Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 MORöJM- < ^ Mtfino ' ''n *7___________ Voða sætur pels. — En nú man ég að ég má ekki gleyma að kaupa fisk handa kettinum? 3 dagar 1 Stettin verði endursýndir .,IIúsmóðir“ skrifari „Þeir sem sáu í sjónvarpinu 3 dagar í Stettin, gleyma þeirri mynd aldrei. Þar sá maður sælu- ríki sósíalismans í sannri mynd. Eftir að búið var að hækka flestar lífsnauðsynjar í Póllandi frá 30% og upp í 70% , án þess að fólkið fengi nokkuð á móti, þá tókst skipasmiðum að gera 3 daga verkfall. Þeir fengu sjálfan lands- föðurinn til að koma og tala við þá, orðnir sjón- og heyrnarlausir eftir 15 ára starf. Það er víst ekki gert mikið af því að láta vinnuskilyrðin vera mannsæmandi í sósíalísku ríkjunum. Því segi ég það, að mesta öfugmæli sem ég heyri er þegar sósíalistarnir eru að kalla sig vini alþýðunnar. Þeir eru í sannleika sagt óvinir fólksins númer 1, því að í sósíaliskum ríkjum er skorturinn landlægur og kúgunin algjör. BRIDGE Umsjón: Pá/I Bergsson Ilugrekki og taugastyrkur austurs var ekki lítill í spilinu hér að neðan. Vettvangurinn var heimsmeistarakeppni fyrir nokkuð miirgum árum síðan. austur gaf og allir voru á hættu. Norður S. KG62 H. G654 T. 6 L. ÁG87 Vestur S. Á43 H. 873 T. G97 L. K1094 Austur S. 10975 H. 2 T. ÁK1053 L. D53 Suður S. D8 H. ÁKD109 T. 1)842 L. 62 I leik Bandaríkjamanna og ítala varð- lokasógnin fjógur hjörtu, spiluð í suður, á báðum borðum. Bandaríkjamaðurinn var ekki í vandræðum með að vinna spilið þegar hann fékk út tígui. Tromp- aði tvo tígla í borðinu og gaf aðeins þrjá slagi. A hinu borðinu gerðu kanarnir Italanum erfitt fyrir. Vestur spilaði út trompi og suður tók slaginn á hendinni. Hann reyndi spaðann, spilaði lágunt frá hendinni en vestur lét lágt og gosinn fékk slaginn. í næsta slag tók vestur spaðadrottninguna með ás og spilaði aftur trompi. Þá kom í ljós, að vestur hafði átt þrjú tromp í upphafi og tígultrompanir í borði voru í hættu. Suður tók slaginn á hendinni, spilaði latjfi á ásinnn og lét hitt laufið í spaðakónginn. Og þá loks spilaði hann tígli frá borðinu. Bandaríkjamaðurinn Crawford var í sæti austurs og hann sá, að ekki dygði að taka slaginn, þar sem hann átti ekki tromp til að spila. Án alls hiks lét Crawford því lágan tígul. Italanum datt ekki í hug dirfska austurs. Skársta von hans virtist vera, að vestur ætti ás og kóng með aðeins einu smáspili og hann iét því einnig lágt. Vestur fékk þannig siaginn, spilaði trompi í þriðja sinn og þar með var sagnhafi kominn í vonlausa stöðu. Hann tapaði þannig þrem slögum á tígul, sem ásamt spaðaslagnum var einum of mikið. en engar kaupbætur, aftur á móti var lofað að þeim skyldi ekki refsað. Hvernig það var efnt veit maður ekki nema að foringinn varð að flýja land og skilja fjölskyldu sína eftir. Hver getur gleymt því, þegar landsfaðirinn var að tala við verkamennina. Hann horfði á svanga og illa klædda menn og sagði þeim, að hann skildi þá, því að hann hefði unnið við skipasmíð- ar, en efnahagur landsins leyfði engar kauphækkanir, því hann væri svo bágborinn. Þegar svo var farið að lýsa vinnuaðbúnaðinum, þá kastaði tólfum. Logsuðumenn- irnir voru látnir vinna í húðarign- ingu, þó það væri lífshættulegt, enda fengu þeir raflost í stórum stíl, og algengt var, að þéir voru Ég vil skora á alla foreldra, sem eiga börn í framhaldsskólum að biðja sjónvarpið að endursýna myndina 3 dagar í Stettin, eftir að skólarnir eru byrjaðir, og láta unglingana horfa á hana. Eg trúi því, að þegar svo kennararnir fara að predika sósíalsimann þá séu unglingarnir ekki svo skyni skroppnir að þeir biðji ekki kennarann að segja þeim, hverjir það séu sem arðræna almúgann í kommúnistaríkjunum. Ég vona, að þá vefjist þeim tunga um tönn, og þeir snúi sér að því að fara að kenna hin löglegu fræði, svo að foreidrarnir megi bóka, að börnin verði sendibréfsfær, þegar þau koma úr framhaldsskólum. Ilúsmóðir.*' Kirsuber í növember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 76 eins og hann skildi eitthvað ekki. Fru Ivarsen hafði sennilega aldrei talað til jafn áhuga- samra hlustenda. — Og svo. sagði hún... — svo skar hann upp umslagið og út ultu seðlarnir. — Ilvar stóðst þú? — Ég stóð frammi í litla herberginu. — Og hann varð þín scm sagt ekki var? — Nei. Hann var svo niður sokkinn i þetta og var svo óskaplega alvarlegur á svipinn. Ég... ég varð hálfhrædd og flýtti mér inn til mín. — Ilvers vegna, sagði Christer hvassri riiddu — hef- urðu þagað yfir þessu iill þessi ár? Hún hryllti sig í herðarnar og sagði. — Vegna þess ég vár hrædd. Ég vildi ekki iáta flækja mér inn í neitt. Ivar hefði orðið vitlaus úr reiði. — En þú hlýtur að hafa vitað að það sem þú sást þetta kvöld og morðið á Matta Sandor var í tengslum hvort við annað. I>ú klýtur að hafa velt fyrir þér hvcrnig þctta kami heim og saman. Þú hlýtur að hafa HALDIÐ eitt- hvað? Já. hvað hélztu. Ilún slapp við að svara vegna þess að Bo Roland Norell gerðist óþolinmóður og varð íyrri til svara. — Það liggur náttúrlega í augum uppi. Auðvitað hefur hún haldið að pilturinn hafi stolið seðlunum hans gamla Ivarsens. — Ekki Matti. sagði Klem- ensson vélrænni riiddu. I þetta skipti voru andmæli hans ekki heinlínis sannfær- andi, en nú íékk hann skyndi- lega stuðning. — Nci. það þarf ekki að hafa verið Matti, sagði Christer. — En einhver stal peningun- um — og eitt ykkar sem hér eruð inni. er að ljúga. — Meinarðu í sambandi við brúna umslagið. sagði Judith Jernfeldt karuleysislega. — Já, meðal annars. Ertu viss um að hann hafi ekki trúað þér fyrir einhverju þegar þið sátuð í kökuhúðinni hans Berg- mans daginn eftir? — Já. ég veit það vcl. — En þá var hann niður- dreginn og í slæmu skapi. var það ekki? Hefurðu einhverja skýringu á þvf? — Ég get mér þess til. eins og Nanna Kasja, að hann hafi verið að brjóta hcilann um eitthvert vandamál sem hefur vafist fyrir honum. — En samt lofaði hann að fara með þér í leikhúsið. — Já, en hann vildi ekki sakja mig. hann vildi að við hittumst í lcikhúsinu. Hún bætti við hugsii — Og þangað kom hann ckki. Christer horfði á hana efa- semdaraugum. Hún virtist ákaflega ósnortin og fögur og hún virtist hvorki þjást af þorsta né hungri. En Nanna Kasja titraði og bað kveinandii — (let ég ekki einu sinni fengið vatnsglas? — Ég myndi nú mæla með að það yrði eitthvað stcrkara, ef ég aúti að ráða. sagði Rolle. — Ilér verður einskis ncytt, sagði lögregluíoringinn — að minnsta kosti ekki meðan við vitum ekki hver hefur tekið til handargagns eiturflöskuna úr læknastofu Daniels Severins og vitum ekki hver tilgangurinn er með þeirri gjörð. Þrjóska hans gagnaði þó hvergi. Kvöldið sniglaðist áíram og hann varð æ þreyttari og niðurdregnari og vonlaus- ari. Hann varð engu nær og engar þa>r upplýsingar komu fram sem skiptu einhverju máli. Allt sem rætt var hafði hann vitað áður og hann sá ekki fram á að neitt myndi skýrast í hráð. Þegar Bcrggren kom og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.