Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 23 Fjallkóngur Austurleitar Halldór Guðmundsson t.v. og Gestur Heimasætan í Bakkárholti, Kindur stökkva yíir læk við Reykjarkot. Jónsson. Hel«a Jónsdóttir. Olfusingar vígja nýja rétt RETTARDAGURINN rennur upp. — Hann er á austan með rigningu, en það er gleði yfir mönnum, því að nú á vígja hinar nýju réttir Ölfusinga. Guðjón Sigurðsson Kirkjuferjuhjálegu og Hrafnkell Karlsson Hrauni, fulltrúar Ölfusinga í hrepps- nefnd, afhentu mannvirkið. — Að því loknu dreif Siguður Auðunsson réttarstjóri menn til starfa. — Fulltrúar kvenfélags- ins Bergþóru voru mættir á staðnum og-seldu veitingar úr litlum skúr, er þar hafði verið komið upp, en ósköp var nú gott að fá heitan sopann. Einnig voru konurnar með veitingar í félags- heimili Ölfusinga. — Þáttur kvenfélagsins í þjónustu og félagslífi Ölfusinga er kafli út af fyrir sig, er bíða verður betri tíma. Rétt fyrir aldamótin 1700 voru Hvammsréttir í Ölfusi byggðar bæði fyrir Grafning og Ölfusið. Sú þjóðsaga var á, að skriða myndi falla á þessar réttir á réttardag og segja heimildir, að því hafi þær meðal annars verið fluttar. Voru Ölfusréttir þá staðsettar í landi Vorsabæjar sunnan Varmár og var það þyrnir í augum Grafningsmanna, því að Varmá gat orðið ill yfirferðar á þeim tímum óbrúuð. En brú var ekki byggð á Varmá fyrr en 1896. Staðurinn var valinn með hlið- sjón af efnistöku, en réttirnar voru byggðar úr hraungrýti, og voru nokkrir bæir ábyrgir fyrir hverjum dilk, svo sem sést á meðfylgjandi uppdrætti. Réttir aflagdar eftir 131 árs notkun Fyrst er réttað í Hveragerðis- rétt árið 1847 og síðast var sú rétt endurbyggð árið 1927. Tuttugu og einn dilkur var í þessum réttum, sem nú eru aflagðar eftir 131 árs notkun, að miklu leyti umkringdar örtvax- andi byggð Hveragerðishrepps. Ögmundur Jónsson bóndi í Vorsabæ telur að fram að 1900 hafi gjald það, sem Vorsabær fékk vegna úthlutaðs lands undir réttirnar verið allir ómerkingar er af fjalli komu hverju sinni. Þegar það lagðist af og farið var að greiða í peningum, var einnig útveguð beit fyrir hesta réttarfólks á réttardag. Leitir Ölfusinga skiptast í þrennt líkt og til forna, vestur- leit, miðleit og austurleit, er hét norðurleit á meðan Grafnings- menn voru í félagi við Ölfusið. Vesturleit smalar á móts við Selvogsinga og suður að Vífil- felli, heiðina sunnan þjóðvegar. Miðleitin smalar Mosfellsheiði austanverða, Norðurvelli, Bola- velli og Hengil. Reka þeir safnið niður hjá Reykjakoti og mæta þar austurleit, sem kemur með fé af Ingólfsfjalli og Reykja- fjalli. Taka leitirnar tvo daga. Hinar nýju réttir í Ölfusi eru byggðar í landi Kröggólfsstaða. Þær eru hringlaga, eins og þær gömlu, með 31 dilk og rúma 7000 fjár. Jarðvegsskipti voru fram- kvæmd undir almenningi og dilkum og er undirstaðan úr steinsteypu, en yfir eru rör og timburklæðning. Framkvæmdin hefur tekið undurskamman tíma. Árið 1977 kaus hrepps- nefnd Ölfushrepps réttarnefnd er ákvarða skyldi staðsetningu, stærð og byggingarlag í samráði við Teiknistofu landbúnaðarins, auk þess að athuga fjárhags- hliðina. Eftir kosningar í sumar var síðan skipuð framkvæmda- nefnd fyrir réttarbygginguna. Hófust þá framkvæmdir og var það Tréverk í Þorlákshöfn, er tók verkið að sér og skilar nú réttunum nær fullbúnum á liðlega sex vikum. Yfirsmiður var Jón Guðmundsson. Fulltrúar kvenfélagsins Bergþóru, Þrúður Sigurðardóttir, Hvammi Ölíusi t.v. og Valgerður Tryggvadóttir, Vogi. Mál og myndir: Bjarni E. Sigurðsson Krakkadót sent á f jalliö? Hjá fulltrúum gömlu kyn- slóðarinnar, er sitja og horfa á safnið, má heyra á að smölunin hafi gengið hægt og ekki sé nema krakkadót sem sent sé á fjallið. Og kemur nú smá-lýsing af einum er kom fram á Ásstaðafjall og söng svo hressi- lega, að hlíðarnar tæmdust á svipstundu af fé, svo var rödd hans kröftug. Ekki náðist hvort sá raddsterki væri ennþá á meðal vor, en mikil voru hljóðin. En hvar vantreystir tápmiklum unglingum. Þeir eru betri en margur fullvaxinn, aðeins ef þeim er sagt vel til verka. Sigurður Auðunsson hefur búið í Ölfusi og Hveragerði síðan 1930. Hann er fjallkóngur miðleitar og hefur verið það í 21 ár. — Mér líst vel á þessar nýju réttir, segir hann, en var tregur að reka safnið yfir þjóðveginn. Þetta gekk samt vel núna, en gæti orðið érfitt í þoku og slæmu skyggni. Þetta safn í dag er rúml. 7000 fjár. Gömlu réttirnar voru hrein vandræði hvað viðhald snerti, auk þess var farið að þrengja mjög að þeim. Sæmundur Guðmundsson fæddist að Bakka í Ölfusi 1904. Hann bjó meðal annars á Bakkárholtsparti, er nú heitir Sandhóll, en fluttist til Hvera- gerðis árið 1935 og hefur búið þar síðan. — Ég kom fyrst í Ölfusréttir 1912 að mig minnir, segir hann. Nýju réttirnar eru skemmtilegar, en þetta lengir aðeins leiðina. Sigmar Sigurðsson Gljúfri segir: — Ég man best eftir Sognsrétt. Þar fannst okkur krökkunum mest fjörið, því aðrekstur þar var mjög erfiður. Ég fór fyrst á fjall 1930, þá 1Q ára gamall og hefi farið síðan öll haust í þrjár leitir hvert haust. Ég var fjallkóngur austurleitar í tvö ár, en leiddist það og hætti. Ég tók við af Sigurði Þórðarsyni á Tannarstöðum, en Þorlákur Gunnarsson tók við af mér. Jóhann Bergsteinsson í Sogni var á undan Sigurði, að mig minnir. Núverandi fjallkóngur í austurleit er Halldór Guðmundsson í Hvammi og hefur verið það í 14 ár. Sauöfjárhald í Ölfusi Lengst af munu Ölfusingar hafa haft sauðfé þótt afréttur- inn þeirra sé ekki sá bezti á landinu. 1974 kaus hreppsnefnd Ölfushrepps afréttarnefnd, er starfandi hefur verið síðan. Hefur hún unnið í samráði við Landgræðslu ríkisins og nær- liggjandi sveitarfélög að friðunaraðgerðum á afréttinum, s.s. banni við lausagöngu hrossa og einnig er stefnt að því, að sauðfé séekki sleppt fyrr en 20. júní og ekki sleppt aftur eftir fyrstu réttir á haustin. Á síðustu árum hefur sveitar- stjórn Ölfushrepps varið tals- verðum fjármunum til upp- græðslu afréttarins. Þetta starf afréttarnefndar og sveitar- stjórnar er þegar farið að bera árangur, þar sem allt virðist nú benda til, að þessir aðilar muni á næstu árum gera enn meira átak í því að græða upp afréttinn. Érum við Ölfusingar bjartsýnir á áframhaldandi sauðfjárhald í Ölfusi. Fjallakóngur vesturleitar Hjalti bórðarson bóndi Bjarnastöðum t.v. og Gunnar Konráðsson bóndi Grímslæk. Sigmar Sigurðsson Gljúíri, Ölfusi. bóndi Þrír ungir og vaskir, Guðmundur Sigurðsson Hveragerði, Friðrik Hansson Hveragerði og Bjarni Bjarnason Hvoli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.