Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 17 r Olafur G. Einarsson: Af hverju segir Gylfi ekki það sem hann meinar? Ríkisstjórninni tókst að hrinda af stað nýrri umræðu um skattamál, þegar hún lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að gefa út hin dæma- lausu bráðabirgðalög sín, þar sem eru ákvæði um skattlagn- ingu á einstaklinga og félög, er ekki eiga sér fordæmi. Að því leyti var þessi athöfn ríkis- stjórnarinnar gagnleg, að hún opnar umræðu að nýju um mikilvægt mál, en fyrst og fremst ætti hún að opna augu alls almennings fyrir einum hrikalegustu kosningasvikum, sem hér hafa verið framin. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, leggur sitt af mörkum í Mbl. í gær. Þar vitnar hann í greinar- gerð þingflokks Alþýðuflokksins um skattamál frá árinu 1973, og eigin ræður frá síðasta þingi um sama efni. Þessar tilvitnanir eiga að sanna svo ekki verði um villst, hver stefna Aiþýðuflokks- ins er í skattamálum, þ.e. að því er varðar tekjuskattinn. Þær eiga jafnframt að koma á framfæri þeirri skoðun Alþýðu- flokksins, að tekjuskatturinn sé orðinn launamannaskattur með alltof háum skattstigum. Hann beri því að afnema. G.Þ.G. lýkur grein sinni með þessum orðum: „I tilefni af þeim umræðum, sem nú fara fram um skattamál, þykir mér rétt, að það komi fram, sem hér hefur verið greint frá.“ Hér sýnist aðeins vanta smá viðbót þ.e.: — Jafnframt sést á framanrituðu, að núverandi forysta Alþýðuflokksins hefur með óvenju grófum hætti svikið þessa stefnu flokksi'ns. Það hefur hún gert með því að samþykkja hinar heimskulegu miliifærsluleiðir samstarfs- flokkanna og láta þar með.knýja sig til að samþykkja hækkun tekjuskatts á launþega, þvert ofan í samþykki flokksins. ]Þetta hefur hin nýja flokksforysta gert eftir að hafa orðið að- njótandi hins mesta kosninga- sigurs, sem e.t.v. má fyrst og fremst rekja til skattamála- stefnu flokksins. Eitthvað þessu líkt hefði framhaldið getað orðið, ef G.Þ.G. hefði tekið af sér silki- hanzkana og sagt umbúðalaust það, sem hann meinar. Sárindin út í hina nýju forystu leyna sér ekki, í skrifum hans, enda ekki furða. Hann ér höfundur þeirrar stefnu, sem nú er fótum troðin, ekki aðeins skattamálastefnu flokksins, heldur og efnahags- málastefnu sem ekki fær betri meðferð. G.Þ.G. lét af þingmennsku í vor eftir langan og farsælah feril. Það gerði hann til að koma í veg fyrir enn meiri átök en urðu, ef hann hefði tekið þátt í prófkjörinu í Reykjavík. Hann vék til þess að meiða ekki formanninn nýja, en hætt er við, að sá hefði orðið fyrir verulegu hnjaski í keppni þeirra félag- anna. G.Þ.G vék sæti sársaukalaust, að því er virtist. Hann vann Ólafur G. Einarsson flokki sínum vel og mótaði stefnu hans í hinum veigamestu málum. Það er því ekki að undra, þótt honum sárni að sjá nú, hvernig loforðin eru svikin og sigur flokksins að engu gerðan. En svona hlaut þetta að fara. Að ntati Benedikts Gröndals var staðan sú, að Alþýðuflokk- urinn færi því aðeins í stjórn, að Alþýðubandalagið yrði þar nteð. Og ekki ntá gleyrna því, að lengi hefur það verið löngun Bene- dikts Gröndals að verða utan- ríkisráðherra. Þessu tækifæri mátti því ekki sleppa, ekki heldur þótt Alþýðubandalaginu tækist þa'ð, sem var höfuðverk- efni þess, þ.e. að gera kosninga- sigur Alþýðuflokksins að engu. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með viðbrögðum Aiþýðu- flokksins, þegar næst þarf að seilast í vasa skattgreiðenda til þess að eiga fyrir næstu milli- færsluráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar upp úr áramótum. Jóhann S. Hannesson; Svar við spurningu Þorsteins Sæmundssonar í grein í Morgunblaðinu í dag, sem hann nefnir „Níðfrelsi hinna útvöldu“, leggur Þor- steinn Sæmundsson fyrir mig spurningu sem eg tel mér skylt að svara. Tilefni spurningarinn- ar er athugasemd við skrif Hannesar Gissurarsonar í Morgunblaöið, sem eg sendi ritstjórn blaðsins á föstudaginn var og birt var í blaðinu daginn eftir. Áður en eg svara spurn- ingunni þarf eg að fara örfáum orðum um nokkur önnur atriði í grein Þorsteins. Þorsteinn hefir, að mér virðist, ekki lesið at- hugasemd mína mjög vandlega, sérstaklega ekki fyrri hlutann, eða þá að eg hefi ekki verið nægilega berorður; en þetta skiptir í bili litlu máli. Hinsveg- ar fer Þorsteinn rangt með, þegar hann hefir það eftir mér, að málstaður Hannesar Gissur- arsonar þurfi á betri málsvara að halda en Hannesi. Þetta hefi eg ekki sagt, enda te) eg málstað Hannesar sjálfs óverjandi. Allt öðru máli gegnir um þann málstað sem Hannes telur sig vera að verja. Það er einnig hæpin fullyrð- ing hjá Þorsteini, að eg sé yfir allt ofstæki hafinn. Þetta hefði eg að sjálfsögðu haldið að væri háð — ekki síst þar eð sú ætt er við Þorsteinn báðir teljum til er þekktari fyrir annað en að geta af sér tóma skapstillingarmenn — ef ekki vildi svo til að Þorsteinn reynir að rökstyðja þessa lýsingu á mér með þeim orðum mín sjálfs, að eg sé hvorugri þeirri stjórnmálaskoð- un ofurseldur, sem Hannes fjallar um sem andstæður í skrifum sínum. Til eru fleiri stjórnmálaskoðanir, sem hægt er að aðhyllast með ofstæki, svo ekki sé minnst á trúmál, bind- indismál, mataræðismál og hver veit hvað. Þorsteinn er mér of ókunnugur til að sverja af mér ofstæki nema í háði. Ekki treysti eg mér heldur til þess sjálfur, því þeim sem ofstæki eru haldnir hættir til að vita ekki af því. Hinsvegar er ekki fyrir það að synja, að sjálfur tel eg mig, með réttu eða röngu, ekki ofstækismann í neinum af þeim efnum sem á er drepið í grein Þorsteins. En nú er rétt eg snúi mér að spurningu Þorsteins.Uann spyr hvar eg hafi verið þegar mestar skammirnar og svívirðingarnar dundu á aðstandendum Varins lands. Eg efast að vísu um að hann ætlist til svars; mér virðist tilgangurinn með spurningunni vera annar, enda telur Þor- steinn sig geta svarað henni sjálfur með nokkurri vissu. En spurningunni er fljótsvarað. Eg var í þeim fjölmenna hópi manna, sem var jafnlítið hrifinn af framtaki Varins lands og tóninum í miklu af skrifum þeim, sem í kjölfar þess fylgdu, og gerði því hvorki að skrifa undir né taka þátt í árásunum á þá, sem að undirskriftasöfnun- inni stóðu. Ef Þorsteini er í mun að vita álit mitt á þeim skrifum sem þá var beint gegn aðstandendum Varins lands, vildi eg mega segja honum, að af minni hálfu er ekkert því til fyrirstöðu, að hann heimfæri níðvísu mína um Hannes Gissurarson upp á ýmsa, sem í þeim tóku þátt, ekki síst ef hann hefir fyrir henni svipaðan formála og eg hafði í athugasemd minni. En það skal tekið fram, að í þessari heimild felst ekki snefill af stuðningi við málstað Varins lands. I heimildinni felst heldur ekkert hvik frá málstað Mál- freisissjóðs. Þorsteinn virðist ætla, að tilgangur sjóðsins sé að styðja og styrkja tiltekinn málstað í pólltískum deilum. Eins og á stendur lái eg honum ekki þann misskilning. Það væri, held eg, til of mikils mælst af manni, sem er svo nátengdur þeim málum, sem Málfrelsis- sjóður hefir enn sem komið er haft afskipti af, að hann sæi lengra frá sér en þetta. A.m.k. vil eg ekki verða til að krefjast þess. En honum skjátlast engu að síður, þó eg telji mér minni órétt gerðan af manni sem eins stendur á um og Þorstein, heldur en af öðrum sem á svipaðan hátt og hann hafa gert mér upp pólitískar skoðanir, og auk héldur sakað mig um óheiðarleik, á þeim grundvelli einum að eg á sæti í stjórn Málfrelsissjóðs. Eg trúi því ekki fyrr en í síðustu lög, að Þorsteinn sam- sinni málflutningi af þvi tagi, sem Hannes Gissurarson iðkar. Eg get heldur ekki séð að ákúrur hans á mig séu hugsaðar sem vörn fyrir skrif Hannesar. Sem betur fer er það enn vandalaust og nokkurnveginn áhættulaust á þessu landi að vera andvígur Jóhann S. Hannesson. bæði þeim, sem flytja mál sitt eins og Hannes gerir, og ýmsum þeirra sem á slíkan málflutning deila, til dæniis mér. Eg hefi margfaldar ástæður til að halda að við Þorsteinn viljum báðir, að svo verði sem lengst. Að því hygg eg hann telji sig hafa unnið með aðild sinni að Vörðu landi, líkt og eg þykist leggja þessum málstað lið með aðild minni að Málfrelsissjóði. Fjöldi manna telur vafalaust, að okkur skjátlist báðum. Það þarf ekki að draga úr sannfæringu okkar hvors um sig um réttmæti síns málstaðar, því að sú sannfæring byggist ekki á skoðanakönnun- um eða fjöldafylgi. En það ætti að gera okkur tregari til að gera andstæðingum okkar getsakir og ætla þá alla misindismenn. Eg á ekki á nokkurn hátt sökótt við Þorstein Sæmunds- son, þrátt fyrir það sem hann hefir á mig borið. Vafalaust erum við ósammála um fjölda alvarlegra mála, en ekkert slíkt. mál er, svo eg viti. á döfinni í sambandi við þau *krif Hannes- ar Gissurarsonar sem nú er deilt um. Vilji Þorsteinn deila við mig nú, verður það að vera einhliða deila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.