Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 Tveir hrydju- verkamenn handsamaðir Lögreglumaður féll í bardaganum Dortmund. 25. september. AP. YFIRVÖLD haía nú fært sönnur á að annar hryðju- verkamannanna, sem lög- reglan náði eítir æðisgeng- inn skotbardaga á sunnu- daginn, er Angelika Speit- el, en hún er ein úr hópi þeirra v-þýzku hryðju- verkamanna, sem lögregl- an hefur lagt hvað mest kapp á að handsama und- anfarna mánuði. Speitel er grunuð um hlutdeild í þremur mannránum og morðum í Vestur-Þýzka- \- L# -£. Veður víða um veröld Akureyri 6 skýjao Amstardam 18 skýjað Aþena 26 heiðskírt Barcelona 28 léttakýjao Berlín 18 léttskýjao BtusmI 20 heiðskírt Chicago 27 heíðskírt Frankfurt 25 skýjaö Genf 22 léttskýjað Helainki 9 skýjað Jerúíalem 24 léttskýjað Jóhannesarb. 25 léttskýjað Kaupmannah 17 rigning Lissabon 33 léttskýjað London 23 skýjað Los Angeles 41 heiðskírt Madrid 30 léttskýjað Malaga 25 heióíkírt Mallorca 26 skýjao Miami 30 rigning Moskva 6 heiðskírt NewYork 21 heiðskírt Ósló 9 skýjað París 27 léttskýjað Reykjavík 9 skýjað Rio 0« Janeiro 29 léttskýjao Rómaborg 20 heiðskirt Stokkhólmur 13 léttskýjað Tel Aviv 26 léttskýjað T6ký6 27 heiðskírt Vancouver 19 skýjao Vínarborg 20 heiðskírt landi í fyrra, en jafnframt hefur hennar verið leitað í sambandi við morðtilraun og þátttöku í skotbardaga í Haag í september í fyrra. Með handtöku hennar er tala hættulegustu hryðju- verkamanna á faralds fæti komin niður í þrettán, en um síðustu áramót birti lögreglan lista yfir tuttugu slika. Speitel náðist ásamt vitorðs- manni sínum, Michael Knoll, eftir að lögreglan kom að þeim ásamt félaga þeirra þar sem þau voru að skotæfingum í skógi einum í nágrenni Dortmund. Fólkið var vopnað vélbyssum og er lögreglu- mennina bar að, var ekki beðið boðanna, heldur skotið óspart. Urðu afleiðingarnar þær að einn lögreglumaður lét þegar lífið, en annar særðist lífshættulega. Sem fyrr segir náðust þau Speitel og Knoll, en félagi þeirra komst undan, og er hans nú leitað ákaft. Angelika Speitel, sem er 23 ára, er talin hafa verið í vitorði með Siegfried Haag, sem kom fyrir rétt í Stuttgart á mánudaginn var, sakaður um að hafa skipulagt árásina á v-þýzka sendiráðið í Stokkhólmi fyrir þremur árum. Hún er meðal annars talin hafa komið við sögu í sambandi við ránið og morðið á Hanns-Martin Schleyer, formanni v-þýzka vinnu- veitendasambandsins. Rústirnar í Tabas. Unnið er að því dag og nótt að slétta yfir verksummerkin, og er leitinni að lifandi fólki nú hætt. Ungbarn fannst á lífi eftir viku í rústunum í skjóli látinnar móður Teheran. 25. sept. AP. SJÖ manns. þar af tvö ung- börri. íundust í rústum í Tabas í Iran um helgina, viku eftir að jarðskjálftinn mikli lagði borg- ina í rúst. Annað barnið var fimm mán- aða drengur, og lýsti björgun- armaðurinn aðkomunni með þessum orðum: „Barnio lá við hlið látinnar móður sinnar og teygði varirnar að brjósti hennar. eins og til þess að reyna að sjúga. en hún hlýtur að hafa látið lífið daginn sem jarðskjálftinn varð. Armur hennar lá yfir barninu, en það virðist hafa orðið drengnum til bjargar að hann skorðaðist í dyrastaf og varð ekki fyrir braki." Hitt ungbarnið var ársgömul stúlka. en hún bjargaðist ásamt þremur öðrum fjöl- skyldumeðlimum. sem voru svo heppnir. ef hægt er að tala um heppni í þessu sambandi. að lenda í námunda við kæliskáp þar sem hægt var að ná í mat og drykk. Björgunarmenn telja nú full- víst að 25 þúsund manns hið fæsta hafi farizt í þessum náttúruhamförum, en jarð- skjálftinn mældist 7,7 stig á Richterskvarða. Opinberar töl- ur, sem birzt hafa, gera ráð fyrir því að látizt hafi um 15 þúsund manns og 3 þúsund hafi slasazt. Ósamræmi í tölum stafar ef- laust af því að björgunarmenn eru enn að störfum í rústum Tabas og um það bil 100 nærliggjandi þorpa. Björgunar- menn segjast vera hættir að leita að lifandi fólki í rústunum. Börnin tvö, sem fundust á föstudaginn, eru bæði vel á sig komin eftir atvikum og er talið að þau muni ná sér til fullnustu. Norskur sjávarútvegur í þörf fyrir milljarð í ríkisstyrk 6sló. 25. september. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. EIGI kaupgjald í sjávarútvegi að haldast óbreytt þurfa norskir sjómenn að fá um einn milljarð norskra króna í ríkisstyrk. Ekki er talið að árið 1978 verði neitt gullár fyrir sjómenn og samtök þeirra hafa nú birt tölur, sem taka af tvímæli um að rýr aflabrögð og brigðull markaður hafa í för með sér gífurlegt tekjutap fyrir f jölda sjómanna. þess að í odda skerist milli sjómannasamtakanna og stjórn- arinnar á næstunni. Svo alvarlegur hefur aflabrest- urinn orðið, jafnframt því sem markaður hefur brugðizt, að eigi tekjumarkið að nást er nauðsyn- legt að grípa til nýrra styfkja, að því er framkvæmdastjóri sjó- .mannasamtakanna, Viggo Jan Olsen segir. Telur hann að ástandið sé mjög alvarlegt, og muni það koma niður á þúsundum sjómanna. Ríkisstjórnin ákveður hvert verða muni framlag hins opin- bera til sjávarútvegs á árinu 1979, en víst má telja að í samræmi við ákvarðanir um verðstöðvun og takmörk á launahækkanir muni það verða af skornum skammti. Óslóar-blaðið Aftenposten hefur það eftir áreiðanlegum heimild- um að sjómenn ætli að neita þátttöku í viðræðum um ríkis- styrkinn gangi ríkisstjórnin til þeirra með „óraunhæfan ramma" í huga, og bendir því ýmislegt til Frakkland: Schreiber féll Nancy, Frakklandi,25. sept. Reuter. FRANSKI stjórnmálamað- 17.000 manns mótmæltu byggingarframkvæmdum á svæði víkíngabyggðar Dúblin, 25. sept. Reuter. UM 17.000 írar fóru í mikia göngu um götur Dublin í dag til að mótmæla fyrirhuguðum byggingarfram- kvæmdum borgarinnar á svæði því sem víkingar reistu byggð sína á fyrir tæpum 1200 árum. Þessar fyrirhuguðu skrifstofubyggingar borgarinnar eru orðnar það heitt deilumál í landinu að Jack Lynch forsætisráðherra mun taka það sérstaklega fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Borgaryfirvöld í Dublin hafa skrifstofuhúsnæði sitt á. þessu sagt að þau hafi ekki til neinna svæði þar sem önnur heppileg annarra ráða að grípa en að svæði séu ekki fyrir hendi. byggja níu milljarða króna Segjast borgaryfirvöld vera undir miklum þrýstingi frá starfsmönnum sínum sem dreifðir séu á 29 stöðum um borgina. Hóta borgarstarfs- mennirnir að grípa til aðgerða verði ekki skjótt reist nýtt húsnæði yfir þá þar sem núver- andi skrifstofuhúsnæði sé ekki mönnum bjóðandi. Skipuleggjendur göngunnar í dag sögðu að hún hefði verið sú stærsta frá því að írar mót- mæltu brezkum yfirráðum í landinu 1913. Dagblöð öll í Dublin hafa snúist gegn borgar- yfirvöldunum og hvöttu Lynch í dag til að banna byggingarfram- kvæmdirnar. Þá virðast borgar- yfirvöld ekki einhuga í málinu, því að níu borgarfulltrúar tóku þátt í göngunni í dag. Talið er að norrænir víkii gar hafi reist byggð sína á umde ilda svæðinu við höfn Dublin irið 800. Fornleifarannsóknir hf' 'ust á svæðinu árið 1969 og hafs þar fundist leifar múrs frá 11. öld m.a. Reyna fornleifa- fræðingarnir nú að fá stjórnvöld til að lýsa svæðið þjóðgarð. urinn Jean-Jacques Servan Schreiber féll í dag í aukakosningum fyrir stál- verkamanninum Yvon Tondon sem hann sigraði naumlega í þingkosning- unum í marz siðastliðnum. Litið er á ósigur Schreiber sem áfall fyrir efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Segja kunnugir að ein- göngu hafi verið kosið um efnahagsstefnuna í auka- kosningunum, því að and- stæðingur Schreibers hafi verið lítt þekktur stjórn- málamaður. Efnt var til aukakosning- anna þar sem úrslitin í marz voru dæmd ógild á þeirri forsendu að Schreiber hafi haldið uppi kosninga- áróðri á kjördegi, en slíkt er bannað í Frakklandi. Hlaut Schreiber 22 atkvæði um- fram andstæðing sinn í marz, en Tondon hlaut nú um 55% atkvæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.