Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 1 1 H ver tekur vid af Kekkonen? l'rho Kekkonen hefur verið sameininKartákn Finna og kjölfesta í finnskum stjórnmálum í 22 ár og nú er farið að gæta í Finnlandi nokkurs ótta við það sem kann að gerast þegar tímabili Kekkonens lýkur. Að vísu er stutt síðan Kekkonen var endurkjörinn til sex ára.eftir setningu laga sem gerðu það kleift. En nú þegar eru hafnar vangaveltur um, hvort Kekkonen sé fullfær til að gegna embættinu út kjörtímabilið og hvað rnuni geta gerzt ef hann fellur skyndilega frá. Astæðan til þessara vangaveltna er sú að greinileg aldursmerki má nú sjá á Kekkonen, þeim gamla íþrótta- manni sem hefur verið talinn íntynd finnskrar hreysti. Hann hefur tölu- vert látið á sjá á undanförnum tveimur til þrernur árum, eða eins og vinir hans segja: „Hann er ekki veikur, en langt frá því að vera eins hraustur og hann var áður." Forsetinn er 78 ára gamail og mikil persónuleg völd hans og áhrif eiga sér nánast enga hliðstæðu í hinum vestræna, lýðræðislega heimi. I utanríkismálum eru völd forsetans því sem næst takmarkalaus sam- kvæmt finnsku stjórnarskránni. Kekkonen hefur líka sjálfur mótað finnska utanríkisstefnu í megin- atriöum og er þekktur um allan heim fyrir þann sérstaka hæfileika sinn að haida jafnvægi milli austurs og vesturs. Enginn krónprins I Finnlandi Kekkonens hefur hins vegar ekki rúntast nokkur „krón- prins" eða arftaki sem gæti tekið við stjórnartaumunum þegar Kekkon- ens nyti ekki lengur við. Kekkonen hefur alltaf gætt þess að halda keppinautum um forsetaembættið í hæfilegri fjarlægð með því að beita þeim gífurlegu áhrifum sem hann hefur í finnska stjórnmálakerfinu. Stundum hefur hann gert þetta með aðferðum, sém þættu framandi í öðrum löndum, eins og þegar hann birtir einkabréf, sem hann hefur sent valdantiklum stjórnmálamönn- unt og hafa að geyma ráðleggingar nánast í ntynd fyrirskipana. En Kekkonen getur ekki verið forseti til eilífðarnóns og þótt staða hans í finnsku stjórnmálalífi auki jafnvægi þess getur hún einnig verið veikleiki að vissu leyti. Ekki er á allra færi að hafa eins nána samvinnu við Rússa en vera um leið eins fastur fyrir gagnvart þeim og Kekkonen. Til þess þarf raunveru- lega stjórnvizkuhæfileika og þeir verða ekki til á einni nóttu. Kekkon- Urho Kekkoneni Ellin segir til sín. en hefur haldið þannig á samband- inu viö Rússa, að ekki er ráðrúnt til róttækra breytinga á finnskri utan- ríkisstefnu. Vestrænir sérfræðingar halda því fram að Finnland geti hæglega orðið annað Ungverjaland eða Tékkóslóvakia ef landið hverfur frá þeirri stefnu að vera háð Sovétríkjunum. Af þessum sökurn hefur Kekkonen verið þannig lýst að finnska þjóðin telji hann „nauðsyn- legan frernur en æskilegan." Þrír líklegir Eins og sakir standa korna þrír menn helzt til greina í forseta- embættið: Ahti Karjalainen, Jo- Ahti Karjalainen> Oí Rússahollur. hannes Virolainen og Maunó Koi- visto. sem eru allir fyrrverandi forsætisráðherrar. Karjalainen og Virolainen eru úr Miðflokknum. en Koivisto er sósíaldemókrati. Allt frá stofnun finnska lýðveldisins hefur Miðflokkurinn verið áhrifamestur í stjórn iandsins og kunnugir telja að sú skipan muni halda áfram þar sem flestir virðast almennt geta sætt sig við hana. Þetta ntælir gegn Koivisto. Staða Koivistos er líka erfið innan flokks sósíaldemókrata, en hann nýtur mikillar hylli almennings. A hinn bóginn hafa bæði Karja- lainen og Virolainen orðið fyrir Mauno Koivisto. Of áhrifalítill. gagnrýni. Virolainen er talinn alltof vestrænn i skoðunum og það er ekkert ieyndarmál að samband hans við Rússa er stirt og kuldalegt. þótt þáð sé kurteislegt á yfirborðinu. Karjalainen er aftur á móti talinn alltof hlynntur Rússum í stefnu sinni. Staða hans í finnskum stjórn- málum veiktist verulea 1971 þegar hann reyndi að tryggja sér pólitíska valdaaðstöðu sem aðeins Kekkonen gæti skákað. forsetanum til mikillar grentju. gamt sem aöur er Karja- dainen talinn koma helzt til greina nú sem stendur sem forseti þegar Kekkonens nýtur ekki lengur við. Vestfjarðameistari á síðasta ári varð Sigurður Ólafsson t.h. 30 keppendur í Vestf jarðamóti í skák Vestfjarðamótíð í skák var haldið hér í Bolungarvík um síðust helgi. Keppt var í þremur flokkum, í meistaraflokki voru 16 keppendur í unglingaflokki voru 7 keppendur og í barnaflokki voru 7 keppendur. Það var skáknefnd Ungmenna- félags Bolungarvíkur sem sá um undirbúning og framkvæmd þessa móts. Urslit mótsins urðu sem hér segir. I meistaraflokki urðu þeir efstir og jafnir, Bjarni Hjartarson U.M.F.B. Þor- steinn Þorsteinsson U.M.F.B. og Sigurður Ólafsson Stefni Suður- eyri, en hann var Vestfjarðameist- ari 1977. Þessir þrír munu tefla til úrslita síðar um titilinn skák- meistari Vestfjarða. Ungligameistari Vestfjarða varð Halldór Grétar Einarsson í 2.-4. sæti urðu Júlíus Sigurjónsson, Benedikt Einarsson og Falur Þorkelsson. I barnaflokki urðu úrslit þau að Vestfjarðameistari barna varð Ólafur Jens Daðason; í öðru sæti varð Þorsteinn Hjálmarsson og í 3.-4. sæti urðu þeir Halldór Brynjólfur Daðason og Kristján Heiðar Pálsson. Mótinu lauk svo með því að keppt var um titilinn hraðskákmeistari Vestfjarða, en þar sigraði Daði Guðmundsson U.M.F.B. Undanfarin ár hefur verið tölu- vert skáklíf hér í Bolungarvík. I dag eru það um 25—30 manns sem iðka skák að staðaldri hér í Bolungarvík. Gunnar. Þingmenn frá Nato-ríkjum í heimsókn IIÓPUR þingmanna frá nokkrum ríkjum Nató hafa verið á ferð hérlendis. en þetta er árleg ferð þingmannasambands Natoríkja. sem farin er í þeim tilgangi að ■kynna sér hin ýmsu Natoríki. í ferðinni. sem staðið hefur yfir síðan á sunnudag fyrir rúmri viku hefur verið komið til Noregs. Svíþjóðar. Danmerkur. Frakklands og íslands og er ferðinni heitið héðan til Bret- lands og lýkur þar á föstudags- kvöld. en þátttakendur eru rúm- lega 20. Að sögn Ólafs G. Einarssonar sem átti þátt í að undirbúa móttöku þingmannanna hér á landi, var í gærmorgun haldinn fundur þar sem Henrik Sv. Björns- son ráðuneytisstjóri sagði frá utanríkismálum og Ólafur Davíðs- son hjá Þjóðhagsstofnun greindi frá efnahagsmálum og utanríkis- verzlun. í hádeginu í gær þágu þingmennirnir hádegisverð á Þingvöllum í boði Alþingis og í gærkvöldi boð utanríkisráðherra í ráðherrabústaðnum. Þátttakendur í þessari þing- mannaferð eru frá öllum ríkjum Nato nema Frakklandi og Banda- ríkjunum og Islendingar eru ekki með í för nema hvað snertir móttökurnar hérlendis. I dag kynna þingmennirnir sér starfsemina á Keflavíkurflugvelli og halda héðan í kvöld áleiðis til Bretlands. JTTá Timburverzlunin ▼ VÖIundurhf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.