Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 25 fclk í fréttum + Þá hefur fyrrum Bandaríkja- forseti Richard M. Nixon haldið blaðamannafund, til þess að tilk. þar um nýja bók, sem hann hefur skrifað og koma mun út næsta haust. Hún á að heita „The Real President", sem í léttri þýðingu gæti verið Ásýnd forsetans. Hann sagði frétta- mönnum á þessum fundi að bókin myndi fjalla um þau vandamál sem forsetar Banda- ríkjanna þyrftu að glíma við allt fram til ársins 2000. Hann lét þess og getið á blaðamanna- fundinum, en þeir hafa verið fáir á hans vegum síðan Water- gate-hneykslið var að banda- rískir fjölmiðlar væru mjög áhrifamiklir og það svo að fjölda þingmanna þætti nóg um. Myndin er tekin þegar Nixon gekk til blaðamannafundarins, sem haldinn var í Rockefell- er-byggingunni í New York. Minning: Guöný Einarsdótt- irFremri—Brekku Nýlega lést í sjúkrahúsinu á Akranesi Guðný Einarsdóttir frá Fremri-Brekku, Saurbæ, Dala- sý.slu. Mikil eftirsjá er að svo frábærri konu sem Guðný var, og munu margir sakna vinar í stað. Sem barn kynntist ég henni lítillega, en minnist þó hinnar nærgætnu framkomu hennar við mig, feiminn sumarstrák frá næsta bæ: Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að vinna verk fyrir þau hjónin Lárus Daníelsson og Guð- nýju, þá fyrst kynntist ég- þessari elskulegu konu, og urðum við góðir vinir. Ég dáðist að glettnum tilsvörum hennar, og góðlátlegri kímni sem kom fólki í gott skap, enda voru persónutöfrar hennar slíkir, að fólki leið vel í návist hennar við fyrstu kynni. I vor hefði mér ekki komið til hugar að Guðnýju auðnaðist ekki að lifa 75 ára afmælisdaginn sinn hinn 27. september svo glaðlegt og hressilegt var viðmót hennar við mig og aðra vini sína, er heimsóttu hana. Allan júnímánuð síðastlið- inn lét hún sér ekki muna um að hafa mig við annan og þriðja mann í fæði, þó hún þá gæti ekki lengur leynt veikindum sínum. Guðný var ein þeirra úrvals- kvenna sem öllum vildi vera til góðs og lagði vel til allra, sérstak- lega þó þeirra sem máttu sín lítils, almennt var hún þvi vinsæl. Guðnýju var einkar lagið að gera eitthvað sem öðrum kom vel, og var ég meðal þeirra sem oft nutu þess og kom það mér þægilega á óvart í hvert sinn, og gladdi mig sérstaklega sú umhyggja sem hún bar fvrir öðrum. Mér er ekki lagið að skrifa um aðra, en vinátta þessarar góðu konu við mig og mína var mér svo mikils virði, að með þessum fáu línum, sem ég kveð Guðnýju með, er mér efst í huga þakklæti til hennar. Ég og fjölskylda mín sendum vinum okkar á Fremri- Brekku samúðarkveðjur. Jói. . + Þessir bandarísku hermenn eru á leið austur um haf til heræfinga Nato-landa. — Hjá þeim eru öll hin sjálfvirku skotvopn tilbúin, hlaðin og gikkir spenntir. Um leið og flutningavélin var lent á flugvelli í V-Þýzkalandi áttu þeir að geysast út albrynjaðir og tilbúnir til orrustu. + Píanósnillingurinn Vladimir Horowitz á æfingu í Lincoln Center í New York — æfing undir hljómleika, sem marka tímamót í sjonvarpssendingum. Verður það fyrsta stereo-sjónvarpssending á tónlistarþætti, en sendingin á ekki aðeins að ná sjónvarpsstöðvanetinu í Bandaríkjunum heldur og til Evrópulanda um gervihnetti. Þessi þáttur heitir „Líf Horowitz“. Öll Sinfóníuhljómsveit New York aðstoðar hinn frábæra píanósnilling. Qompton Porkimon Enskir rafmótorar einfasa 0.33—3 HÖ þrifasa 0.5—25 HÖ VONDUÐ VARA HAGSTÆTT VERÐ VALD. POULSENf SUÐURLANDSBRAUTlO — SÍMAR: 38520-31142 )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.