Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 30
GYLMIR ♦ G4H 2.3 30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 Ragnar bjargaði stigi ÞRÍR Icikir fóru fram í Reykjavík- urmótinu í handboita í gærkvöldi. Víkingar unnu fyrst Fylki meó 18—12 (9—7), síðan vann Valur Þrótt 20—15 (12—7) og að lokum var röðin komin að Armanni að ieggja KR að velli 19—18 (10—10) í spennandi en ekki vel leiknum leik. Það er fátt um leikina að segja, Fylkir gaf Víkingi lítið eftir framan af, en í síðari hálfleik skoraði liðið ekki mark í rúmt korter og það reið baggamuninn. Leikur Þróttar og Vals var jafn framan af, þó tóku Valsmenn sprett undir lok fyrri hálfleiks. Um miðjan síöari hálfleik hafði Þrótti tekist að minnka muninn í eitt mark, en þar með sjjrakk blaðran. Leikur KR og Armanns var allan tímann jafn og harður, en aldrei vel leikinn. Þegar skammt var til leiksloka virtist Ármannssigur vera í höfn, er staðan var 19—15. En KR minnkaði muninn í 1 mark og á lokasekúnd- unni fengu þeir víti en Ragnar Svipmynd írá leiknum í Köln. Herbert Neu- mann, bezti mað- ur þýzka liðsins, sést hér á hlaup- um ogJónÁl- íreðsson geíur honum góðar gætur. Tekst IA hiö óvænta í kvöld? ÍA OG 1. FC Köln leika seinni leik sinn f Evrópukeppni meistaraliða Laugardalsvellinum f dag klukkan 17. Búast má við mikilli aðsókn a leiknum og er fólki bent á að forsala aðgöngumiða er á leikinn Laugardalsvelli frá hádegi f dag. Fyrri leik liðanna lauk sem kunnugt er með sigri þýzka liðsins 4,1. Eins og margsinnis hefur komið fram var það að flestra áliti of stór sigur. Akranesliðið átti þar einn sinn bezta leik fyrr og síðar og verðskuldaði betri markatölu. Kom frammistaða liðsins almennt mjög á óvart eins og m.a. kemur fram í viðtali við þjálfara Kölnar, Hannes Weisweiler, hér á síðunni. Undirritaður blaðamaður sá leik- inn f Köln. Eg þori að fullyrða a fslenzkt félagslið hefur sjaldan eð aldrei staðið sig jafn vel á útivel og f þeim leik. Ef Akranesliðið na að sýna sama leik í dag er engin vafi á því að leikurinn verður jaf og skemmtilegur, viðureign sei enginn knattspyrnuunnandi m missa af. í þýzka liðið vantar þrj landsliðsmenn. Flohe, Miiller o Okudera, og ætti það að auk möguleika Akurnesinga í leiknum kvöld. — SS. V Hraóbraut ( Jrænn 1 heitir hraðbrautin okkar til Akureyrar. Við munum fljúga í 12-14 þús. feta hæð og áætlaður flugtími er u.þ.b. 55 mínútur. Velkomin um borð. Fullkomin leiósögutæki visa beina og örugga leiÓ FLUGFÉLAG ÍSLANDS INNANLANDSFLUG 6 nýliðar í landslið- inu gegn Færeyjum JÓHANN Ingi Gunnarsson. ein- valdur landsliðsins f handknatt- ieik, hefur valið landsliðshópinn sem kemur til með að leika tvo landsleiki í Færeyjum við hcima- menn um helgina. Sex nýliðar eru í landsliðinu. og víst er að langt er síðan jafn margir hafa verið í hópnum. Liðið heldur utan á fimmtudag. Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir. Brynjar Kvaran Val, nýliði, Jens Einarsson IR. Aðrir leikmenn. Stefán Gunnarsson Val, fyrirliði, Bjarni Guðmundsson Val, Steindór Gunnarsson Val, Þor- björn Jensson Val, Páll Björgvins- son Víkingi, Sigurður Gunnarsson Víkingi, nýliði, Viggó Sigurðsson Víkingi, Ólafur Jónsson Víkingi, nýliði, Gústaf Björnsson Fram, nýliði, Ingimar Haraldsson Hauk- um, Símon Unndórsson KR, nýliði, Friðrik Jóhannsson Ármanni, nýliði. — þr. Revie bak við lás og slá? FYRRVERANDI landsliðsþjálf- ari Englands, Don Revie verður dreginn fyrir dómstóla í heima- landi sínu á næstunni, fyrir meint samningsrof, er hann stakk af til Arabalands, er 2 ár voru eftir af 5 ára samningi hans. Þótt flestir hafi orðið himinlif- andi er Revie stakk af, þykir dónaskapur hans og virðingar- leysi gagnvart samningnum keyra úr hófi fram og nú stendur til að lögsækja kappann eins og fyrr segir. Varla verður honum stungið bak við lás og slá, en öruggt má heita, að sekt fái hann nokkra. Bikarkeppni FRÍ BIKARKEPPNI FRÍ í tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna fer fram á Laugacdalsvellinum 30. september og 1. oktoher. Keppnin hefst háða dagana kl. 13.00. Þátttökutilkynningar skulu berast á skrifstofu ÍSÍ I siðasta lagi fimmtudag inn 28. sept. — (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.