Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 100 kr. eintakið. Verðlagsstjóri verð- ur að leggja spilin á borðið Greinargerð verðlagsstjóra á norrænni könnun á innflutt- um vörum til Norðurlanda hefur að vonum vakið mikla athygli. Hún ber með sér, að íslendingar búi við að meðaltali 21—25% óhagstæðara innkaupsverð en aðrar Noðrurlandaþjóðir. Um- reiknað í peninga er hér um ævintýralegar fjárhæðir að tefla og hafa verið dregnar af því ýmsar almennar ályktanir eins og þær, að „almennir neytendur þessara vara hafi greitt fyrir þær milljarða eða jafnvel milljarða tugi króna umfram það sem eðlilegt megi teljast og verði flest önnur auðgunarbrot léttvæg fundin samanborið við innflytj- endahneykslið", eins og í einu strjálbýlisblaðanna segir. Sjálfur hefur verðlagsstjóri lítinn fyrirvara, þegar hann túlkar niðurstöður verðlags- könnunarinnar. Þannig segir hann, að það kerfi, sem nú gildi, „bjóði upp á gróðrarstíu fyrir margs konar spillingu" og „að hið stranga og lítt sveigjanlega verðlagskerfi, sem við búum við, hafi í ýmsum tilvikum haldið álagníngunni á innflutningi svo lágri, að innflytjendur hafi af ráðnum hug gert óhagkvæm innkaup, tekið óeðlilega há um- boðslaun erlendis og/ eða flutt inn í gegnum óþarfa milliliði“. Á hinn bóginn hefur Þorvarður Elíasson framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins vefengt gildi könnunarinnar og m.a. sagt að „hér sé um að ræða niðurstöður, sem verðlagsstjóri hefur búið til og vilji enginn starfsbræðra hans á Norðurlöndum kannast við þær og því hefur verið lýst yfir að ekki sé hægt að reikna út slíkar niðurstöður á grundvelli slíkrar könnunar". í sjónvarpsþætti á mánudags- kvöld, þar sem þessi mál voru til umfjöllunar, upplýstist lítið um þennan kjarna málsins. Bæði verðlagsstjóri og viðskiptaráð- herra þrástöguðust á því, að hin norræna' könnun væri trúnaðar- mál. Þess vegna gætu þeir ekki rætt hana efnislega. Á hinn bóginn kröfðust fulltrúar verzlunarinnar þess, að verðlags- yfirvöld legðu spilin á borðið og upplýstu m.a., um hvaða vöru- merki og vöruflokka væri að ræða. Ef slíkar upplýsingar lægju ekki fyrir, gætu þeir ekki dæmt um réttmæti könnunarinnar, hvað þá brugðizt við henni. Þá vakti eftirtekt, að bæði fulltrúi stórkaupmanna og Sam- oands ísl. samvinnufélaga lögðu -am töflu um verð á ýmsum iðsynjavörum hér á landi og í um Norðurlöndum, þar sem Jtur Islands var allur annar og etri en í hinni norrænu könnun. Þessar upplýsingar virtust koma bæði verðlagsstjóra og viðskipta- ráðherra í opna skjöldu og gátu þeir engar skýringar gefið. Verðlagsstjóri hefur lýst því yfir, að hann hafi birt niðurstöð- ur hinnar umdeildu könnunar til þess að skapa umræður um verðlags- og innflutningsmál. Það er út af fyrir sig gott, en getur ekki orðið undirstaða frjórra og gagnlegra umræðna, nema öll gögn liggi fyrir, nema verðlagsstjóri sjálfur sé reiðubú- inn að leggja fram málefnalegan skerf til umræðnanna. Órökstudd fullyrðing eins og sú, að Samband ísl. samvinnufélaga hafi „arfa- kló“ í sínum garði, að þar sé eitthvað óhreint í pokahorninu, svo aö talað sé tæpitungulaust, er ekki sæmandi embættismanni. Og raunar furðulegt, að hann skuli láta sér detta í hug, að honum haldist slíkt uppi athuga- semdalaust. Um þátt viðskiptaráðherra er lítið að segja. Hann tók þann kostinn að lýsa því yfir, að stjórnmálaskoðanir hans kæmu í veg fyrir, að hann gæti rætt verðlags- og innflutningsmál út frá sjónarmiði frjálsra viðskipta- hátta og var það hreinskilni út af fyrir sig. Áð öðru leyti var framlag hans í umræðunni fjarska lítilfjörlegt. Góð viðskiptakjör eru að sjálf- sögðu eitt veigamesta atriðið til þess að unnt sé að halda uppi þeim lífskjörum hér á landi, sem við sættum okkur við og eru í nágrannalöndum okkar. Það er enginn vafi á því, að óheilbrigðir viðskiptahættir hafa valdið okk- ur ómældu tjóni m.a. vegna þess að hin ströngu verðlagshöft hafa ekki gefið verzluninni svigrúm til að leita beztu kjara. Slíkt hefur kostnað og fyrirhöfn í för með sér, sem innflutningsverzlunin verður að fá uppi borið í álagn- ingtínni. En samþykki verðlags- yfirvalda til slíks hefur síður en svo legið á lausu, og þarf þó enginn að fara í grafgötur um, að verzlunarhættir af því tagi eru þjóðhagslega hagkvæmastir í bráð og lengd. Það er m.a. af þessum sökum, sem brýn nauð- syn er á, að öll álagningar- og innflutningsmál verzlunarinnar séu tekin til gagngerrar endur- skoðunar. Og fyrsta skrefið í þá átt, að um það geti orðið opnar umræður, er það, að verðlags- stjóri birti hina norrænu könnun. Það er krafa hins almenna borgara, að svo verði gert, svo að hægt sé að fá botn í það, hvernig þessi mál standa. Með því að birta niðurstöður könnunarinnar og draga af henni almennar ályktanir hefur verðlagsstjóri gengið það langt, að ekki verður aftur snúið. FLU GMENNIRNIR SÁU HVOR ANNAN VIÐURSTYGGÐ EYÐILEGGINGARINNAR - Þannig var umhorfs á slysstaðnum í miðju íbúðarhverfinu í San Diego í gær — daginn eftir flugslysið mikla — þegar mesta brakinu hafði verið rutt á brott. San Dietfo. 2fi. sept. AP. RANNSÓKN hófst í dag á mesta flugslysi í sögu Bandaríkjanna og reynt verður á fá svör við því hvers vegna Boeing 727 farþcga- þotan og litla Cessna-flugvélin rákust á í góðu skyggni yíir San Diego í gær þótt flugmenn hvorrar flugvélar um sig til- kynntu í talstöð að þeir sæju hina. Yfirvöld segja að að minnsta kosti 150 hafði beið bana í slysinu, að langmestu leyti far- þegar frá Kaliforníu og aðeins einn útlendingur, Arabi frá Kuwait. I Boeing-þotu Pacific Southwest-flugfélagsins (PSA) voru 135 manns og í Cessna-flug- vélinni flugkennari og nemandi hans. Að minnsta kosti 13 biðu bana af völdum brennandi braks úr flugvélinni sem hrapaði á íbúðarhús í San Diego fimm km norðaustur af Lindbergh-flug- velli þar sem-Boeing-þotan ætlaði að lenda. Óttazt er að fleiri lík finnist í rústum húsanna. Talsmaður bandarísku flug- málastjórnarinnar, Bruce Cham- bers, sagði í Los Angeles að flugmenn beggja vélanna hefðu fengið ábendingu um að þær væru staddar á sömu slóðum og að flugmaður hvorrar flugvélar fyrir sig hefði staðfest að hann hefði séð hina. Embættismenn hafa enga skýringu á slysinu á takteinum. Skyggni var 16 kíló- metrar þegar slysið varð. Hljóð- ritanir af samtölum flugvélanna og flugturnsins hafa verið sendar öryggismálayfirvöldum til rann- sóknar. í Washington gagnrýndi for- seti félags atvinnuflugmanna, John O’Donnel, bandarísku flug- málastjórnina fyrir að ýta ekki á eftir smíði viðvörunartækja sem eiga að koma í veg fyrir árekstra flugvéla í líkingu við þann sem varð í gær. Hann sagði í vitnis- burði sem þingnefnd fékk fyrir slysið að slík tæki hefðu verið fáanleg í mörg ár. Hann sagði að félagið vildi að tækjum til að koma í veg fyrir árekstra flugvéla (CASj yrði komið fyrir í flugvél- um svo að flugmenn vissu sam- stundis um yfirvofandi hættu á árekstri. Lögregluforingi, W.T. Brad- bury, sem fór á slysstaðinn sagði að aðkoman hefði verið hræðileg: líkamshlutar út um allt, sumir fastir á veggjum. „Ég vona að ég þurfi aldrei framar að sjá nokkuð þessu líkt,“ sagði hann. Hjálparsveitir unnu að því í alla nótt að skilja sundur líkams- leifar og flugvélarbrak á götun- um. Mörg lík voru sett í gula poka og sett í kælibíla. Prestar tóku þátt í hjálparstarfinu. Ibúarnir í North Park, hverf- inu þar sem flugvélin steyptist til jarðar, hlupu hrópandi út á götu þegar lík og brennandi brak þeyttist til jarðar úr 915 metra hæð. Tíu hús eyðilögðust og tjón varð á sex íbúðum þegar brenn- andi brak breytti heilli götu í logandi víti. Rúmlega 100 slökkvi- liðsmenn tóku þátt í slökkvistarf- inu í hverfinu, sem er að miklu leyti byggt öldruðu fólki. Maður nokkur fann lík systur sinnar, Darlene Watkins, í sviðn- um rústum heimilis hennar og sagði grátandi: „Systir mín liggur þarna og hefur brunnið til bana.“ Irene Jensen kvaðst hafa verið í sturtubaði þegar hún heyrði brakið falla: „Þetta var eins og rigning. Þú heyrðir hana dynja á þakinu." Hún hljóp út að glugga og sá þotuna hafna á húsaröð og hverfa. „Ég heyrði fólk hrópa þegar hún fór fram hjá.“ Swane Gallegos, 20 ára gamall afgreiðslumaður, sagði að flug- vélin hefði stefnt beint á hann. „Hlutar úr flugvélinni æddu gegnum hliðargluggann og fram- rúðuna á bílnum" sagöi Gallegos sem sakaði ekki. „Fyrst heyrði ég mikinn dynk. Ég leit upp og sá stórt gat á skrokki flugvélarinnar hægra megin, aftarlega nálægt stélinu." Engin skýring tiltæk á flugslysinu í San Diego Stór hluti úr öðrum vængnum steyptist til jarðar í garði aðvent- istakirkju í North Park. Neil Stickney eftirlitsmaður sagði að krumpuð skjalataska sem í voru aðeins sex pennar og blýantar hefði hafnað á grasfleti skammt frá. Stickney fann líka gleraugu og brotinn lykil i iyklakippu, sem á stóð „Gibbs flugmiðstöðin“, sem er nafn á fyrirtæki með bækistöð á nálægum flugvelli er átti Cessna-flugvélina. Bill Gibbs, forstjóri félagsins, sagði að nemandinn í Cessna-vél- inni, David Boswell liðþjálfi, hefði verið við framhaidsnám í blindflugi, aðflugi og lendingu. Gibbs sagði að kennari hans, Martin Kazy, hefði ef til vill byrgt Boswell sýn vísvitandi þar sem það væri almennt tíðkað við kennslu í blindflugi, en hann sagði að flugturninn hefði gefið Boswell upplýsingar um aðflugs- leiðina. Hann getur líka hafa verið með hjálm sem byrgir sýn sem er líka venja. „Hann var nákvæmlega þar sem hann átti að vera,“ sagði Gibbs. Flugmaðurinn í Boeing-þot- unni, James McFeron, hafði verið starfsmaður PSA í 17 ár. Þotan var að koma frá Sacramento og hafði komið við í Los Angeles. Talsmenn PSA segja að í þotunni hafi verið 37 af starfsmönnum félagsins, margir þeirra hátt- settir. I þotunni voru einnig nokkrir starfsmenn fylkisstjórn- arinnar. Að minnsta kosti sex voru fluttir í sjúkrahús eftir slysið en starfsmenn Rauða krossins gerðu að sárum annarra á slysstaðnum. Milli 3.000 og 5.000 manns þustu inn á svæðið og heftu för sjúkrabifreiða um tíma unz lögreglan lokaði svæðinu. Níu voru handteknir fyrir gripdeildir og 19 aðrir voru handteknir fyrir ýmsar aðrar sakir. Um 100 landgönguliðar voru kallaðir út til að bægja burtu forvitnu fólki. Talsmaður lögreglunnar segir að margir þeirra sem voru teknir hafi verið unglingar og flestir hafi verið teknir fyrir að taka hluta úr brakinu til að eiga sem minjagripi. En hann sagði að sumir hefðu reynt að hafa á brott með sér skartgripi og úr og önnur verðmæti. Maður nokkur tók lyklakippu sem hann fann á einu líkinu traustataki og nokkrir aðrir reyndu að láta greipar sópa í húsum sem kviknað hafði í. En lögreglutalsmaðurinn sagði að flestir viðstaddra hefðu komið vel fram og rétt hjálparhönd. Sumir hjálpuðu við að stjórna umferð og aðrir lokuðu svæðinu, sagði hann. Læknar og læknanemar voru í hópi viðstaddra. Þetta er fyrsta flugslys sem veldur manntjóni í 29 ára sögu PSA og í fyrsta skipti sem menn farast með farþegaflugvél á Lindbergh-flugvelli sem er 51 árs gamall. Mesta flugslys í sögu Bandaríkjanna fram til þess varð 1960 þegar 134 fórust í New York-borg eftir árekstur DC-8 flugvélar United Airlines og Constellation-flugvélar TWA. Síðustu orð James McFerons flugmanns voru: „Við hröpum." Flugkennari í San Diego var að því spurður af hverju flugkennsla færi fram við flugvöll sem farþegaflugvélar lenda á og sagði að Lindbergh-flugvöllurinn væri eini flugvöllurinn á þessum slóðum er væri búinn nauðsyn- legum tækjum til að reyna blindflug í lendingu. O’Donnell, forseti atvinnuflug- mannafélagsins, sagði í sjón- varpsviðtali að ekki ætti að nota flugvelli þar sem stórar farþega- þotur lenda til þess að æfa flugmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.