Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 30. september 1978 Bls. 33-64 m Heimsókn til Asgeirs Sigur\ inssonar og fjölskyldu í Belgíu Það var fastmælum bundiö milli mín og Asgeirs að óg heimsækti hann til Líege milli pess sem ég fylgdist með Akurnesingum og íslenzka landsliöinu spila knattspyrnu í Köln og Nijmegen. Mig hafði alltaf langað til pess að heimssekja Ásgeir, sjá hvernig hann byggi og sjá hann í leik með félagi sínu Standard Liege. Ekki gekk ferðalagið til Liege áfallalaust pví vegna rangra upplýsinga fór ég út úr lestinni á vitlausri brautarstöð í Köln. Eftir mikinn töskuburö og langa bið komst ég loks í Parísarhraðlest- ina, en hún átti að hafa viökomu í Liege. Með pað í huga að óvæntar tafir gætu komið upp hafði ég hafnað boði Ásgeirs um aö sækja mig á brautarstööina. Ég var ögn feginn pegar pangað kom. Dró óg upp miðann með nafni Ásgeirs og heimilisfangi og sýndi fyrsta leigubílstjóran- um sem ég hitti. Rue de la Jardiniere 501, pað var ekkert mál fyrir hann aö rata pangað. Og svo las hann áfram og paö kom bros fram á varirnar pegar hann las nafnið Sigurvinsson. Pað fór ekki milli mála aö pessi okkar snjallasti knattspyrnumaður nú um mundir var vel pekktur í Liege. Mér var vel fagnað pegar ég kom til Ásgeirs. Hann býr í priggja herbergja íbúð í nýju fjölbýlishúsi í úthverfi Liege, fallegu og rólegu hverfi. í pessu sama húsi býr einnig Ólafur bróðir Ásgeirs ásamt konu sinni Þóru Guðmundsdóttur og tveimur börnum, Bryndísi og Sigurvin. Þau eru nýlega flutt út. Ólafur vinnur við iðn sína pípulagnir og leikur einnig knattspyrnu með liði í 4. deild en eins og knattspyrnu- unnendur muna hefur Ólafur um árabil verið einn okkar bezti bakvörður og fastur landsliðsmaöur um langa hríð. Þarna var einnig stödd Vílborg Andrésdðttir, móðir peirra bræðra, indæl kona. Hún var nýkomin að heiman og ætlar að dvelja ytra fram yfir jól. Hún haföi haft með sér lunda úr úteyjum Vestmannaeyja og var nú slegið upp lundaveizlu meö öllu tilheyrandi m.a. sultu, sem mér viröist af nokkurri reynslu vera hið mesta fágæti í Evrópu. Ásgeir hafði ekki smakkað lunda síðan í fyrra og ég ekki síðan ég var polli í sveit í Vopnafirðinum. Sýndum við áberandi mestu tilprifin við lundaátið. Á eftir matinn sýndi Ásgeir mér nokkra leiki Standard á myndsegul- bandi og var pað nokkur sárabót fyrir pað aö missa af leik með Standard pví liðið átti frí helgina sem ég var ytra. Þaö verður pví enn bið á pví að ég sjái Ásgeir í leik með Standard og einnig verður aö bíða betri tíma viðtal við framkvæmdastjóra og eiganda Standard, herra Petit, en ég haföi einsett mér að spjalla lítillega við hann. Petit hefur ósjaldan verið nefndur á nafn í sambandi við mál Ásgeirs. Ásgeir hefur komið sér vel fyrir í Belgíu. íbúö hans er smekklega búin húsgögnum og stolt heimilisins er ný hljómtækjasamstæða, sem kostaði litlar 2,5 milljónir króna. Eftir hljómburði tækjanna að dæma var Þeim peningum vel varið. Eftir viðtölum við menn ytra að dæma og lestri blaöa leikur enginn vafi á pví að Ásgeir er nú dáösti leikmaður Standard og pað segir sína sögu að félagiö skuli hafa verölagt hann á 250 milljónir íslenzkra króna s.l. vor. Ég varð síðan samferða Ásgeiri á BMW-bifreið hans frá Liege til Nijmegen par sem landsleikur íslendinga og Hollendinga fðr fram. Sú ferð tók ekki langan tíma enda lengst af ekið á 160 km hraöa. Þegar til Hollands kom var pað sama uppi á teningnum, nafn Ásgeirs var par vel pekkt enda geta Hollendingar fylgst með belgísku knattspyrnunni í sjónvarpinu. En áöur en við fórum til Hollands settumst viö Ásgeir niður og spjölluðum um hann sjálfan og líf hans sem íslenzks knattspyrnumanns í Belgíu: Mál og myndir: Sigtryggur Sigtryggsson Framtí Hvernig hefur þér líkað í Belgíu þau fimm ár, sem þú hefur veriö hér? — Mér hefur líkaö alveg ágætlega. Þaö býr gott fólk hér í Belgíu og ég hef eignast marga vini. En Belgía er ekki framtíöar-' landiö. Ég er íöngu búinn aö gera það upp við mig að flytjast heim til íslands þegar ég hætti í atvinnuknattsþyrnu. Framtíöar- heimiliö verður á íslandi, hvergi annars staðar. Þaö var mikiö talaö um þaö aö þú ætlaöir aö fara til annars félags þegar samningurinn rann út s.l. vor, jafnvel til félags í öðru landi. Hvers vegna varð ekkert úr því? — Samningurinn minn við Standard rann út s.l. vor eins og þú sagðir og ég haföi mikinn hug á því aö breyta til. Ég haföi átt viöræður við mörg félög, þar á meðal belgíska félagið Ander- lecht, sem er þekktasta og jafnframt ríkasta félagiö hér. Viöræöurnar viö Anderlecht voru komnar svo langt að forráðamenn félagsins höfðu lagt fyrir mig samning og jafn- framt gerðu þeir Standard tilboð í mig. Petit, framkvæmdastjóri Standard, haföi áöur látiö það berast aö hann væri tilbúinn að selja mig fyrir 15—20 milljónir franka og Anderlecht geröi tilboð sem var einhvers staðar á bilinu 18—20 milljónir franka (180—200 milljónir íslenzkra króna). En þegar þetta tilboö kom var komið annaö hljóö í strokkinn hjá Petit, hann hækk- aöi veröiö skyndilega upp í 25 milljónir franka (250 milljónir íslenzkra króna). Við þessa skyndilegu hækkun missti And- erlecht áhugann enda greinilegt að Petit var með þessu að sýna aö hann vildi ekki selja mig. Hvaö tókst þú til bragðs? — Ég var auövitaö ansi súr yfir þessu því eftir fimm ára dvöl hjá Standard langaöi mig aö breyta til. Nokkru áður en samningur minn við Standard rann út bauð Petit mér nýjan samning sem ég hafnaöi. Þegar samningaviðræðurnar við And- erlecht báru ekki árangur bauö Petit mér nýjan þriggja ára samning, mun hagstæöari en hann hafði boöiö mér áður. í rauninni var samningurinn svo hagstæöur, aö hann tryggöi mér betri laun en ég heföi fengið hjá Anderlecht. Ég hugsaöi máliö vandlega og ákvað að skrifa undir samninginn. Helstu rökin voru þau aö eftir 3 ár verö ég orðinn 26 ára gamall og ef allt fer aö óskum ætti ég þá aö vera á hátindinum sem knattsþyrnu- maöur og vonandi töluvert betri knattspyrnumaður en ég er nú. Staöa mín verður þá væntanlega sterk til samninga! Sjá nœstu síðu >iu l J 99 verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.