Morgunblaðið - 26.09.1978, Page 24

Morgunblaðið - 26.09.1978, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 Skákimar verða sífellt líflegri Það gekk svo sannarlega á ýmsu í 25. einvígisskák þeirra Karpovs og Korchnois sem tefld var um helgina. Korchnoi, sem hafði hvítt beitti mjög óvenju- legu afbrigði af enska leiknum og varð að láta af hendi biskupapar- ið, að vísu fyrir rýmri stöðu. Áskorandinn eyddi miklum tíma og smám saman tók Karpov taflið í sínar hendur. Staða Korchnois versnaði jafnt og þétt og ekki bætti mikið tímahrak hans úr skák. En Karpov var of fljótur á sér. Hann fór einnig að leika hratt og skyndilega var Korchnoi kominn með öflugt mótspil. Þegar skákin fór síðan í bið voru flestir á því að Korchnoi ætti mjög góða vinningsmögu- leika. I framhaldinu vann hann reyndar peð, en heimsmeistarinn varðist af afefli og eftir 80 leiki varð Korchnoi að gera sér jafnteflið að góðu. Skákirnar í einvíginu eru nú orðnar hver annarri líflegri og greinilegt er að báðir vilja fara að gera út um einvígið. 25. skákin Hvítti Viktor Korchnoi Svart. Anatoly Karpov Enski leikurinn 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - e5, 3. g3 - Bb i, 4. Db3? ! (Þessi leikur er mjög sjaldséð- ur, en þó ekki algjörlega nýr af nálinni. Gallinn á honum er einfaldlega sá að ekki er hentugt að leika drottningunni út svo snemma tafls). - Rc6, 5. Rd5 — Bc5 (Svartcrrgræddi ekkert á 5. — Rd4, 6. Ddl og eftir að biskupinn hörfar leikur hvítur 7. e3). 6. e3 - 00, 7. Bg2 - Rxd5 (Þessi uppskipti voru að sjálf- sögðu engan veginn nauðsynleg. Sterklega kom til greina að leika 7. — d6, 8. Re2 — Be6 og svartur hefur betri liðsskipan). 8. cxd5 - Re7, 9. Re2 - d6,10. 0-0 - c6, 11. d4 - exd4, 12. exd4 - Bb6,13. Bg5 - Bd7 (Svartur varð að valda peðið á c6. 13. — f6 kom auðvitað ekki til greina vegna 14. dxc6+). 14. a4 - h6, 15. Bxe7 - Dxe7, 16. Bf3 (Eftir 16. Hfel — Hfe8 hótar svartur 17. — Bxd4). - Hab8, 17. a5 - Bc7, 18. Dc3 - Hfc8,19. Rf4 - Bd8 (Þegar hér var komið sögu átti Korchnoi eftir hálfa klukku- stund, en Karpov heila). 20. Ilfel (Hvítur hefur nú greinilega rýmri stöðu, en svarta biskupa- parið er þungt á metunum). - Df8, 21. Db3 - Bg5 (Hvítur hótaði 22. Rg6. Nú hefur hins vegar 22. Rg6 — Dd8 ekkert að segja). 22. Re2 - Bf6, 23. Hadl - c5! (Þessi leikur eykur mjög áhrifamátt svarta biskupapars- ins. Hvíti biskupinn nýtur sín hins vegar ekki nægilega vel vegna peðsins á d5). 24. Be4 - Dd8 (Korchnoi átti nú aðeins eftir 14 mínútur). 25. Da2 - Bg4 (Þvingar fram uppskipti á c5. Svartur hefur nú tekið atburða- rásina í sínar hendur). 26. dxc5 - Hxc5, 27. b4 - Hc7, 28. Db3 - Hbc8, 29. Í3 - Bd7, 30. De3 - a6, 31. Bd3 - Bb2!, 32. Kg2 - Df6, 33. Hbl - Ba4, 34. Rf4 - g6, 35. He2 - Bcl!, 36. De4 - Kf8?! (Einfaldast var hér 36. — He8, 37. Dxe8+ — Dxe8, 38. Hxe8 — Kg7 og liðsyfirburðir svarts verða brátt afgerandi. Karpov vill hins vegar aðeins gefa hrók fyrir drottninguna og valdar því e8 reitinn). 37. b5 - axb5, 38. Db4 - Hc5? ? (Grófur afleikur. Eftir 38. — Bxf4 er svarta taflið unnið). 39. Hxcl!! (Upphafið á bráðskemmtilegri leikfléttu sem snýr taflinu við). - Hxcl, 40. Rxg6+! - Kg7 (Sókn hvíts er of sterk eftir 40. — fxg6, 41. He6). 41. Re7 - H8c4 (Eftir 41. — Hd8, 42. De4 hefur hvítur mjög hættuleg færi. T.d. ekki 42. - Hc7, 43. Dh7+ - Kf8, 44. Rg6+). 42. Bxc4 — Hxc4, 43. Dxd6! - Hc3! (Björgunarleikurinn. Eftir 43. - Dxd6, 44. Rf5+ - Kf6, 45. Rxd6 vinnur hvítur peðið á b7 og þar með skákina). Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 44. f4 - Dxd6, 45. Rf5+ - Kg6, 46. Rxd6 - Bb3, 47. Í5+ - Kg7, 48. Re8+ - Kf8, 49. Rf6 - Kg7, 50. Rh5+ - Kf8, 51. Rf4 (I endataflinu sem nú er komið upp hefur hvítur að vísu peði meira, en frípeð svarts á b-lín- unni tryggir honum visst mót- vægi). - Bc4, 52. He5 (Svartur hefði svarað 52. Hd2 með Ke7). - Ha3, 53. d6 - Ha2+!, 54. KÍ3 - Hd2, 55. He7 - Hxd6, 56. Hxb7 — Ha6, 57. Hb6 — Hxa5, 58. Hxh6 (Nú er komin upp staða þar sem teflendur hafa frípeð sitt á hvorum vængnum. I slíkum endatöflum njóta biskupar sín yfirleitt betur en riddarar og það notfærir Karpov sér út í yztu æsar) - b4, 59. Hc6 - Bb5,60. Hcl - b3, 61. Hbl - Bc4, 60. Ke4 - Ha2, 63. Kd4 - Hc2, 64. Rd3 - Bxd3, 65. Kxd3 — Hxh2 (Jafnvel þó að hvítur hafi peði meira, er staðan steindautt jafntefli og lokin þarfnast því ekki frekari skýringa). 66. Hxb3 - Kg7, 67. Ke4 - Ha2,68. Kf4 - Ha4+, 69. Kg5 - Ila5, 70. g4 - Hc5, 71. Kh5 - IIa5, 72. Hf3 - Hb5, 73. g5 - Hbl, 74. f6+ - Kh7. 75. Hh3 - Hgl, 76. Hh2 - Hg3, 77. Hhl - Hg2, 78. Hal - Hh2, 79. Kg4 - Kg6, 80. Ha8 - Hg2+. Jafntefli. „UUarvörur eru í tízku ” FYRIR helgina voru staddir hér á landi á vegum Hildu h.f. fatahönnuðir og kaup- menn frá Bandarikjunum og Evrópu sem selja vörur fyrirtækisins erlendis. Hilda h.f. framleiðir föt úr ís- lenzkri ull og selur alla sína framleiðslu erlendis. Til- gangur komu hönnuðanna og kaupmannanna var ráð- stefna sem haldin var á vegum Hildu þar sem ákveð- ið var útlit og snið fram- leiðslunnar næsta ár. Mbl. ræddi við tvo fulltrúa á ráðstefnunni, þá Kurt Weiner frá Austurríki og Bill Rondina fatahönnuð frá Bandaríkjunum. „Það er mjög erfitt að ákveða snið og útlit á íslenzk- um ullarvörum því að undir- staðan verður alltaf að vera sú sama. Einkenni íslenzku ullarinnar verður að halda sér,“ sagði Weiner. „Okkar aðalvandamál er að finna lausn til að gera íslenzkan ullarvarning að tízkuvöru án þess að hún missi sérkenni sín og það er ekki alltaf svo auðvelt." „Samkeppnin er mikil „Ég er mjög ánægður með sölu á ullarvörum í Austur- ríki. Þetta er fyrsta árið sem ég sel vörur úr íslenzkri ull og ég er ánægður með útkomuna og hef ástæðu til að vera bjartsýnn. Samkeppnin á ullar- markaðnum er mikil. Allir íslenzkir ullarfataframleið- endur selja vörur sínar í Austurríki. Ein af ástæðun- um til þess að þessi ráðstefna var haldin er einmitt þessi mikla samkeppni. „Dýrt að kaupa vörur úr íslenzkri ull“ „Ullarvörur eru í tísku þessa stundina og við seljum ullarvörur jafnt á karla sem konur. En það verða alltaf breytingar á sniðum frá ári til árs og þeim' breytingum Bill Rondina Rætt við Kurt Weiner frá Austurríki og Bill Rondina fatahönnuð frá Bandaríkjunum verðum við að fylgja eftir. Það er dýrt að kaupa vörur úr íslenskri ull en ullin er sérstök og fólk kaupir hana.“ Hvað eftirlíkingar varðaði kvaðst Weiner ekki hafa orðið þeirra var í Austurríki. „Markaðurinn er ekki stór í Austurríki svo að það borgar sig sennilega ekki fyrir neinn að vera að koma fram með eftirlíkingar." Weiner var mjög ánægður með ferðina til Islands en þetta var hans fyrsta ferð hingað. „Ég kann mjög vel við bæði fólkið og landið," sagði Wein- er að lokum. „Allir pekkja íslenzkar ullarvörur“ Bill Rondina fatahönnuður var einnig ánægður með Islandsferðina en hann hefur oft komið hingað áður í sömu erindagjörðum og ferðast víða um land. „Við erum að breyta snið- um á íslenzkum ullarvörum. Það er mjög erfitt að breyta þeim þar sem ullarfatnaður verður að halda einkennum sínum. Það þekkja allir ís- lenzkar ullarvörur þegar þeir sjá þær. Náttúrulegu litirnir og áferðin á ullinni eru sérkenni fyrir hana. „Fólkiö vill eitthvað nýtt“ „Það er nauðsynlegt að breyta sniðunum á hverju ári. Markaðurinn vill eitthvað Kurt Weiner nýtt — fólkið vill eitthvað nýtt en það er mjög erfitt að gera hlutina þannig úr garði að þeir falli í kramið hjá hundruðum manna." „Aðalbreytingarnar hjá okkur núna eru á prjónavör- unum. Þær eru miklu sér- stæðari en þær ofnu — þær eru íslenzkari. Það er mikil samkeppni á ullarmarkaðn- um og einhvern veginn virð- ast hinar Norðurlandaþjóð- irnar geta framleitt sínar ullarvörur ódýrar en íslend- ingar. Þar sem prjónavörurn- ar eru svo sérstæðar þá standast þær betur sam- keppnina." „Ullin er alltaf að verða dýrari" „íslenzkar ullarvörur eru dýrar en þær eru góðar og svo er ullin í tízku þessa stundina. En það er stórt vandamál hvað ullin verður sífellt dýr- ari. Eftirlíkingar eru einnig vandamál en það lagast nú vonandi þar sem hömlur hafa verið settar á útflutning íslenzkrar ullar.“ Rondina var ánægður með starf sitt hér þótt ekki hefði hann lokið verki sínu að fullu er við ræddum við hann, en hann kvað þá koma fram með nýja stefnu fyrir vorið í ullarklæðnaði, létta ull sem hægt væri að ganga í yfir vortímann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.