Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 40
 • AUiJ.ÝSINÍÍASIMINN BK: S—t-3 ZZ4oU / 3H*rnwiWtit>i?> ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 FALLBYSSUKÚLUSPRENGJUR fundust í Reykjavík laust fyrir kl. 15 í gærdag og tók lögreglan þær í sína vörzlu og lét eyðileggja þær. Fundust sprer.gjurnar við skúr á lóðinni nr. 59 við Laugaveg, (bak við Kjörgarð). Ljósm. Kristján. Sprengikúlur í húsasundi TVÆR sprengjur fundust í hús- porti við Laugaveg nr. 59 í Reykjavík í gærdag, en sprengjur þessar eru taldar vera fallbyssu- sprengikúlur frá stríðsárunum. Var farið með sprengjurnar út fyrir borgina og þær eyðilagðar, en þær höfðu að nokkru leyti verið virkar. Ekki er vitað hvernig kúlur þessar hafa komizt á þann stað sem þær voru. Fjórir piltar komu á aðalstöð lögreglunnar við Hverfisgötu um 3-leytið í gærdag og sögðust hafa séð stór skot við skúr á lóð nr. 59 við Laugaveg og fór lögreglan þegar á staðinn ásamt piltunum og athugaði fundinn. Að sögn lögregl- unnar lágu sprengjurnar ofanjarð- ar og virtust ekki hafa komið upp á yfirborðið við neins konar jarðrask eða frostlyftingu. Sprengjurnar, sem eru 47 cm langar, voru teknar og fluttar upp á Sandskeið þar sem lögreglan eyðilagði þær og notaði til þess sprengiefni. Sagði lögreglan að svo hefði virzt sem þær hefðu að einhverju leyti verið virkar. Ekki er vitað hvernig sprengj- urnar hafa komizt í umrætt húsaport, en málið er nú í rannsókn. Beinir lögreglan þeim tilmælum til fólks að verði það vart einhvers konar menja frá stríðsárum, að það fari varlega og geri þegar viðvart, þar sem oft geta t.d. sprengjur verið virkar þó langt sé liðið. Iþróttasamvinnusamningurinn við Sovétríkin: Ráðuneyti og íþrótta- forystu ber ekki saman „Samningurinn óhagkvæmur íþróttahreyfingunni" „ÞAÐ KOM okkur á óvart, er við heyrðum um að undirritaður hefði verið samningur um samskipti á sviði íþróttamála við Sovétríkin, og við höfum ekki fengið að sjá drög að samningnum eins og ráðuneytið heldur fram," sagði Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær og taldi hann samninginn ekki aðgengilegan fyrir íþróttahreyfinguna að því er varðar f jármálahlið hans. Dali, Chqgalog Miro tilíslands UM 70 listaverk eftir listmálar- ann Dali eru nú komnar til landsins og verða þær á sýningu á Kjarvalsstiiðum á vegum Konráðs Axelssonar sem einnig hefur tryggt sér sýningar á verkum hinna heimskunnu lista- manna Chagal og Miro og reikn- ar hann með að setja þær sýningar upp hérlendis á næsta ári. Dali sýningin sem nú-er komin til landsins kemur frá Noregi en hér er um sölusýningu að ræða sem sýningaraðilar í nokkrum löndum standa að og er Konráð í samvinnu við þá. Hér er um að ræða grafiskar myndir eftir Dali og m.a. þurrnálarmyndir, en hver mynd kostar 80—400 þús. kr. Eru þær í takmörkuðu upplagi, áritaðar af Dali og númeraðar. Aðspurður um það hvort engin olíumálverk eftir Dali væru á þessari sýningu svarði Konráð því að þau væru svo dýr að jafnvel aðeins tryggingargjaldið væri svimandi hátt, en hann kvað hinar eldri myndir Dalis seljast á allt að 35—50 milljónir króna. Sýningin á verkum Dalis verður frá21—31. október. í frétt menntamálaráðuneytis- ins segir, að í frétt Morgunblaðs- ins af þessu máli gæti misskiln- ings, þar sem sagt hafi verið, að samningurinn hafi ekki verið gerður í samráði við íþróttahreyf- inguna. Hinn 18. desember 1975 hafi verið fundur með fulltrúum frá íþróttanefnd Sovétríkjanna og hafi þar verið á fundinum forséti ÍSÍ og formaður UMFÍ ásamt fulltrúum nokkurra sérsamtaka. Síðan hafi drög að samningunum verið send ÍSÍ, UMFÍ og íþrótta- kennarafélagi íslands til umsagn- ar. Gísli Halldórsson segir hins vegar, að ekkert hafi heyrzt frá ráðuneytinu eftir umræddan fund. Þá sagði Valdimar Örnólfsson formaður íþróttanefndar ríkisins, að sér hefði komið á óvart, að undirritun samningsins hafi farið fram, hann hefði átt von á að heyra nánar um málið, áður en til þess kæmi, þó að það snerti ÍSÍ vissulega meira. Samningurinn við Sovétrík- in og nánar um samráð við íþróttahreyfinguna er birt á bls. 5. Hallærisplanið: Þriðjungur unglinga utan Reykjavíkur UM þriðjungur þeirra unglinga sem safnast saman á Hallærisplan- inu svokallaða um helgar, er búsettur utan Reykjavíkur, ef marka má könnun sem Útideild Gleðitíðindi úr umferðinni á Stór-Reykjavíkursvæðinu: Fyrsta slysalausa helgin í langan tima Takmarkið er að halda áfram á sömu braut SÍÐASTA helgi var slysalaus í umferðinni á Stór-Reykjavíkursvæðinu og að sö'gn lö'greglunnar er langt síðan hún gat síðast fært landsmönnum slík gleðitíðindi. Varðstjórar lögreglunnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sógðu það greinilegt að þau hörmulegu slys, sem orðið hafa í umferðinni upp á síðkastið, hefðu skotið íólki skelk í bringu og það gætti sín betur í umferðínni en áður. Hvöttu varðstjórarnir ökumenn og gangandi vegfarendur tii þess að halda áfram á sömu braut. Morgunblaðið mun á næstu dögum fylgjast með árekstrum og slysum í umferðinni og birta daglega fréttir fóiki til upplýsingar og hvatningar um að fækka slysum i umferðinni. Eyþór Magnússon, aðalvarð- stjóri í fjarskiptastöð lögregl- unnar í Reykjavík, veitti Mbl. þær upplýsingar í gær að 9 árekstrar hefðu orðið í Reykja- vík á laugardaginn, 10 árekstrar á sunnudaginn og 10 árekstrar höfðu orðið frá miðnætti í fyrrinótt til klukkan 22 í gær- kvöldi. Ekkert slys varð í umferðinni í Reykjavík um helgina. „Við erum greinilega á réttri leið og því ber að fagna. Þetta er bezta helgin í langan tíma," sagði Eyþór. Eðvarð Ármannsson varð- stjóri í Kópavogi sagði að þar í bæ hefðu orðið tveir árekstrar á laugardag og sunnudag og einn útafakstur. I gær varð enginn árekstur. Eðvarð sagði að und- anfarnir mánuðir hefðu verið mjög góðir umferðarmánuðir í Kópavogi og sér virtist að september ætlaði að verða bezti mánuðurinn í mörg ár. Loks ræddi Mbl. við Jakob Sigmarsson varðstjóra hjá lög- reglunni í Hafnarfirði. Þar urðu 4 árekstrar um helgina en engin slys frekar en í Reykjavík og Kópavogi. Sagði Jakob að merkja mætti greinileg bata- merki á umferðinni og væri það mjög gleðilegt. Samkvæmt þessu eru vegfar- endur á réttri leið. Tekst okkur að halda sama striki? Því mun Mbl. svara á næstu dögum. Æskulýðsráðs og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur létu gera á samsetningu hópsins dagana 6. og 7. júní síðastliðinn. Mjög fáir unglinganna reyndust vera úr Árbæjarhverfi, margir úr Breiðholti, en langstærsti hópurinn reyndist vera annars staðar að úr Reykjavík. Um 15% unglinganna reyndust vera úr Kópavogi, eða álíka margir og úr Breiðholti. Um það bil 67% unglinganna reyndust vera á aldrinum 15, 16 og 17 ára. Stúlkur virðast koma yngri á svæðið en piltar, en síðan fækkar þeim verulega þegar þær hafa náð 17 ára aldri. Fjölmennasti aldurshópur pilta er hins vegar 17 ára, og allmargir þeirra eru orðnir 18 ára, en 18 ára stúlkur eru hins vegar mjög fáar. Eins og fyrr segir var þessi könnun á vegum Útideildar gerð dagana 6. og 7. júní í sumar, og að sögn forráðamanna deildarinnar hlýtur könnunin að teljast áreiðan- leg heimild um samsetningu hópa á ákveðnum stöðum og tíma, og niðurstöður hennar, skoðaðar í því ljósi, að vera áhugavert innlegg í umræður um ferðir unglinga innan Stór-Reykjavíkursvæðisins og veru þeirra í miðborg Reykjavíkur. Lögð er áhersla á að könnunin nær aðeins yfir eitt kvöld og eina nótt, og ber að meta niðurstöður hennar eftir því. í umrætt skipti var fjöldi unglinga í miðborginni um 700 þegar mest var, en það var á tímabilinu frá 24 til 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.