Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ny ujAjnpK’asa'u ir vínsala ríkisins er langt frá því að borga sig? Svo langt frá því að hún er stór ómagi á þessari þjóð. Hvað ætli kosti heilsurækt og lækning fyrir þessa marghrjáðu vesalinga, sem eyðilagst hafa bæði á líkama og sál vegna leiksins með áfengi og vímugjafa? Ætli það sé nokkur leið að bæta upp allt það tjón, sem slíkt hefir valdið okkur íslending- um? Eru tapaðir vinnudagar vegna drykkjuskapar þegnanna ekki óteljandi? 'Eða öll ósköpin sem af þessu leiðir, innbrot, þjófnaðir, nauðganir og morð? Reykingar eru banvænar, já, sannarlega, en hvað um drykkju- skapinn? Er hann ekki banvænn? Því verður ekki svarað neitandi. Reykingar gjöra þó engan alvitl- ausan jafnfljótlega og vínið. Drukkinn maður er vitfirrtur maður og gjörir tíðum það sem hann aldrei myndi gjöra allsgáður. Ég ætla hér ekki að fara að telja upp allt það sem Islendingar hafa unnið sér og þjóðinni til ævarandi skammar í sambandi við þessi voðamál. Það hafa aðrir mér vitrari gjört. En, kæru landar. Farið nú í alvöru að reikna út hvað hömlulaus vínsala hefir þegar snuðað okkur um mörg mannslíf og bregðið skjótt við bæn allra sannra ættjarðarvina: Vínið út. Kristfn M.J. Björnsson." Óska eftir landi meö eöa án sumarbústaöar, í nágrenni Reykja- víkur, helzt viö Þingvallavatn. Góö greiösla í boöi. Tilboö sendist Mbl. merkt: „Þ — 3580“. Þessir hringdu . . • Góð predikun Maður nokkur bað Velvak- anda fyrir þau ummæli að predikun sr. Ólafs Skúlasonar prófasts sem flutt var í útvarp sl. sunnudag hefði verið þörf hug- vekja og í tíma töluð og ætti hún erindi til alls almennings í dag. Væri þvi vel athugandi að ræðan yrði birt í heild einhvers staðar. • Fjölkvæni til? Sigurður Arngrímssoni — Vegna skrifa Ásthildar Geirsdóttur um mormóna hjá Velvakanda í fyrradag vildi ég fá að nefna að ég hefi vitneskju um dæmi um fjölkvæni meðal mor- móna þ.e. þrjár fjölskyldur í Kaliforníu. Háttar þannig til hjá fölskyldufeðrunum að þeir hafa vinnukonu en þær munu eiga börn rétt eins og eiginkonan. Þétta vildi ég fá að besda á því að þótt kirkja þeirra boði vissar reglur er ekki endilega víst. að eftir þeim sé alls staðar farið. • Ekki of hratt ekið ö.Á., — Ég held að það sé algjör misskilningur að halda fram að umferðin í borginni gangi of hratt fyrir sig, því miklu frekar stafar slysahættan af fólki sem ekur lúshægt og alltaf á vinstri akrein þar sem tvær ei*u. Bezt er að aka á jöfnum hraða og því væri allt í lagi að hafa hámarkshraðann 60 km eins og hann reyndar er sums staðar, a.m.k. á öllum götum, sem eru breiðar og tveggia akreina. SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á skákþingi Sovétríkjanna í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Alburts og Dorfmans, sem hafði svart og átti leik. 34.... Hxb2! og hvítur gafst upp. Eftir 35. Kxb2 — Dxd2+ er orðið stutt í mátið. Núverandi skák- meistarar Sovétríkjanna eru þeir Dorfman og Guljko. • Endurtaka umferðarþætti Að síðustu er hér ábending frá kónu sem spyr sjónvarpið hvort ekki sé hægt að endurtaka umferð- arþætti Árna Þórs Eymundssonar, sem voru sýndir á tímanum rétt eftir fréttir fyrir einu eða tveimur ÓWk MUNflbUk iui/ei£ Inl'slr i\Kh\ SIGGA V/öGÁ £ ÁiLVEftAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.