Morgunblaðið - 26.09.1978, Side 36

Morgunblaðið - 26.09.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 vIM KArriNU ' ' ÁA' ■> <!l ' /'•v. __ ly>. .0 ^ V'\0/ Já — nei — já — nei — já — nei. — Þú sefur sem sé í baðkarinu en mamma í þínu rúmi! Tókst yður að íinna þennan kynflokk, prófessor? Sofandaháttur eða glannaskapur „Hvers vegna koma svo skyndi- lega upp slysaöldur í Reykjavík? Hvers vegna gerist það svo oft á góðviðrisdögum að árekstrum fjölgar skyndilega? Hvort eru menn sofandi í umferðinni eða glannar? Þessum spurningum er sjálfsagt erfitt að svara og jafnvel þó svör finnist er alls ekki víst að menn séu sammála þeim og því síður sammála um aðgerðir í umferðar- málum eða stefnumörkun. Hvernig á að bregðast við þegar slysum fjölgar skyndilega? A að lækka ökuhraðann, eða á að grípa eingöngu til þess að reka meiri áróður fyrir bættri umferðar- menningu? Því er líka erfitt að svara, en fyrst og fremst verður að vakna, fóik verður að vakna til umhugsunar um það að slys getur borið að hvenær sem er og því er auðvitað skylda að vera ávallt varkár og vakandi í umferðinni. Slysaöldur rísa þegar við sofnum. Allt hefur verið í lagi í umferðinni í langan tíma og síðan gerast óhöppin og valda bæði eignar-, fjártjóni og hörmungum meðal þeirra sem meiðast eða jafnvel látast. Bent hefur verið á að agi í íslenzkri umferð sé hverfandi lítill og er það að mínu viti réttmæt BRIDGE Umsjón: PM Bergsson í úrspilsæfingu vikunnar þarf að ákveða í upphafi vinnings- möguleikana og síðan að reyna þá í réttri röð. Við lítum aðeins á hendur norðurs og suðurs en austur og vestur hafa alltaf sagt pass. Og fyrir þá, sem hafa gaman af að segja á hendurnar má við bæta, að suður gaf. Norður S. K1086 H. ÁKG T. ÁD L. K432 Suður S. ÁDG954 H. 92 T. 54 L. Á86 Við erum með spil suðurs, leikum sex spaða og vestur spilar út trompsjö. Hvernig myndir þú spila spilið? Samningurinn er góður og kannski meiri hætta á að lenda í alslemmunni. En við sjáum einn tapslag í laufi og hugsanlega annan í tígli. En eigi vestur bæði hjartadrottningu og tígulkóng eru þrettán slagir upplagðir. Við hugsum þó ekki um það. Reynum heldur að vinna spilið með nokkru öryggi. Möguleikarnir eru þrír og við hugsum okkur auðvitað að reyna þá alla sé það nauðsynlegt. Við höfum þegar nefnt hjarta- drottningu eða og tígulkóng á hendi vesturs og þriöji mögu- leikinn er, að laufin skiptist 3—3. En það sem ræður, er að þessir þrír möguleikar séu reyndir í réttri röð. Eftir að hafa tekið trompin af höndum andstæðing- anna tökum við á hjartakóng. Spilum síðan laufi á ásinn og svínum hjartagosanum. Takist það er spilið búið. En komi í ljós, að austur á drottninguna reynum við næst laufið. Segjum að hann spili laufi. Borðið fær slaginn, látum lauf í hjartaásinn og trompum lauf. Þá kemur í ljós hvort laufin falla en þá yrði þrettánda laufið tólfti slagurinn. En reynist annarhvor and- stæðinganna hafa átt aðeins tvíspil í laufinu verðum við að setja traut okkar og hald á tígulsvíninguna, þriðja og síðasta möguleikann. ©P4B 7 ^ 7766 I I I I COSPER Hva. ... er þetta eigin rauðvínsframleiðsla? — Hélt þetta væri hvítöl! Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 75 þetta eitur í sig. sagði læknir- inn — er engin björgun og ekkert mótefni við því. Fólk deyr áður en liðin er ... — En ég vil ekki deyja! hrópaði hún. — Heyrið þið það! Ég vil ekki deyja! — Hjálpaðu okkur þá. sagði Christer sefandi. — Þú leynir okkur enn einhverju og meðan þú gerir það vofir líka hætta yfir þér. Manneskjan sem framdi morðið fyrir tuttugu og fimm árum ga-ti reynt að koma þeim fyrir kattarncf sem talin væri ógna örygginu sem hugs- anlegt vitni. — Já. já. sagði hún óróleg. — En þú verður að hjálpa mér. Ég veit alls ekki... — Jú. þú veizt. sagði Christ- er. — Þegar ég byrja að leggja fyrir þig spurningar mínar, þá muntu sjá að þú átt ekki í ncinum vandra-ðum með að gefa svör við þcim. Svo mótaði hann spurningar sínar hægt og rólega og allir viðstaddir héldu niðri í sér andanum. - IIVERS VEGNA VAK MATTI SANDOR MYRTUR? - HVER VAR ÁSTÆÐA ÞESS AÐ IIANN VARD ALLT í EINU ÓGNUN FYRIR YKK- UR? - IIVAÐ VISSI MATTI? - HVAÐ SÁ MATTI? Með fjórðu spurningunni hitti hann í mark. AHt í einu vaknaði þokukennd skynjun Nönnu Kösju til lífsins. — Hann opnaði umslagið... sagði hún. — Og hann sá hvað var í því! 19. KAFLI HVERNIG DÓ MATTI? Skyndilega töluðu þau hvert upp 1 annað. — Það kemur bara alls ekki heim. sagði Judith Jernfeldt. — Ja. nú lízt mér á. sagði Scverin la‘knir. — Hvað sagði ég ekki. sagði Rolle Norell. — Ilann var sem sagt réttur og sléttur þjófur. — Nei. það er að minnsta kosti ekki satt. hrópaði Klcm ens upp yfir sig. Ekki MATTI. En lögregliforinginn sneri sér vinalega að þessu nýja vitni sínu og sagði. — Og umslagið? Ertu þar með að gefa í skyn að um sé að tefla peningaumslagið sem hvarf frá Móbökkum. — Já. kannski það. sagði Nanna Kasja hikandi. — En þá vissi ég ekki um þjófnaðinn á Móhökkum. En umslagið var brúnt og úttroðið af seðlum. — Ilvað sagði Matti Sandor þegar þú uppgötvaðir þetta? — Ekkert... Hann sá... mig ckki. — Sá hann þig ekki? — Klukkan var svo margt. sagði hún afsakandi. — Og ég var líka á sokkaleistunum. — Andartak. sagði Christer. — Hvenær var þetta. — Sunnudaginn sem Zachar- ias dó? Hún reyndi enn að væta skradþurraf varirnar. Svo reyndi hún að halda áfram. — Nei. nei. Það var viku síðar. Ég hafði haft móður þína og Lisu Billkvist í kvöldverð hjá mér og Matti hafði líka fengið heimsókn. Þessara skötuhjúa þarna. Hún kinkaði kolli til hinna nýtrúlofuðu og sagði illkvittn islega. — Og þau æptu og görguðu þannig að ég hef aldrei heyrt unnað eins og ég varð íorvitin. — llvað gerðir þú? — Ég krddist inn um eldhús- dyrnar hjá honum. Þegar þau voru farin og ég ætlaði að forvitnast um hvað þau hefðu verið að rífast um. — Og var hann þá cinn? — AJeinn? Til að byrja með stóð hann við kommóðuna og horfði á umslag en svo gekk hann að borðinu og settist. Hann hélt á hnífi í hendinni og hann virtist ákaflega hugsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.