Morgunblaðið - 26.09.1978, Page 37

Morgunblaðið - 26.09.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ábendinK- Talaö er um að hver og einn vilji halda rétti sínum í umferðinni til streitu og skamm- ast er yfir því. En hvers vegna kemur fyrir að menn vilja halda rétti sínum? Er það ekki vegna þess að aðrir „svína“ eða ætla að gera það? Bendir það ekki til þess að þeir hinir sömu séu lítt eða ekkert agaðir í umferðinni? Að mínu viti er betra að mörgu leyti að vera frekar stífur í umferðinni en ekki, það verður að sýna ákveðni en auðvitað líka tillits- semi um leið. Sem dæmi niá nefna að ég hef séð það koma fyrir að fólki sem hyggst fara yfir svo mikla umferðargötu sem Mikla- brautin er hefur beinlínis verið hleypt yfir götuna án þess að það sé statt á gangbraut. Hvaða heilbrigðum ökumanni dettur slíkt í hug? Og hvaða heilbrigðum gangandi vegfaranda dettur í hug að ætla yfir Miiubraut einhvers staðar langt frá umferðarljósum og gangbrautum og það um fimmleytið þegar umferðin er sem mest? En þetta hefur nú samt gerst og mildi var að ekki var ekið yfir viðkomandi. Þetta myndu sumir hafa kallað tillitssemi, að hleypa vesalings vegfarandanum yfir götuna, en ég kalla þetta agaleysi og það þarf að uppræta. Erfitt er að segja hvort sé betra í umferðinni glannaskapur eða sofandaháttur. Vitað er að aftan- ákeyrslur eru meðal algengustu árekstra og má ekki segja að þeir stafi einatt af sofandahætti og því að menn hafi of stutt bil milli ökutækja. Þó held ég að sofanda- hátturinn vegi þyngra á metunum, því að menn horfa yfirleitt ekki lengra fram en sem nemur einni til tveimur bíllengdum og vita því ekki hvort bílarnir sem eru þar fyrir framan kunna að hafa stöðvað af einhverjum ástæðum. Auðvitað er glannaskapur ekki heldur góður í umferðinni en þó má segja að þeir sem e.t.v. aka stundum á efri hraðamörkunum fylgist betur með umferðinni og séu árvakrir vegna þess að þeir þurfi að flýta sér og því komi síður nokkuð fyrir þá í umferðinni. En þetta eru sjálfsagt umdeildar skýringar og væri fróðlegt að heyra álit manna í umferðarmál- unum álmennt talað. Ökumaður í Reykjavík.” Þessir hringdu . . . • Ódæðisverk Sveinn Sveinssom „Ódæðisverk eru mörg. Til dæmis er ódæðisverk að etja saman atvinnurekanda og at- vinnuþiggjanda, við þurfum hver á öðrum að halda. Ég hefi reynsl- una, ég hef búið við sárustu fátækt og einnig við atvinnuleysi, ég vil ekki skipta á kjörum mínum þá og nú. Mér hefur aldrei liðið betur en nú, undir stjórn þeirra manna sem ég riú er hjá. Ég hef áður unnið undir mjög góðri stjórn annarra en nú þeirri beztu. Ég hef verið betlandi um vinnu og ég hef veitt vinnu, svo að ég veit hvað ég er að tala um. Þið sem hafið það að iðju að spilla milli okkar atvinnuveit- anda og atvinnuþiggjanda athugið hvað þið eruð að aðhafast, opnið augun og lítið með skynsemi á hvað þið gjörið. Eflum dáð og drengskap, sjáum þá hvort vort elskaða land rís ekki uppúr því endemisfeni sem það nú er í vegna óviturra stjórnenda. Island lengi lifi með Guðs hjálp“ SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson A alþjóðlega skákmótinu í Hastings um síðustu áramót kom þessi staða upp í viðureign sovézka stórmeistarans Sveschnikovs, og Englendingsins Webb, sem hafði svart og átti leik. 32. ... Hb2+! 33. Kfl - Rb3! 34. Bxb2 - Rd2+ 35. Ke2 - Hh2+ 36. Ke3 - Rfl+ 37. Kf3 - cxb2 38. Hb3 Rd2+ og hvítur gafst upp. ísraelski stórmeistarinn Dzindzihashvili, sem nýlega fluttist frá Sovétríkjunum, sigraði á mótinu. Hann hlaut 10lÆ vinning af 14 mögulegum. Næstur kom Petrosjan með 9'/2 v. • Nýstárleg þjónusta Barnafjolskyldai — Við viljum fá að þakka fyrir ágæta þjónustu sem við nutum hjá Hótel Esju, þegar við fórum út að borða með börnin, en þar var þeim gefinn kostur á ókeypis máltíð, þ.e. upp að 10 ára aldri. Það er ekki oft sem maður mætir þannig þjónustu og því finnst mér ástæða til að þakka fyrir. Þarna var líka margt fólk svo greinilegt var að margir kunnu að meta hana. • Tillitssemi Jóhann. — Sem dæmi um óvenjulega tillitssemi sem ég varð vitni að nýlega langar mig til að segja að kona nokkur var að þvo gólf í anddyri fjölbýlishúss og inn kem- ur kona og þegar hún sér að konan er að þvo gólfið spyr hún hvort hún megi ekki þurrka af fótunum á tuskunni hjá henni. Þetta fannst mér svo óvenjuleg tillitssemi að ég vildi aðeins fá að segja frá henni, því ábyggilega er það oftar gert að vaða yfir fólk sem er að gera hreint á svona stöðum en hitt að svona tillitssemi sé sýnd. 24 þúsund félags- menn innan Kven- félagasambandsins 13. formannafundur Kvenfélaga- sambands íslands var haldinn að Hallveigarstöðum dagana 2. og 3. september s.l. Sátu hann 18 formenn héraðssambanda af peim 22 sem rétt eiga á setu par. Kvenfélögin innan K.í. eru nú 249 og samanlögð félagatala beirra rétt um 24 púsund. Gefnar voru skýrslur um störf K.í. og aðildarsambandanna. Á vegum K.í. er starfrækt leiðbeiningarstöð og einnig gefur félagið út fræðslurit um ýmis hagnýt efni auk tímaritsins Húsfreyjunnar sem kemur út fjórum sinnum á ári. K.í. er aðili að Húsmæðrasambandi Norðurlanda og Alþjóðasambandi húsmæðra. Fundarkonur nutu gestrisni forseta- hjónanna, formanns Bandalags kvenna í Reykjavík og menntamála- ráðherra. Á fundinum voru samþykktar ýmsar áskoranir og voru fundarkonur einnig hvattar til að efla innan Kvenfélag- anna baráttu gegn ofnautn áfengis. Meöal annars skoruðu fundarmenn á ríkisstjórnina að finna viðeigandi lausn á verðlagsmálum íslendinga viðeigandi lausn á verðlagsmálum íslendinga og búa þannig um hnútana að hagur seljenda veröi mestur af því að gera sem hagstæöust innkaup og selja vöruna á hagstæöara verði en nú tíðkast. Fundarmenn hvöttu einnig íslenzkar ullarverksmiðjur til að merkja vörur sínar þannig að Ijóst væri hvaöa hráefni væri í þeim. Fundurinn skoraði á viðskiptaráðu- neytið að setja lög um merkingar á vörum úr íslenzkri ull og fagnaði því að viðskiptaráðuneytið hefði ákveðið hömlur á útflutning á lopa og fteiri ullarefnum. Fundarmenn hvöttu ríkis- stjórn (slands til að hraða flutningi frumvarps um þriggja mánaða fæð- ingarorlof handa öllum íslenzkum konum. Einnig lýsti fundurinn áhyggj- um sínum yfir versnandi verzlanaþjón- ustu. Stjórn Kvenfélagasambands íslands skipa: Sigríöur Thorlacius formaður, Sigurveig Sigurðardóttir varafor- maður og Margrét S. Einarsdóttir meðstjórnandi. . ©anédkóli 0i"urhr (dfyákommnm „DANSKENNSLA“ í Reykjavík — Kópavogi — Hafnarffirði. Innritun daglega kl. 10—12 og 1—7. Börn- ungl.- fullorönir (pör eöa einst.) Kenni m.a. eftir Alþjóöadanskerfinu, einnig fyrir: BRONS — SILFUR — GULL. „ATHUGIГ, ef hópar, svo sem félög eöa klúbbar, hafa áhuga á aö vera saman í tímum, þá vinsamlega hafiö samband sem allra fyrst. — GÓÐ KENNSLA — ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 41557. blaðburðarfólki Austurbær: Laugavegur 1-33, Skólavöröustígur Baldursgata Sóleyjargata Skúlagata Laugarásvegur 38 - 77 Vesturbær: Kvisthagi, Miöbær, Hjaröarhagi I og II. Brávallagata. Skerjafjöröur /sunnan flugvallar Uppl. í síma 35408.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.