Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 llópur forminxarharna úr Rangárvallasýslu sem voru á móti í Skálholti fyrir nokkru, en þau hefja fermingarundirbúning sinn með móti að hausti. Með þeim á myndinni eru prestar og aðrir er að námskeiðinu stóðu. Fermingarbarnamót og námskeið í Skálholti UM 50 væntanleg fermingarbiirn í Rangárvallasýslu komu til fermingarbarnamóts í Skálholti fyrir stuttu. en að mótinu sem haldið er árlega, standa prestar sýslunnar í samvinnu við Æsku- lýðsstarf þjóðkirkjunnar. Með mótum þessum er hafinn fermingarundirbúningur að hausti og ganga börnin síðan til spurninga um veturinn, áður en ferming er að vori. Að þessu sinni komu börnin að Skálholti að kvöldi fimmtudags eftir ferð að Gullfossi og Geysi og var síðan dvalið í Skálholti til sunnudagskvölds. Dagskrá mótsins var með þeim hætti að tekin voru fyrir ýmis efni í umræðuhópum, biblíulestrum og á kvöldvökum og var m.a. byggt á bæklingi sem Æskulýðsstarf þjóð- kirkjunnar hefur nýlega látið fjölrita og var farið í leiki og gönguferðir og stundaðar íþróttir. Þá var nýléga á vegum Æsku- lýðsstarfs þjóðkirkjunnar nám- skeið fyrir æskulýðsleiðtoga og hittist þá í Skálholti um 20 manna hópur guðfræðinema, presta og leikmanna frá Reykjavík og víða að af Suður- og Vesturlandi. Á námskeiðum þessum er veitt ýmiss konar fræðsla fyrir þá sem starfa að æskulýðsmálum innan kirkjunnar eða hafa áhuga á því og er ráðgert að á næstunni verði haldið slíkt námskeið fyrir Norðlendinga að Vestmannsvatni. Tvö námskeið af þessu tagi voru haldin í fyrra haust. Stofnaður nýr Heilsuhringur „IIEILSUHRINGURINN14 var fyrir nokkru stoínaður í Mýrdal af áhugafólki um holl efni og heilsurækt. Skipa stjórnina Stefán Gunnarsson vitavörður, Eyþór Ólafsson bóndi og Hrönn Brandsdóttir. Á stofnfundinum var gerð svo- hljóðandi samþykkt: „Fundurinn leggur áherzlu á að fyllstu víðsýni sé gætt og engum leiðum sem færar eru til aukinnar heilbrigði lokað heldur stöðugt leitað nýrra leiða. Fundurinn telur að bannstefna lyfjayfirvalda gangi þvert á þessi markmið og lýsir yfir andstöðu við áform þeirra um takmörkun eða bann á sölu og dreifingu hollefna." í tímaritinu Hollefni og heilsu- rækt, sem Heilsuhringurinn gefur út er þess getið að hinn nýi Heilsuhringur í Mýrdal sé hinn fyrsti sem stofnaður er utan Reykjavíkur'. Fjáröfluna:r- og kynningardagur SÍBS á sunnudag SUNNUDAGURINN 1. október verður árlegur fjáröflunardagur SÍBS, en hann er jafnframt kynningardagur og verður þá selt ársritið „Reykjalundur“ og merki, en þau eru númeruð og gilda sem happdrættismiðar þar sem vinningur er litsjónvarpstæki. Samband íslenzkra berkla- og brjóstholssjúkl- inga var stofnað á Vífils- stöðum dagana 23. og 24. október 1938 og voru stofn- endur 28 berklasjúklingar. Blaðið Reykjalundur flytur greinar og fréttir frá starfi SÍBS, en það verður selt á fjáröflunar- daginn. Upphaflegt kjörorð samtak- anna var „Útrýming berkla- veikinnar úr landinu" en að þeim áfanga náðum sneri SÍBS sér að baráttu fyrir málefnum öryrkja almennt undir kjörorðinu „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar“. SÍBS á og rekur þessi fyrirtæki og stofnanir: Vinnuheimilið í Reykja- lundi þar sem dvelja að jafnaði 150 manns við sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, og endurhæfingu m.a. við léttan iðnað, Múlalundur sem er öryrkjavinnustofa þar sem vinna að meðaltali um 40 manns að ýmiss konar framleiðslustörfum, og Vöruhappdrætti SÍBS, en ágóða af því er varið til byggingarframkvæmda í Reykjalundi og Múlalundi og til annarrar starfsemi SIBS í þagu öryrkja og sjúkra. Marinó L. Stefánsson: í Morgunblaðinu laugardag- inn 23. september birtist inn- römmuð grein eftir Leif Sveins- son lögfræðing undir fyrir- sögninni Hrindum árás hinna nýju Kambránsmanna. Höfundur ræðir þar um aftur- virku skattaálögur í bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar nýju. Að vonum líka honum þær ekki og telur, að lögin standist ekki fyrir dómstólum. Vitnar lögfræðingurinn m.a. í Hæsta- réttardóma máli sínu til sönn- Marínó L. Stefánsson. innbrotið og ránið á Kambi, þótt langt sé orðið síðan. Leifi finnst hæfa að líkja ríkisstjórninni við glæpamennina, sem það frömdu. Hann segir: „... þá verða þeir skattgreiðendur, sem verða fyrir barðinu á Kambránslögunum, að mynda með sér öflug samtök til þess að hrinda árás Kambránsmanna." Sem sagt: Hann stimplar ríkisstjórnina glæpamannahóp, sem auðvitað ætti þá að sitja í fangelsi. Varða nú ekki svona ummæli við meiðyrðalöggjöfina? Lögfræð- ingurinn ætti að vita það. En hvað sem því liður, finnst mér þetta strákslegt tal og ósamboð- ið menntuðum manni. Síðan segir greinarhöfundur: t06 „Fullkomin samstaða verð- DátttU hugleiðing út af ummælum Leifs Sveinssonar Ég, sem er ófróður í lögum, deili ekki við lögfræðinginn um það. En hvort á heldur að trúa honum eða Olafi Jóhannessyni, fyrrum lagaprófessor og dóms- málaráðherra? Hann getur tek- ið mikinn þátt í að semja þessi lög og talið þau standast. Ég segi þetta ekki af því að ég sé neitt sérstaklega hlynntur hinni nýju ríkisstjórn, enda er ég ekki í neinum pólitískum flokki. En það er annað, sem ég vil gera athugasemd við í grein Leifs Sveinssonar. Hann kallar bráðabirgðalögin (þ.e. um aftur- virku skattana) Kambránslög og ríkisstjórnina Kambránsmenn (leturbr. mín). Flestir Islendingar kannast við »U"t"*lt"*"*.|oi£ur unnt rt**T þ,ó M-m eftir l.f* 1,-100» » l,J- P" fí , aruin lupfélak vslu v»r JÁnar- *anga »ð ida. '*,m hagsleU®- list upp \as um ana. »*m aatjórnar ar fj»"» i rkki vel ,r. Strax . vnnt Mor- íalila. **,m ir *já eVVi rniit Urnöa ttsVrár út i Inum sVotl- i samræmi : itturi’iftemtur .•Oir. áæru , „•iórnarsVra stuo. hvorVi i ..„atiréttur u'n,,,nnum '«'«u ‘,ív loj, hi-fur marttaæmt . „B l«““* ÍÍS/ m.» »'••>» »s ,.r» í »«* .j.irs*". „ »ijorr*»r' vift t*r»«n* _**\ 67 «r skrarmnar tP "'(.“'‘•.norrlrk"' *£* “L, hi»' “-S'lirtv,mX '«» *' '" „.ri ohh"' h*‘' þólt stjornar* iVvjeöi um rWi f-t-J1- haf» «run.l- jn'lta atriöi. V Wra (agu vallarreg'ur m ulltaf hn’U'ö „Voft- Hæstiréttur »taöf«*' I LrHar Svrln*»" un, minnast - júrnaráVrart* ^ (.ftin fra n lyöveWb hetitur « " viöfrföum D*"„ fra "t X or eVVi Stórmann- n,orVu. Pnó ir #ft ^,náu i«V' h>‘ íKnnara meí .Irintin »0 hann -"■'“íli grafa ?* „ „W\ift nyja Þji'iöm h,f. . |t(|o ára af- rtjíirnunjW* ' ,,jóö- m*'"n“ Ir á þrotum og veröur arinnar er V tfndur»Voö- '"n',n'" , ',su Vjortimahib untna a pe**u ‘ . . , húum ,k.».Þ»'"*“£,vrjth»rSi"« ran*manna. fuf rjuft SeölabanVanu inar um hi"*r Ú.' L ,»r hann *J»,fVior_ þe**i m«' °U m .nt í xliVum inn rorynto m skattgreiö- varnarsamt sVattgreiö- aft vera um l»* né h'"rki t‘",*,'.*b2 „reiöi sVatta P»™ • fyrir gera >0«'» 1 slftan til ^ot.unum^ ^ ^ þar F aölíVum l«e">r* •xsz&Æsxr U,\SureVen«lur*r^fth',jil“; ,»kVi nVyWir tn V ■ . fvrir Vl,ir .< *«™' '““”'75. !»,»»». IW» « „ » »lík, \»á einnig aö '“ f ganih- fvnr ránsmenn »"» haröræöum . „amatoöu Kií l',Sr,“”i austa* ur að vera um það, að enginn, hvorki einstaklingur né félag, greiði skatta þessa.“ (Lbr. mín). Þarna er lögfræðingur að æsa fólk til ólöglegra aðgerða. Þessi bráðabirgðalög verða sennilega staðfest á Alþingi. Leifur Sveinsson telur að vísu, að lögin séu ólög (sbr. Hæstaréttar- dóma) en á þá að mæta þeim með öðrum ólögum, — ólögleg- um aðgerðum? Að líkindum fer málið fyrir dómstóla síðar, en það tekur sinn tíma. Ég hvet einstaklinga og félög til að greiða þessa skatta, jafnvel þótt þeir þyki ranglátir eða erfitt sé að sætta sig við þá. Og ég tel, að við eigum öll að styðja rikisstjórnina en ekki að æsa fólk upp á móti henni. Hún er löglega mynduð af löglega kjörnum alþingismönnum. Allt- af má deila um gerðir stjórna, en þeir sem deila á, ættu þá líka að benda á betri úrræði, en það gera menn sjaldan. Yfirleitt finnst mér fáir vilji fórna miklu fyrir heildina til þess að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl. Menn hugsa alltaf mest um sjálfa sig og sinn hóp eða félag. En ef þessi þjóð á ekki að glata sjálfstæði sínu vegna skulda, kostar það miklar fórnir og umfram allt samvinnu. „Sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ 40% barna 6-10 ára halda að orsök dauða sé ofbeldi Um 40 aí hundraði barna á aldrinum 6—10 ára álíta að fólk deyi vegna ofbeldisverka og mjög lítill hluti þessa aldurshóps gerir sér grein fyrir að fólk deyr eðlilegum dauðdaga. Koma þessar niðurstöður fram í bókinni „Borns tanker om doden“ sem Gyldendal-forlagið hefur nýverið gefið út. Niðurstöðurnar eru fengnar úr könnun sem skólasálfræðingarnir Birgitta Johansson og Gun Britt Larson gerðu á fjölda sænskra skólabarna á aldrinum 6—10 ára. Höfundar bókarinnar segja að foreldrar fræði börn sín lítið um dauðann, hvernig hann ber að höndum o.s.frv. Því séu hug- myndir barnanna fyrst og fremst mótaðar af frétta- og afþreyingarmyndum sjónvarps. Segja rithöfundarnir t.d. að 42 af hundraði barnanna hafi skírskotað til sjónvarpsniynda þegar þau voru spurð af hverju þau teldu mannsdauða aðeins vera afleiðingu ofbeldis. „Maður deyr vegna þess að hníf er stungið í magann á honum eða skotið er í hann. Þá eru menn einnig hengdir eða þeir farast í spreningu,“ sögðu sex ára drengir. Það er fyrst þegar börn ná 12 ára aldri að þau vita að fleiri orsakir eru fyrir dauða. Þá fyrst svöruðu hörnin að fólk deyr t.d. vegna veikinda eða elli og af völdum blóðtappa eða heila- blæðinga. í bókinni kemur fram að 90 af hundraði barnanna sem spurð voru, höfðu velt dauðanum fyrir sér. Hugsunin leitaði helzt á hug þeirra á kvöldin eða á nóttunni. Fjórðungi barnanna stóð stugg- ur af dauðanum og 40 af hundraði barna á aldrinum 6—8 ára héldu að hvorki myndu né ættu allir að deyja. Þá kom fram í könnuninni að fjórðungur barnanna hafði einu sinni eða oftar óskað þess að vera ekki í tölu lifenda. Einkum sótti þessi hugsun að börnunum þegar þeim fannst þau beitt órétti eða þegar þau hlutu slæma meðferð. Loks kemur fram í bókinni að stúlkur velta sjálfsmorði oftar fyrir sér en drengir, og segja rithöfundarnir að skýringa á því sé að leita í uppeldi barna. - (JrB.T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.