Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Sigur trúarinnar 19. sunnudagur e. Þrenningarhátíö hugskots yöar og íklæöst hinum nýja manni, sem skapaöur er eftir Guöi í réttlæti og heilagleika sannleikans. Guöspjall: Matt. 9:1—8: Er Jesús sá trú þeirra sagöi hann viö lama manninn: Vertu hughraustur, barniö mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar. Pistill: Efes. i:20—28: í Jesú hafiö þér lagt afásamt meö hinni fyrri breytni, hinn gamla mann, sem er spilltur af tælandi girndum en endumýjast í anda Hökullinn, sem presturinn ber í messunni, táknar þetta, sem pistillinn í dag talar um. Gaffalkross- inn, sem algengur er á höklum, táknar þrá mannsins eftir hjálp og fyrirgefningu syndanna. Farið út um allan heim — Fréttamolar — Biblíuauglýsingar á strætisvögnum Danska Biblíufélagið hóf í fyrra mikla og árangursríka uaglýsingaherferð. Settar voru auglýsingar á strætisvagna Kaupmannahafnar, sem vöktu athygli vegfaranda á því að hægt væri að fá fagnaðarer- indið á nútíma dönsku. Biblíu- félagið fékk fjölda fyrirspurna, sem leiddu m.a. til þess að ný þýðing Nýja testametisins var prentuð í 130 þús. eintökum. Fermingarfræösla Síðastliðin tvö ár hefúr verið gerð tilraun með nýtt skipulag fermingarfræðslunnar í 73 söfnuðum í Noregi. 6.100 fermingarbörn tóku þátt í tilrauninni. Fermingarundir- búningurinn stóð í 8 mánuði og var fólginn í 35 kennslustund- um, 8 guðsþjónustum auk verk- efna í tengslum við starf safnaðarins og þátttöku í hóp- umræðum. Könnun hefur leitt í ljós mjög jákvæð viðbrögð bæði foreldra og fermingarbarna, sem óska fleiri möguleika til að fara saman í helgarferðir og taka þátt í hópumræðum undir leiðsögn starfsmanna safnaðar- ins. 46—68% þátttakendanna í þessari tilraun töldu sig hafa haft „mikið gagn“ af fermingarfræðslunni en aðeins 10—18% töldu sig hafa haft lítið eða ekkert gagn af þessari fræðslu. Stefnt er að samræmdri fræðsluáætlun, sem þó er hægt að laga eftir aðstæðum á hverjum stað. Hjónabandid í brennidepli II Erfið tímabil Áður en við tökum til við þær meginstoðir sem samfélagið í hjónabandinu byggir á, þá skulum við athuga lítillega þau erfiðleikatímabil sem hvert hjónaband mætir. Þetta eru eðlileg vandamál og alls ekki sjúkleg. Við getum reiknað með þrem- ur slíkum tímabilum í hjóna- bandinu, sem líta má á sem eðlilega þróun í sálarlegu og líkamlegu tilliti. 1. Fyrsta erfið- leikatímbilið í hjónabandinu er á fyrsta til fimmta ári, með hámarki á þriðja til fjórða ári. Þessi tími er fundinn út af dr. med Ben Harnik í Sviss, sem hefur sýnt fram á að fyrsti hápunkturinn í hjónaskilnuðum er einmitt á þessu tímabili. Það er reiknað með að 'h allra hjónaskilnaða eigi sér stað milli þriðja og fjórða árs hjónabands- ins. Þessi staðreynd færir okkur heim sanninn um það, að þetta er erfitt tímabil og því ástæða til að athuga hvers vegna. Dr. Harnik telur að aðal- ástæðan sé sú, að í lífi karl- mannsins eigi sér stað grund- vallarbreyting á afstöðu hans til hjónabandsins. Hann gengur í hjónaband með þeim sjálfs- elskuhugmyndum að þar geti hann fengið kynferðislegum hvötum sínum fullnægt. Hann tekur ekki með í reikninginn að það komi tímabil í hjónaband- inu þar sem hann verður að halda aftur af sér þegar það hentar. Þegar fyrsta barnið kemur í heiminn þá verður það stundum töluvert þungt áfall fyrir karl- manninn. Ef hann spyr lækni konunnar, fær hann að vita að samfarir eru óæskilegar 4 síð- ustu vikurnar fyrir fæðingu og fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu. Aðeins þetta getur verið til þess að sum hjónabönd lenda í erfiðleikum einmitt á þessum tíma. En vandamálið er oft flóknara en þetta. Hin unga móðir verður gjarnan mjög upptekin af ný- fædda barninu. Allt snýst um það, hún sýnir því þann dýpsta kærleika sem hún á, nýtur þess að gefa því brjóstið og þannig mætti lengi telja. Mjög eðlilega hefur hún ekki eins mikinn áhuga á manninum og áður. Að minnsta kosti finnst honum það og hann getur ekki betur séð en hann sé settur til hliðar. Hann missir jafnvel fótfestu í tilfinn- ingarlífi sínu, hún var þá öðruvísi en hann hafði haldið. — Ef til vill er hún líka mjög vonsvikin, hún reiknaði aldrei með að skilningur hans yrði svona takmarkaður. Þetta eru mjög eðlilegir árekstrar meðan hjón eru að finna hvort annað. En einmitt svona erfiðleikar geta bundið hjónin enn sterkari böndum en áður var hægt. Það er í svona hversdagslegum erfiðleikum að persónuleikinn dafnar. Þegar þessir erfiðleikar reyn- ast of þungir og viðkomandi fara frá hvort öðru þá er það mjög oft vegna vanþekkingar og þroskaleysis. Ef ung hjón fengju meiri vitnesju um þessa stað- reynd að erfiðleikar komi upp á fyrstu 5 árunum og það sé nauðsynlegt til þess að ná réttum þroska að komast yfir þá, þá yrðu færri hjónaskilnaðir en raun ber vitni. I þessum hlutum þarf miklu meiri fræðslu. 2. Næsta erfiðleikatímabilið er oft kallað „14. ára krísan", en þeir erfiðleikar hafa allt aðrar forsendur en að framan greinir. Persónulega held ég að erfið- leikarnir verði vegna þess ald- urs sem hjónin eru á. Vissulega eru til margar aðrar kenningar um þetta, því á þetta er hægt að líta frá mörgum hliðum. Langflestar konur hafa lokið barneignum um þrítugt, árin sem þá koma á eftir verða oft þannig að þær fá ekki þá fullnægju sem þær þurfa fyrir tilfinningarlífið og persónuleik- ann. Tómleiki og tilgangsleysi í samfélaginu heima fyrir eykst. Börnin þarfnast þeirra ekki eins eftir því sem árin líða. Dr. Harnik hefur undirstrikað þetta baksvið mjög varðandi þessi vandamál. Prófessor Rumker hefur gert rannsóknir á þessu sviði og bent á að á aldursskeið- inu 35—38 ára gangi flestir í gegnum alvarlega persónu- leika-þolraun. Sumir reyna þetta nokkru fyrr þ.e. rúmlega 30 ára og aðrir síðar 40—42 ára. En hápunktur þessara einkenna eru um 35—38 ára skeiðið og þá eru flestir búnir að vera í hjónabandi ca 14 ár. Þess vegna er miðað við 14 ár, þegar rætt er um þetta tímabil enda stígur skilnaðartíðnin þá mjög hátt. Á þessum aldri á sér stað töluverð breyting líkamlega. Öldrunarbreytingar verða í frumunum frá 35 ára aldri, sem semda. En smám saman fengu þeir meiri og meiri innsýn í leyndardóma Guðs ríkis. Gerðu eins og þeir. Taktu þá áhættu að fylgja Jesú. Bið til hans, hlusta á hann, er hann talar í guðspjöllunum. Ræktu samfélag safnaðar hans á helg- um dögum, reyndu að hlýða kærleiksboði hans! Prófaðu! (sjá. Jóh. 7,17). Þá muntu uppgötva hvað TRÚ er. Ekki einhver byrði, sem hvílir á þér: Verð ég að trúa þessu og hinu? Heldur kraftur, sem ber þig uppi. Þú hefur eignast nýja viðmiðun í lífi þínu og getur sagt eins og Páll: Ég veit á hverjum ég hef sett traust mitt! (2. Tím. 1,12). er hluti af vandamálinu. Aftur er rétt að undirstrika að einmitt á þessum árum er fólk búið að koma sér vel fyrir. Ef litið er til baka þá hefur lífið verið svipað í 15 ár og varla nokkur ástæða til að ætla að það breytist næstu árin. Maður kann sitt hlutverk í atvinnulífinu og það verður varla breyting á því á næstunni. Tómleikinn verður vandamál. Tilfinningarleg viðbrögð verða oft til þess að hjón fara í taugarnar hvort á öðru. Hann er þreyttur, óánægður með launin, konuna, börnin, bílinn! Hún segir við börnin: Ég veit ekki hvað hefur komið yfir manninn, það er ekki hægt að tala við hann“, Óhjákvæmilega gengur þetta út yfir kynferðislegu hliðina sem einkennist af spennu og hálfgerðri taugaveikl- un. Þetta ástand veldur oft skiln- aði. Konan er í mikilli þörf fyrir að vera meðhöndluð sem kona og verður veik fyrir öðrum mönnum sem sýna henni áhuga. Hér mæta konur oft karlmönn- um sem eru 50—55 ára og eru á næsta erfiðleikatímabili (sjá síðar). Eins og fram hefur komið þá getur þetta verið mjög erfitt tímabil. En einmitt á þessum. tíma er mjög gott tækifæri til þess að endurnýjast í hjóna- bandinu og öllu samfélagi á heimilinu. Hér er mjög mikil- vægt að hjón ræði saman opið um stöðu sína. Hjálpi hvort öðru að finna leið út úr tómleika og leiðindum t.d. með því að sækja um annað starf, endurhæfa sig o.s.fr. — Konan þarf að fá uppörvun frá manni sínum til að finna ný áhugamál, ef börnin eru komin nokkuð á legg. Á þessum árum verður vímu- gjafinn oft stórt vandamál vegna tómleika og óánægju. Bent hefur verið á að annað- hvort hafi þessi ár orðið til algers hruns í hjónaböndum eða til endurnýjunar og aukinnar hamingju og lífslöngunar. 3. Englendingarnir segja: „Life begins at. fourty" (Allt er fertugum fært), og undirstrika hve góður tíminn er frá 40—50 ára. En um 50—55 ára aldurs- skeiðið koma enn vandamál sem oft eru kennd við silfurbrúð- kaupið. Það er ekki bara konan sem gengur inn í breytingatíma heldur líka karlmaðurinn. Hann verður rólegri, kvartar yfir að vera ekki upplagður, minnið skerðist og í 75% tilfella minnk- ar kynferðisgetan. Ef hann veit um þetta og konan sömuleiðis þá þarf þetta alls ekki að valda erfiðleikum. Hins vegar ef fólk getur ekki talað saman þá getur ástandið orðið alvarlegt. — Börnin eru farin að heiman. Hjónin eru meira og meira ein saman og misskilningurinn get- ur magnast svo að til alvarlegra árekstra kemur. Hún kvartar yfir því að hann sé hættur að koma til sín og hann gengur um með sviða í sál yfir getuleysi sínu. Þetta ástand karlmannsins verður stundum til þess að hann grípur til þess ráðs að gera hosur sínar grænar fyrir ungum konum, einmitt á 35 ára aldrin- um eins og áður getur. Hann telur þær vænlegar til að örva kyngetu sína aftur og þar með sýnt að hann sé ekki dauður úr öllum æðum. Hér verða því oft hjónaskilnaðir og reyndar svo oft að línuritið sýnir þriðja hápunktinn. Ég hef nú mjög stuttlega lýst nokkrum vandamálum sem upp kunna að koma í hjónabandinu. Ég minni á að þetta eru eðlileg vandamál, sem eiga að geta þroskað hjónabandið og gert það sterkara og hamingjusamara ef rétt er brugðist við. Erfið ár í hjónabandinu eru því oftast góður hlutur, sem við skulum ekki vanmeta en leitast við að nýta rétt, ,þannig að elliárin verði kannski ríkustu og bestu árin. Frh. Trú Trúarjátningin setur fram stuttu máli kjarna kristinnar trúar. Trúarjátningin er lof- söngur til Guðs, lofgjörð, sem drepur á því mikilvægasta, sem vitað er um Guð. Enginn getur skilið allt, sem þar stendur. En kristin trú er að lifa með Jesú, og vaxa og þroskast í samfélag- inu við hann. Þegar Jesús kallaði á lærisveinana sagði hann ekki: Ef þú trúir þessu og þessu, þá færðu að vera með mér! Hann sagði bara: FYLG ÞÚ MÉR! Þeir hlýddu, fylgdu honum, hlustuðu á hann, horfðu á hvað hann gerði. Stundum voru þeir hrifnir, stundum hryggir, stundum vissir, stund- um vonsviknir og fullir efa- Biblítilestur vikuna 1,- -7. okt. Sunnudagur 1. okt.: Matt. 9:1—8 Mánudagur 2. okt.: Lúk. 13:10—2i Þriðjudagur 3. okt.: Lúk. 10:15—20 Miðvikudagur Á. okt.: 2. Kor. L'l—15 Fimmtudagur 5. okt.: 2. Kor. 11:23—33 Föstudagur 6. okt.: 2. Kor. 12:1—10 Laugardagur 7. okt.: Jobsbók 1:1—22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.