrri leikurinn fór sem kunnugt er fram í Kbln 13. september s.l. og lauk með sigri þýzka liðsins 4:1. Forsala aðgöngumiða á leikinn á morgun verður í verzluninni Oðni á Akranesi þriðjudag og miðvikudag og við Laugardalsvöll í Reykjavík eftir hádegi á miðvikudag. Dómari leiksins er skozkur, G.B. Smith og línuverðir eru einnig skozkir. Leikurinn á morgun verður 14. Evrópuleikur Akurnesinga. Tveir leikmanna liðsins hafa leikið alla Evrópuleiki til þessa, nafnarnir Jón Alfreðsson og Jón Gunnlaugs- son. Það er álit þeirra, sem fylgst hafa með þátttöku ÍA í Evrópu- keppninni að leikurinn í Köln á 8 landsliðsmenn hjá Köln LEIKMENN 1 FC Köln. Ilarald Schumacher, markvörður 24 ára. Ferald Ehrmann, markvörður, 1!» ára. Harald Konopka, varnarmaður, 25 ára. 1 A-landsleikur, 10 B-landsleikir. Herbert Hein, varnarmaður, 24 ára, 1 B-landsleikur. Gerd Strack, varnarmaður, 23 ára, 1 B-landsleikur. Roland Gerber, varnarmaður, 25 ára, 7 B-landsleikir. Bernhard Cullmann, varnar- maður, 28 ára, 22 A-landsleikir, 5 B-landsl. Herbert Simmermann, varnar- maður, 24 ára, 6 A-landsleikir, 4 B-landsleikir. Bernd Schuster, varnarmaður, 18 ára. Heinz Flohe, tengiliður, 30 ára, 39 A-landsleikir, 1 B-landsleikur. Herbert Neumann, tengiliður, 24 ára, 1 A-landsleikur, 1 B-lands- leikur. Júrgen Glowacz, tengiliður, 25 ára, 2 B-landsleikir. Thomas 'Kroth, tengiliður, 19 ára. Harns-Jiirgen Mohr, tengiliður, 20 ára. Júrgen Willkomm, tengiliður, 19 ára. Dieter Múller, framherji, 24 ára, 12 A-landsleikir, 3 B-landsleikir. Roger van Gool, framherji, 28 ára, 10 landsleikir fyrir Belgíu. Yasuhiko Okudera, framherji, 26 ára, 40 landsleikir fyrir Japan. Klaus Kösling, framherji, 20 ára. Dieter Prestin, framherji, 22 ára. Norbert Schmitz, framherji, 19 ára. Pierre Littbarski, framherji, 18 ára. Holger Willmer, framherji, 20 ára. dögunum hafi ásamt leik ÍA og Dynamo Kiev árið 1975 verið beztu leikir Akranesliðsins í Evrópu- keppninni. Leikmenn ÍA voru alls óhræddir við hina frægu- leikmenn Kölnarliðsins og þeir áttu ekkert minna í leiknum á löngum köflum. Markatalan 4:1 gaf að mati flestra ranga mynd af gangi leiksins, því að Akurnesingar fengu á sig ódýr mörk og misnotuðu nokkur góð marktækifæri. Hefði markatalan 3:2 þýzka liðinu í hag gefið réttari mynd af gangi leiksins. Eftir leikinn létu þýzku blöðin í ljós mikla undrum yfir því hve • Heinz Fluhe. með meistaraskjöldinn og Harald Schumacher, mcð þýzka bikarinn fagna tvöföldum sigri 1 FC Köln á s.l. vori. REYKJAVIKURMOTIÐ BYR, Sanngjarn sigur Fylkis á móti ÍR FYRSTI leikur Reykjavíkurmóts- ins í handknattleik. sem hófst á laugardag. var á milli Fylkis og ÍR. Fylkir vann sér í fyrra rétt til að leika í 1. deild í vetur og var því skemmtilegt að sjá hve liðið virðist hafa æft vel að undan- förnu. I>eir mættu ákveðnir til leiks og gáfu ÍRingum aldrei neitt eftir í leiknum. Fylkismenn tóku forystu í upp- hafi og héldu henni til loka leiksins. Þeir komust í 3—0, og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, staðan í leikhléi var 12—7, þeim í hag. í síðari hálfleiknum sigu ÍR-ing- ar á og virtust um tíma ætla að jafna metin en það tókst ekki. Fylkir sigraði með 18 mörkum gegn 17. Lið Fylkis lék all þokkalega þennan fyrsta leik sinn á keppnistímabílinu, leikmenn börðust vel jafnt í vörn sem sókn. Besti maður Fylkis leiknum og jafnframt markhæsti var Einar Einarsson, skoraði hann sex mörk, flest með laglegum uppstokkum og þrumuskotum Hjá IR var Jens Einarsson bestur og varði vel á körflum í síðari hálfleik. Ekki er gott að dæma getu ÍR-inga eftir þennan fyrsta leik. Spil þeirra var mjög þröngt, allt átti að ganga upp á miðjunni. Þá brá fyrir kæruleysi hjá þeim á köflum í leiknum. Markhæstur í IR var gamla kempan Brynjólfur Markússon með fjögur mörk, Jóhann Ingi Gunnarsson 3, Hafliði Halldórsson 2, Bjarni Hákonarson 3, Bjarni Bessason 3, Ársæll Hafsteinsson 2 og Sigurður Svavarsson 2. Mörk Fylkis: Einar Einarsson 6, Stefán Stefánsson 4, Halldór Hafliðason 2, Gunnar Baldursson 2, Einar Ágústsson 2, Jens Jensson 1 og Guðni Hauksson 1. Fjörugur leikur Vals og Víkings LEIKUR Vals og Víkings í Reykjav/kurmótinu í handknatt- leik á laugardag var stór- skemmtilegur á að horfa. bæði liðin virðast vera í góðri lfkams- æfingu. og var leikur þeirra mjög hraður og á kiJflum frekar harður. Valsmenn höfðu betur í þessu fyrsta uppgjöri liðanna á vetrinum sigruðu með 19 mörk- um gegn 17. Staðan í leikhléi var 7—fi Val í hag. Leikur þessi sýndi að búasf má við hörkuviðureign þessara Iiða í vetur. Bæði ætla sér stóran hlut. Fyrri hálfleikur liðanna á laugardag var jafn allan tímann. Markvarsla var góð svo og varnar- leikur, eins og markatalan gefur til kynna. I síðari hálfleiknum, var svo enn meiri hraði, og voru liðin óhrædd að reyna hraðaupphlaup, en það gerir handknattleikinn alltaf skemmtilegan. Um miðjan síðari hálfleik höfðu Valsmenn náð tveggja marka forystu. Hafði þá Bjarni Guðmundsson sýnt mjög góðan leik hjá Valsmönnum og skorað sex mörk. Víkingar ná svo að jafna leikinn þegar aðeins tíu mínútur eru eftir, 15—15. En þá skorar Þorbjörn Jensson þrjú mörk fyrir Val í röð og- staðan er 18—15. Ekki áttu Víkingar svar við því, og var það mest Brynjari Kvaran markverði Vals að þakka, hann varði stórvel í leiknum. Endaði leikurinn 19—17 fyrir Val eins og áður sagði. Bestu menn Vals voru Brynjar Kvaran markvörður og Bjarni Guðmundsson sem jafnframt var markhæstur með 7 mörk. Hjá Víkingi voru Viggó Sigurðs- son og Árni Indriðason bestu menn. Árni Indriðason skoraði flest mörk Víkings, 5. Viggó skoraði 4, Sigurður Gunnarsson 2, Steinar Tómasson 2, Páll Björgvinsson 2, Olafur Jónsson 1 og Ólafur Einarsson 1. Hjá Val skoruðu: Bjarni Guðmundsson 7, Þorbjörn Jensson 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Jón Pétur Jónsson 3, Gísli Blöndal 1, Stefán Gunnarsson 1 og Steindór Gunnarsson 1. Aftur 1 marks tap hjá ÍR ÍR-INGAR töpuðu ödrum leik sínum í röð í Reykjavíkurmótinu í hand- bolta á sunnudaginn, aftur með aðeins einu marki og nú var Það Þróttur sem skellti Þeim. Loka- tölurnar urðu 18—17 Þrótti í hag, eftir að staöan í leikhléi hafði verið 9—8 fyrir Þrótt. Liöin sklptust á um forystuna framan af fyrri hálfleik, en góður leikkafli Þróttar upp úr miðjum hálfleik, tryggöi þeim forystu í leikhléi. í síöari hálfleik hélt Þróttur forskoti sínu og skildu mest 4 mörk á milli. Á síöustu mínútunum tókst ÍR hins vegar að minnka muninn niður í eitt mark. Brynjólfur Markússon var sá eini sem eitthvað kvað að hjá ÍR í leiknum og skoraði hann flest mörk eða 7 alls. Sigurður Svavarsson skoraði 3 mörk, en aðrir minna. Sveiniaugur var bestur Þróttara, en einnig voru Halldór Harðarson og Páll Ólafsson góðir. Sveinlaugur skoraöi 6 mörk, Halldór Haröarson 5 mörk, en aðrir minna. Valur marði Fylki VALUR vann Fylki 22-21 í Reykjavíkurmótinu í handbolta á sunnudaginn. Staðan í hálflcik var 12—7 Val í vil. Lokatölurnar koma nokkuð á óvart, enda Valur stórvcldi. en Fylkismenn nýliðar í 1. deild og ungt lið í alla staði. : Fylkismenn voru frískari fyrstu mínúturnar og komust þá í 4—2 og 5—3. En síðan komu 8 mörk frá Valsmönnum í röð og allar horfur voru á algeru hruni Fylkis, enda staðan allt í einu orðin 11—5. í síðari hálfleik gerðu Fylkis- menn betur en að halda í við Valsmenn, því að þeir unnu hálfleikinn 14—10. Áttu Valsarar oftast í hinum mestu vandræðum að hemja léttleikandi lið Fylkis. Fylki vantaði þó herslumuninn og því tókst þeim ekki að jafna. Hjá Val voru þeir Þorbjörn Jensson, Bjarni og Steindór bestir, en stórskytturnar Einar Ágústs- son, Einar Einars og C_nnar Baldurs voru mest áberandi í liði Fylkis. Fylki virðist þó vanta tilfinnanlega meiri breidd og það mun há þeim í vetur. Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 5, Einar Einarsson 4, Gunnar Baldursson og Halldór Sigurðsson 3 hvor, Örn Hafsteinsson og Guðmundur Hauksson 2 hvor og þeir Stefán Hjálmarsson og Ágúst Sigurðsson 1 mark hvor. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.