Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 25 Blóðsíun og nýrnaígræðsla: Hafa gefið íslenzkum sjúklingum 65 lífár Blóðsíunardeild Landspítalans 10 ára Gervinýrnameðferð (blóðsí- un) hefur verið beitt hér á landi í 10 ár. Á þeim tíma hafa verið framkvæmdar 3698 síanir. Þessar síanir skiptast á nær 40 sjúklinga. Talið er að reglu- bundin blóðsíun hafi samtals veitt sjúklingum um 35 lífár. Þá hafa 10 nýru verið grædd í 9 sjúklinga á vegum Scandia- transplant, auk þess sem 3 nýru úr lifandi gefendum hafa verið grædd í sjúklinga. Nýrna- ígræðslur hafa til þessa veitt hérlendum sjúklingum um 30 lífár. Blóðsíun og ígræðsla hafa því veitt íslenskum sjúklingum u.þ.b. 65 lífár. Páll Ásmundsson læknir, sem veitt hefur blóðsíunardeild Landspítalans forstöðu nær öll 10 starfsárin, lét fréttamönnum í té eftirfarandi fréttayfirlit í tilefni af 10 ára starfsferli deildarinnar. Gervinýrameðferð (blóðsíun, hæmodialysis) hefur verið beitt hér á landi í 10 ár. Þann 15. ágúst 1968 var blóðsíun hafin hér á Landspítalanum á tveimur sjúklingum samtímis. Fram til þess tíma hlutu slíkir sjúklingar að deyja á mjög stuttum tíma úr þvageitrun (uræmi). Meðferðin er því beinlínis lífgefandi meðan henni er beitt. Gervinýra kemur á grófan hátt í stað nýrna sem eyðileggj- ast með því að hreinsa úr blóði sjúklingsins úrgangsefni, sum eitruð, sem annars hlaðast upp og draga sjúklinginn til dauða. Skipta má meðferðinni í tvennt. Annars vegar er „krón- isk" reglubundin blóðsíun sjúkl- inga með ónýt nýru. Hér er miðað við 15 meðferðar, 7 tíma í senn. Þess á milli hlíta þeir ströngum mataræðisreglum og heilsufar er mjög misgott. Oft eru þeir þó vinnufærir. Hins vegar eru bráðar (acut) blóðsí- anir í eitt eða nokkur skipti oft til að fleyta sjúklingum yfir tímabundna nýrnabilun. Blóðsí- un á Landspítalanum hefur frá byrjun farið fram i bráðabirgða- húsnæði, sem er ófullnægjandi. Unnið er að viðunandi lausn á húsnæðisvandanum. Lengst af hafa unnið við blóðsíun ein hjúkrunarkona, einn sjúkraliði, einn læknir í fullu starfi og annar í hluta- starfi. Nýlega hefur bæst við annar sjúkraliði. Núverandi nothæfur vélakost- ur er 4 vélar, þar af ein bandarísk (Travenol) og 3 sænskar frá AB Gambro, en þaðan er einmitt fyrsta vélin. Tveimur vélum hefur verið lagt sem slitnum og úreltum, en ein ný vél er í pöntun frá AB Gambro. Nú er því unnt að sía 4 sjúklinga í einu eða 8 sjúklinga alls með fjögurra daga blóðsíun í viku og er það gert. Er þá tækjakostur fullnýttur miðað við núverandi starfslið. Árlegur fjöldi blóðsíana frá byrjun er sem hér segir og telst hvert ár byrja 15. ágúst. Ár 58-69 69-70 70-71 71-72 72-73 Pjðldi síana 199 172 277 347 384 73-74 74-75 75-76 76-77 77-78 232 394 504 542 647 Samtals 3698 síanir. Síanir 10. árið eru meira en þrefalt fleiri en hið fyrsta. Árið '73—'74 fækkar síunum frá árinu áður og stafar það fyrst og fremst af mörgum nýrna- ígræðslum það ár. Þessar síanir skiptast á nær 40 sjúklinga. Af þeim voru 26 í „króniskri" blóðsíun, hjá hinum var um „bráða" meðferð að ræða. Ef sjúklingur í „krón- iskri" blóðsíun þarf 104 síanir árlega má segja að reglubundin blóðsíun hafi samtals veitt sjúklingum um 35 lífár. Fyrsta nýrnaígræðsla í íslenskan sjúkling var gerð seint á árinu 1970. Fyrsti blóðsíunar- sjúklingurinn fékk þá nýra úr bróður sinum og var aðgerðin. gerð á Hammersmith Hospital í London. Nýrað starfar enn með ágætum og gefanda og þiggj- anda heilsast vel. Frá 1971 hafa íslenskir blóð- síunarsjúklingar verið á skrá hjá Scandiatransplant, en það er samnorræn stofnun, sem sér um að finna hentuga þiggjendur þegar nýru úr nýlátnu fólki falla til á Norðurlöndunum. Finnist hentugt nýra í íslenskan sjúkl- ing er flogið með hann til Kaupmannahafnar á Ríkis- spítalann hið bráðasta og þang- að er nýrað einnig sent. Hafi staðið illa á áætlunarflugi héðan hefur varnarliðið hvað Páll Ásmundsson læknir, sem veitir blóðsíunardeild Land- spítalans forstöðu, stendur hér við eitt fjögurra gervinýrna, sem eru á deildinni. Ljó«m., Kristján. eftir annað sent flugvél með sjúklinginn. Velvilji sá, sem við höfum mætt hjá forsvarsmönn- um Scandiatransplants, Ríkis- spítalanum og varnarliðinu er einstakur og mikilla þakka verður. Alls hafa 10 nýru verið grædd í 9 sjúklinga á vegum Scandia- transplants. Fimm þessara sjúklinga hafa enn starfandi nýru. Auk þessa hafa alls verið grædd í 3 nýru úr lifandi gefendum og starfa tvö þeirra enn. Samtals hafa því 7 sjúkl- ingar starfhæf nýru. Nýrna- ígræðslurnar hafa til þessa veitt sjúklingum um 30 lífár og hafa því blóðsíun og ígræðsla saman- lagt veitt íslenskum sjúklingum ca. 65 lífár. Fjölgun nýrnaígræðslna og batnandi árangur af þeim hefur takmarkað blóðsíuþörfina. Þótt allmargir íslenskir sjúklingar hafi hlotið ígræðslu fjölgar enn blóðsíunarsjúklingum og er útlit fyrir að svo verði um sinn. Þjónusta þessi er dýr en beinlín- is lífgefandi. í velmegandi vel- ferðarþjóðfélagi kemur vart annað til greina en að sinna sómasamlega þörfum þeirra tiltölulega fáu sjúklinga sem um er að ræða. Safnið kemur af f jalli á leið í réttirnar. Ljóem. Sig. Sigm. Stóðréttir íBiskupstungum Hér hristir ein merin strákana af sér og stekkur út úr almenningnum. UNDANFARIN ár hafa hross aðeins verið rekin á tvo sunnlenzka afrétti, þ.e. Hrunamannaafrétt og Biskupstungnaafrétt. Fer þeim hrossum fækkandí sem rekin eru til f jalls og voru nú í sumar aðeins rekin 80 hross á Hrunamannaafrétt frá 7 bæjum. Ganga þau frjáls á fremri hluta afréttarins. Biskupstungnamenn reka sín hross á afgirt svæði í Hvítárnesi og voru þau í sumar um 180 frá 14 bæjum. í fyrstu leitum er þeim hleypt úr girðingunni í Hvítárnesi og sótt inn fyrir afréttargirðinguna sunnu- daginn eftir réttir. Að þessu sinni réttuðu Biskups- tungnamenn sunnudaginn 17. september og þar var líf í tuskunum eins og oftast vill verða í stórréttum. 0. 0. Sig. Sigm. Skoða þarf mörkin áður en dregið er í dilka, en það getur kostað sína fyrirhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.