Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 32
\r<;i,Ysi.m;asíminn kk: 22480 ífl*r0untlní)iíi MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 Útskipanir til Portúgal: Saltfiskur fyrir 3 milljarða kr. NÚ ER að hefjast útskipanir á um 3.500 tonnum af saltfiski í tvö flutningaskip, sem munu sigla með farminn til Portúgals. Þetta er fyrsti framurinn sem fer til Portúgals nú um langt skeið vegna tregðu Portúgala til að taka á móti fiski héðan til að knýja á um aukin viðskipti milli íslands og Portúgals. Lausn fékkst á þessu máli í sl. viku fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar, þegar gengið var endanlega frá því að tveir nýir togarar yrðu smíðaðir fyrir íslenzka aðila í portúgölskum skipasmíðastöðvum. Að sögn Friðriks Pálssonar, framkvæmdastjóra Sölusambands ísl. fiskframleiðanda, var búið að flytja um 4 þúsund tonn af saltfiski til Portúgals fyrr á árinu, þegar portúxölsk stjórnvöld hófu aðgerðir sínar til að þrýsta á íslenzka ráðamenn. Með farsælli lausn þessa deilumáls í síðustu viku hafi hins vegar verið unnt að ganga frá samningi um útskipun á 6—7 þúsund tonnum ti) viðbótar upp í væntanlegan samning um sölu á um 20 þúsund tonnum af saltfiskframleiðslunni 1978. Verð- mæti þessara 6 til 7 þúsund tonna er um 3 milljarðar króna. Fulltrúar SIF hafa einnig geng- ið nýverið frá samningi á sölu eins farms af saltfiski til Grikklands, sem gæti verið á bilinu 1000 til 1400 tonn. Ekki var unnt að semja um meira magn að sinni, þar eða meiri framleiðsla á saltfiski í betri gæðaflokkum sem aðallega er seldur til Spánar, Ítalíu og Grikk- lands, er ekki til í landinu umfram þær sölur, sem þegar hafa verið gerðar. SIF hefur lagt ríka áherzlu á að framleiðendur leggi nú aukna rækt við fisk í betri gæðaflokki, en Friðrik kvaðst gera sér grein fyrir að þar væri ekki við framleiðendur eina að sakast heldur þyrfti að bæta meðferð hráefnisins og að kæmi þar til kasta sjómanna og útvegsmanna. Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson. Undanfarna daga hefur flutningaskipið Varde lestað í höfnum hér skreið á Nígeríumarkað. Myndin var tekin í Keflavíkurhöfn þar sem röð vörubfla beið losunar um borð í skipið. en siðasti viðkomustaður þess áður en það heldur héðan frá landi á fimmtudag er Ilafnarfjörður. Alls mun skipið flytja til Nígeríu um 34 þúsund balla af skreið en vcrðmæti þeirra er um 2 milljarðir króna. Trygginga- bætur hækka um 8% ALLAR bætur almannatrygg- inga hækka frá og með 1. september um 8%. nema fæð- ingarstyrkur. og er það í samra-mi við lög nr. 96 frá 8. september 1978. þar sem svo er fyrir mælt. að ba'turnar. aðrar en fa'ðingarstyrkur. skuli ha'kka hlutfallslega eins og laun verkamanna miðað við 1. september og 1. desember þessp árs. Samkvæmt þessu hækka bæturnar um 8%. Hækkunin fyrir mánuðina september og október verður greidd með bótum fyrir októbermánuð. í fréttatilk.vnningu frá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- inu er fólki bent á að af þessum sökum verði bótaupphæðin hærri en ella og lækkar hún því um mismuninn í september við greiðslu 1. nóvember. Nýi tekjuskattsaukinn: Þak er vexti, KOMIÐ hefur í ljós við túlkun á 9. gr. bráða- birgðalaga ríkisstjórnar- innar, að skattbyrði sam- skattaðra hjóna, sem vinna úti, er allmiklu þyngri en áður hefur komið fram í fréttum. Þetta stafar af því að í loðnu orðalagi laganna felst að þak er sett á ýmsa frádráttarliði, svo sem eins og fasteignagjöld, vaxta- gjöld, greiðslur í lífeyris- sjóði, félagsgjöld til sett á frádráttarliði, laun eiginkonu o.fl. Hækkun á út- seldri vinnu VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað hækkun á útseldri vinnu. Hækkunin er mjög misjöfn eftir grein- um en hún er í samræmi við nýlegar launahækkanir. stéttarfélaga og 50% frá- drátt af launatekjum eigin- konu. Verði þessir frádráttarliðir hærri en 798.700 krónur hjá sam- sköttuðum hjónum eða 532.500 krónur hjá ein- staklingum eða hjónum, sem telja fram í sitt hvoru lagi, leggst frádrátturinn, sem umfram er, við skatt- gjaldstekjurnar og ber 6% skatt sem aðrar skattgjaldstekjur. Þetta ákvæði eykur skattbyrði talsvert, einkum þar sem eigin- kona hefur haft einhverjar tekjur og ung hjón, sem eru að koma yfir sig húsnæði og hafa þunga vaxta- byrði, verða fljót að fylla þessa tölu. Ef tekið er dæmi af hjónum, þar sem eiginkonan hefur haft 150 þúsund krónur á mánuði á árinu 1977, þá eru árstekjur hennar 1.8 milljónir. Frádráttarbær var þá fjárhæð að upphæð 900 þúsund eða rúmlega 100 þúsund krónum hærri fjárhæð en þakið er á frádráttar- liðunum samkvæmt lögunum. Hafi þessi hjón svo haft 500 þúsund krónu vaxtafrádrátt er fjárhæðin komin í 600 þúsund og eykur það skatt hjónanna um 36 þúsund krónur eða skattgjaldstekjur þeirra um 600 þúsund eins og þær voru gefnar upp á síðasta álagningarseðli. Hafa þá fasteignagjöld, gjöld í lífeyrissjóði og félagsgjöld ekki verið talin með sem einnig hækka skattgjalds- stofninn. Endurskoðandi, sem Morgun- blaðið bar þennan skilning á 9. grein bráðabirgðalaganna undir í gær, kvað hann vera réttan og hann bætti við: „Já, ég held að einhverjir fái fyrir hjartað vegna þessarar álagningar áður en jól verða komin." Gróf fölsun að reikna gamla k jötið í vísitöluna Betur má ef duga skal: Eitt slys og átján árekstrar VEGFARENDUM á höfuð- borgarsvæðinu vegnaði bæri- lega í umferðinni í gærdag, en hinum gangandi þó ólikt betur en þcim akandi. í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði urðu alls 18 árekstrar og í aðeins einu tilfelli var um slys á fólki að ra*ða. Það var í Hafnarfirði, en af því umferðarslysi má draga tvenns konar lærdóm — að aksturinn krefst allrar athygli ökumannsins og hann ætti ekki að huga að öðru undir stýri, svo að það er háskaleikur að vera með barn í framsæti bifreiðar. í Hafnarfirði urðu að öðru leyti tveir fremur smávægilegir árekstrar í gær, og í Kópavogi varð einn minni háttar árekstur. I Reykjavík urðu hins vegar 14 árekstrar á tímabilinu frá kl. 6 í gærmorgun og fram til kl. um 11 í gærkvöldi, en ekkert slys varð á fólki í þessum árekstrum. Það er út af fyrir sig ánægjulegur árangur, en fjöldi árekstra verður þó að teljast í meira lagi miðað við að akstursskilyrði og skyggni voru með bezta móti. Sjá um slysið í Hafnarfirði á bls. 2. sagði Ólafur Björnsson prófessor :>\Ð er gamla kjötið. scm íað var inn í vísitöluna 10. .dember, þá er þar um mjög rófa fölsun að ræða, sagði prófess- r Ólafur Björnsson prófessor í rindi sínu um vísitölu og kaup- átt launa á Hvatarfundi á mánu- agskvöld. Þar fjallaði hann m.a. tn skilyrði þess að hægt væri að reikna með réttu vísitölu og meðal iðalskilyrða þess væri, að vörurnar æru fáanlegar á markaðinum. Sagði hann. að kjarabótakjötið • hlyti að hafa vegið mikið í útreikn- ingum á vfsitölunni 10. sept.. þar sem munurinn á niðurgreiðslu á því og nýja kjötinu væri mjög mikill, en launafólki væri reiknað gamla kjötið, án þess að það fengi nema nýja kjötið. Magnús L. Sveinsson, sem talaði á eftir Olafi um nýjustu launabreyt- ingarnar o.fl., kvaðst einmitt hafa með sér gögn, sem sýndu að svo hefði verið. Það hefði verið gamla kjötið, sem reiknað var inn í vísitöluna 10. september, en ekki nýja kjötið, sem táknaði það að launafólk þyrfti að bíða eftir leiðréttingu þar til við næstu útreikninga vísitölu 1. desember. Yrði það því að búa við óbætt laun að þessu leyti út septembermánuð, október og nóvember. Til áréttingar sagði hann, að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar miðuðu að því að greiða niður 7.5% af verðbótavísitölu, sem jafngilti rétt um 7% lækkun fram- færsluvísitölu. Verð á nýju kinda- kjöti, sem er 36.4% hærra en verðið á gamla kjötinu, veldur um 1.4% hækkun á framfærsluvísitölu. Bílasala kærð fyrir meint s vik RANNSÓKNAIíLÖGREGLA ríkisins hefur nú til meðferðar kæru. sem borin var fram á hendur hflasölu 1 austurborginni fyrir meint svik í sambandi við bflaviðskipti. Barst kæran s.l. föstudag og er rannsókn málsins vel á veg komin. Enginn hefur verið úrskurðaður í ga'zluvarð- hald vegna þcssa máls og eins og staða þess var í gær, var útlit fyrir að til þess þyrfti ekki að koma. Allmargir hafa verið yfir- heyrðir vegna þessa máls, m.a. forstjórar bflasölunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.