Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 15 Jafnaðarmenn og vinstri í Danmörku komnir í hár saman Kaupmannahöfn — 26. septombor — Frá Erik A. Larson fróttaritara Morgunblaðsins STJÓRNARFLOKKARNIR tveir, Jafnaðarmannaflokkurinn og Vinstri flokkurinn, eru strax komnir á hár saman. og ástæðan er sú að á landsfundi Vinstri flokksins hældi hinn nýkjörni formaður, sem jafnframt er utanríkisráðherra í samsteypustjórn flokkanna. Anker Jörgensen forsætisráðherra fyrir að hafa sýnt Alþýðusambandinu og formanni þess. Thomas Nielsen, í tvo heimana. V-Þýzkaland: Fimm hreinsaðir af áburði um njósnir Karlsruhe. V Þýzkalandi. 26. september. Reuter — AP. KURT Rebmann saksóknari Vestur-Þýzkalands hreins- aði í dag fimm háttsetta embættismenn af áburði um að þeir væru viðriðnir njósnamál sem fyrir skömmu kom upp í landinu. Meðal fimmmenninganna eru þeir Uwe Holtz þingmaður. hægri hönd Egons Bahr flokksleiðtoga sósíaldemókrata, og Joachim Broudre-Gröger. Anker Jörgensen forsætisráð- herra segir að yfirlýsingar Henn- ing Christophersens séu bæði ósmekklegar og tilhæfulausar. Ekki er útlit fyrir að þetta mál verði til þess að rjúfa stjórnar- samstarfið, en vafalaust verður afleiðingin sú að Anker Jörgensen fær einstaka ráðherra til að stuðla að samheldni stjórnarinnar. Landsfundur eins fjölmennasta stéttarfélagsins innan Alþýðusam- bandsins, félags danskra málm- smiða, hófst á sunnudaginn var og þar kvaðst Anker Jörgensen vona að fljótlega tækist að jafna ágreininginn milli Jafnaðar- mannaflokksins og verkalýðsfélag- anna, því að hvorugur aðilinn gæti verið án hins. Fram kom á fundinum að ekki yrði lagt til að vinnutími málmsmiða yrði styttur og lét formaðurinn, Georg Poul- sen, þau orð falla í því sambandi að málið væri ekki svo einfalt að 10% stytting vinnutíma, sem orðuð hefur verið, mundi hafa það í för með sér að 10% fleiri málmsmiðir en nú eru við störf hefðu atvinnu. Samningaviðræður um kaup og kjör eru enn ekki hafnar í Danmörku en bæði danska Vinnu- veitendasambandið og Alþýðu- sambandið munu ganga til þeirra á sama hátt og jafnan áður, — að vísa á bug hvors annars kröfum. Samningaviðræður milli launþega, vinnuveitenda og ríkisstjórnar munu hefjast eftir að þing kemur saman að nýju, fyrsta þriðjudag í október. Veður víða um veröld Akureyri 5 skýjað Amsterdam 15 skýjaó Apena 28 léttskýjað Barcelona 25 lóltskýjað Berlín 16 léttskýjað Brussel 18 skýjaó Chicago 20 heiðskírt Frankfurt 26 léttskýjað Genf 22 léttskýjaö Helsinki 8 léttskýjaó Jerúsalem 28 léttskýjað Jóh.borg 25 léttskýjaó Kaupm.höfn 12 lóttskýjað Lissabon 32 léttskýjað London 19 léttskýjað Los Angeles 42 heiöskírt Mardíd 25 heiðskírt Malaga 25 heiðskírt Miami 29 rigning Moskva 10 skýjað New York 23 heiðskírt Ósló 15 léttskýjað París 23 skýjað Reykjavík 9 skýjað Rio De Janeiro 30 léttskýjað Rómaborg 23 léttskýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Tel Aviv 28 léttakýjað Tókýó 27 skýjað Vancouver 16 léttskýjað Vinarborg 24 léttskýjað Vegna áburðarins var efnt til umfangsmikillar rannsóknar í málinu, en Rebmann sagði að þær hefðu leitt það eitt í ljós, að mennirnir fimm hefðu allir hrein- an skjöld. „Það kom ekkert í ljós sem bent gæti til þess að Holtz hefði gefið kommúnistum leynileg- ar upplýsingar. Hins vegar kom í ljós að rúmenskur diplómat í sendiráði Rúmeníu í Bonn hafði skýrt yfirboðurum sínum rangt frá viðræðum við Holtz um kaupsýslumál, og sagzt þá m.a. hafa rætt um njósnir í þágu Rúmeníu," sagði Rebmann í dag. NORSKA lögreglan hefur gripið til meiri öryggisráðstafana en nokkru sinni fyrr vegna fundar olíumálaráðherra sex Arabaríkja og Bjartmars Gjerde olíu- og orkumálaráðherra Noregs. sem Fimmmenningarnir voru gagðir hafa stundað njósnir í þágu Rúmeníu í Vestur-Þýzkalandi. Ion Pacepa, sem var háttsettur innan rúmensku öryggisþjónustunnar en flýði til Bandaríkjanna í júlí, skýrði frá nöfnum mannanna fimm. Mikið var gert úr máli þessu í fjölmiðlum í Vestur-Þýzkalandi og þingið var kvatt sérstaklega saman þar sem svipta þurfti Holtz þinghelgi svo að hægt yrði að rannsaka hlutdeild hans í málinu. Holtz greiddi sjálfur atkvæði með tillögunni um að hann yrði sviptur þinghelgi í þágu rannsóknarinnar. hefst í Hótel Skandinavíu á mið- vikudagsmorgni. Þar sem hryðjuverkamenn hafa haft arabíska olíuráðherra að skotspæni eru farþegar til landsins látnir gera ýtarlega grein fyrir ferðum sinum og strangur vörður verður við hótelið sem rannsakað hefur verið hátt og lágt. Hliðhollir sameiginleg- um rannsóknum á loðnu- stofni við Jan Mayen Miklar rádstafanir vegna olíuádherra Ósló. 26. september. Frá Jan Erik Laure. íréttamanni Mbl. Ósló. 26. septembor. Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. „VIÐ erum hliðhollir því að um samvinnu verði að ræða milli okkar og íslenzkra starfsbræðra okkar í sambandi við kortlagningu loðnu- stofnsins við Jan Maycn og rann- sóknir á því hve mikla sókn stofninn þolir.“ sagði Johannes Hamre haffræðingur við norsku hafrannsóknastofnunina í dag. þeg- ar hann var spurður álits á þeim ótta íslendinga, að norskir sjómenn stefndu loðnustofninum við Jan Mayen í hættu. „Veiðarnar við Jan Meyen er nýr þáttur í norskum fiskveiðum og höfum við því ekki enn framkvæmt neinar rannsóknir á stofninum þar. Það er hins vegar ljóst, að loðnan, sem nú er veidd við Jan Mayen, hafur alizt upp við strendur íslands," sagði Hamre. Hamre sagði að norskir fiskifræð- ingar teldu ólíklegt, að um annað en samvinnu yrði að ræða milli Norð- manna og Islendinga í sambandi við rannsóknir á loðnunni við Jan Mayen. Hann sagði að ákvörðun þess efnis yrði að líkindum tekin á fundi Norrænu fiskveiðinefndarinnar í Kaupmannahöfn í byrjun október. Kaupmannahöfn. 26. septcmber. Frá Erik A. Larsen. fréttaritara Mbl. DÖNUM verður ekki heimilað að veiða meiri fisk í Eystrasalti á árinu 1979 en þeir veiddu árið 1978, að því er ákveðið var í Varsjá í dag á ráðstefnu um fiskveiðar í Eystrasalti. Þetta þýðir í reynd, að sjómenn Laker fylgdi farþegum til sætis London. 26. sept. Reuter. AP. FYRSTA ferð loftlestar Sir Freddie Lakers á flugleiðinni London — Los Angeies var farin í dag. réttu ári eftir að Laker hóf ferðir fluglestar sinnar til New York. Laker hafði í mörgu að snúast á Gatwick-flugvellinum í morgun, því. hann seldi sjálfur miðana, vísaði síðan farþegunum til sætis og skenkti loks ferðalöngunum kampavín áður en lagt var í loftið. Alls mættu 175 manns til fararinnar og því 170 auð sæti í DC-10 vél hans. Laker hefur flutt um 250.000 manns á flugleiðinni London — New York frá því að lqftlest hans hóf ferðir í fyrra. Fargjaldið með loftlest Lakers er um þriðjungur venjulegs fargjalds á sömu leið. Afli Dana í Eystra- salti ekki aukinn á Borgundarhólmi hafa ekki erindi sem erfiði með aðgerðum sínum í vor þegar þeir lokuðu ýmsum dönskum höfnum til að mótmæla litlum aflakvóta í Eystrasalti. Það eru ekki dönsk stjórnvöld ein sem ákveða aflamagn í Eystra- salti, heldur er EBE einn aðili málsins, Austantjaldslöndin ann- ar og Danmörk, Svíþjóð og Finn- land þriðji aðilinn. Danir geta ekki boðið Austan- tjaldslöndunum neitt í staðinn fyrir auknar veiðar danskra sjó- manna í Eystrasalti. Þá eru önnur lönd EBE andvíg því að Pólverjar fái að veiða í Norðursjónum gegn auknum veiðum Dana í Eystra- salti. Síðasta von danskra sjó- manna um auknar veiðar í Eystrjl- 1 salti á næsta ári er afstaða Svja. Þeir eru reiðubúnir að leyfa meirí . ’ danska sókn á sín yfirráðásvæði ef sjómenn frá sænsku vesturströi inni fái að veiða í dönskum hluta Eystrasaltsins en EBE hefur hingað til verið andvígt því. NEOLT Teiknivélár og teikniborö fjölbreytt úrval Viljum benda sérstaklega á nýju teiknivélina LILLY Sérlega hagkvæm fyrir skóla og til heimanota. ERLENT HALLARMULA 83211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.