Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakió. Hrunadans Alþýðuflokksins Þegar menn taka hver annan tali á götunni, ber Alþýðuflokkinn ósjaldan á góma, — hin fögru fyrirheit fyrir kosningar og svikin kosningaloforð eftir þær, sem birtast í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Flestir telja, að hinir ungu menn í Alþýðuflokknum hafi meint það, sem þeir sögðu í vor. Þá hafi hins vegar vantað uppburði og þroska til að segja nei, þegar hin rétta stund var til að gera það. Það var tvennt, sem einkum olli kosningasigri Alþýðuflokksins: Ekki hafði tekizt að ráða niðurlögum verðbólgunnar og á 3l. vetri reyndist nauðsynlegt að grípa til óvinsælla efnahagsráðstafana, sem höfðu áhrif á kjarasamninga. í Vjölfar þeirra átaka, sem þessu fylgdu, lýsti Alþýðuflokk- jrinn því yfir, að það væri skilyrði fyrir aðild hans að ríkisstjórn, að gerður yrði kjarasáttmáli, sem yrði grundvöllur að varanlegri lausn efnahagsmálanna. Það íékkst að vísu ekki útskýrt, hvað í slíkum kjarasáttmála raunverulega fælist. Allt um það gáfu þessi fyrirheit kjósendum vonir um, að viðunandi lausn efnahagsvandans kynni að vera í sjónmáli, ef Alþýðuflokkurinn efldist að fyigí- Nú er komið í Ijós, að þetta reyndust tálvonir einar. Ríkisstjórnin hefur að vísu gert ráðstafanir í efnahags- málum. En þær miða fyrst og fremst að því að afla ríkissjóði tekna til niðurgreiðslna og uppbóta. Utflutnings- atvinnuvegirnir eru verr settir en áður til lengri tíma litið og á það ekki sízt við um Suðurnes. Heitið hefur verið endurskoðun kaupgjaldsvísitölu fyrir 1. desember, en enginn trúir á, að það geti gerzt. Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins orðar þetta svo, að „efnahagsbata sé fórnað á altari stjórnmálalegrar togstreitu" og kvartar yfir því, að „orðið kjarasáttmáli" mátti ekki sjást í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. I annan stað hét Alþýðuflokkurinn verulegri lækkun beinna skatta og menn vildu trúa því. Allir vita hvernig það hefur verið svikið og eiga eftir að kynnast því enn betur, þegar viðbótarskattseðlarnir fara að berast launþegunum, einkum ungu fólki og þeim, sem eiga langan vinnudag. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að nýi Alþýðuflokkurinn, ungu vammlausu drengirnir, þykist með öllu saklaus af því, sem hefur gerzt. Nýr þáttur í Alþýðublaðinu ber yfirskriftina: „Þingmennirnir skrifa". Þar er enn talað í sama anda og fyrir kosningar. Setningar eins og „Alþýðuflokkurinn getur ekki og má ekki taka þátt í Hrunadansi" eru þar daglegt brauð og fólk á að halda áfram að bera traust til Alþýðuflokksins af því að ungu þingmennirnir segjast vera á móti því, sem þeir styðja! — „Því að hið góöa, sem ég vil, gjöri eg ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég,“ sagði Páll postuli í bréfi sínu il Rómverja forðum, þegar hann var að lýsa baráttunni :lli holdsins og andans. Og í því samhengi eiga þessi orð við hina ungu þingmenn Alþýðuflokksins, að þeir vilja arna standa við fögru fyrirheitin frá í vor, en eru ekki uenn til að gera það. Billy Graham í Svíþjóð: BANDARÍSKI prédikarinn Billy Graham hefur sennilega náð til fleiri með boðskap Bibli'unnar en nokkur annar prédikari. Starfs- aðferð hans er í stuttu máli sú. að hann gerir sér far um að ná til sem flestra og leggur því áherzlu á að sem flest kirkjufélög á hverjum þeim stað. sem hann kemur til. standi að samkomuher ferðunum eða krossferðunum til að allir geti sameinazt um að safna fólki. Billy Graham, sem er nú tæp- lega sextugur, var 16 ára þegar hann varð fyrir áhrifum á sam- komum sem haldnar voru í heima- bæ hans í Norður-Karólínu-fylki Bandaríkjanna, og ákvað harin eftir að hafa um skeið gert grín að samkomuhaldi af þessu tagi og Þessi mynd er frá samkomuherferð í Dortmund 1970. en þá var einmitt sjónvarpað til Norðurlandanna og upptökur sýndar viða dagana á eftir. Hefur náð til milljóna manna með krossferðum sínum í 29 ár í Japan er talið að hann hafi haldið einá af áhrifamestu her- ferðunum þegar það er haft í huga, að árið 1967 voru taldir um 15000 kristnir í Tokyo. Leigður var salur sem tók 14000 manns og margir efuðust um að hann myndi nokkurn tíma verða fylltur. En morg kvöld urðu menn að snúa frá og eftir 10 daga samkomuhald höfðu samtals um 200 þúsund manns komið á samkomurnar og 10 þús. manns ákveðið að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. í Bandaríkjunum hafa sam- komuherferðir eins og þær sem Billy Graham hóf að standa að oft verið gagnrýndar vegna þess að þær gætu gefið prédikurum, sem söfnuðu að sér þúsundum manna, möguleika á að raka saman fé með samskotum. Til að forðast slíkt var strax árið 1950 ákveðið að stofna félagið Billy Graham Evan- gelistic Association og fara allar gjafir og öll samskot því til félagsins, sem síðan greiðir föst laun til Billy Graham og annarra starfsmanna og stendur undir kostnaði við samkomuhaldið. Sú hugmynd kom fljótlega upp að staðið yrði fyrir útvarpsdag- skrám, en ljóst var að slíkt myndi kosta gífurlegt fé eða um 25 þúsund dali til að standa yndir stofnkostnaði við fasta útvarps- þætti. Sú upphæð safnaðist á einu kvöldi á samkomu í Portland árið 1950. Nú heyra um 20 milljónir manna þennan útvarpsþátt, „The Hour of Decision", en hann er sendur út frá um 1000 útvarps- stöðvum um allan heim. Af öðrum þáttum í starfsemi Billy Graham-félagsins má nefna að gefið er út ritið Decision í nokkrum milljónum eintaka og bækur sem Billy Graham og aðrir hafa skrifað hafa verið gefnar út og þýddar á mörg túngumál. Má þar nefna bókina Svar mitt, sem inniheldur svör við spurningum fólks um vandamál sín og Billy Graham svarar, en þessar spurningar og svör hafa einnig ve.rið birt í dagblöðum víða um heim, m.a. í Morgunblaðinu. Enn má nefna að fyrirtækið World Wide Pictures starfar í nánum tengslum við Billy Graham-félag- ið, en það framleiðir kvikmyndir sem innihalda kristinn boðskap. J. Þannig er samkomunum sjónvarpað til ýmissa staða og á skerminum hér má sjá Cliff Barrows söngvara og söngstjóra sem í mörg ár hefur starfað með Graham. mótmælt því trúarlega uppeldi sem hann hafði fengið að hverfa til náms á biblíuskóla og þar var hann í þrjá vetur. Eftir frekara nám í Wheaton College í Chicago hóf hann prédikunarstörf fyrst með hreyfingu sem nefnd er Youth for Christ, Æskan fyrir Krist. Billy Graham varð þekktur í einu vetfangi í september 1949 eftir samkomuherferð í Los Angeles þegar þúsundir komu á samkomu hvert kvöldið eftir annað í margar vikur. Vakti það mikla athygli í milljónaborginni og landið allt þegar þekktur útvarpsmaður snerist til kristinn- ar trúar. Á næstu árum hélt hann krossferðir sínar víða um Banda- ríkin og einnig í öðrum löndum, svo sem Afríkuríkjum, Bretlandi, Þýzkalandi, Ástralíu, Nýja-Sjá- landi, Japan, Kóreu, Noregi og Svíþjóð, en í þessum löndum hefur hann ýmist haldið einstakar sam- komur eða samkomuherferðir. Þegar Billy Graham prédikar leggur hann áherzlu á orð sín með handahreyfingum og bendingum og hefur verið sagt, að hann nái alltaf til einstaklingsins. Hér er hann í Þýzkalandi og túlkur sneri orðum hans iafnóðum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 17 Fyrirlestur frá ráðstefnu um reykingar og heilsufar: Orsakasamband milli sígarettu- reykinga og kransæðastíflu Erindi Nikulásar Reykingar hafa verið tíðkaðar býsna lengi. Þannig skýra Plinius, Heródótos o.fl. frá reykingum á ýmsum efnum, m.a. þurrkaðri kúamykju en þær þóttu góðar við þunglyndi. Reykingar á tóbaki eru hins vegar taldar upprunnar meðal Indiána í Ameríku eins og kunn- ugt er. Sagt er að fyrsti Evrópu- maðurinn sem reykti tóbak hafi verið Rodrigo de Jarez, einn af sjómönnum Columbusar. Þegar konan hans sá hann vefja tóbaks- blöð saman og reykja þau hélt hún að maður hennar væri á valdi djöfulsins og gerði rannsóknar- réttinum viðvart. Rétturinn var henni sammála og dæmdi Rodrigo í 10 ára fangelsi. Þegar hann kom út þóttu reykingar ekki ámælis- verðar á Spáni og var Rodrigo de Jarez síðar meir reist stytta er stendur í Sevilla. Reykingar breiddust skjótt út um hinn gamla og nýja heim þrátt fyrir harkalegar aðgerðir yfir- valda í ýmsum löndum til að stemma stigu við þeim. Má þar nefna að Murad IV (á 17. öld) Tyrkjasoldán lagði dauðarefsingu við reykingum. Fyrirrennari hans hafði þó látið þá refsingu nægja, að gera gat á nef sökudólgsins, þræða þar í gegn reykjarpípuna og láta hann þannig skreyttan ríða öfugan á asna um götur borgar- innar. Urban páfi VIII. varð svo hneykslaður á reykingum kirkju- gesta að hann fordænuii allar reykingar 1642 og lét bannfæra þá er brotlegir gerðust. Árið 1634 var gefin út tilskipun í Rússlandi er bannaði reykingar, en viðurlög voru að nefið var skorið af, menn hýddir og reknir í útlegð. (2). Öll þessi boð og bönn urðu þó til lílils er til lengdar lét enda var það trú margra að lækningarmáttur væri í tóbaksjurtinni. Það voru einkum læknarnir Leibault og Gohory í París og Nomares í Sevilla er héldu fram lækninga- gildi tóbaksins og rit þeirra dreifðust um alla Evrópu á 16. öld. Sígarettureykingar eru taldar upprunnar í Mexico. Á Spáni voru það einkum konur er reyktu. Eftir Krímstríðið komust sígarettur í tízku í Bretlandi og um 1860 var farið að framleiða sígarettur í stórum stíl í Norður-Ameríku. Var það James Buchanan Duke er beitti nútímalegri auglýsinga- tækni til að venja menn á sígarettureykingar þar í landi. Samband hjarta- og a“ða- sjúkdóma og reykinga Það var fyrst á fjórða tug þessarar aldar að grunsemdir tóku að vakna unt að eitthvað samband væri milli reykinga og hjartasjúk- dóma. Athugun White árið 1935 á 21 karli innan við fertugt sem fengið höfðu kransæðastíflu sýndi að allir voru reykingamenn. English og samstarfsmenn at- huguðu reykingavenjur hjá 1.000 sjúklingum með kransæðasjúkdóm árið 1940 og komust að því að marktækt fleiri stórreykingamenn voru meðal sjúklinganna en í samanburðarhóp. Það eru þó fyrst og fremst víðtækar hóprannsóknir sem und- anfarna 2—3 áratugi hafa verið gerðar víða um heim sem hafa aukið þekkingu okkar á sambandi hjarta- og æðasjúkdóma og reyk- inga. Mikilvægastir þessara sjúk- dóma eru kransæðasjúkdóntar, svo sem hjartakveisa (angina pectoris) og kransæðastífla (infarktus myocardii). I stuttu máli hefur niðurstaða þessara rannsókna orðið sú, að Sigfússonar yfirlæknis jákvæð fylgni hefur fundist milli reykinga og kransæðastíflu, reyk- inga og kransæðaþrengsla (coronary heart desease) og stund- um milli reykinga og hjartakveisu. Fram hefur kontið að áhætta sígarettureykingamanns að deyja úr kransæðasjúkdóm er 1.5—2 sinnum meiri en þeirra sem ekki reykja. Þessi áhætta er mest meðal karla á aldrinum 35—44 ára en þá er hún meiri en fimmföld (5,5) en minnkar með aldri og er orðin jöfn.milli reykingamanna og þeirra sem ekki reykja eftir 75 ára aldur. Einnig skal þess getið að jákvæð fylgni er milli útbreiðslu krans- æða-kölkunar og þess sígarettu- fjölda er menn reykja. Þannig kom í ljós í einni rannsókn að æðakölk- un var helmingi meiri meðal þeirra er reyktu 25 sígarettur á dag en meðal þeirra er ekki reyktu. Ilvernig verka revkingar á a“ðakerfið Efnasamsetning tóbaksreyks eru talsvert breytileg eftir tegund tóbaks, hvernig það er verkað og Talið er að bæði nikotín og kolsýrlingur valdi aukningu á blóðfitu. Telja sumir læknar að samverk- un nikotíns og kolsýrlings leiði til æðakölkunar. Reykingavenjur íslendinga I Hóprannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu hafa reyk- ingavenjur verið kannaðar. Fyrsta könnunin fór fram á árunum 1967—‘69 og náði til karla og kvenna á aldrinum 34—61 árs, 1973 var gerð samskonar rannsókn á fólki á aidrinum 20—34 ára. Helztu niðurstöður þessarra kann- ana eru að tim það bil 10G fleiri konur reykja sígarettur en karlar í öllum aldursflokkum frarn að sextugu. Reykingar eru mestar meðal yngra fólksins, um 507) kvenna reykja um tvítugt en þessi hlutfallstala lækkar smátt og smátt með aldrinum. Meðal karla reykja urn 407) sígarettur á aldrinum 20—30 ára en hundraðstalan lækkar niður í um 307) á sextugsaldri. hjartasjúkdómum hafa farið stöð- ugt vaxandi undanfarna áratugi. en þó kann að vera að þessi þróun sé að snúast til betri vegar síðustu 4— 5 árin. báttur reykinga í hjarta- og a'ðasjúkdómum á íslandi Þegar meta skal þátt sígarettu- reykinga í hjarta- og æðasjúkdóm- urn eru það aðallega tvö atriði sem eru könnuð: Hvert er algengi þessara sjúkdónta meðal reykinga- manna samanborið við þá sem ekki reykja og hver er dánartíðni úr þessum sjúkdómum í þessunt tveim hópum. í fyrsta áfanga Hóprannsóknar Hjartaverndar voru 2.203 karl- tnenn á aldrinum 34—61 árs. Einkenni um kransæðasjúkdóm fannst á hjartalínurití meðal 7.17) reykingamanna en S.S'? þeirra sent ekki reyktu. Mismunurinn var mestur í elztu aldursflokkunum þar sem kransæðasjúkdómur var nærri helntingi algengari meðal reykingamanna en þeirra sem ekki reyktu. Sé litið á dauðsföll vegna kransæðasjúkdóms kom í ljós að þau voru um helmingi algengari Nikulás Sigfússon yfirlæknir ræddi um hjarta- og æðasjúkdóma. Við hlið hans sitja Sigurður Pálsson sem var fundarstjóri og ólafur Ragnarsson. hvernig það er reykt. Geysilegur fjöldi efna hefur verið greindur í tóbaksblöðum og tóbaksreyk. Mesta þýðingu fyrir hjarta- og æðasjúkdóma hefur sennilega nikotín og kolsýrlingur (CO), en auk þessara efna má nefna metylalkohol (tréspiritus) ammon- iak, formaldehyd, fenol, kreosót, anthracen og pyren. Einnig er lítið eitt af blásýru, blý og arsenik í tóbaksreyk. Kolsýrlingur er venjulega 3—5'? af lofttegundum tóbaks- reyks en nikotín er venjulega um 1— 2'7 af þurrvikt tóbaksblaða. Yið að reykja 1 sígarettu fær maður venjulega í sig 2.5—3.5 mg af nikotíni. Kolsýrlingur hefur mikla tilhneigingu til að bindast blóðrauða (hentoglobíni) blóðsins og verður sá hluti óvirkur til súrefnisflutninga. Meðal sígar- ettureykingamanna getur allt að 20') blóðrauöans verið þannig bundin kolsýrlingi. Áhrif nikotíns á hjartað eru í stuttu máli: Það eykur hjartsláttartíðni, hækkar blóðþrýsting eykur afköst, eykur samdráttarkraft hjartavöðvans og eykur súrefnisnotkun, það getur valdið hjartsláttartruflunum og breytingum á hjartalínuriti. Önn- ur áhrif eru að það veldur aukningu á s.k. frjálsum fitusýr- um i blóði og eykur samloðun kirnikorna. Ef litið er til reykingamagns, þá er algengast að menn reyki um pakka á dag, um 60'? sígarettu- reykingamanna reykja 15—20 sígarettur eða meir á dag. Ef athugað er hvenær menn hafa byrjað að reykja má sjá að flestir hafa byrjað á aldrinum 15—19 ára. Á vegum horgarlæknis var gerð könnun á reykingavenjum barna og unglinga í Reykjavík 1974 og kom þá frarn að sígarettureykinga fór að gæta um 10—12 ára aldur (5'7 drengir, 2—3'7 stúlkur) en fóru svo hratt vaxandi upp í um 50') meðal 16 og 17 ára drengja en nær 607) stúlkna á sama aldri. Yið rannsókn á skólabörnum á Akranesi 1976 og '77 fengust svipaðar niðurstöður. Iljarta- og a-ðasjúkdómar meðal íslendinga Það er alkunna að hjarta- og æðasjúkdómar eru nú algengasta .dánarorsök hér á landi eins og í mörguni öðrum löndum. A ntynd 7 ntá sjá að unt 46') mannsláta orsakaðist af hjarta- og æðasjúk- dómum hér á landi 1967. Þessi tala ntun nú vera yfir 50'). Algengast er að menn deyi úr hjartasjúk- dómum (um 307) dauðsfalla) en í þeim flokki eru kransæðasjúkdóm- ar langaigengastir. Dauðsföll úr (1.88) meðal þeirra er reyktu — 25 sígarettur á dag en meðal þeirra er ekki reyktu. Úr erlendum hóprannsóknunt hafa komið fram svipaðar niður- stöður og hefur þeirra verið að nokkru getið hér að framan. Lokaorð Flestir munu nú telja að orsaka- samband sé milli sígarettureyk- inga og kransæðasjúkdóma. sér- staklega kransæðastíflu. Aætlað er að reykingar valdi dauða 52.000 manna á ári hverju í Bretlandi. en helmingur þeirra deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum. I Bandaríkjunum hefur verið áætlað að helntingur kransæða- dauðsfalla stafi beinlínis af sígar- ettureykingum. En er til einhvers að hætta? Er skaðin ekki þegar skeður ef menn hafa reykt árum saman? Niðurstöður áður nefndra hóp- rannsókna benda eindregið til þess að hættan á kransæðasjúkdómum fari fljótt minnkandi ef menn hætta að reykja. Þannig reyndist áhættan meðal þeirra er höfðu hætt að reykja helmingi minni en meðal þeirra er héldu áfram sígarettureykingum í hinni þekktu Framingham-rannsókn í Banda- ríkjunum. Svo virtist sem þessara áhrifa taki að gæta mjög fljótt eftir að menn hætta reykingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.