Morgunblaðið - 30.09.1978, Side 3

Morgunblaðið - 30.09.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 35 geti ekki skoraö mark. Ef Petit getur náö í mann sem kann aö koma boltanum í markið munu þau kaup margborga sig því þá fjölgar áho%sendum um leiö. Nú leikur þú sem tengiliður. Hefur þú alltaf leikiö þá stöðu hjá Standard? — Þaö hefur margt breytzt hjá Standard síöan ég kom hingað fyrir fimm árum síðan. Viö erum aöeins eftir þrír leikmenn af þeim hópi, sem var hjá Standard haustið 1973 þegar ég fór út en þaö eru auk mín Gerets og Labarbe. í fyrsta leik mínum hjá Standard lék ég á vinstri kantinum, sömu stöðu og ég lék meö Vestmannaeyjaliö- inu. í næsta leik var ég færður á miðjuna og þar hef ég verið síöan. Ég hef veriö svo heppinn aö hafa haldiö stööu minni í liðinu allan þennan tíma og ég hef aldrei setiö á varamanna- bekknum þótt leikirnir hjá Standard séu orðnir tæplega 300 aö tölu. Vill spila fleiri landsleiki Þaö er mikil óánægja meö þaö heima á íslandi aö þú skulir svo sjaldan geta veriö meö í lands- leikjum. Hvernig stendur á því að þú getur ekki leikið fleiri leiki? — Ég vil taka þaö fram strax í byrjun aö mér sjálfum þykir þaö ákaflega leiðinlegt aö geta ekki spilað fleiri landsleiki. Þaö er heiöur fyrir mig aö fá aö leika fyrir ísland og mér finnst alltaf skemmtilegt að spila landsleiki, sérstaklega hér heima. Máliö er hins vegar það, aö þegar ég geröi fyrst samning viö Standard voru engin ákvæöi í samningn- um um að félaginu bæri aö láta mig lausan í landsleiki. Þess vegna er þaö undir forráöa- mönnum Standard komiö hvort ég fæ aö leika eöa ekki. Þeir hafa gefið vilyröi um aö ég mætti leika ef Standard væri ekki aö leika mikilvæga leiki á sama tíma. í sumar hefur hitzt svo illa á aö Standard hefur veriö að leika mjög mikilvæga leiki þá daga, sem landsleikirnir hafa veriö og því hefur Petit sagt nei nema í Hollandsleiknum, þá fékk ég strax leyfi enda Standard ekki að leika þetta kvöld. Af þessum sökum hef ég leikið miklu færri landsleiki en ég heföi kosiö, hef núna leikið 21 leik en ef allt væri meö felldu ætti ég aö vera búinn að spila um 40 landsleiki. Ég tel aö KSÍ eigi aö gera þaö aö skilyrði, aö þeir leikmenn íslenzkir sem fara út í atvinnumennsku næstu árin veröi gefnir lausir í mikilvægustu landsleikina. Um sjálfan mig get ég sagt þaö, að ég vona bara aö ég geti í framtíöinni leikið eins marga landsleiki og mögulegt er. Og aö lokum Ásgeir. Hvernig kanntu viö þig í þessu „starfi" og hvaö hyggstu taka þér fyrir hendur þegar þú hættir í at- vinnuknattspyrnunni? — Ég hef kunnað mjög vel viö mig í atvinnuknattspyrnunni. Knattspyrnan hefur alltaf veriö mitt helsta áhugamál og þaö er vissulega kostur aö starfa viö það sem maöur hefur áhuga á. Knattspyrnan hefur fært mér ýmislegt sem ég heföi annars misst af, mikil feröalög t.d. og kynni viö margt gott fólk. Ég hef mikinn áhuga á aö starfa áfram aö knattspyrnumálum þegar ég legg skóna á hilluna og meö þaö í huga hef ég verið aö stúdera knattspyrnu aö undanförnu og í vetur byrja ég í þjálfaraskóla. Ég vonast til þess aö fá þar góöa menntun og réttindi til þjálfunar. Þaö er von mín aö þessa menntun geti ég notað heima á íslandi seinna meir. — SS. Svipmyndir frá leik Standard Liege og belgísku meistaranna FC Brtlgge í 1. deild nú í haust. Ásgeir hefur verið felldur innan vítateigs og hann skorar sjálfur úr vítaspyrnunni. Standard vann leíkinn 2:1. PHILIPS með eðlilegum litum eru að keppast við að ná. Nýja 20AX in-line kerfið tryggir að þessir eðlilegu litir endist ár eftir ár, þeir fölna ekki og geta ekki runnið saman. , Heiðblar himinn, tær bergvatnsa, grænn hraun- gróður. Litir íslenskrar náttúru geta verið ótrúlega tærir og hreinir. Allt þetta kemur vel til skila í PHILIPS litsjónvarpstækinu, þar sem er að sjá litina jafn eðlilega og í sjálfri náttúrunni. Fyrir utan þessa nýjung hefur PHILIPS litsjónvarpstæki að sjálfsögðu til að bera alla aðra kosti góðs tækis, sem áralöng Jt tækniforusta PHILIPS tryggir. Ér PHILIPS hafa fyrir löngu nað því takmarki að framleiða litsjónvarpstæki með ^L. eðlilegum litum, takmarki sem - margir framleiðendur PHILIPS 20AX IN-LINE SVÍKUR EKKI LIT. WSmœSSz. HILIPS HAFNARSTRÆ.TI 3 SÆTUN 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.