Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 Sígaretta olli slysi SIGARETTA varð þess valdandi að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í gærmorjíun og urðu af- leiðingarnar þær að bif- reiðin skall á ljósastaur og ungbarn. sem sat í fram- sæti. skaddaðist á andliti. Slysiö varð um áttaleytið í gærmorgun. Bifreiðinni var ekið austur Álfaskeið í Hafnarfirði. Kona ók bifreiðinni oj; i farþega- sæti við hlið hennar sat önnur kona með ungbarn, 1 'k árs jíamlan drenf;. Móðirin kveikti sér í síjjarettu og missti hana svo á fíólfið milli framsætanna. Konan sem ók beygði sig niður til þess að ná í sígarettuna en við það missti hún stjórn á bílnum og hentist hann upp á gangbraut og skall þar á ljósastaur. Við áreksturinn kastaðist barnið i framrúðuna og skaddaðist í andliti. Var það flutt Riffillinn ónothæfur Akureyri. 2fi. septemher. GUNNAR Árnason. kaupmaður í Sportvöruvérzlun Brynjólfs Sveinssonar h.f. á Akureyri. hefur beðið um að þess yrði getið. að lásinn á riffli þeim. sem sagt var frá í blaðinu í dag og stolið var úr verzlun hans. hafi ekki verið í hyssunni og hún hafi því verið algjiirlega ónothæf. Venja er að taka lása úr öllum rifflum. sem eru til sýnis og sölu í verzluninni og sérstakar gikk- la-singar eru á öllum haglabyss- um. sem þar eru. — Sv. P. á slysadeild Borgarspítalans til aðgerðar og frekari rannsóknar. Konurnar sluppu án meiðsla en bíllinn, sem er nýlegur Toyotabíll, skemmdist mikið. Y iðskiptaráðherra: Fer ef kortin verda sýnd Ef’ I>AÐ er meiningin að vera hér í einhverjum kortaleik þá er ég farinn og verð ekki með í þessum þætti. sagði Svavar Gestsson. viðskiptaráðherra. efnislega. rétt áður en sjón- varpsþáttur um verðlagsmál hófst í sjónvarpinu í fyrra- kvöld. I>ar voru madtir til leiks. auk ráðherrans og Georgs Ólafssonar. verðlagsstjóra. Þorvarður Eiíasson frá Verzl- unarráði Islands. Einar Birnir frá Fél. ísl. stórkaupmanna og Kjartan P. Kjartansson frá Samb. ísl. samvinnufélaga. Áður en ráðherra kunngjörði andstöðu sína við notkun sam- anburðarkorta, sem Þorvarður Elíasson, viðskiptafræðingur, hugðist nota til skýringar í þættinum, hafði stjórnandinn, Guðjón Einarsson ekki amast við birtingu slíkra kprta innan ákveðins fjölda samtals. Eftir að afstaða ráðherrans varð kunn fékkst hinsvegar ekki samkomulag um notkun sam- anburöarkorta Þorvarðar, nema með takmörkunum á heimildarkortum fulltrúa FÍS. Niðurstaðan varð sú að aðeins voru sýnd í þættinum 3 saman- burðarvfirlit frá fulltrúum SÍS og FÍS. Frá slysstaðnum á Álfaskeiði. Eins og sjá má fór bfllinn fyrst upp á gangstéttina og síðan á staurinn og má það teljast mikil mildi að enginn var þarna á gangi þegar óhappið varð. Utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ: Hin eiginlega landhelgi færð úr 4 mílum í 12 Hvetur til fundar háttsettustu stjórnmálaleið- toga til að finna lausn á hafréttarmálinu RÍKISSTJÓRNIN mun beita sér fyrir heildarlög- gjöf um landhelgismál og mun sú löggjöf færa al- menna lögsögu Islendinga, hina eiginlegu landhelgi, úr 4 sjómflum í 12 mflur. Þetta kom fram í ræðu Jarðefnaiðnaður h.f.: Hyggjast flytja út tvær millj- ónir lesta af Kötluvikri árlega TV.ER milljónir lesta af Kötlu- vikri verða fluttar út árlega. ef gaði efnisins verða nægjanleg. og ef tekst að koma því í skip á fljótvirkan og hagkvæman hátt. Það er fyrirtækið Jarðefnaiðnað- ur h.f. sem vinnur að þessum útflutningi. en markaðssvæðið verður aðallega Þýskaland. Kaupandi er þegar fyrir hendi. enda er mikill skortur á hráefni af þessu tagi víða í Evrópu. Nýlega var stofnað fyrirtækið Jarðefnarannsóknir h.f., en það er sanieign Jarðefnaiðnaðar h.f. og fjögurra þýskra fvrirtækja. Eiga Þjóðverjar samtals 48% af hlutafé Jarðefnarannsókna. Gert er ráð fyrir því, að rannsóknum, sem endanlega skera úr um hvort af útflutningi vikurs- ins getur orðið, verði lokið fyrir mitt árið 1979. Að sögn forsvarsmanna Jarð- efnaiðnaðar verður það mikill tekjuauki fyrir þjóðarbúið ef Kötluvikur verður verðmæt út- flutningsvara. Þá stendur einnig til að kanna Hekluvikur og fá úr því skorið hvernig best megi nýta hann á heimamarkaði og til útflutnings. Þá vinnur fyrirtækið að rann- sóknum á framleiðslu steinullar. Er ekki talinn vafi á því að hráefni til slíkrar vinnslu er hér fyrir hendi, en til þess að framleiðsla af því tagi geti orðið hagkvæm þarf ársframleiðslan að vera um 15 þúsund smálestir. Er jafnframt unnið að markaðskönnun fyrir steinull erlendis, en innlendur markaður er aðeins 2 til 3 þúsund tonn á ári. Enn má nefna að félagið kannar hvort hagkvæmt sé að flytja stuðlaberg úr landi, en mikil eftirspurn er eftir því erlendis, sem og hrafntinnu, sem mikið er til af í óbyggðum landsins. Formaður Jarðefnaiðnaðar h.f. er Ingólfur Jónsson, Hellu. Benedikts Gröndals, utan- ríkisráðherra, á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í gær, og gat hann þess að þessi löggjöf mundi verða til meðferðar í ríkisstjórn og á Alþingi innan skamms. Ekki hefur áður verið greint frá þessari fyrirætlan stjórnvalda en í New York hefur utanríkisráðherra átt viðræður um þessi mál við Hans G. Andersen, sendiherra og aðalfulltrúa íslands á hafréttar- ráðstefnunni, og falið honum að undirbúa hina væntanlegu heild- arlöggjöf um þetta efni. I ræðu sinni í gær vék Benedikt Gröndal einnig að því hversu hægt hafréttarráðstefnunni miðaði og hvatti til þess að fjallað yrði um þetta mál á hæsta pólitíska vettvangi til að raunverulegur árangur næðist. Tilnefningum lokið í yísitölunefndina Fyrsta álit skal liggja fyrir 20. nóvember Af þessu tilefni hafði Mbl. tal af Henrik Sv. Björnssyni, ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu, og leitaði nánari skýringa á ummæl- um utanríkisráðherra. Varðandi fyrra atriðiö sagði Henrik Sv. Björnsson, að athugun á útfærslu hinnar almennu lögsögu væri enn á byrunarstigi og þar af leiöandi ekki komnar mótaðar hugmyndir um framkvæmdaatriði, en hann kvaðst þó gera ráð fyrir að við útfærslu hinnar eiginlegu land- helgi yrði miðað við sömu grunn- línupunkta og núverandi fiskveiði- lögsaga væri miðuð við, þannig að 12 mílna landhelgin yrði samsvar- andi gömlu 12 mílna fiskveiðilög- sögunni. Þetta hefur í för með sér að flóar og firðir hér við land lokast t.d. fyrir erlendri herskipa- umferð. Varðandi hitt atriðið hvað utan- ríkisráðherra ætti við með að hafréttarmálið yrði tekið til um- fjöllunar á hæsta pólitíska vett- vangi kvað Henrik utanríkisráð- herra eiga þar við fund háttsett- ustu stjórnmálaleiðtoga — þ.e. fund utanríkisráðherra og jafnvel fund þjóðarleiðtoga til að útkljá þetta vandasama mál. V eggskr ey tingar á Laugardalsvelli BORGARRAÐ heíur fjallað um tillögu að veggskreytingu í íþróttaleikvanginum í Laugar- dal. þ.e. á vesturvegg stúkunn- ar sem snýr út að Reykjavegi. Borgarstjóra var falið að ganga til samninga við lista- mennina Gest Þorgrímsson og Sigrúnu Guðjónsdóttur. Gestur sagði í samtali við Mbl.. að skrcytingin væri tölu- vert fyrirferðarmikil enda væri veggrýmið ærið — 5x80 mctr- ar. Engu að síður yrði skreylingin tiltiilulega ódýr og verkið unnið á 4 árum. Gert va-ri ráð fyrir að hún byggðist á leirmyndum sem festar væru á álpliitur en myndirnar sýndu á stílfærðan hátt íþróttafólk í leik. LOKIÐ er tilncfningu fulltrúa launþega. atvinnurekenda og ríkisvalds í nefnd þá. sem ríkis- stjórnin hefur skipað til að gera tillögur um endurskoðun viðmið- unar launa við vísitiilu. cn tillög- urnar eiga að miða að því að draga úr verðbólguáhrifum af víxlgangi í verðlags- og kaup- gjaldsmájum gg stuðla að tekju- jöfnun. í fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram, að nefndin skal hraða stiirfum sín- um eftir því sem kostur er og liigð er áherzla á að skilað verði fyrsta áliti fyrir 20. nóvemher. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hef- ur Jón Sigurðsson, hagrannsókna- stjóri, verið skipaður formaður nefndarinnar en nefnd ráðherra, sem ríkisstjórnin hefur sérstak- lega falið að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins, mun fylgjast með störfum nefndarinnar en í henni eiga sæti þeir Tómas Árnason, fjármálaráðherra, Svav- ar Gestsson, viðskiptaráðherra og Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra. Af hálfu aðila vinnumarkaðar- ins hafa eftirtaldir aðilar verið tilnefndir í nefndina: frá Alþýðu- sambandi íslands þeir Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur, og Eð- varð Sigurðsson, formaður Dags- brúnar, frá Vinnuveitendasam- bandi íslands þeir Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, og Jónas Sveinsson, hagfræðingur, frá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna Júlíus Kr. Valdi- marsson, framkvæmdastjóri, frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Haraldur Steinþórsson; framkvæmdastjóri, frá Bandalagi háskólamanna Jónas Bjarnason, formaður bandalagsins, frá Far- manna- og fiskimannasambandi íslands Ingólfur Ingólfsson, for- maður sambandsins, og frá Samn- inganefnd ríkisins í launamálum Þorsteinn Geirsson, skrifstofu- stjóri. Saltsíld- ardeild stofnuð Sj ávarútvegsráðuneytið hef- ur gefið út reglugerð um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins. Með reglugerð þessari hefur verið stofnuð ný deild við sjóðinn, saltsíldardeild, segir í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu. Saltsíldardeildin er stofnuð í samræmi við 3. gr. laga nr. 2 frá 9. febrúar 1978, um ráð- stafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Islands um breyt- ingu á gengi íslenskrar krónu. I stjórn deildarinnar eiga sæti fulltrúi frá Félagi síldar- saltenda á Norður- og Austur- landi, fulltrúi frá Félagi síldar- saltenda á Suður- og Vestur- landi auk fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og ríkisvaldsins. ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.