Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 33 + Miklar vonir eru sagðar bundnar við næstu kvik- mynd sem Anthony Quinn leikur í. Er hún gerð eftir sögu frá Mexico, eftir Oscar Lewis og heitir „The Children of Sanchez". Er þar sögð saga fátækrar fjölskyldu, sem telur alls 11 manns. Hafði höfundurinn búið um árabil hjá þessari fjölskyldu áður en hann skrifaði sögu hennar. Varð þessi bók metsölubók á sínum tíma. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Hall Bartlett. Er þegar farið að spá þessari kvikmynd mest eftirsóttu verðlaununum í kvikmyndaheiminum, Oscar-verðlaunum. Myndin er auðvita af Anthony Quinn úr áður nefndri mynd. ^.^^fetowöj^ÍKv + Þessi brezka kona Josie Woolam Jones kom um daginn til Torino á ítalíu, en hún haföi fengið leyfi til þess fyrir 23 árum að snerta lfkklæði Krists, sem varðveitt eru í borginni, í þeirri von að fá bata, eh hún þjáist af alvarlegum beinasjúkdómi. Er hún ein af mjög fáum sem fengið hafa leyfi Vatikansins, til þessa. Eru líkklæðin nú til sýnis í Dómkirkjunni í Torino og er myndin tekin af Josie fyrir framan kirkjuna, en með henni er fyrrum flugforingi úr brezka flughernum, R.A.F. Hún kvað ekkert kraftaverk hafa gerst, en að sjá klæðin og snerta þau hafi aukið lífsþrek sitt, þrátt fyrir sjúkdóminn. Klæðin verða til sýnis í rúman mánuð nú í þriðjaskiptið á þessari öld. En nú eru liðin 400 ár frá því þau voru flutt frá Frakklandi til Torínóborgar. Á fyrstu 18 dögunum komu rúmlega milljón manns til að votta lfkklæðunum virðingu sína. Steypujárns- rennilokar síöulokar keilulokar vinkillokar m/flöngsum stærðir 40-200mm J SuíurJandsbraut 10. simar 38520—31142. ~ + Til vinstri á myndinni má sjá stórstyrnið John Travolta frá Hollywood, ásamt yinkonu sinni Marilu Henner. Er hann kom til London á dögunum ætlaði þar allt af göflunum að ganga er hann birtist á torginu Leicester Square. Þar áttu lífverðir hans fullt í fangi með að bjarga honum úr klóm kvenþjóðarinnar, en í hrifn- ingu sinni, og geðshræringu og nýrnaslappleika, leið yfir allmargar konur. Myndin er tekin er líf- verðirnir brutu Travolta og vinkonu hans braut í gegnum mannþröngina að dyrum kvik- myndahússins „Empire Theater". Þar fór fram frum- sýning á mynd hans „Grease", og ferðin til Lundúna farin í þeim tilgangi að vera viðstadd- ur frumsýninguna. Þegar Travolta var kominn í örugga höfn i bíóinu sagði hann við blaðamenn að hann hefði ekki séð hann öllu svartari fyrr. • Maðunnn ^r ^ -.:cZ> Blaðamaðurinn Alf Matsson virðist hafa horfið á ferðalagi í Búdapest, og Martin Beck rannsóknarlögreglumanni er falið það vandasama og við- kvæma verk að leita hans þar. Alf Matsson bjó eina nótt á farfuglaheimili, flutti síðan á hótel, fór eftir hálftíma út í borgina — og hvarf. Hótellyk- illinn fannst daginn eftir. Vegabréf hans, föt og farangur eru enn á hótelinu. Enginn véit hvað af honum hefur orðið. Martin Beck ferðast hingað og þangað um borgina, en öll spor virðast enda í blindgötu, hann er engu nær. Glæpasaga hinna vandlátu Samt er hann aldrei einn. Honum virðist veitt eftirför, einhverjum er ekki sama um eftirgrennslanir hans. Þetta er önnur bókin úr sagnaflokknum „Skáldsaga um glæp" eftir hina heimsþekktu sænsku rithöfunda Maj Sjö- wall og Per Wahlöö í þýðingu Þráins Bertelssonar. n Málog ntenning Laugavegi 18. /Vh SJÖMM PIHMtt Maöunnn hvart w <£>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.