Morgunblaðið - 26.09.1978, Page 39

Morgunblaðið - 26.09.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 39 Flugslysid í Kaliforníu í gær: Eitt alvarlegasta flugslys sögunnar ÁREKSTUR þotunnar og flugvélarinnar í dag er næst mannskæðasti árekst- ur flugvéla í lofti. Mann- skæðasti árekstur tveggja flugvéla var áreksturinn á Kanarí-eyjum 27. marz 1977, en sá árekstur varð reyndar á jörðu niðri. Hér á eftir fer listi yfir nokkra mannskæðustu árekstra flugvéla í lofti. Þann 10. september 1976 rákust saman júgóslavnesk leiguflugvél af gerðinni DC-10 og Trident þota British Airways í nágrenni Zagreb í Júgóslavíu. Létu 176 manns þá lífið. Þann 30. júlí 1971 flaug japönsk orustuþota á japanska áætlunar- flugvél yfir japönsku ölpunum nærri Honshu og létu 162 manns lífið. Þann 9. september 1969 rakst lítil flugvél á DC-9 þotu flugfélags- ins Allegheny nærri Indianapolis í Bandaríkjunum og létu 83 manns lífið. Þann 19. júlí 1967 rákust saman Boeing-727 þota Piedmont flugfé- lagsins og einkaflugvél og létust þá 82 manns. Þánn 1. febrúar 1963 rákust saman flugvél tyrkneska lofthers- ins á Viseount vél líbansks flugfé- lags, með þeim afleiðingum að 95 manns týndu lífi. Þann 16. desember 1960 rákust saman DC-8 vél United Airlines á Super Constellation flugvél TWA yfir Staten Island í Bandaríkjun- um og fórust við það 134 manns. Þann 25. fcbrúar 1960 rákust saman flugvél frá bandaríska sjóhernum og DC-3 flugvél REAL-flugfélagsins nálægt Rio de Janeiro og fórust þá 61 manns. Þann 30. júní 1956 rákust saman Super Constellation vél frá TWA og DC-7 flugvél United Áirlines með þeim afleiðingum að 128 manns fórust. Slysið átti sér stað yfir Stóragili (Grand Canyon) í Arizona. Þann 11. ágúst 1955 rákust saman tvær flugvélar bandaríska flughersins yfir Edelweiler í Vest- ur-Þýzkalandi og létust 66 manns. Þann 27. mars 1952 rákust tvær sovéskar flugvélar saman yfir Tula flugvellinum í nágrenni Moskvu með þeim afleiðingum að 70 manns týndu lífi. Þann 1. nóvember 1949 rákust saman bólivísk orustuvél og DC-4 flugvél Eastern Airlines yfir flugvellinum í Washington D.C. í Bandaríkjunum með þeim afleið- ingum að 55 létu lífið. Flugslysið í Kaliforníu — Kolsvartur reykur stígur til himins frá flaki þotunnar, sem hrapaði til jarðar í íbúðarhverfi við San Diego i gær, eftir árekstur við litla einkavél af gerðinni Cessna 150. (Símamynd ap> , ,Fólk lá eins og hráviði um allt” Lýsingar sjónarvotta á flugslysinu í Kalifomíu ERLENT „ÉG LEIT til himins og sá flugvélarnar tvær nálgast flugvöllinn. Fyrr en varði rákust vélarnar saman og gaus eldur samstundis upp,“ sagði Eugene Burch einn sjónarvotta að árekstri Boeing-727 þotu flugfélagsins Pacific Southwest og litillar Harðar regl- ur um barna- vagna London, 25. sept. Reuter. BREZKA stjórnin tilkynnti í dag að samdar hefðu verið strangar reglur varðandi ör yggi barnavagna og munu þær Kanga í gildi um næstu áramót. Sala vagna sem ekki uppfyila skilyrðin verður bönnuð. í reglunum er m.a. kveðið svo á að barnavagnar skuli sér- staklega hannaðir með tilliti til hæfni þeirra í umferðinni. Einkum verður bremsu- og fjöðrunarbúnaður vagnanna svo og beygjuhæfni þeirra, að uppfylla ákveðin skilyrði. Talsmaður stjórnar Callag- hans sagði í dag að í flestum tilvikum slösuðust börn í barnavögnum fyrir það að þau féllu út úr vögnunum. Cessna 150 flugvélar, í San Diego í gær. Fleiri sjónarvottar voru að slysinu. „Þotan virtist vera að reyna að lenda. Allt í einu hrapaði hún og ég sá, að eldur gaus upp hægra megin í vélinni. Þotan hrapaði lóðrétt til jarðar og mikill eldur og mikill svartur reykur gaus upp, þegar þotan lenti á húsunum,“ sagði John Ed- gington, starfsmaður verkalýðssambands, en hann var á leið til vinnu sinnar þegar slysið varð. „Ég heyrði sprengingu, leit þá ti! himins og sá þá þotu PSA steypast til jarðar í ljósum logum. Þotan kom niður um blokkarlengd héðan. Sprenging kvað við þegar þotan skall til jarðar og svartan reyk lagði upp. Þetta var hræðilegt að sjá,“ kjökraði Henrietta Fairman, en hún bjó í því hverfi, sem þotan hrapaði niður í. Önnur kona sagðist hafa heyrt þrjár sprengingar og þegar henni varð litið út um eldhúsglugga sinn, sá hún þotuna hrapa örskammt frá. „Ég sá mannslíkama hrapa til jarðar og kom hann niður á hús nágranna míns,“ sagði Louella Saunders. Rúður titruðu í húsum í hverfinu, er sprengingarnar urðu. Maður að nafni Sam Rush kom að húsi systur sinnar, Darlene Watkins og fann hana látna, en brak úr þotunni hrapaði á hús hennar. „Lík systur minnar lá þarna kolbrennt. Hún var hræði- lega illa farin,“ sagði Sam með grátstafinn í kverkunum. Annar maður i hverfinu, Will Mogle var skelfingu lostinn er hann kom út úr húsi sínu. Hann leitaði konu sinnar í húsinu en fann ekki. Hins vegar fann lögreglan lík manns í húsi Mogle, sem augljóslega hafði fallið úr annarri hvorri flugvél- inni. Michael Guss sjúkraliði lýsti því hvernig mannslíkami hentist í gegnum bílrúðu og varð konu, sem bílnum ók, og barni hennar að bana. Slökkviliðsmenn, sem á staðinn komu, kváðust aldrei hafa séð neitt þessu líkt. „Fólk liggur eins og hráviði út um allt og einstakir líkamshlutar eru á víð og dreif," sagði einn slökkviliðsmannanna. Flóttamenn á eyðieyju: Fá að dvelja til bráða- birgða í Indónesíu Jakarta. 25. sept. Reuter. RÚMLEGA eitt þúsund af víet- nömskum flóttamönnum sem dvelja á óbyggðu indónesísku eyjunni Pengibu eftir hrakningar á hafi, verður leyít að dvelja til bráðabirgða í Indónesíu eða þar til að þeir hafa fengið leyfi til að setjast að í öðrum löndum. að því er talsmaður hersins skýrði frá í Ósamkomulag um síldveiði í Eystrasalti Varsjá, 25. sept. Reuter. VESTUR-ÞYZKALAND og Dan- mörk neituðu í dag að fallast á að sfldveiðikvóti landanna í Eystrasalti yrði skertur frá því sem verið hefur. að því er segir í fréttum af fundi Eystrasaltsfisk- veiðinefndarinnar^ sem nú er haldinn í Varsjá. A fundi nefnd- arinnár náðist samkomulag um bristlingsveiðar þeirra landa sem liggja að Eystrasalti, en ekkert samkomulag varð um þorskveiðar. Aðild að Eystra- saltsnefndinni eiga Austur og Vestur-Þýzkaland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Pólland og Sovétríkin. Fimm þessara ríkja höfðu komið sér saman um nýja síldveiðikvóta, en Danir og V-bjóðverjar höfnuðu því sam- komulagi, en þar var gert ráð fyrir því að kvóti þessara landa skertist um hálft prósent heild- araflans, en kvóti Svíþjóðar og Finnlands stækkaði úr 38 í 42 af hundraði heildaraflans. dag. Verða flóttamennirnir á næstunni fluttir í bráðabirgða- húsnæði á Vestur-Balimantan (Borneo). Areiðanlegar heimildir í Kuala Lumpur sögðu í dag að stjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu hefðu gefið flóttamannaaðstoð Samein- uðu þjóðanna loforð um að flótta- mennirnir fengju að setjast að í löndunum tveimur. En áður en af því verður munu flóttamennirnir dvelja í Indónesíu og hafa stjórn- völd þar tekið að sér að fæða og klæða flóttamennina. Eins og fram hefur komið í fréttum í Mbl. hröktust flótta- mennirnir í rúmlega viku á litlum flutningabáti á Suður-Kínahafi. Þeir flýðu frá heimalandi sínu á litlum fiskibátum og urðu á vegi flutningabátsins Suðurkrossins undan ströndum Thailands. Námu flóttamennirnir land á eynni Pengibu fyrir helgi eftir að stjórnvöld í Malasíu og Singapúr höfðu neitað að taka við þeim á þeirri forsendu að þar væru fyrir of margir flóttamenn frá Indónes- íu. Módirin lézt en keisaraskurdur bjargaói baminu Cardiff. 25. sept. AP. ATTA marka stúlkuharn náðist lifandi með keisaraskurði hálftíma eftir að móðirin lét lífið í bifreiða- slysi í Cardiff á laugardaginn var. Móðirin. Karen Brown. var komin átta mánuði á leið. Ilún varð fyrir stórum flutningabíl þar sem hún var á leið heim til sín á reiðhjóli. Hún lézt samstundis. en la'knar telja barnið lífvænlegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.