Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 18
i 8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 Kostnaður vegna tóbaksneyslu 2—4 milljarðar króna á ári Um 100 manns sátu ráðstefnu samstarfsnefndar um reykingavarnir í gær en hún fjallaði um reykingar og heilsufar. Ljósm. Emilía. SAMSTARFSNEFND um reykingavarnir gekkst í gær fyrir ráð- stefnu um reykingar og heilsufar og sátu^ hana um 100 manns. Á ráð- stefnu þessari voru flutt erindi um reykingar og afleiðingar þeirra, sjúk- dóma á Islandi af völdum tóbaksneyzlu og reyk- ingavarnir. Til hennar var boðið fulltrúum ýmissa samtaka, félaga og stofnana, sem tengjast reykingasjúkdómum og reykingavörnum beint eða óbeint. I erindi Guðmundar Magnús- sonar prófessors, sem fjallaði um kostnað samfélagsins vegna tóbaksneyzlunnar kom fram að hann álítur að kostnaður af völdum tóbaksneyzlu vegna sjúkrahúsvistar, lyfja og tapaðra vinnustunda og sé á bilinu 2 til 4 milljarðar miðað við verðlag ársins 1977 og sé sú tala færð til núverandi verðlags megi hækka hana um 40% sem þýði nálægt 5 milljörðum. Nettótekjur af tóbakssölu á árinu 1977 námu 3,5 milljörðum. Sagðist Guðmundur þá ekki reikna með ýmsum öðrum þátt- um t.d. brunatjóni, stofnkostn- aði í heilbrigðiskerfinu, tilfinn- ingaástæðum ýmsum. Einnig sagðist Guðmundur hafa reynt að meta heildarfjölda þeirra sem létust af völdum lungna- krabba, þungnaþani og kransæðasjúkdómum sem hann sagði varlega áætlaðan vera milli 150 og 200 manns á ári, sem þannig létust „ótímabærum dauða“ eins og hann orðaði það og væri helmingur þessa fjölda enn á starfsaldri, þ.e. undir sjötugu. Olafur Ragnarsson er for- maður samstarfsnefndarinnar og sagði hann í samtali við Mbl. að hann væri mjög ánægður með hversu margir sóttu ráð- stefnuna, um 100 manns hefði verið boðið til hennar og þeir hefðu nánast allir þegið boðið. Þakkaði hann það m.a. að síðasta vika var svonefnd varnarvika gegn reykingum og taldi hann fólk nokkuð undir það búið að sitja ráðstefnu sem þessa og hafa áhuga fyrir efni hennar einmitt um þessar mundir. Magnús H. Magnússon heil- brigðisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni og upplýsti hann að hann hefði ákveðið að nota heimild í lögum um ráðstafanir til að draga úr tóbaksnotkun og gefa út reglugerð sem bannaði reykingar í leigubifreiðum, „og ég mun í samráði við hlutaðeig- andi a7ila beita fleiri heimildar- heimildar laganna til f%ekari takmörkunar á reykingum," sagði ráðherrann. Auðólfur Gunnarsson læknir og Esther Guðmundsdóttir þjóð- félagsfræðingar töluðu um efnið reykingar og afleiðingar þeirra. I erindi sínu, reykingar og heilsufar, sagði Auðólfur Gunnarsson m.a., að karlmönn- um, sem reyktu sígarettur, væri um það bil tvisvar sinnöum ættara við að deyja úr kransæðasjúkdómi en þeim sem ekki reyktu og cri rétt hlutfall milli reykingamagns og aukinn- ar áhættu á kransæðasjúkdóm- um og dauða af þeim sökum, en hjá konum væri það hlutfall líka hækkað, en þó minna en hjá karlmönnum. „I því sambandi má þó benda á að nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að hætta á dauða af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eykst mjög hjá konum sem komnar eru yfir 35 ára og þó einkum 40 ára aldur, ef þær bæði reykja og taka getnaðarvarnarpillur. í erindi Estherar Guðmunds- dóttur þjóðfélagsfræðings um tóbaksneyslu á íslandi kom fram að neysla Islendinga á tóbaki hefur færst frá neftó- baki, og munntóbaki yfir á vindlinga. Kom einnig fram hjá henni að tóbakssalan dróst saman á árinu'77 um 7,1%, en það sem af er þessu ári hafi vindlingasalan aukist um 11,2% miðað við sama tímabil í fyrra, en önnur tóbakssala dregist saman. Þá fluttu þrír læknar erindi um sjúkdóma á íslandi af völdum tóbaksneyzlu. Ræddi Nikulás Sigfússon yfirlæknir um hjarta- og æðasjúkdóma, Jónas Hallgrímsson læknir um krabbamein og Hrafnkell Helgason yfirlæknir um lang- varandi lungnasjúkdóma. Nokkrar umræður urðu um erindin og fyrirspurnir, en að loknu matarhléi var rætt um reykingavarnir. Þá töluðu þeir Olafur Ragnarsson ritstjóri um reykingavarnir á íslandi, Ingi- mar Sigurðsson deildarstjóri um löggjöf um reykingavarnir, Sigurður Bjarnason prestur um aðstoð við fólk sem vill hætta að reykja, Ásgeir Guðmundsson skólastjóri um tóbakið og unga fólkið og Þorvarður Örnólfsson framkvæmdastjóri um fræðslu- starfið í skólum. I lok ráðstefnunnar var orðið gefið laust og tóku þá yfir 10 ráðstefnugestir til máls, vöktu mál á ýmsum hugmyndum er verða mættu til varnar út- breiðslu reykinga og ræddu möguleika á takmörkun reyk- inga á opinberum stöðum svo sem í langferðabílum, flugvélum og víðar, en slíkar takmarkanir eru þegar í gildi að nokkru leyti. Ólafur Ragnarsson þakkaði fundarmönnum ábendingar og hugmyndir sem fram höfðu komið og kvaðst vonast til að þessi ráðstefna væri byrjunin á áframhaldandi fræsðlu- og upp- lýsingastarfi. Ráðgert er að gefa fyrirlestra ráðstefnunnar út. Tuttugasta jafnteflið Flestir bjuggust viö enn einni snarpri viðureign eftir byrjunina á tuttugustu og sjöttu einvígisskák þeirra Karpovs og Korchnois í Baguio á Filippseyjum í gær. Karpov sem hafði hvítt beitti í annað skiptið í einvíginu enskum leik og Korchnoi svaraði með hollenskri uppbyggingu. Áskorandinn fékk þannig nokkur færi á kóngsvæng á meðan heimsmeistarinn hafði töglin og hagldirnar á miðborðinu og drottningarvængnum. Slíkar skákir verða oft mjög áhugaverðar og var því búist við harðri viðureign eins og í tuttugustu og fimmtu skákinni. En sú varð ekki raunin á. Karpov tókst að hindra kóngssókn Korchnois í fæðingu og átökin áttu sér eftir það stað á miðborðinu. Fljótlega varð ljóst að á hvorugan hallaði og eftir drottningaruppskipti í 26. leik bauð Karpov jafntefli sem Korchnoi þáði og tuttugasta jafnteflið í einvíginu leit þar með dagsins ljós. Það vakti athygli áhorfenda að Karpov bauð jafnteflið milliliðalaust og Korchnoi hafði ekkert að athuga við það, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að hann vildi ekki hafa frekari orðaskipti við heimsmeistarann. Líkur eru því á því að eitthvað sé að rofa til í því kalda stríði sem geisað hefur á milli keppenda og að sögn sumra haft áhrif á taflmennsku þeirra til hins verra. Staðan í einvíginu er því enn óbreytt, Karpov hefur unnið fjórar skákir, Korchnoi tvær og hvorki meira né minna en tuttugu hefur lokið með jafntefli. Sá sem verður fyrri til þess að vinna sex skákir telst sigurvegari í einvíginu. Karpov stendur þó örlítið betur að vígi, þar eð lög Alþjóðaskáksambandsins um einvígið kveða svo á um að ef áskorandinn sigri með aðeins eins vinnings mun, 6 — 5, fái heimsmeistarinn sjálfkrafa rétt á nýju einvígi að ári. En vindum okkur nú í 26. skákinai Hvítti Anatoly Karpov Svarti Viktor Korchnoi Enski leikurinn 1. c4 (Þetta er aðeins í annað sinn í einvíginu sem Karpov beitir enska leiknum, en hann beitir honum að jafnaði oft á mótum enda hefur hann reynst rólegum en markvissum skákstíl heims- meistarans vel). - e5, 2. Rc3 - d6, 3. g3 - Í5. 4. Bg2 - Rcfi, 5. d3 - Rf6, 6. e3 - Be7, 7. Rge2 — 0-0, 8. (H) - De8 (í afbrigði því sem Korchnoi hefur valið hefur svartur oft góða sóknarmöguleika og hvítur verður að gæta sín vel til þess að verða ekki undir í baráttunni á kóngsvængnum. En ef honum hins vegar tekst að brjóta sókn svarts á bak aftur, stendur hann oftast nær mjög vel að vígi vegna sterkrar stöðu sinnar á drottningarvæng). 9. Í4 (Lykilleikurinn í sókn svarts er oft framrásin f5 — f4. En Karpov er fyrri til. Gallinn við leikinn er aftur á móti sá að peð hvíts á e3 verður full veikt). - Bd8, 10. a3 (Nú er komin upp staða sem er að mörgu leyti dæmigerð fyrir „vængtöfl", en það er samheiti fyrir þær skákbyrjanir þar sem hvítur sækir á drottn- ingarvæng, en svartur á kóngs- væng og miðborðið er að mestu leyti látið óhreyft). - Hb8 (Korchnoi hættir við sóknar- áform sín í bili, enda varnir hvíts traustar. Hrókurinn er vel staðsettur á b8, þar sem hann er ekki lengur í skotlínu hvíta kóngsbiskupsins og svartur þarf því vart að óttast framrásina b2 - b4 - b5). 11. b4 — Be6,12. Kd5 Skák Margeir Pétursson skrifar um 26. ein vígisskákina — b5! (Frumlegur og óvæntur leik- ur, sem hefur það markmið að grafa undan peðastöðu hvíts). 13. Bh2 - bxc4 (Hér kom reyndar einnig til greina að setja enn meiri spennu í stöðuna með því að leika 13. — a5. Eftir 14. Dd2 — axb4, 15. axb4 — bxc4, 16. dxc4 — Bxd5, 17. cxd5 — Rxb4, 18. fxe5 — dxe5, 19. Hxf5 kemur 19. — Rxd3 að góðum notum, Hvítur getur þó gert svörtum mun erfiðara fyrir með því að leika 14. Rxf6+ — Bxf6, 15. cxb5 — Hxb5, 16. Rc3 og staðan er mjög óljós). 14. dxc4 - e4,15. Rxf6+ (Þessi uppskipti verða að teljast nokkuð hræðsluleg af heimsmeistaranum, en eftir 15. Dd2 - a5!, 16. b5 - Bxd5, 17. cxd5 — Re7, á hvítur í erfiðleik- um vegna peðanna á d5 og b5). - Bxf6, 16. Bxf6 - Hxf6, 17. Hcl - a5. 18. b5 - Rd8, 19. HÍ2 - Rb7, 20. Bfl - Rc5, 21. Rc3 - BÍ7, 22. Rd5 - Bxd5, 23. cxd5 (í stöðunni sem nú er komin upp virðist svartur í fljótu bragði standa vel að vígi vegna hins sterka riddara síns á c5. En hvítur getur hins vegar bætt stöðu sína mjög næstu leiki, með því að leika leikjum eins ög 24, Dd4 og 25. Hfc2 og síðan jafnvel, eftir gaumgæfilegan undirbún- ing, fórnað skiptamun á c5. Svartur á hins vegar erfiðara með að finna raunhæfar áætlan- ir og Korchnoi ákveður því að þvinga fram jafntefli): - Rd3! ?, 24. Bxd3 - exd3, 25. Dxd3 — Dxb5, 26. Dxb5 — Hxb5, 27. Hxc7 - HÍ7 og hér var samið jafntefli, því aö hvítur tapar peðinu óumflýjan- lega til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.